Morgunblaðið - 14.04.1988, Side 16

Morgunblaðið - 14.04.1988, Side 16
-16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 Góðar fréttir Einn þekktasti málari Frakka er væntanlegur til landsins á næst- unni, og verður opnuð sýning á grafískum verkum hans í Lista- safni íslands þann 16. apríl. Lista- maður þessi er- hinn heimskunni abstrakt málari Pierre Soulages, en verk hans hafa farið sigurför um veröldina á undanfömum ára- tugum. Flest málsmetandi söfn í heimi eiga verk eftir Soulages, sem tvímælalaust má telja í fremstu röð núlifandi myndlistarmanna. Soulages hefur hlotið feiknin öll af viðurkenningum á langri starfs- ævi. Hann hefur fengið Rembrandt-verðlaunin, Camegie- verðlaunin (1964), aðalverðlaunin á tvíæringi Tókýóborgar, og svo mætti lengi telja. Hann er meðlim- ur í heiðursfýlkingunni frönsku. Hér er stiklað á stóru og aðeins fátt eitt til tínt, en til þess em þessar línur hripaðar, að fólk fái nokkra hugmynd um, hver þessi afburða listamaður er. Það em sjálfsagt ekki margir hér á landi, sem þekkja til þessa snillings, og verður fróðlegt að kynnast við- brögðum íslendinga við grafískum verkum Soulages. Það em áratugir, frá því að ég sá í fyrsta sinn sýningu frá hendi Soulages. Þá var hann lítt þekktur í heimalandi sínu og átti nokkuð erfitt uppdráttar heima fyrir, en á erlendum vettvangi öðlaðist hann fljótlega viðurkenningu, og nú er svo komið, að Frakkar em öfundað- ir af því að eiga slíkan listamann. Soulages hefur tvær vinnustofur, aðra í París og hina í borginni Séte við Miðjarðarhafið. Þar hefur hann ræktað frægan garð í ná- grenni við vinnustofu sína, og þar býr hann part af árinu ásamt konu sinni, en hann er fæddur á eyjunni Pierre Soulages Rhodos árið 1919 og því tæplega sjötugur að aldri. Það er að breytast ásýnd Reykjavíkurborgar, hvað sýningar snertir nú seinustu árin. Verk eftir Pablo Picasso vom sýnd á seinustu Listahátíð, nú er sýning á verkum Soulages i burðarliðnum, ekki er langt í að verk eftir Chagall verði hér á sýningu, nýlega var hér á ferð sýning á verkum Danans He- emps, og svo em konstrúktívistar á Norðurlöndum væntanlegir á næstunni. Að mínu áliti er gríðarlegur fengur í að fá sýningu á verkum Soulages til landsins, og Listasafni íslands er það mikill heiður að hýsa sýningu. Vonandi verða þess- ar línur til að velq'a athygli á hinum gagnmerka listamanni og snillingi hins svarta forms, eins og hann hefur verið kallaður á stundum. Málverk og teikningar Myndlist Valtýr Pétursson Björg Þorsteinsdóttir hefur hing- að til verið einna þekktust fyrir grafíkverk sín, og á því sviði er hún í fremstu víglínu. Nú hefur hún haslað sér völl innan málverks- ins. Sýning hennar á málverkum og teikningum í Norræna húsinu skipar henni á bekk með fullgildum máJumm, og það fer ekki milli mála, að á undanfömum ámm hef- ur henni tekizt að ná sterkum tök- um á sjálfu málverkinu. Auðvitað hefur grafískt uppeldi Bjargar komið henni að góðu gagni, og sér þess vissulega stað í þeim verkum, sem hún sýnir. Öll stærri verk Bjargar em unn- in I akrýl-litum á striga, en hún sýnir einnig að sinni mikið af þurrk- rítarmyndum og myndum úr olíukrít. Á stundum bregður hún fyrir sig krít og kolum og að minnsta kosti tvær myndir em gerðar í vatnslitum. Af þessu má sjá, að vinnubrögðin em næsta fjöl- breytileg, og oft á tíðum liggur nærri að tengja þau grafískri reynslu Bjargar. Þetta sýnir, að ekkert er gripið ú lausu lofti og að hér sýnir Björg vissa þróun frá einni aðferð til annarrar. Málverkið er að mínum dómi miklu kröfuharð- ara en svartlistin, og mikil átök em nauðsynleg til að ná vemlegum árangri í þeirri myndgerð. Þetta virðist hafa tekist með ágætum hjá Björgu, og hefur hún síður en svo valið auðveldustu leiðina. Björg sýnir sterka myndbyggingu í ab- strakt formi, sem bæði útheimtir þroskaða litameðferð og einbeitni. Þessi verk Bjargar em öll miklu meira abstrakt í eðli sínu en fyrri verk hennár, og gott vald hennar yfír viðfangsefninu birtist í árangr- inum. Það er engin spuming, að abstrakt myndbygging útheimtir miklu samofnari form og litameð- ferð en þegar fígúratívt er unnið. Þetta virðist Björg hafa gert sér ljóst, og árangur hennar er eftir því. Ekki ætla ég hér að gera grein- armun á verkum Bjargar eftir þeim ólíku efnum, sem hún vinnur úr. Það er auðvitað mögulegt, en slík kmfning yrði aðeins að langloku. Flest ef ekki öll þessi verk em í líkum gæðaflokki að mínu mati og skila boðskap sínum ágætlega. En sjón er sögu ríkari og þeir, sem áhuga hafa á góðri myndlist, ættu ekki að láta þessa sýningu fram hjá sér fara. Það em tæpir fimm tugir verka á þessari sýningu, og öll em verkin eftirtektarverð. Merkileg sýning, sem óhætt er að óska listakonunni til hamingju með. Elías B. í Gallerí Borg Elías B. Halldórsson hefur ekki setið auðum höndum, síðan hann flutti hingað suður frá Sauðár- króki. Hann hefur haldið þtjár, ef ekki §órar sýningar á stuttum tíma, þegar miðað er við það, sem í eina tíð var, og sjálfsagt þótti, að listamenn eyddu fjórum árum í að undirbúa sýningu hér í borg. Nú er öldin önnur, eins og sjá má af þeim hraða sem kominn er í sýningarhald. Menn sýna oftar og í minni sölum en áður tíðkaðist, og umsetning á þessu sviði er orð- in örari. Það em olíumálverk á striga, sem Elías sýnir á sýningu sinni í Gallerí Borg þessa dagana, og öll sverja þau sig í ætt við höfund sinn. Það er nokkuð síðan Elías tileink- aði sér mjög persónulegan stíl, sem einkennist af ömggri pensilskrift og litameðferð fyrst og fremst. Á þessari sýningu em bæði abstrakt- myndir og nokkrar landslagsmynd- ir, og má greinilega sjá sömu við- brögð, hvort heldur fyrirmyndir em úr íslenzkri náttúm eða óhlutkennd viðfangsefni hafa orðið vaki að gerð málverksins. Stærðir em með- færilegar, ef svo mætti til orða taka, ekkert rosastórt og ekkert í frímerkjastærð. Það er sérlega ferskur blær yfir þessum verkum og enda þótt þykkt sé málað og mikið unnið, er hvergi gengið á kraft litarins, og ég man ekki eftir að hafa séð meiri átök í verkum EHasar áður, og hef ég þó fylgzt all vel með framvindu mála hjá Elíasi seinustu árin. Tuttugu og fjögur verk em á þessari sýningu og sóma sér vel í * því umhverfi, sem þeim er búið. Svo samstæð er þessi sýning, að það hvarflar að manni, að Elías hafi vandað val sitt sérlega að sinni og verið harður í dómum um eigin verk. Það er skemmtilegt að líta inn á sýningu Elfasar, og hann á heiður skilið fyrir málverkin. Bakkar og skálar Þessar línur em því miður nokk- uð síðbúnar, þar sem sýning þeirri á keramík, sem hér er um fjallað, verður lokið í Gallerí List er grein þessi birtist, en af óviðráðanlegum ástæðum var ekki unnt að koma þessu skrifi á prent fyrr. Það vom þau Eydís Líðvíksdótt- ir og Daði Harðarson, sem í sam- einingu unnu þá hluti, sem sýndir vom í Gallerí List, en þau reka Ásleir- smiðjuna og Keramik Stúdíó í Mosfellsbæ. Þama á sýn- ingunni vom um fimm tugir gripa, mest bakkar og skálar, en einnig nokkrir aðrir hlurir, svo sem egg, flaðrir og strá. Skálamar vom allar unnar af Daða og bakkamir af Eydísi. Þessir bakkar em ætlaðir til að hanga á veggjum og em teikningar í léttum tónum einkenn- andi í gerð þeirra. Sjálft formið er dálítið óreglulegt og minnir einna helzt á bylgjóttan pappa. Þetta em að mínu mati eigulegir hlutir, nokk- uð sérstæðir og sjaldséðir hér á landi. Skálamar, sem Daði hefur unnið að mestu, em hversdagslegri í forminu en bakkar Eydísar og málaðar í mjög ljúfum litum, og ég held, að um þær megi segja, að þær séu aðlaðandi og yfirlætis- lausar. Penslar og fjaðrir em einn- ig að mestu verk Daða, en annað- á þessari sýningu mun vera unnið í sameiningu af leirlistafólkinu. Það hefur orðið mikil vakning í leirmu- nagerð hér á landi á undanfömum ámm, og margir em nú starfandi í þessari listgrein. Ég er það gam- all í hettunni, að ég man þá tíð, er Guðmundur heitinn í Miðdal var einn á báti í þessari listgrein. Hann var brautryðjandi á þessu sviði, og er margt enn í fullu gildi frá hans hendi. Fleira hef ég ekki um þessa sýn- ingu að segja að sinni, nema hvað henni verður lokið, eins og áður segir, þegar þessar línur birtast. Ökuþór á Sel- fossi samdi GELHARD GRÆJUR SAMNINGAR tókust í deilu Vörubílstjórafélagains Ökuþórs á Selfossi og vinnuveitenda hjá ríkissáttasemjara um klukkan 3:30 á aðfarnótt þriðjudags, eftir tæplega 12 tíma viðræðu- lotu. Tryggvi Ágústsson, formaður Ökuþórs, sagði að í samningnum væri gert ráð fyrir sömu áfanga- hækkunum og í Akureyrarsamn- ingunum og uppsetning launalið- arins væri svipuð og í sérkjara- samning Mjólkursamsölunnar og Dagsbrúnar, sem hann sagði vera gjörbreytingu á launauppbygg- ingji hjá félagsmönnum Okuþórs. í Okuþór eru um 40 félagar, en stærsti hluti þeirra vinnur hjá Mjólkubúi Flóamanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.