Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 27
MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988
27
N-Atlantshafsskýrsla BCG:
Hagkvæmasti kosturimi að
fækka um tvær flugvélar
Enginn uppgjafartónn í okkur,
segir Sigurður Helgason forstjóri
„ÞAÐ er enginn uppgjafartónn í okkur þótt allt bendi til að grípa
þurfi til einhvers samdráttar varðandi Atlantshafsflugið, enda er
staða okkar sterk á öðrum rekstrarsviðum. Við munum hins vegar
bíða og sjá hvað gerist á næstu mánuðum i Atlantshafsfluginu áður
en við tökum ákvörðun um frekari aðgerðir þar að lútandi,“ sagði
Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða, að loknum fundi með starfs-
fólki fyrirtækisins í gær, þar sem skýrsla ráðgjafafyrirtækisins
Boston Consulting Group var kynnt. Ráðgjafafyrirtækið bendir á
ýmsar leiðir til lausnar þeim vanda, sem Flugleiðir eiga við að etja
varðandi N-Atlantshafsflugið og flestar fela þær í sér einhvem sam-
drátt. Að mati BCG er hagkvæmasti kosturinn að fækka um tvær
flugvélar og nota aðeins eina DC-8-63 þotu á þessari leið.
Morgunblaðið/Börkur
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, kynnir skýrslu BCG á fundi
með starfsfólki í gær.
Sigurður sagði að Boston Cun-
sulting Group hefði byijað á þessu
verkefni síðastliðið haust og þegar
hefði verið gripið til ráðstafana til
að rétta hlut félagsins en frekari
aðgerðir yrðu teknar í ljósi þess
hvemig þróunin yrði á næstu mán-
uðum, bæði hvað varðar sjálft Atl-
antshafsflugið svo og þróun í geng-
ismálum. Hann sagði að engar
breytingar yrðu á sumaráætlun fé-
lagsins og fækkun ferða eða aðrar
aðgerðir myndu í fyrsta lagi koma
til framkvæmda með næstu vetr-
aráætlun.
í skýrslu Boston Consulting Gro-
up er staðfest að útlitið í fluginu
milli Luxemborgar og Banda-
ríkjanna sé dökkt. Þar kemur með-
al annars fram að Flugleiðir séu
með lægstu meðaltekjur á far-
þegakílómetra af öllum Evrópufé-
lögum á Norður-Atlantshafinu. í
skýrslunni segir ennfremur að Flug-
leiðir þurfi að gera sér grein fyrir,
að miðað við núverandi kostnaðar-
og tekjuforsendur, þá geti félagið
ekki hagnast á því að flytja lág-
gjaldafarþega á milli Banda-
ríkjanna og Evrópu um íslnad. í
skýrlunni er rakin þróun í Atlants-
hafsflugi á síðustu árum og sagt
að þó að þetta flug Flugleiða hafi
skilað umtalsverðu framlagi upp í
fastan kostnað félagsins og þannig
aukið hagkvæmnina, hafi á síðasta
ári sigið mjög á ógæfuhliðina vegna
mikillar kostnaðarhækkunar innan-
lands ásamt gengisþróun, sem hafi
verið félaginu mjög óhagstæð.
Þá er bent á að markaðsstaða
Flugleiða hafi versnað mjög vegna
aukinnar samkeppni frá stærri fé-
lögum sem bjóði jafnlág og jafnvel
lægri fargjöld, oft með tengiflugi
inniföldu í verðinu á þessari flug-
leið. Þar að auki séu vélar Flugleiða
eldri en keppinautanna og stundvísi
Flugleiða hafi ekki verið í lagi. Nið-
urstaða þeirra er sú, að með því
að hafa viðkomu á íslandi, verði
kostnaður Flugleiða ætíð það mikið
hærri en keppinautanna, að von-
laust sé að flytja farþega á milli
Bandaríkjanna og Evrópu með
hagnaði miðað við þau lágu far-
gjöld sem gilda, þrátt fyrir háa
sætanýtingu.
Sigurður Helgason forstjóri
kvaðst á þessu stigi ekki vilja leggja
mat á það hvaða leiðir, af þeim sem
ráðgjafamir hafa bent á til úrlausn-
ar, væru vænlegastar. Að mati
þeirra er hagkvæmasti kosturinn
fyrir Flugleiðir að fækka um tvær
flugvélar og nota aðeins eina DC-8
63 þotu á þessari leið, jafnframt
því sem dregið yrði verulega úr
föstum kostnaði félagisns. Með
þessu móti yrði aðaláherslan lögð
á flutninga til og frá íslandi. En
það er einnig bent á aðra mögu-
leika, til dæmis að reka tvær DC-8
þotur, eða að reka eina Boing 767
þotu, sem yrði staðsett í Luxem-
burg.
Fundurinn með starfsfólki Flug-
leiða var fjölmennur og af máli
manna að honum loknum mátti
ráða, að fullur skilningur er á því
meðal starfsfólks að aðgerða sé
þörf varðandi Atlantshafsflugið.
Guðmundur Ásgeir Geirsson, for-
maður Starfsmannafélags Flug-
leiða, sagði í samtali við Morgun-
blaðið ekki væri tímabært að gefa
yfirlýsingar af hálfu starfsfólks á
þessu stigi, enda hefðu engar
ákvarðanir verið teknar varðandi
aðgeðir. Hann kvaðst þó búast við
að gripið yrði til einhvers samdrátt-
ar og ef tii uppsagna starfsfólks
kæmi kvaðst hann frekar eiga von
á að það myndi bitna á starfsfólki
erlendis, þótt sá möguleiki væri
einnig fyrir hendi að uppsagnir
kæmu hlutfallslega jafnt niður á
öllum deildum. Guðmundur Ásgeir
lýsti yfir ánægju sinni með þann
baráttuhug sem fram kom í máli
forstjórans á fundinum og taldi ein-
sýnt, að þorri starfsmanna myndi
styðja aðhaldsaðgerðir stjómenda
fyrirtækisins.
Beint flug milli
Luxemborgar
og New York?
Ein af þeim hugmyndum, sem
BCG setur fram er að hefja beint
flug milli Luxemborgar og New
York og byggja þar á „business-
manna“ markaði í Luxemborg og
umhverfi, en þann markað telja
þeir álitlegan. Það er hins vegar
mat þeirra að til þess að ná ár-
angri á þeim markaði þurfi Flug-
leiðir að hefja rekstur á B-767
breiðþotu á þessari leið. Því fylgir
hins vegar töluverð rekstrarleg og
fjárhagsleg áhætta auk þess sem
hælpið er að vera með eina vél af
ákveðinni tegund í rekstri vegna
óhagkvæmni sem því fylgir.
Hugmyndir þeirra BCG-manna
lúta allar að því að draga úr fjölda
þeirra farþega sem fara um ísland
milli Bandaríkjanna og Luxemborg-
ar. í fyrra voru þeir 211 þúsund
eða um 85% af heildarfarþegafjölda
Flugleiða á N-Atlantshafsleiðinni.
Bent er á að með því að minnka
framboð sem nemur einni DC-8
flugvél, þá fækki þessum farþegum
úr 211 þúsund í 129 þúsund og
komi öll fækkunin fram meðal
þeirra er lægstu fargjöldin greiða.
Ef hins vegar yrði fækkað um tvær
DC-8 flugvélar, af þremur, þá yrðu
farþegamir á milli Luxemborgar
og Ameríku aðeins um 46 þúsund
á ári,_ eða álíka og farþegafjöldinn
milli íslands og Bandaríkjanna.
Ráðgjafamir hallast helst að
síðamefndu hugmyndinni og telja
þeir að þannig megi fá N-Atlants-
hafsreksturinn til að skila hagnaði,
enda yrði jafnframt dregið vemlega
úr föstum kostnaði fyrirtækisins.
KJÍKIINGAR
Eru
Holtakj úklingar
bestir?
Við höfum verið að
velta því fyrir okkur
vegna þess að við
seljum fleiri þúsundir
í hveijum mánuði.
Grillaðir á aðeins
1 stk. í pakka
3 stk. í pakka
5 stk. í pakka
Laugalæk 2, s. 686511
Garðabæ, s. 656400
Fjölmenni var á starf smannafundinum, þar sem N-Atlantshafsskýrsl-
an var kynnt.
Tveir góðir kæliskáparfrá
SIEMENS
Frystir, kælir og
svali í einum skáp
165x60x60 sm (hxbxd).
671 fjögurra stjörnu
frystihólf.
1541 kælirými.
801 svalarými til að
geyma einkum ávexti
og grænmeti.
KV3146
Sannkallad
forða-
búr heimilisins
182x60x57 sm (hxbxd).
67 I fjögurra stjörnu
frystihólf.
180 I kælirými.
761 útdreginn svala-
vagn til að geyma m.a.
flöskur, grænmeti og
ávexti.
KV3546
Hjá SIEMENS eru gæði, ending og
fallegt útlit ávallt sett á oddinn.
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300