Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 Blúsrokk og rokkabillí Næsta sunnudag kemur til landsins finnska rytmablússveit- in Honey B. and the T-Bones. Hér mun sveitln dvelja ( vikutíma og halda sax til sjö tónleika á meðan é dvölinni stendur. Honey B. and the T-Bones var stofnuð í byrjun þessa áratugar og sveitina skipa stúlkan Honey B„ sem leikur á bassa, Little B. sem leikur á trommur og T-Bone Ed sem leikur á grtar. Sveitin sér- hæfir sig í að leika rytmablús, blús og rokkabilit, og leikur frumsamin lög ekki siður en lög eftir aöra. Að baki á hún þrjár stórar plötur og heldur tónleika 250 sinnum á ári að jafnaði. Ef marka má umsagnir norskra blaða er bassaleikari sveitarinnar, Honey B„ helst þekkt fyrir aö leika á bassann í öllum mögulegum og ómögulegum stellingum, en að eigin sögn verður hún aö leika betur á bassa en karlmaður, til að menn taki mark á henni. Hún seg- ist einnig líta á sig sem skemmti-1 kraft ekki síður en tónlistarmann, en þess má geta hér að hún hefur lokið klassísku píanónámi. Líflegri siðsframkomu verður að fylgja lífleg tónlist og á efnisskránni eru lög eftir Honey B. og samstarfs- menn hennar í sveitinni sem sam- in eru eftir blúsformúlunni, en einnig gamlir slagarar eins og Shake Your Moneymaker eftir Elmore James. Honey B. og félagar hennar halda tónleika í Evrópú föstudag og laugardag í næstu viku, en einn- ig mun sveitin skemmta í Ejum og félagsmiðstöðvum skóla. f burðar- liðnum er einnig aö halda blús- kvöld með íslenskri sveit, en ekki hefur enn verið ákveðið hvern veg því veröur háttað. S.h. draumur og E-X í Hótel Borg Rokksveitirnar S.h. draumur og E-X halda tónleika í Hótel Borg f kvöld. Nokkuð er nú liðið siðan S.h. draumur kom síðast fram á tón- leikum, en nýlega sendi sveitin frá sér snælduna Bútaðir leggir sem sagt er frá annarsstaðar á síðunni. Styttra er síðan E-X hélt tónleika, en væntanleg er smáskífa með laginu Frontiers, sem iengi hefur verið á tónleika- dagskrá sveitarinnar. Tónleikamir hefjast kl. 22.30. Shark Taboo á sviðinu í Lækjartungli. Morgunbiaðið/Bjami Fyrirtaks tónleikar SharkTaboo Morgunblaðið/Bjarni Hljómborðsleikari sveitarinnar veltir fyrir sér næsta tón. Fimmtudagskvöldið 7. apríl hélt breska hljómveitin Shark Taboo tónleika I Lækjartungli ásamt hljómsveitinni Múzzólfnf. Voru þetta fyrri af tveimur tón- leikum hljómsveitarinnar f þess- arri heimsókn hennar til íslands, en áður kom sveitin hingað f ágúst f fyrra og lék f Reykjavfk, á Akranesi og á Akureyri. Seinni tónleikarnir voru svo haldnir f Duus sl. mánudagskvöld ásamt hljómsveitinni Tfbet tabú (ath. það rímar), og að þvf er fregnir herma fyrir fámenni, en að öðrum kosti ágætlega heppnaðir. Þegar útsendari Rokksíðunnar mætti á tónleikana í Lækjartungli var Múzzólíní nýhætt að spila og eftir stutt hlé mættu liðsmenn Shark Taboo á sviðið; stilltu sína strengi, settu sig í stellingar og hófu leik. Sveitin tók af stað af festu og öryggi, greinilega mjög vel æfð. Þéttur, markviss og leið- andi bassaleikur dreif tónlistina áfram, gftarleikarinn skreytti skemmtilega og á einfaldan hátt, án tilgerðar og óþarfa fingraæf- inga. Lítið fór fyrir hljómborðs- leiknum, hvort sem það var sökum hógværðar hljómborðsleikarans eöa misbrests í hljóöblöndun. Gill, söngkonan hefur mikla og skemmtilega rödd, en þaö var ekki fyrr en eftir nokkur lög sem ég var farinn að geta notið hennar því hún minnti svo sterklega á Siouixe (& The Banshees) að það nálgaðist ósvífni, en þegar á tónieikana ieið vandist þetta vel. Ekki er nú hægt að segja að húsið hafi veriö troðið, en það hefur svosem sést verra. Ég er samt hræddur um að marg- ur rokkunnandinn hafi setið heima, af hvaða ástæðu sem það nú var. Eitthvað kitlaði tónlistin dans- taugar gestanna sem tíndust jafnt og þétt inná dansgólfiö þar sem Gill tók nokkur spor með þeim. Hljómsveitin var hress á sviðinu, eða einsog stemmningin leyfði. Shark Taboo léku í bland ný og gömul lög; af eldri lögunum er einna þekktast Everyone's a Fre- ak, sem gerði það nokkuð gott á óháða, breska listanum fyrir nokkru, From the Cold, eitt nýju laganna var eftirminnilegt og hver veit nema það eigi eftir að sjást á vinsældalistum þegar sveitin kem- ur frá sér næstu plötu, sem von- andi verður bráðlega. Framan af tónleikunum hafði ég litla athygli veitt trymbli sveitarinn- ar, en er stuðið magnaðist var eins og hann héldi ekki alveg í við aðra í sveitinni, líkt og hann væri ekki með á nótunum, og víst er að aldr- ei verður hljómveit betri en tromm- arinn. En ekki var aö merkja að neinn bilbug hvorki á áheyrendum eða öðrum hljómsveitarmeðlimum og þegar þau stigu af sviði var óspart klappað. Erfiðlega gekk fyr- ir sveitina að komast af staö aftur eftir uppklapp þar sem bassaleik- arinn hafði verið full harðhentur við hljóðfæri sitt og þarfnaðist nýs bassa, sem greiðvikinn íslendingur útvegaði honum. Fluttu þau nú í annað skipti Everyone's a Freak og nú af enn meiri krafti en í upp- hafi tónleikanna, eins og í fyrra skiptið tók hljómborðsleikarinn sér gítar í hönd og nú steig hann fram fyrír hljómborðið og gerði feimnis- lega tilraun til að dilla sér með. Prýðis tónleikum lauk því á góöri keyrslu og lýstu Gill og félagar í Shark Taboo yfir ánægju sinni með móttökur og sögðust vonast til að geta komið hingað fljótt aftur. V. Bútaðir leggir Neðansjávarsveitin góð- kunna S.h. draumur sendi nýverið frá sór snælduna Bútaðir leggir 1982-1986. Á snældunni eru bútar sem ekki hafa komið út áður, en safnað ryki í fórum sveitar- manna sfðustu ár. Með þess- ari útgáfu hafa komið frá Draumnum 7", 10" og LP- plata og þrjár kassettur, auk efnis á tíu safnkassettum. Á snældunni eru tuttugu og tveir bútar, þar á meðal a.m.k. einn sem hefur komið út á piasti, Bimbirimbirimb- amm. Textar fylgja. Upptökustaðir eru ýmsir; allt frá æfingarhúsnæði í hina ýmsu tónleikastaði og verða þeir ekki tíundaðir frekar. í fréttabréfi frá hljómsveit- inni sem fylgir snældunni er m.a. yfirlit yfir tónleika S.h. draums frá 1982 og þar kem- ur fram að sveitin hefur haldið tónleika alls 50 sinnum. Þar má og finna ýmsan fróðieik sem ekki verður rakinn hér, en þess má þó geta að í sveit- inni eru nú þeir Gunnar Lárus Hjálmarsson bassaleikari, Steingrímur Birgisson gítar- leikari og Birgir Baldursson trommuleikari. Þeir Gunnar og Steingrímur hafa reyndar verið í hljómsveitinni frá byrj- un og leika því á sín hljóðfæri í öllum lögum snældunnar, en trommuleikarar eru þrír: Haukur Valdimarsson, Ágúst Jakobsson og Birgir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.