Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 17
_____________MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR Á APRÍL 1988__17 Ríkisútvarp — rás 1 — rás 2 eftirMá Magnússon Nýlega hefur komið fram hug- mynd um að Ríkisútvarpið reki ekki lengur rás 2. Virðist það vera sérkennileg ráðstöfun nú, þegar rás 2 er að færast í það form, sem upprunalega ætlað var. Ríkisútvarp Til eru raddir í íslenzku þjóðfé- lagi, sem mæla á móti hvers konar ríkisrekstri og vísa gjaman til íyrir- komulags í Bandaríkjunum, þar sem margir þættir aðbúnaðar þegnanna eru í höndum einkaaðila, svo sem síma- og heilbrigðisþjónusta. Hefur það auðvitað bæði kosti og galla og ekki ástæða til að orðlengja um það hér. Löggæzla og vamir landsins em þó á vegum hins opinbera. Við íslend- ingar höfum engan her af augljósum ástæðum. Það hefur hinsvegar verið staðinn sterkur vörður um þann þátt menningararfleifðar okkar, sem hef- ur haldið þjóðinni saman og verið henni leiðarljós gegnum aldimar. Það er tungumál okkar, íslenzkan, og þeir ávextir í ræðu og riti sem hún hefur borið. Ahrifavaldar á menningarþróun hvert sem litið er em á hveijum tíma þeir sem beina orðum sínum til fjöld- ans, hvort sem það em lýðskmmarar eða trúarleiðtogar, stjómmálamenn eða skáld. Eftir þvi sem fram hafa liðið stundir hefur orðið auðveldara að ná til fjöldans og hefur ör þróun á sviði fjölmiðla átt mestan þátt í því. Það er augljóst að útvarp og sjónvarp em eitthvert helzta afl í mótun og vemdun tungunnar. Mætti þá ekki lita á Ríkisútvarpið sem öflugan vemdara þessa andlega fjör- eggs þjóðarinnar? Ríkisútvarpið er einnig fulltrúi íslenzkrar menningar út á við og er ómetanlegt í samskiptum og sam- vinnu við erlendar útvarpsstöðvar. Mætti gjama kynna þann þátt starf- semi Rikisútvarpsins meira en nú er. Hlutverk Ríkisútvarpsins Skipta mætti hlutverki Ríkisút- varpsins i flögur meginatriði. Fræðslu, skemmtun, varðveizlu og öryggi. Fræðsla kemur fram í frétt- um og hverskonar fróðleiksmiðlun allt frá kennsluefni til skemmtiefnis með fróðlegu og fréttnæmu efni. Er þá komið að öðm atriðinu, skemmt- un. Augljóslega er það misjafnt og margt sem gleður mannsins hjarta og þessi hlið á starfseminni hlýtur því að vera mjög yfirgripsmikil. Oðm máli gegnir um öryggisþáttinn, þar er efnismagnið ekki mikið, en þeim mun þýðingarmeira. Hér er aftur á móti stöðugleiki f útsendingu ásamt ábyrgð, sem vart er legjandi á einka- aðila, algjört skiiyrði. Er þá sérstak- lega átt við neyðarþjónustu í stórslys- um. Fréttatengdar upplýsingar svo sem verðurfregnir, firéttir af ástandi vega og umferð falla undir þennan þátt og em mjög árfðandi. Varð- veizla á efni fluttu f Rfkisútvarpinu eða söftiuðu/skráðu á þess vegum er snar þáttur í starfeemi stoftiunar- innar og verður eftir því sem tímar Ifða merkari. Engin ástæða er til að fjölyrða um það hér og ekki mögu- legt. Fræðsla og skemmtun í sambandi við þessi tvö atriði greinir menn eðlilega á um hlutverk Ríkisútvarpsins þó að allir geti verið sammála um öryggis- og varðveizlu- þættina. Það er þyngri þraut en að lýsa megi f stuttu máli að verða við þörfum og óskum allra landsmanna um flutning efnis f Rfkisútvarpinu og nokkum veginn ömggt að aldrei verður fyllilega orðið við óskum hvers og eins. Á meðan sent var út á einni rás heyrðust sffellt óánægjuraddir á víxl um ónógt tillit til þessa eða hins þjóð- félagshópsins, hvort sem miðað var við aldur, störf eða búsetu. Það var þvf fagnaðareftii þegar stofnað var til rásar 2. Nú skapaðist möguleiki tíl flutnings milli rásanna þannig að fleiri mættu vel við una. Á sama tfma og tækifæri gæfist til flutnings veigameiri tónverka, t.d. ópera, fyrir- lestra og leikrita, væri máleftium líðandi stundar í ramma léttrar tón- listar gerð góð skil á rás 2. En í fyrstu var ekki hægt að flytja yfír aJlt efnið sem átt hefði heima á rás 2 vegna þess að ekki náðist til stöðv- arinnar um allt land. Rás 1 — rás 2 Nú þegar endanlegt hlutverk þess- arar viðbótarrásar er að mótast á að kippa henni úr sambandi við Ríkisútvarpið. Hlutverk rásar 2 er sífellt að verða veigameira með stærra dreifikerfi og rás 1 hefur æ meira svigrúm til flutnings á vönd- uðu útvarpsefni. Væri það því ein- dregið stórt skref aftur á bak að ijúfa tengsl rásanna. Aftur kæmi þá upp sú staða að reynt yrði að gera öllum til hæfis á einni rás og allir yrðu óánægðir á ný. Má teljast sérkennilegt að kvarta undan fjárútlátum rikisins f stærðar- hlutfallinu tugir milljóna við upp- Már Magnússon byggingu og endurbætur á jafn veigamikiu menningarafli á sama tíma og dagblöð segja frá því í loðnu- fréttastíl að tap ríkisins vegna „Hlutverk rásar 2 er sífellt að verða veiga- meira með stærra dreifikerfi og rás 1 hef- ur æ meira svigrúm til flutnings á vönduðu út- varpsefni. Væri það þvi eindregið stórt skref aftur á bak að rjúfa tengsl rásanna.“ bankagjaldþrots sé hálfum milljarði meira en ætlað var, húsbygging fari næstum milljarð fram úr áætlun og fyrirtæki úti í bæ borgi forstjóra sínum eina og kvart milljón í mánað- arlaun. Höfundur stnrf&r viðmorgunút■ varpið árás 1. MPPDRÆTH SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS ÍBÚÐARVINNINGUR AÐVERÐMÆTl 2.000.000,00 kr. 171950 2l BIFREIÐ TVEIR TOYOTA LANDCRl'IESER 4WD AD VERDM/ETl KR. 1.121.000.00 HVER 136066 162555 NÍTJÁN TOYOTA COROLl.A BIFREIÐAR AD \ ERÐMÆTl KR. 456.080,00 HVER 17933 43147 63880 102709 132223 18520 57464 64237 105312 166046 30772 57700 79315 112492 180604 37984 63430 .84424 123880 Þökkum landsmönnum öllum veittan stucTning SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.