Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 Inniflísar Qpið bréf til Davíðs; Smádíselvélar 5.4 hö við 3000 SN. 8.5 hö við 3000 SN. Dísel-rafstöðvar 3.5 KVA ©ÖtQiHlmBgKuir Vesturgötu 16, sími 14680. SIEMENS SIEMENS uppþvottavél' LADY SN 4523 með Aqua-Stop vatnsöryggi. Vandvirk og hljóðlát. > 5 þvottakerfi. > Fjórföíd vöm gegr. vatnsleka. > Óvenjulega hljóðiát og spameytin. Smith og Norland, Nóatúni 4, s. 28300. Níösterkarog hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. " Margarog stillanlegar stærðir. Hentar nánast allsstaðar. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI 672444 Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Um Ak^ópólis Reykja- víkur, Oskjuhlíð eftírÓmarÞ. Raguarsson Rétt vestan við „þyngdarpunkt" höfuðborgarsvæðisins bíður Öskju- hlíðin eftir því, að töfrasproti fram- sýnna og stórhuga manna breyti henni úr kollóttu hrúgaldi í stór- kostlega háborg, einn höfuðpólinn í miðborg Reykjavíkur. Akrópólis íslands. Þar bíður eitthvert stór- kostlegasta tækifæri, sem íslenzkur arkitektúr á, kjörið verkefni, sem leysa má á næstu áratugum, en — vel að merkja, ekki með smíði eins veitingastaðar uppi á heitavatns- geymunum, heldur með mun víð- tækari og rismeiri hætti, sem hæfir svo þýðingarmiklum og kjömum stað. Öskjuhlíðin getur gegnt lykilað- stöðu í því að blása lífsanda í mið- borgina, því að hún liggur mitt á milli miðbæjarins við Tjömina og nýja miðbæjarins við Kringluna og getur orðið miðjan í skeifulaga tengingu á milli miðbæjanna tveggja. Öskjuhlíðin er eins og bert höfuð á höfuðborginni, sem á eftir að setja höfuðfatið, kórónuna, á. Nú langar mig, Davíð, að reifa fyrir þér 25 ára gamla hugmynd, sem ég hef reyndar tæpt á við þig áður. í henni gæti falist lausn á skipu- lagsvanda miðborgarinnar, en kannski líka lausn á ráðhúsvandan- um og „vandanum" með flugvöll- inn. Hún gæti falist í þremur liðum: 1. Þú reisir ráðhús við Tjömina. Já, já! En gott væri ef þú gætir haft það eitthvað minna en nú er ætlunin, til dæmis einn „bragga" í stað tveggja, því þá þarf ekki að taka fermetra af Tjöminni, og meira rými gæfist á bak við það á homi Tjamargötu og Vonarstrætis. Og þá drægirðu líka burst úr nefni liðsins, sem hamast nú á þér, vegna þessa húss. Þetta hús, í fiillri stærð eða þó helzt eitthvað minna, yrði ráðhús borgarinnar um sinn. Það gæti orðið í tengslum vjð Odd- fellow-húsið, sem borgin kæmist yfír og léti breyta og jafnvel tengja við ráðhúsið neðanjarðar. En þetta ráðhús yrði aðeins áfangi. Síðar, þegar háborg með borgarbygging- um og endanlegu ráðhúsi er risin á Öskjuhlíð, getur þetta Tjamarhús orðið stjómarráðshús, án umtals- verðra breytinga, með skrifstofur og móttökuaðstöðu fyrir forseta Öskjuhlíð. „Stórkostlegasta bygg- ingin gæti orðið ráðhús á kolli Oskjuhlíðar, sem ekki ætti sinn líka í víðri veröld, fyrir sakir lögunar sinnar og nýt- ingar.“ íslands og forsætisráðherra, og félli þá vel inn í heildarmynd komandi húsakynna Alþingis og ríkisstofn- ana, sem verða fyrir norðan það. Ljótu steinhúsin á homi Ijamar- götu og Vonarstrætis þyrfti helst að rífa og ljarlægja, svo að rými myndist fyrir norðan húsið fyrir torg. Með þessu vinnst það, að létta þunga af miðbænum um leið og æðstu byggingum ríkisins er gefíð meira rými, en fallegt hús risi í ’ljamarkrikanum með skemmtilegu samspili við vatnið og litlu tjömina á bak við. Framtíðarsvæði borgar- bygginganna yrði hins vegar á Öskjuhlíð eða við hana. Þá er kom- ið að lið númer tvö: 2. Samhliða breytingu á flugvell- inum (liður nr. 3), opnast möguleik- ar fyrir betri nýtingu nyrsta hluta Vatnsmýrarinnar og Öskjuhlíðar- innar undir umferðaræðar ofan- og neðanjarðar og opinberar bygging- ar. Stórkostlegasta byggingin gæti orðið ráðhús á kolli Oskjuhlíðar, sem ekki ætti sinn líka í víðri ver- öld, fyrir sakir lögunar sinnar og nýtingar. Heitavatnsgeymamir gætu orðið kjaminn í ráðhúsinu, því að ekkert er eins táknrænt og sérstakt við Reykjavík og geymam- ir, sem geyma gull borgarinnar, heita vatnið, sem hún dregur nafn af. Hér gæti hugmyndaflug arki- tekta blómstrað, svo að óperuhúsið í Sidney bliknaði. Húsið gæti t.d. orðið eins og klæðnaður glæsikonu; lyktist og hvelfdist utan um geym- ana og yfir þá og magnaði upp bogalínur þeirra! Einsog risvaxið blóm. Auðvitað einstakt hús fyrir einstaka borg, svo að hver gestur hennar spyrði: Af hveiju er húsið svona? — og fengi svarið: Þetta er tákn borgarinnar, heita vatnið í umbúðum! Efst uppi á ráðhúsinu snerist síðan eitt af kosningaloforðum þfnum, hálfkúlan mikla úr glerinu, veitingastaður, sem væri almenn- ingi ætlaður eins og sem mest af þessu frumlegasta og yndislegasta húsi borgar, borgarbúa og borgar- stjóra. Hálfkúlan úr glerinu mætti liggja hærra en nú er ráðgert, enda for- sendur byggingarinnar og reisn allt önnur, ef hún er ekki bara veit- inga-, móttöku- og skemmtistaður, heldur líka ráðhús. Á Öskjuhlíð yrðu fleiri, opinberar byggingar, en einn- ig skrúðgarður og útivistarsvæði. Og ráðhúsið yrði á góðum stað, skipulagslega séð, því að vestan undir Öslq'uhlíðinni myndu mætast aðalbrautir borgarinnar, Mikla- braut, Bústaðavegur og ný braut undir Fossvogsdal. Þama vestan undir Öskjuhlíðinni fyrir neðan ráð- húsið og austan Loftleiðahótelið er flatt svæði, sem hentar vel fyri- torg. Þar er skjólsamt en samt út- sýni þaðan til Háskólahverfis, Tjamarinnar, Skólavörðuholts og Kópavogs. Skammt sunnan við torgið yrði flugstöð og allsheija- rumferðarmiðstöð miðborgarinnar, þaðan sem fara má flugleiðis eða landleiðis skjótlega til allra átta. Þegar gestir borgarinnar stigju út úr flugvélinni blasti ráðhúsið við og leiðin upp í það lægi frá um- ferðar- og flugmiðstöðinni eftir sérstakri braut. Engin bygging myndi blasa eins vel við af gervöllu höfuðborgarsvæðinu og ráðhús á Öskjuhlíð og af engum stað yrði jafn víðsýnt. Þá kemur að þriðja lið: 3. Breyting á flugvellinum. Til þess að gefa lými nyrst í Vatnsmýrinni og minnka hávaða og slysahættu mætti lengja aust- ur/vestur-braut vallarins og stytta ögn norður/suður-brautina. Um leið og austur/vestur-brautin er orðin lengsta braut flugvallarins verður umferð um hina aðal-flug- brautina aðeins brot af því sem nú er. Því að algengustu vindáttir stað- arins henta fyrir austur/vestur- brautina, og aðeins þyrfti að nota hina brautina þegar hliðarvindur er of mikill á a/v-brautina. Það væri fljótfæmi og skammsýni að leggja flugvöll alveg niður á þessum stað, þegar nýjar, hljóðlátar og ör- uggari flugvélar eru að ryðja sér til rúms og hægt er að færa kennsluflugið á lítinn og ódýran flugvöll í Kapelluhrauni. Það em nefnilega samgöngur, Núverandi ástand: Flugvöllurinn þrengir að Vatnsmýrinni og hún og Öskjuhlíðin eru nær óskrifað blað. Miðbæirnir tveir, A og C, eru illa tengdir og langt frá hvor öðrum. Með breytingu á flugvellinum opnast möguleiki til tengingar mið- bæjanna ,A og C, yfir Öskjuhlíð, í gegn um nýjan miðbæ, B. Eftir sem áður er hægt að viðhalda skrúðgörðum og opnum útivistarsvæð- um í Vatnsmýri, Öskjuhlíð og inn Fossvogsdal og auknir möguleikar verða til að nýta syðri hluta Vatnsmýrar austur af Háskólahverfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.