Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 Selastofninn ekki of stór Ást er ... að prjóna peysu í uppá- haldslitum hans. TM Reo. U.S. Pat. Off.—all rights reserved c1984 Los Angeles Times Syndicate r\ Þetta minnir mig á: Ertu búin að skrifa henni mömmu þinni? Með morgnnkaffinu HÖGNI HREKKVÍSI Til Velvakanda. Orðsending til þeirra Þorleifs Kr. Guðlaugssonar og Jóns Eiríkssonar vegna greina í Velvakanda 25. sept- ember og 2. október 1987. Þið teljið að selastofninn sé of stór. Það er ekki allsstaðar að mínum dómi. Fyrir nokkrum árum taldi Haf- rannsóknastofnun seli á Vestfjörð- um. Talningamenn sáu þá enga seli sunnan ísafjarðardjúps nema við Langanes inni í Amarfirði. Þar og þá hefur ekki verið mikið um sel. Það er að mínum dómi best að traustar heimildir séu fyrir hendi um selastofninn. Rannsókn sker úr. Selnum er einum kennt um hringorma í þorski. Þriðja lífveran hýsir líka hring- orm (lirfu hans) og það eru krabba- dýr, sem sjaldan og aldrei er minnst á. Kísa er týnd Þessi kisa, sem er svört og hvít, fór að heiman frá sér að Stóra- hjalla 29 föstudaginn 8. apríl. Hún er ómerkt. Þeir sem hafa orðið var- ir við kisu eru beðnir um að hringja í síma 43478. Þorskurinn gleypir þessi krabba- dýr og fær þannig í sig hringorm- inn. Hvemig væri nú að gera nýja tilraun, sem væri í því fólgin að sjá þorskinum fyrir æti, sem væri ómengað og algerlega laust við hringorma. Æti fyrir þorsk í Breiðafirði í vetur hefijr ekkert verið. Magi hans er tómur, segja fiskimenn. Hvaða æti á hann að hafa? Meng- uð krabbadýr. Dauða loðnu (frysta eða malaða). Það dugar ekki að hann gleypi menguð krabbadýr. Hann étur held- ur ekki loðnu né annað, sem við veiðum. Það, sem ég tel til ráða er að hafa þær lífverur handa þorskin- um, sem em ómengaðar og heil- brigðar í flóum og fjörðum. Blygð- unarlaust emm við að svelta þorsk- inn eða hann hefur aðeins menguð krabbadýr til þess að narta í. Æti, sem kæmi sér vel fyrir þorskinn er rækja t.d. Hvemig væri nú að snúa dæminu við. Hætta að veiða rækju inni í fjörðum. Þorskurinn næmi þá staðar í fjörðunum. Það væri hægt að veiða hann heilbrigðan og feit- ann. Það er að mínum dómi rann- sóknarvert, að komast að því hvem- ig lífríkið breytist með þvf að friða einn §örð, sem rækja er veidd í nú, fyrir rækjuveiðum. Yrði þá Amar- Qörður t.d. fullur af þorski, feitum, heilbrigðum og stómm eins og var fyrir 50 ámm, ef rækjuveiði þar væri stöðvuð. Mundi frændi Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vei er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Víkverji skrifar Sífellt verða greiðslulqor á not- uðum bflum betri. Eitt bflaum- boðanna auglýsti fyrir skömmu út- sölu á bflum, þar sem það var eins og það var orðað „að dmkkna í notuðum bflum" og í gær auglýsti eitt umboðanna „greiðslukjör í sér- flokki", 15% út og eftirstöðvar á 18 mánuðum. Um leið og þessi viðskipti em orðin með þessum hætti má fullyrða að bfllinn sé orðin almenningseign á íslandi, enda íslendingar að skáka mestu bflaþjóð veraldar, Banda- ríkjamönnum, með §olda bfla á hvem íbúa landsins. Þetta er í senn gleðilegt og ber vitni góðæri og ískyggilegt fyrir þá sök, að hvorki vegakerfi landsins né gatnakerfi þéttbýliskjamanna er tilbúið til þess að taka við öllum þessum bflafjölda. Þó ætti aukið fjármagn að vera til til gatna- og vegagerðar, þar sem skattar á bensín og bíla em það háir í landinu. Gallinn er bara sá, að þótt þessir skattar séu af löggjaf- anum ætlaðir til gatna- og vega- gerðar hefur það viljað brenna við að þeir fæm í annað. Slíkt má ekki henda nú, því að þá verða umferðar- vandamálin brátt óleysanleg. XXX Síðbúið páskahret gerði í fyrra- dag og kvöld. Stórviðri gekk yfir Suðvesturland með stórhríð á höfuðborgarsvæðinu. Sagan segir okkur að í aprílmánuði megi ávallt búast við slíku hreti og enn einu sinni hefur hún ítrekað það. Tollur þessa veðurs er lát bandarísks feiju- flugmanns, sem var að flytja flug- vél frá Bandaríkjunum til Evrópu og náði ekki inn á flugbrautina á Reykjavíkurflugvelli og hrapaði í Skerjafjörðinn. Enn emm við áminnt um það að ganga hægt og varlega gegn höfuðskeppnunum. Það þýðir ekki að bjóða þeim birg- inn. XXX Vonandi hafa vorboðamir kæm, farfuglamir, sem gjaman em í fréttum er þeir sjást fyrst á vorin, ekki orðið illa úti í umtöluðu stór- viðri. í kvæðinu segir um lóuna: „Lóan er komin að kveða burt snjó- inn.“ Á stundum virðist henni ganga illa við kveðskapinn, eins og nú. Þá hafa þessir farfuglar oft og tíðum farizt í þúsundatali, þar sem þeir þola ekki kulda og vosbúð. Vonandi fer nú að vora, svo að ekki verði frekari afföll meðal þess- ara velkomnu sumargesta. XXX Anægjulegt var að horfa á þátt Áma Johnsens blaðamanns í sjónvarpinu á dögunum er hann fór ásamt fleira fólki upp með árfar- vegi Skógár, yfir Fimmvörðuháls og yfir í Þórsmörk. Þessi leið er ægifögur og var lýsing kvikmynda- tökumanns og stjómanda þáttarins í senn skemmtileg og fróðleg. Þættir af þessu tagi sýna og sanna íslendingum, að það er ekki alltaf hið eftirsóknarverðasta, að fara utan í sumarleyfí. íslenzk nátt- úra er slík að hún er í raun ekki síður heillandi en sólarstrendur, eins og raunar ferðamálaráð hefur verið að benda löndum sfnum á í auglýsingum að undanfömu. IVJN V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.