Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 47
MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 47 Kveðjuorð: Ásgeir Þ. Bents- son frá Lóni Fæddur 22. maf 1965 Dáinn 1. apríl 1988 Allir fæðast með feigð sér við hlið. Spumingin er ekki hvort, held- ur hvenær feigðin kallar okkur til sín. Engu að síður erum við alltaf óviðbúin komu dauðans, er hann heimtar til sfn æskufólk í blóma lífsins. Torskilin virðast rökin fyrir því að þeim skuli vera kippt burt af vettvangi lífsins, sem mest þörf- in virðist vera fyrir. Ekki eru undir- rituðum ljósar skýringar slíkra at- burða, en stundum hvarflar að manni að hér ráði forlög ferð frem- ur en tilviljun, og hveijum og einum sé áskapaður lífsferillinn og fái þar litlu um þokað. Slíkar og þvílíkar hugrenningar urðu ásæknar er fréttist um fráfall vinar og sveit- unga, Ásgeirs Þrastar Bentssonar, er lést af slysförum 1. aprfl sl. Ás- geir var 22 ára að aldri, fæddur 22. maí 1965 og ólst upp að Lóni í Viðvíkursveit. Þar bjuggu foreldr- ar hans, þau Alda Ferdinandsdóttir og Bent Berhend, ásamt fjórum bömum sínum, svo og móðurfor- eldrar Ásgeirs, þau Guðrún Ás- grímsdóttir og Ferdinand Rós- mundsson. Alda og Bent fluttu fyr- ir nokkrum árum til Sauðárkróks, en Ásgeir hafði áfram heimili sitt að Lóni, hjá afa sínum og ömmu. Þótt hann dveldist ekki að staðaldri á Lóni hin sfðari ár, var kært með honum og móðurforeldrum hans. Liðsinnti hann þeim eftir föngum. Fljótlega eftir að við hjónin hóf- um búskap vorið 1973 varð mikill samgangur á milli Lóns og Ásgeirs- brekku. Að Lóni var gott að leita ef aðstoðar var þörf, greiðvikni og hjálpsemi ábúenda _var viðbmgðið. Kynntist ég þá Ásgeiri, ungum dreng, sem fátt iét framhjá sér fara athugull og viðræðugóður, fljótt býsna skýr og fullorðinslegur í tali. Sérstakan áhuga hafði hann á vél- um, var fljótur að átta sig á gerð þeirra og búnaði. Ekki var hann hár í loftinu er hann fór að aðstoða við viðgerðir og vélagrúsk allskon- ar. Varð hann ungur sjálfbjarga í þeim málum, epda bæði handlaginn og áræðinn. Ásgeir lauk prófí úr 9. bekk Varmahlíðarskóla og hóf nám við Bændaskólann á Hvann- eyri en hætti námi á seinna náms- ári, þótt hann hefði alla burði til að ljúka því og kæmi sér vel í skól- anum. Áhuginn var á öðrum svið- um, innivera og skólasetur áttu ekki við hann. Fljótiega er hann hafði aldur til, hóf hann störf við vegagerð, vann sfðan á Laugadæla- búinu um skeið, en sfðustu árin starfaði hann við þungavinnuvélar hjá Króksverki hf. á Sauðárkróki, laginn og öruggur vélamaður. Svo sem vænta mátti um svo ungan mann, var lífsferill Ásgeirs ekki varðaður stórum atburðum. Þó verður hann okkur, sem kynntumst honum ætíð hugstæður og eftir- minnilegur. Hann var hreinlyndur, hjálpsamur og greiðvikinn dreng- skaparmaður, vildi í engu á því níðast, sem honum var til trúað. Eðli hans var slfkt, að ef hann gat tekið stein úr götu samferðafólksins þá gerði hann það. Oft var hann búinn að rétta undirrituðum hjálp- arhönd, minnast má smalana, stóð- rekstra, heyskapar, viðgerða á vél- um og margs fleira. Laun voru aukaatriði, ánægjan yfir veittri að- stoð var aðalatriðið. Slíkir menn eru ríkir, og sem betur fer fínnast þeir víða. Ásgeir var lífsglaður, skemmt- inn í góðra vina hópi en göróttar veigar freistuðu hans lítt. Hann hvarf af þessum heimi með hreinan skjöld. Ásgeir var heitbundinn Helgu Jónsdóttur sjúkraliða frá Hofí í Hjaltadal, og hitti ég hann sfðast við útför föður hennar fyrir tæpum mánuði. Ekki hvarflaði það að mér, að af þeim hópi, er þá var saman kominn, yrði Ásgeir næstur til að kveðja jarðlífíð. Víst er erfítt að sætta sig við fráfall hans, en enginn verður úr helju heimtur, lífíð heldur áfram, þótt dauðinn taki sinn skerf. Raunveruleikinn er oft kaldur, en þeir sem lifa hafa ekkert val, þeir verða að sætta sig við það sem er og verður. Ég þakka Ásgeiri sam- fylgdina, og jafnframt sendum við hér f Ásgeirsbrekku unnustu hans, foreldrum og öðrum ættingjum og vinum innilegustu samúðarkveðjur. Bjarni Maronsson 06 SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS Hallveigarstig 1 ■ Simi 27577 Pósthólf 681 ■ 121 Reykjavík !MM«MM«MMMK 06 FELAGSFUNDUR v Skýrslutæknifélag íslands heldur félagsfund á Hótel Loftleiðum mánudaginn 18. apríl 1988 kl. 16.00. Fyrirlesari: Philip H. Dorn, Dorn Computer Consultants, Inc., fyrrverandi ritstjóri Datamation og fastur dálkahöfundur hjá DATA. Hinn þekkti Philip H. Dorn er á fyrirlestraferð um Evrópu. Á leið sinni mun hann koma við á íslandi og halda fyrirlestur á vegum Skýrslutæknifélagsins um þróun tölvumála og spá um nánustu framtíð. M.a. mun hann koma inn á eftirtalin atriði: - Á hvaða svið upplýsingatækninnar beinist fjármagn fyrirtækjanna nú? -Tölvumál og fjarskipti: Samskipti - staðlar, þróun forritunar, ný markaðssvið o.s.frv. Hvert stefnir? - Átök stærstu framleiðendanna um markaðinn. Hverjir hafa mestu vinningslíkurnar? X Ekki þarf aðfjölyrða um vinsældir Philips H. Dorn bæði hérá landi og annars stað- V ar. Félagsmenn eru hvattir til að nota þetta tækifæri til að fylgjast með því sem er ■> X aðgerastíheiminum. Fundurinneröllumopinn. X ■j£ Erindið verður um 1 klst. langt og á eftir verða umræður og fyrirspurnum svarað. í >. í tilefni af sumarkomu verða léttar veitingar frambornar í fundarlok. ■ji Þátttökugjald er kr. 1.200,00 fyrir félagsmenn, kr. 1.500,00 fyrir aðra. Vinsamlegast b*u V tilkynnið þátttöku í dag og á morgun á skrifstofu félagsins í síma 27577. ? ? SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS. S ím:»mmmm«mmí»mmmmmmmmmíÍ: Gœðanna vegna! INNIFALIÐ I VERÐI: bacon í sneiðum hryggur í kótelettur bógurí 1/1 steik beinlaus hnakki í sneiðum Lærið -1/2 reykt í skinku Pantid strax g merkin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.