Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDApUR 14. APRÍL 1988 37 Efri deild: Frumvarp um virðisauka- skatt til annarrar umræðu FRUMVARP ríkisstjórnarinnar til laga um virðisaukaskatt var samþykkt í gær til annarrar um- ræðu og nefndar í efri deild Al- þingis. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra flutti framsögu með frumvarpinu. Hann rakti í ítarlegu máli forsögu þessa frumvarps, en gerði síðan grein fyrir efnisatriðum þess. Nokkrar efnislegar breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu, frá því sem var þegar þáverandi fjár- málaráðherra, Þorsteinn Pálsson, lagði það fram í desember 1986. Meginbreytingamar felast í því að skatthlutfallið lækkar í 22% úr 24%, í stað sérreglu um lægra skatthlut- fall í viðskiptum milli bænda og af- urðastöðva, er nú gert ráð fyrir sama hlutfalli þar og í öðrum viðskiptum og í stað sérstakrar úrskurðamefnd- ar í tilteknum málum varðandi skatt- skyldu og framkvæmd, er gert ráð fyrir að slíkt vald verði í höndum ríkisskattanefndar, eins og er í sölu- skatti. Einnig er rýmkuð heimild til þess að veita gjaldfrest á virðisauka- skatti í innflutningi. Um kosti hins nýja kerfís sagði fjármálaráðherra að þeir fælust í því aðaleinkenni hans, að hann leggðist í raun aðeins einu sinni á sama verð- mæti, hversu oft sem það gengi á milli viðskiptastiga. Þetta gerði það Þriðja umræða bjórmálsins í neðri deild (fyrri deild málsins) hélt áfram í gær. Steingrímur J. Sigfússon (Abl/NE) mælti fyrir breytingartil- lögum sem hann flytur ásamt fleiri þingmönnum. Hin fyrri gerir ráð fyrir því að bjórheimild frumvarpsins verði þrengd, það er miðuð við áfengt öl með 3,25 til 4,0% vínanda að rúmmáli sem styrkleikahlutfall. Sú síðari að kveða skuli á um það að næstu 10 árin verði varið úr ríkis- sjóði til fræðslu og forvamarstarfa gegn neyzlu áfengis og annarra vímuefna jafngildi a.m.k. 75 m.kr. á núgildandi verðlagi. Steingrímur sagðist helzt vilja bjórfrumvarpið „dautt og grafíð". Ef þessar breytingartillögur verði hinsvegar samþykktar muni hann ekki leggjast gegn því við atkvæða- greiðslu eftir þriðju umræðu. PáU Pétursson (F/NV) sagði til- lögur Steingríms varhugaverðar. Sú fyrri væri tillaga um milliöl, eins og það sem Svíar hefðu gefíst upp á - og Finnar væru langþreyttir orðnir á. Hann minnti og á að láns- fjárlög væru barmafull af skerðing- arákvæðum um að ekki skuli veija úr rfkissjóði meiru en þar ti'.teknum fjárframlögum til einstakra mála, þrátt fyrir ákvæði sérlaga um veru- lega hærri fjárframlög. Síðari tillaga Steingríms væri því einnig haldlftil, í ljósi reynslunnar. Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, kunngerði, að hann hafi lagt fram í stjómarflokk- unum fmmvarp um heilbrigðis- og forvamarstarf. Það yrði iagt fram á Alþingi til kynningar fyrir þing- lausnir. Hann benti á forvamarstarf gegn tóbaksnotkun sem dæmi um að verkum að honum fylgdu ekki uppsöfnunaráhrif eins og söluskatti, en með afnámi uppsöfnunaráhrifa næðust fram mikilvægir kostir virð- isaukaskatts umfram söluskatt: Framleiðslugreinum eða fram- leiðsluaðferðum væri ekki mismun- að, samkeppnisaðstaða íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum bætt- ist, hann hefði ekki áhrif á val neyt- enda á neysluvörum eða þjónustu og ylli ekki tilviljanakenndri hækkun framfærslukostnaðar eftir því hvort framleiðslustig sömu vöru væru fleiri eða færri eða sölustaður fjarri eða nærri upprunastað. Auk þessa benti fjármálaráðherra á að innheimta og eftirlit með álagn- ingu yrði mun öruggari en í sölu- skatti; innheimtan dreifðist á fleiri, sjálfvirkt eftirlitskerfi skapaðist og auðveldara væri með allt eftirlit í heilsteyptu og rökréttu skattkerfi. Um áhrif á verðlag sagði Jón Baldvin að lækkun skatthlutfallsins myndi þýða um 1% lækkun vöru- verðs almennt og vísitala fram- færslukostnaðar lækkaði um 3%, byggingarkostnaðar um 1% og lána- skjaravísitala um 2,3%. Gert er ráð fyrir að virðisauka- skattur verði lagður á nær alla vöru og þjónustu. Undanþegin verður eft- irtalin sala og þjónusta: Þjónusta á sviði heilbrigðis- og félagsmála, fólksflutningar, póstþjónusta, vá- það, hvemig ná megi árangri, án þess að banna einstakar tegundir tóbaks. Sama máli ætti að gegna um áfengi, sem sinna mætti betur en gert hafí verið. Ráðherra ræddi bæði um verð- stýringu á neyziu áfengis og viðvar- anir á umbúðum til að halda aftur af neyzlu. Hinsvegar þjónaði tvískinnungur í áfengismálum litlum tilgangi. Hann kvaðst ekki geta svarað fyrirspumum um kostnað heilbrigðisþjónustunnar vegna áfengisneyzlu, en hann væri mikill. Ragnar Arnalds (Abl/NV) taldi órökrétt að taka eina áfengistegund (bjór) út úr öðmm og láta sérreglur gilda um hana. Hann kvaðst hafa staðið fyrir þeirri breytingu á síðasta bjórfrumvarpi í efri deild Alþingis að það gengi til þjóðaratkvæðis. Sérvitringar í neðri deild hafí hins- vegar staðið gegn þeirri eðlilegu málsmeðferð með þeim afleiðingum að málið hafí strandað. Ragnar kvaðst í ljósi þessarar reynslu ekki hafa forgöngu um tillögu um þjóðar- atkvæði nú, þó hann styddi líklegast slíka tillögu, ef fram kæmi. Loks fylgdi hann þeim tillögum sínum úr hlaði, sem kveða á um sérstaka nefndarskipan til að gera tillögur um það hvem veg draga megi úr heildameyzlu áfengis — og frá er sagt í upphafi þessarar fréttafrá- sagnar. Steingrímur J. Sigfússon sagði það rangt mat hjá Páli Péturssyni að tillaga sín fæli í sér milliöl. Hér væri um að ræða létt milliöl eða léttöl. Lögbundið ákvæði um fjár- framlag til forvamarstarfs tryggði og betur en ekkert ákvæði fjármögn- un slíks starfs. Erfitt væri að standa að skerðingu strax á hæla ákvörðun- tryggingarstarfsemi, bankaþjónusta og þjónusta ferðaskrifstofa. Einnig verður undanþegin leiga á' íbúðar- húsnæði, að undanskilinni leigu á hótel- og gistiherbergjum og samko- musölum. Jón Baldvin viðurkenndi að við upptöku virðisaukaskattsins myndi innheimtukerfið verða þyngra í vöf- um vegna fjölgunar framteljenda úr 14.000 í 26.000, en á móti kæmi að framteljendur myndu skila 6 skýrslum á ári í stað 12 nú. Starfs- mönnum [ virðisaukaskattskerfínu mun fjölga um u.þ.b. helming að sögn fjármálaráðherra. Hann taldi þó ekki eðlilegt að bera saman við söluskattskerfið, sem væri undir- mannað, auk þess sem virðisauka- skattkerfíð yrði langstærsti tekju- þáttur ríkisins og hlutfallslegur til- kostnaður við hann minni en nokk- urs annars skatts eða tekna. Guðrún Agnarsdóttir (K/Rvk) ítrekaði það að Kvennalistakonur væru enn sem fyrr á mót skattlagn- ingu matvæla, sem komið hefði ver- ið á í söluskattsbreytingum í tengsl- um við fjárlögin. Kvað hún þennan skatt koma mjög illa við hinar efna- minni fjölskyldur í landinu. „Um þetta er grundvallar pólitískur ágreiningur," sagði Guðrún. Guðrún kvaðst óttast yfírbyggingu skatt- kerfísins og einnig kvaðst hún ekki geta séð hvemig vöruverð á milli ar, sem tengdist afgreiðslu bjór- frumvarpsins. Stefán Valgeirsson (SJF/NE) sagði framkomnar breytingartillög- ur við bjórfrumvarpið tímaskekkju. Þær ættu það sameiginlegt að reyna að sætta menn við að samþykkja bjórinn yfir sig. Efalítið væru þær samt fluttar af góðum hug. En hann myndi greiða þeim öllum mótat- kvæði. Þegar hér var komið frestaði for- seti umræðunni, vegna annarra dag- skrármála. Þingflokkafundir stóðu síðan milli fjögur og sex síðdegis. Bjórumræðan hófst síðan aftur um kvöldið. Jón Baldvin Hannibalsson landshlutajafnaðist. Guðrún játti því að breytingin myndi koma sér vel fyrir útflutningsgreinamar, en hins vegar fengi hún ekki séð hvemig hinn almenni borgari kæmi betur út úr því en söluskattskerfínu. Svavar Gestsson (Abl/Rvk) benti á að litlar breytingar hefðu átt sér stað á þessu frumvarpi, frá því sem Þorsteinn Pálsson lagði fram. „Sá sem mótmælti hárðast þá var núver- andi fjármálaráðherra, en nú hafnar hann öllum fyrri röksemdum sínum.“ Svavar sagði þingmenn Alþýðu- bandalagsins vera andvíga fram: varpinu af eftirfarandi ástæðum: í því fælist matarskattur, innheimtur væri skattur af veigamiklum þáttum sem áður hefðu verið undanþegnir, eins og menningu, minnka væri ver- ið skattlagningu fyrirtækja á kostn- að einstaklinga, kerfíð hefði í för með sér stóraukna fjölgun inn- heimtuaðila og skriffínnsku og kost- aði 40 nýja embættismenn og ágóði kerfisins (1.000 milljónir) væri allt of lítill miðað við svo róttæka breyt- ingu. Guðmundur Agustsson (B/Rvk) taldi virðisaukaskattinn koma sér' vel fyrir útflutningsgreinamar og samkeppnisgreinar í iðnaði, en á honum væru ýmsar aukaverkanir, eins og aukið bákn, auk þess sem hann myndi ekki skila sér í minni skattsvikum. Guðmundur taldi eðli- legt að tvö skattstig yrðu innleidd í virðisaukaskattinn, annað fyrir nauðsynjavörur og hitt fyrir annan vaming og boðaði hann breytingatil- lögur Borgaraflokksins í þá áttina. Halldór Blöndal (S/Nle) kvaðst vera sammála Guðrúnu Agnarsdótt- ur um það að virðisaukaskatturinn kæmi útflutningsatvinnuvegunum og samkeppnisiðnaðinum til góða og benti á að það hlyti að bæta lífskjör- in almennt í landinu. Virðisauka- skattskerfið taldi Halldór vera merkilegt skref í þá átt að uppræta svik á greiðslu opinberra gjalda. Heimildarákvæði í iðnaðarlögum: Greiðir götu erlends áhættu- fjármagns NEÐRI deild Alþingis sam- þykkti í gær, að viðhöfðu nafnakalli, með 21 atkvæði gegn 12, lög sem heimila iðnaðarráðherra að veita undanþágu frá skilyrðum iðnaðarlaga um að meira en helmingur hlutafjár í iðn- fyrirtækjum hér á landi skuli vera eign manna bú- settra á íslandi. Heimild þessi er hin sama og fólst í undanþáguákvæði iðnaðarlaga allt frá árinu 1927, þar til ákvæðið féll út úr iðnaðarlögum 1978. Hin nýju lög heimila iðnað- arráðherra að veita undan- þágu til að greiða götu erlends áhættuflármagns inn í íslenzk hlutafélög, í formi eignaraðild- ar, „enda standi sérstaklega á“, eins og segir í lagagrein- inni. Skattgreiðslur ÍSAL í þijú ár: 4,8 millj- ónir Banda- ríkjadala Skattgreiðslur ÍSAL vegna ál- bræðslunnar í Straumsvík síðast- liðin þtjú ár vóru þessar: 1985 1.413.086 Bandaríkjadalir, 1986 1.552.998 dalir og 1987 1.782.815 dalir. Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- herra, hefur svarað fyrirspum frá Hjörleifi Guttormssyni (Abl/Al) um skattgreiðslur ÍSAL. í svari ráð- herra kemur fram að skattgreiðsl- umar hefðu orðið hinar sömu sam- kvæmt eldra kerfí, ef gilt hefði þessi ár. Greiddur var gmnntaxti framleiðslugjaldsins, en hann er 20 Bandaríkjadalir á áltonn. Ársreikningi ÍSAL fyrir árið 1987 ber að skila fyrir 1. júní 1988. Sá ársreikningur gengur síðan til óháðrar endurskoðunar, sem ríkis- stjómin lætur vinna og ljúka á fyr- ir 1. október 1988. Sverrír Hemiaimsson um breytiiigartillögu við bjórfrumvarpið: Ekkí tvískinnungur SVERRIR Hermannsson (S/Al) segir að það sé ekki tvískinn- ungur hjá honum að flytja breytingartillögu við bjórfrum- varpið þrátt fyrir að hann ætli að greiða atkvæði gegn sjálfu frumvarpinu. Slíkar ásakanir hefðu þó ekki komið honum á óvart. Breytingartillaga Sverr- is er þess efnis að lagt verði fimm króna gjald á hveija 33 8Í flösku af bjór sem renni í sérstakan safnasjóð. Þing- mennimir Ólafur G. Einarsson (S/Rn) og Ámi Gunnarsson (A/Ne) sökuðu hann um tvískinnungshátt vegna þessa í umræðum iim málið. Sverrir sagði í umræðum í neðri deild Alþingis á þriðjudag að það hefði ekki komið honum á óvart að hann yrði sakaður um tvískinn- ungshátt. Ástæðan fyrir því að hann flytti þessa breytingartillögu væri að hann vildi ekki láta kenna sig við að vera að þvælast fyrir málinu, að reyna með einhveijum vinnubrögðum að koma í gegn breytingartillögu sem myndi or- saka að málið þyrfti enn nýja umferð í þinginu þegar svo stutt væri eftir af starfstíma þingsins. Síðan sagði Sverrir „Og að tala um að það sé annar tónn hjá mér þegar ég sé það fyrir mér að málið er tapað hér í deildinni, að skilvísir menn sem þekkja lungu og lifur í hv. efri deildar þingmönnum hafa sýnt mér fram á að þar munar enn meira hlut- fallslega í þeirri deild en þessari hv. deild, þá geri ég þessa tilraun og það er ekkert undarlegt við hana af því sem þörf menningar- safna er svona rík, ekkert annað sem að baki býr. Menn geta hald- ið áfram að velta sér upp úr þessu og geri þeir svo vel ef þeir hafa lyst á, ef þeir halda og ef þeim hefur fundist á málflutningi mínum að ég sé ótrúverðugur og sé að leika tveim skjöldum, að ég vilji eftir allt saman að þessi ósköp séu samþykkt, þá er það sjálfrátt að ætla mér slíkt, það er þeim alveg sjálfrátt." Sverrir sagði afgreiðslu fjár- veitinganefndar á menningar- starfsemi ekki vera með þeim hætti að úr yrði greitt. Með þess- um saftiasjóð fengist mikiivægt ijármagn í þessa starfsemi. Þingmaðurinn sagði það ekki koma sér á óvart að upphlaup yrði vegna þessarar tillögu, hann vissi hvaða öfl lægju þar að baki. Það væri heldur ekkert óeðlilegt þar sem gróðafíknin væri ekkert minni fíkn en eiturlyfjafíknin. Þessi tillaga myndi- minnka „gróða ölsalanna" og myndi áhugi „ölgróðamannanna" á samþykkt frumvarpsins minnka ef hún yrði samþykkt. Að lokum sagði Sverrir: „Ég hefði að sjálfsögðu kosið að geta komið slíkri tillögugerð við eftir dúk og disk, eftir að allt var að fullu frágengið og atkvæða- greiðslur hefðu gengið um málið og það tapað. En svona lítur dæ- mið út fyrir mér að það sé tapað, því miður, og ég hlýt að haga mér samkvæmt því.“ Ragnar Arnalds: Órökrétt að hafa sér- reglur um bjórinn Ragnar Arnalds (Abl/NV) og fleiri þingmenn hafa Lagt frani breyt- ingartillögu um ákvæði til bráðabirgða í bjórlagafrumvarpið. Ákvæð- ið gerir ráð fyrir skipan fimma manna nefndar til að gera tillögur er stuðlað gætu að því að draga úr heildarneyzlu áfengis. Nefndinni ber að fjalla um hvernig beita megi betur verðlagningu áfengis í þessum tilgangi, ennfremur áprentuðum viðvörunum á umbúðir öls og annars áfengis, meðal annars um áfengishlutfall með hliðsjón áf ákvæðum umferðarlaga. Nefndin skal og „gera tillögur um sérstaka fræðsluherferð um áfengismál, einkum meðal skólafólks, er hefjist eigi síðar en mánuði áður en lög þessi koma til framkvæmda".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.