Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 53 Minning’: Katrín Auðuns- dóttir, Syðri-Hóli Fædd 12. aprU 1901 Dáin 18. janúar 1988 Eg krýp og faðma fótskðrina frelsari minn á bænastund, ég legg sem bamið bresti mína, bróðir, í þína líknarmund. Ég hafna auðs og hefðarvðldum hyi mig í þínum kærleiksöldum. í örfáum orðum langar mig að minnast Kötu minnar þó seint sé, en hún hefði orðið 87 ára 12. þessa mánaðar. Kynni okkar hófust 1956 er hún tók dóttur mína Hrefnu í sveit þá þriggja ára og átti hún að vera sumarlangt en sumrin urðu fleiri. Hún var þar þangað til hún stofnaði sitt eigið heimili 19 ára gömul. Kata gifti sig 11. maí 1928 Guð- mundi Kristjánssyni frá Hafnamesi í Fáskrúðsfirði. Hann lést 12. mars 1977. Þau eignuðust tvær dætur, Auðbjörgu, sem lést um aldur fram, 26. desember 1978, 51 árs gömul og lét eftir sig tvo syni, Siguijón Bjöm og Guðmund Karl, sem hún ól upp ásamt Guðrúnu dóttur sinni og manns hennar, Jónasar Péturs- sonar og bama þeirra Óskars og Katrínu Bjargar, sem allan sinn búskap hafa búið á sama heimili og var alltaf mjög kært á milli þeirra allra. Mörg voru bömin sem voru þar í sveit sumar eftir sumar og héldu alltaf góðu sambandi við þau hjón. Kata var mjög létt í lund og man ég ekki eftir henni öðru vísi en bros- andi og kátri þrátt fyrir sinn las- leika, oft hafði hún brotnað bæði á höndum og fótum og tók því alltaf af æðruleysi. Kata hafði mikið yndi af því að prjóna og sauma og eru þeir marg- ir sokkamir og vettlingamir sem hún var búin að prjóna á bamaböm- in sín og bamabamabömin og veit ég fyrir víst að hún skildi mikið eftir handa þeim til að hlýja kalda fætur og hendur. Kata vissi að hveiju stefndi. Hún var búin að taka allt til sem hún vildi vera í í kistunni sinni. Kata veiktist í október á síðasta ári og fékk þá ósk sína uppfyllta að fá að deyja heima eins og hún var búin að biðja um. Elsku Gunna mín, ég veit að þið hafíð mikið á ykkur lagt f veikindum mömmu þinnar og þú, Hrefna mín, gast verið hjá ömmu þinni þegar hún dó og búið um hana í þeirri hvílu sem við öll eigum eftir að fara í að lokum. Að lokum vil ég þakka Kötu fyr- ir allt sem hún var mér í mínum Guðrún H. Jónas- dóttir - Mínning Fædd 15. apríl 1900 Dáin 2. april 1988 Já, sefist sorg og tregi, þér saknendur við grðf, þvi týnd er yður eigi hin yndislega gjðf: Hún hvarf frá synd og heimi til himins - fagnið því, - svo hana Guð þar geymi og gefi fegri á ný. (Bjöm Halldórsson frá Laufási.) Nú er hún elsku amma okkar, Guðrún Helga Jónasdóttir, sofnuð svefninum langa. Okkur langar til þess að minnast hennar með því að skrifa nokkur kveðjuorð og þakka henni fyrir allt, sem hún kenndi okkur um lífíð og tilveruna. Amma þurfti allt sitt lff að vinna hörðum höndum fyrir því sem við, unga fólkið, teljum sjálfsagðan hlut í dag. Þegar við lítum til baka get- um við tæpast skilið þann dugnað og hugrekki sem í ömmu bjó. Að ala upp stóran bamahóp ein og óstudd á kreppuárunum þegar fé- lagsleg hjálp var tæpast til og tak- markaða vinnu að hafa er afrek sem ekki er allra. Heimsóknir okkar til ömmu munu ætíð vera okkur ofar- lega í huga, því að til ömmu var ætið gott að koma og hún tók okk- ur ávallt opnum örmum. Við kveðj- um elsku ömmu, með þakklæti og t Hjartanlega þökkum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vináttu vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, ÞORBJÖRNS SIGURGEIRSSONAR prófessors. Fyrir hönd aðstandenda, Þórdís Aöalbjörg Þorvarðardóttir. t Við sendum öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför, HALLDÓRS B. JÖRGENSSONAR, Akursbraut 17, Akranesi, hugheilar kveðjur og þakkir. Ragnheiður Guöbjartsdóttir. Sigrún Halldórsdóttir, Sigurbjörg Halldórsdóttir, Ingimar Halldórsson, Guðbjörg Halldórsdóttir, Hulda Hjálmsdóttir, Hjálmur Geir Hjálmsson, Ásgerður Hjálmsdóttir, Hreinn Hjartarson, Hallgrímur Árnason, Sigríður Ólafsdóttir, Valdimar Sæmundsson, Freyr Jóhannsson, Margrét Jónsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, TRYGGVA HJÁLMARSSONAR. Börnin. erfíðleikum og reyndist mér alltaf sem góð móðir hvert sinn sem ég kom. Systkinum Kötu, Andrési, Sigriði og Guðrúnu sendi ég samúðarkveðj- ur. Elsku Gunna mín, ég veit að þið hafið mikið misst, en öll getum við þakkað Guði fyrir hvað við höfðum hana lengi hjá okkur, en það vill oft gleymast. Að lokum vil ég kveðja Kötu mína með þessari uppáhalds bæn minni um leið og ég votta ykkur öllum samúð mína. Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til þess að greina þar á milli. Soffía Alfreðsdóttir virðingu fyrir alla þá ást og um- hyggju sem hún sýndi okkur. Megi góður Guð blessa minningu ömmu okkar. Helga, Sigríður Lovísa og Hallveig Sigurðardætur. SVAR MITT eftir Billy Graham Er hann sá rétti? Pilturinn sem ég er með er ekki fullkominn. Stundum velti ég því fyrir mér hvort hann geti orðið hugulsamur og nærgætinn eiginmaður. En ég þori ekki að sleppa honum af því að ég er hrædd um að ég finni ekki ann- an. Hvað ætti ég að gera í málinu? Mér kæmi ekki á óvart þótt margar konur sem lesa þennan dálk vildu skrifa þér og segja: „Blessuð góða, þú ert ekki skyldug að taka fyrsta manninn sem þér líst vel á. Ef hann er ónærgætinn og eigingjam núna verður hann líka ónærgæt- inn og eigingjarn þegar hann er orðinn eiginmaður. Þetta er reynsla mín, og ég er enn að naga mig í handarbökin.“ Enginn eiginmaður verður algóður, enda væntum við þess ekki. Já, kannski má líka finna eitthvað að þér! En að öllu gamni slepptu vil ég leggja áherslu á þetta: Þér er ekkert eins nauðsynlegt og að læra að fela Guði framtíðina, treysta honum og hlýða honum. Þetta varðar öll svið lífs þíns, þar á meðal hjónabandið. Einhver stórkostlegustu sannindi Biblíunnar em þau að Guð elskar okkur. Vegna kærleika síns vill hann gefa okkur það sem gagnar okkur mest. Sé það vilji Guðs að þú giftist er ég sannfærður um að hann hefur þegar valið þér ungan mann til að verða eiginmaður þinn. Leitaðu vilja Guðs og treystu honum því að vilji hans er bestur. Jesús sagði: „Hver er sá meðal yðar sem mundi gefa syni sínum stein ef hann bæði um brauð? — Ef nú þér sem emð vondir hafið vit á að gefa bömum yðar góðar gjafir, hversu miklu fremur mun þá faðir yðar sem er í himnunum gefa þeim góðar gjafír, sem biðja hann?“ (Matt. 7,9,11). Þetta er það sem veitir mér þá vissu, að nú sé brýnast að þú jgangir Jesú Kristi á hönd og biðjir hann að taka sér bústað í hjarta þér og dvelja þar. Þú þarfnast fyrirgefningar synd- anna. Þú þarfnast handleiðslu Guðs inn í framtíðina. Því skaltu fela honum hvert smáatriði lífs þíns og biðja þess að vilji hans nái fram að ganga. „Treystu drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Mundu til hans á öllum þínum vegum. Þá mun hann gjöra stigu þína slétta.“ (Orðskv. 3,5-6). Sækstu eftir manni sem vegsamar Krist í lífi sínu og vill lúta vilja hans. Sá maður verður kærleiksríkur og nærgætinn, og það verður gleði þín að endurgjalda honum með ást og nærgætni. Tilraunastöðin á Reykhólum: Stefnt að ræktun fjár með hreinhvíta ufl í hágæðaflokki _D...I.LU_ Miðhúsum, Reykhólasveit. Á REYKHÓLUM er starfrækt úr tilraunastöðinni á Reykhólum. Morgunblaðia/Sveinn Guðmundsson tilraunastöð og þar er meðal annars stefnt að ræktun á fé með hreinhvíta ull í hágæðaflokki. Nú er það eðli okkar margra að meta ekki það sem nálægt okkur er og má því segja að það hafí kostað mikla baráttu að halda þess- ari tilraunastöð gangandi og enn er hún rekin án fullvissu um framtíð. Því hefur verið haldið fram að tilraunastöðin skili ekki þeim ár- angri sem þarf til þess að hún eigi rétt á sér. Slík skilgreining hefur ekki verið viðhöfð um aðrar vísinda- stofnanir hér á landi. Nú er nýbúið að taka af fénu í tilraunastöðinni og brá fréttaritari sér þangað og fór í fjárhúsin. Féð er fallegt og hraustlegt enda er það mjög vel hvítt. Féð er vel fóðrað og loftræsting svo góð að til fyrir- myndar er. Umgengni í fjárhúsi er hlutaðeigendum til sóma. Tilraunastjórinn, Ingi Garðar Sigurðsson, sagði að á búinu væru um 320 fjár. UUarmagn af ám var 3,17 kg og tekið var af öllum ám 10 vetra og yngri. Gimbramar voru með 2,65 kg að meðaltali. Þyngsta reyfið var 4,7 kg og var af tvæ- vetlu og svo voru þó nokkur reyfí sem náðu þyngd yfir 4 kg og til dæmis voru nokkur reyfí sem voru 4,5 kg og 4,6 kg. Jámgrindur eru í öllum króm en það hefur sýnt sig við samanburð að ullin er fjaðurmagnaðri af fé sem gengur á jámgrindum en grindum úr timbri að sögn Inga. - Sveinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.