Morgunblaðið - 14.04.1988, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 14.04.1988, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 Karl G. Ásgrímsson „Til þess að ná ein- hverjum árangri þarf að gjörbreyta tilhögun í skoðun ökutækja, til- högun í umferðareftir- liti, tilhögun í prófum o.ft. o.fl.“ en þar á ég við stórhækkun á núm- eraspjöldum sem eftirlitið selur og ný skoðunargjöld fyrir aukaskoðun, endurskoðun, sérskoðun og skoðun innfluttra notaðara bifreiða. Núm- eraspjöldin hækkuðu á síðasta ári úr kr. 600.00 parið í kr. 1500.00 án aukins tilkostnaðar og er því hreinn hagnaður um eitt þúsund krónur á hveiju pari. Hin nýju skoð- unargjöld eru frá kr. 600.00 fyrir endurskoðun uppf kr. 3000.00 fyrir sérskoðun og má búast við að þess- ir tekjustofnar gefí af sér 45 til 50 milljónir kr. á ári. Ekkert er talað um þessa tekjustofna í greinargerð nefndarinnar með tillögum sínum. Ef við setjum dæmi fyrir árið 1988 á verðlagi dagsins í dag um tekjur af störfum hins nýja félags og miðum við bflafjölda og skoðun- arj§ölda frá 1986 kemur að þannig út... Ökutæki um 127.000, þar af skoðunarskyld um 100.000 sem gerir f skoðunargjöld 120 milljónir kr. Skoðanir 1986 voru um 140.000 og því endur- og aukaskoðanir um 40.000, sem gera á lægsta verði kr. 600.00 um 24 milljónir króna. Nýskráningar 1986 voru rúmlega 16.000 og gerir það um 47 milljón- ir króna. Bifreiðaaukning milli ára hefur verið milli fímm og tíu pró- sent og ef við tökum meðaltal milli áranna 1986 og 1988 eða fímmtán prósent verður dæmið þannig fyrir árið 1988: Skoðunargjöld 138 millj. kr. Nýskráningargj. 54 millj. kr. Endur- og auka- skoðunargj. 28 millj. kr. Tekjur af númerasölu 20 millj. kr. Samtals tekjur 240 millj. kr. Þetta eru tekjur af þeim hluta starfsins sem ætlað er hinu nýja hlutafélagi og yrði því hagnaður þess verulegur en telqutap rikisins um 160 milljónir króna eða sem mundi nægja til að greiða halla Landakotsspftala og jafnvel fleiri spftala og yrði peningunum ekki betur varið þannig heldur en að stofna nýtt hlutafélag um löngu úrelta starfsemi? Með þessu er ég ekki að segja að rekstur Bifreiðaeftirlitsins eigi að vera eins og hann er í dag, því ég hef margsagt það á undanföm- um árum að breytinga væri þörf til batnaðar því lengra niður væri varla hægt að komast og því tíma- bært að stefna uppávið, en ekki gera breytingar breytinganna vegna eins og mér virðist stefnt að með áðumefndu frumvarpi. Það eru til margar leiðir tl að bæta rekstur og starfsemi bifreiðaeftirlitsins og stuðla þannig að betri umferðar- menningu, betri og slysaminni um- ferð og auka öryggi hins almenna borgara í umferðinni, en mér virðist að áðumefnt frumvarp vera ein af þeim fáu leiðum sem ekkert bæta. Til þess að ná einhveijum árangri þarf að gjörbreyta tilhögun í skoðun ökutækja, tilhögun í umferðareftir- liti, tilhögun f prófum o.fl. o.fl. Til dæmis mætti breyta skylduskoðun- um, eins og þær em í dag og fæst- ir fara eftir, en auka skyndiskoðan- ir og umferðar- og vegaeftirlit, en það er staðreynd að þegar umferð- areftirlit er aukið eins og t.d. um verslunarmannahelgina fækkar slysum mikið þrátt fyrir stóraukna umferð. Ef nefna ætti allt það sem gera má til að bæta starfsemi bif- reiðeftirlitsins og bæta umferðar- menninguna yrði það efni í heila bók en kemst ekki fyrir í einni blaðagrein, en ég vil að lokum benda á, að ef stjómvöld vilja bæta bifreiðaeftirlit eða eftirlit með öku- tækjum og auka þannig öryggi hins almenna boigara í umferðinni og fækka slysum þarf að breyta stjóm- un þessara mála og fela hana ein- hveijum sem hefur þekkingu, vilja og kjark til að vinna að úrbótum og hafa ber það í huga að þó starfs- menn bifreiðaeftirlitsins séu óvin- sælir eins og stofnunin, að eftir höfðinu dansa limimir og engin stofhun verður betri en sá sem henni stjómar. Höfuadur er bifreiðaeftirlitsmað- ur í Hafnarfirði. Unnið að slökkvistörfum i Niðursuðuverksmiðjunni hf. á ísafirði. ísafjörður: Tjónið nam 1,5 millj. króna ísafjörður. NÚ ER yóst að fikt bama með eld olli brunanum hjá Niðursuðu- verksmiðjunni hf. á ísafirði f sfðustu viku. Tjónið er metið á um 1,5 milljón- ir og má teljast sérstakt lán að það varð ekki meira. 4.000 dósir af nið- ursoðinni rækju, sem stóðu innan- vert við álhurð sem bráðnaði, eyði- lögðust en 1 metra fjarlægð eru dymar að frystigejrmslum fyrirtæk- isins sem vom fullar af rækju. Auk þess skemmdist hluti af þaki og reykur komst f húsið. Að sögn óskars Sigurðssonar rannsóknarlögreglumanns vom tveir drengir að fíkta við að kveikja eld f pappa við stæður af plast- fiskikössum utan við húsið klukku- tíma áður en eldsins varð vart. Óskar vakti athygii á þvf að við flestar fískvinnslustöðvar væm eld- gildrur af þessu tagi sem nauðsyn- legt væri að fjarlægja. - Úlfar 48 Fóstrufélag (slands rt RAÐ5IEFNAUM UPPBDI06 MENNIUN FORSKÓLABARNA HÓTBL HOLIDAYINN WÐ SIGTÚN 15.-16. APRÍL 1988 DAGSKRÁ Föstudagur 15. apríl kl. 10.00-11.00 Markviss málörvun Hrafnhildur Sigurðardóttir talkennari kl. 11.30-12.40 í börnunum býrframtíðin Sig'rún Sveinbjörnsdóttirsál- fræðingur kl. 12.40-13.30 Matarhlé kl. 13.30-14.40 Samskiptií uppeldi/kennslu Gyða Jóhannsdóttir skóla- stjóri Fóstruskóla (slands kl. 15.00-16.00 „Þema- vinnu“-fyrirmynd frá dag- vistarheimilum í Reggio Emilia á Norður-Ítalíu Ragnheiður Sigurjónsdóttir fóstra kl. 15.00-16.00 Uppeldis- verkfjölmiðla Þorbjörn Broddason dósent i félagsvísindadeild. Laugardagur 16. apríl Fyrirlestrarfrákl. 10.00-16.30 í sal 1 og 2 kl. 10.00-11.00 Börn-upp- eldi-samfélag Eyjólfur Kjalar Emilsson heimspekingur kl. 10.00-11.00 Dagvistar- heimili í fortíð og framtíð (hugsjón - þjóðfélagsleg nauðsyn) Fanný Jónsdóttir umsjónar- fóstra. kl. 11.30-12.40 Hlutverk dag vistarheimila - fjöl- skyldan í nútímanum Jó- hann Hauksson fréttamaður kl. 11.30-12.40 Börnmeðfé- lagsleg og tilfinningaleg vandamál. Hvað getum við gert? Finnbogi Scheving ráðgjafa/ stuðningsfóstra kl. 12.40-13.30 Matarhlé kl. 13.30-14.40 Barnalista- safn í Osló. Bryndís Gunnarsdóttir segir frá. kl. 13.30-14.40 Samnorræn rannsókn um uppvaxtar- skilyrði forskólabarna Baldur Kristjánsson sálfræð- ingur kl. 15.00-16.00 Nútíðog framtíð forskólabarna Pallborðsumræður. Stjórn- andi: Fanný Jónsdóttir um- sjónarfóstra. Inn á hvern fyrirlestur kostar 200 kr. Aðalfundur Samvinnubankans Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður hald- inn að Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, í dag fimmtu- daginn 14. apríl 1988 og hefst kl. 14.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram til- laga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir á fundarstað. Ðankaráð Samvinnubanka íslands hf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.