Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 EVRÓPUFERÐIR bjóða upp á 63 gististaði víðsvegar um Portúgal í sumar. Flogið er í gegnum London á mánudögum og miðvikudögum í hverri viku til hinna ýmsu áfangastaða í Portúgal. evrópuferðir Klapparstíg 25-27 101 Reykjavík s 628181 Simar 35408 og 83033 UTHVERFI Armúli o.fl. Síðumúli o.fl. Sæviðarsund, hærri tölur JttargnttMðMli Forskólabarn — Framtíðarmaður eftir Selmu Dóru Þorsteinsdóttur Dagana 14.—16. apríl gengst Fóstrufélag íslands fyrir ráðstefnu um uppeldi og menntun forskóla- bama. Ráðstefnan er öllum opin. Fluttir verða fyrirlestrar um hin ólíku efni er varða þema ráðstefn- unnar. Markmiðið er að gefa al- menningi tækifæri til að skiptast á skoðunum um uppeidi og menntun forskólabama og ræða hvert stefnir í þeim málum. Tilefni skrifa minna hér er einmitt þessi ráðstefna og vil ég ræða hlutverk og skyldui dagvistarheimilanna við yngstu þegna landsins. Breytt þjóðfélag Mikið hefur verið rætt og ritað um þær breytingar sem átt hafa sér stað á íslensku þjóðfélagi. Öllum er ljóst að við lifum í síbreytilegu þjóðfélagi þar sem hugmyndir okk- ar um framtíðina taka stöðugum breytingum. Þetta óstöðuga nútíma samfélag er andstæðan við þann tíma er íslensk böm vissu til hvers var ætlast af þeim og hvaða framtíð beið þeirra. Þjóðfélagsbreytingamar fela einnig það f sér að mikill meirihluti foreldra vinnur nú utan heimilisins allan daginn eða hluta úr degi. All- ar þessar breytingar og margar aðrar hafa orðið til þess að umönnu og velferð forskólabama er ekki Iengur bar á ábyrgð fjölskyldunnar eins og áður var, heldur hafa utan- aðkomandi aðilar komið inn í mynd- ina. Þar með hafa m.a. dagvistar- heimilin í auknum mæli tekið við ákveðnum þáttum uppeldis og kennslu forskólabama er sinnt var einvörðungu af fjölskyldunni. Þegar ég segi að dagvistarheimil- in hafí í auknum mæli tekið við hlutverki fjölskyldunnar má ekki skilja orð mín svo að dagvistar- heimili nútímans komi nú í stað fjöl- skyldunnar. Einungis er hér um að ræða ákveðna verkaskiptingu á milli þessara tveggja heima eða íverustaða bamsins. í foreldrauppeldinu er gg verður ávallt dýrmætasti homsteinninn lagður í uppeldi sérhvers bams. Menntun forskólabarna í skýrslu um menntastefnu á ís- landi, sem gerð var af Efnahags- og framfarastofnuninni í París (OECD) að tilstuðlan þáverandi menntamálaráðherra, Ragnhildar Helgadóttur, og út kom á síðast- liðnu ári segir: „Framtíðarstaða ís- lands mun ráðast af því hvemig þjóðin er menntuð." Þama er það fullyrt að framtíð þjóðarinnar byggist á því með hvaða hætti staðið verður að menntunar- málum í landinu. íslendingar hafa haldið því fram að sjálfstæði og menntun séu nátengd fyrirbæri og að mennt sé því máttur. Hins vegar hefur verið litið svo á að menntun einstaklingsins heflist ekki fyrr en við vissan aldur, áður 13—14 ára aldur, nú við 6—7 ára aldur. Þekk- ing innan uppeldis- og sálarfræði hefur fleygt fram. Bemskan er af flestum í dag við- urkennd sem mikilvægasta tímabil í lífi sérhvers manns og eru flestir sammála um að lengi býr að fyrstu gerð. Ekkert þjóðfélag hefur efni á að kasta til hendinni þegar um er að ræða uppeldi og menntun for- skólabama. Þar er ekki einungis um að ræða framtíð einstaklingsins heldur og þjóðfélagsins alls. í fjölskyldugerð nútímans er al- gengt að í hverri fjölskyldu séu 2—3 böm og oft mikiil aldursmunur á milii baraanna. Áður voru yfírleitt 5—7 böm og þaðan af fleiri. Þetta þýðir að félagsleg samskipti í slíkum íjölskyldum hafa verið önnur en í §ölskyldu nútímans. Maðurinn er félagsvera og til að jákvæð félagshæfing geti átt sér stað er bömunum nauðsyn á að vera samvistum við jafningja jafnt sem fullorðna. Þeir fræðimenn sem nú reyna að sjá inn í framtíðina fullyrða að framtíðarmenntun felist fyrst og fremst í því að móta virka og skap- andi einstaklinga með sjálfstæða hugsun og umfram allt með sam- vinnuhæfileika. Einnig að einstakl- ingar framtíðarinnar þurfi að ráða yfir víðtækari athafnafæmi og að þessi menntun verði ekki síður þýð- ingarmikil í þjóðfélagi framtíðar- Selma Dóra Þorsteinsdóttir „Eitt af grundvallar verkefnum dagvistar- heimila er að stuðla að þvi að börnin okkar rofni ekki úr tengslum við menningararfleifð sína. Kennsla er lýtur að menningu og þjóð- félagi er og á að vera í höndum dagvistar- heimilanna.“ innar en hin formlega fræðsla. Þessi fæmi verður að þróa í samspili bama á milli og þennan grunn þarf að ieggja strax á unga aldri. Dag- vistarheimilin taka því þátt í að leggja grunninn að manni framtíð- arinnar og eru þeir uppeldisstaðir sem geta gefið bömunum mögu- leika á fjölbreyttum vinahóp og fjöl- breytileika í verkefnavali, undir leiðsögn sérmenntaðs starfsfólks. Menningararfleifð ogmálrækt Eitt af grandvallarverkefnum dagvistarheimila er að stuðla að því Amma fer ekki á spássíuna OpiðbréftiIFIH eftirHerdísi Hallvarðsdóttur Á fögrum degi fyrir skemmstu datt inn um bréfalúguna hjá mér tímarit Félags fslenskra tónlistar- manna, Tónamál — og sjá, inn í því var eyðublað. Það var til út- fyllingar fyrir tónlistarmenn lands- ■ins, svo að þeir verði allir skráðir skilmerkilega í tónlistarmannatal sem FÍH hyggst gefa út innan skamms. Mér fannst framtakið gott, og renndi nú augunum yfir liðina — já, nafn móður og föður, nafn föður- foður og móðurföður — hvað var nú þetta? Átti þá hvorug amma mín erindi f ritið en báðir afamir? Hugsa sér, og af þeim fjóram, bless- uð sé minning þeirra, voru það nú einmitt þær sem voru tónlistariðk- endur en ekki þeir! Ég fór að hugsa. FIH, sem er félag listamanna, útbýr eyðublað í anda gamla (?) karlasamfélagsins, þess hins sama og gerði konum nær ókleift að starfa við listir f hundruð ára og gnæfir enn að nokkru leyti yfir höfði hverrar konu sem vill helga sig listagyðjunni, semja tónverk, ritverk, ljóð, mála málverk, gera skissur eða skúlptúra. Eyðublaðið sýnir okkur, svart á hvítu, hversu ofurgrunnt er á þvi lífsviðhorfí sem rænt hefur okkur öllu því sem kven- kyns listamannsefni fyrri tíma komu ekki frá sér í gegnum aldim- ar, því þeim var svo þröngur stakk- ur skorinn í hinu afmarkaða hlut- verki sínu. Sérhvert hliðarspor út fyrir svið hlýðnu dótturinnar, góðu eiginkonunnar eða fómfúsu móður- innar var höfuðsynd. Þetta ómann- úðlega sjónarmið rændi okkur ekki aðeins verkunum sem þær gerðu ekki, heldur rændi það einnig flest- ar þeirra fáu kvenna sem samt þorðu möguleikunum á því að eign- ast flölskyldu. Þeirri konu sem dirfðist að bijóta óskrifuð lög karla- samfélagsins með því að þjóna lista- gyðjunni var gert afskaplega erfitt fyrir. Karlmaður sem ákvað að ger- ast listamaður skipti einfaldlega um starf. En kona sem vildi taka sömu ákvörðun horfði fram á ótrúlega mikla erfíðleika. Væri hún gift var spurt hvemig hún gæti vanrækt svona fjölskyldu sína. En kysi hún einlífi til að fá vinnufrið var hún þar með sett skör lægra en hinar sem tókst tilætlað hlutverk á hend- ur og var jafnvel talin hættuleg, því hún gat espað kynsystur sfnar til mótþróa og þar með vegið að rótum karlasamfélagsins. Sjáið þið ekki? Og þótt öldin sé önnur nú eimir enn eftir af þessari gráu fom- eskju, eins og umrætt eyðublað staðfestir. Af ofangreindu má ljóst vera að Herdís Hallvarðsdóttir „Ég bið hér með stjórn félagsins að huga að þvi að með svona þanka- gangi viðheldur hún þessu gamla lífsvið- horfi sem er sannkall- aður ógnvaldur kven- listamannsins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.