Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.04.1988, Blaðsíða 64
FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Hugmyndir uppi um veltuskatt FJÁRMÁLARÁÐHERRA telur að meðal aðgerða í peninga- og ríkisfjármálum vegna aðsteðj- andi efnahagsvanda komi til álita að setja veltuskatt á fyrirtæki utan landsbyggðarinnar, önnur Kaupa gler- augu þó ekk- ert sé að sjóninni NOKKUÐ virðist vera um að unglingsstúlkur, sem vilja fylgja tískunni, fái sér gler- augu án þess að þurfa þeirra við. Morgunblaðið hafði í gær samband við nokkrar gler- augnaverslanir í Reykjavík. Nokkuð misjafnt var hvort af- greiðslufólk hafði orðið vart við þessa tísku. í Gleraugnamið- stöðinni við Laugaveg fengust þær upplýsingar, að töluvert væri um að unglingsstúlkur kæmu þangað til að fá sér gler- augu, án þess að nokkuð væri athugavert við sjón þeirra. „Þær fá sér nýtískugleraugu og virð- ast ekki setja verðið fyrir sig,“ sagði eigandi verslunarinnar. Hann tók fram, að greinilegt væri að viðhorf til gleraugna væri nú mjög breytt; áður fyrr hefði þótt til lýta að ganga með gleraugu, en nú þætti það gjam- an setja punktinn jrfir i-ið hjá þeim, sem fylgja vilja tískunni út í æsar. í Gleraugnasölunni á Lauga- vegi var blaðamanni tjáð, að þangað kæmu af og til ungar stúlkur, sem fengju sér gleraugu án þess að þurfa þeirra með. Aðrar verslanir sögðu að þetta kæmi einnig fyrir hjá þeim, en ekki væri hægt að segja að það væri algengt. en útflutningsfyrirtæki og jafn- vel fjárfestingaskatt á fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Jón Baldvin Hannibalsson segir að innan ríkisstjómarinnar sé nú tekist á um tvo kosti til að bregð- ast við þeim vanda í efnahagsmál- um sem við blasir. Hluti framsókn- armanna hallist að því að fara geng- isfellingarleiðina sem fjármálaráð- herra telur hins vegar ljóst að muni einungis leiða til óðaverðbólgu. Hin leiðin sé því að grípa til róttækra og samræmdra aðgerða í peninga- málum og ríkisfjármálum. Þar sé nærtækast að auka bindiskyldu innlánsstofnana og setja auknar hömlur á innstreymi fjármagns um fjárfestingalánasjóði og Qármögn- unarleigufyrirtæki en að auki fram- angreind skattheimta og frestun framkvæmda og fjárfestinga í sam- göngukerfínu. Sjá nánar Viðskiptablað Bl. Morgunblaðið/Kristján Jónsson Fyrirburi á ferðalagi FLUGVÉL Landbelgisgæslunn- ar, TF-SYN, lenti á Reylgavíkur- flugvelli á tíunda tfmanum i gærkvöldi með barn, sem fæðst hafði fyrir tímann og þurfti að komast á sjúkrahús. Bamið, 10 marka strákur, var flutt á Landspftalann og samkvæmt upplýsingum læknis í gærkvöldi var lfðan þess góð. Bamið fæddist á Fáskrúðsfirði og sótti þyrla landhelgisgæslunnar það þangað og flutti til Hafnar í Homafirði. Þar tók Fokkerinn við og flutti bamið til Reykjavíkur. Þyrlan, TF-SIF, lagði af stað ffá Reykjavík kl. 16:10 í gær með lækni frá Borgarspítalanum og fæðingarlækni frá Landspítaianum innanborðs ásamt hitakassa og öðmm nauðsynlegum búnaði til að hlúa að barainu. Hlúð að barainu um borð f Landhelgisgæsluflugvéiinni. Verslunarmeim felldu samninga og frestuðu verkfalli í stórmörkuðum: Allsherjarverkfall VR boðað í lok næstu víku Verslunarmannafélag Reykjavíkur felldi nýgerða kjarasamninga í atkvæðagreiðslu félagsmanna, er lauk í gærkvöldi. Trúnaðarráð félagsins ákvað á fundi sínum, er úrslit lágu fyrir, að fresta verk- falli starfsmanna í matvörubúðum og stórmörkuðum, sem boðað hafði verið frá og með deginum í dag, en boðaði þess í stað til verk- falls frá og með föstudeginum 22. april. Verslunarmannafélag Suður- nesja felldi samninga sfna einnig f gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og samþykkti verkfallsheimild til handa stjóra og trúnaðarráði félagsins. Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif ef til þess kemur, samkvæmt upp- Morgunblaöid/Júlíus MEISTARAR VALUR tryggði sér í gærkvöldi tvöfaldan sigur í bikarkeppninni f handknattleik. Valsstúlkur unnu Stjörauna og karlamir lögðu lið Breiðabliks að velli. Á myndinni hampa fyrirliðarnir Erna Lúðvíksdóttir og Geir Sveinsson verðlaunagripunum eftirséttu. Sjá nánar á íþróttasíðum, bls. 60 og 61. lýsingum Magnúsar L. Sveinssonar, og ekki aðeins í Reykjavík. Allt flug til og frá Reykjavík mun stöðvast, allir stórmarkaðir í Reykjavík og allar verslanir nema þær, sem eig- endur geta sjálfir annast. Öll skrif- stofuvinna í Reykjavík mun líka lamast að miklu leyti, til dæmis tryggingafélög, olíufélög og ýmis stórfyrirtæki önnur. Fjölmiðlar munu þó væntanlega fá undanþágu frá verkfallinu. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagði í gærkvöldi að reynt yrði til þrautar að ná samningum við vinnuveitendur, en hann sæi þó ekki fram á annað en að til verk- falls kæmi eins og nú stæði á. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að úrslit atkvæðagreiðslunnar yllu vinnu- veitendum miklum vonbrigðum. Samið hefði verið um 17-20% launa- hækkun í samningum þeim, er gerð- ir hefðu verið á undanfömum vikum og lengra væri ekki hægt að seil- Mengnnarvarair kosta hundruð milljóna kr. Fækkun verksmiðja nauðsynleg segir framkvæmdastjórifiskimjölsframleiðenda „íslenzkur fiskimjölsiðnaður er nú á eins konar krossgötum," sagði Jón Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenzkra fiskimjölsframleiðenda, í samtali við Morgunblaðið, en starfsleyfi fiskimjölsverksmiðjanna hvað varðar mengunarvarnir rennur út innan eins til tveggja ára. Fyrir þann tima verður að setja upp nýjan tækjabúnað, sem kost- ar með uppsetningu í kringum hundrað milljónir króna í þeim verksmiðjum, sem ekki nota gufu við þurrkun mjölsins, en minna í gufuverksmiðjunum. Fiski- mjölsverksmiðjur hér á landi eru yfir tuttugu talsins. „Við stöndum frammi fyrir því að taka í notkun nýjan tækjabúnað, sem kostar með uppsetningu óhemjufé," sagði Jón. „Eins og ástandið er í dag, getum við það ekki nema einhver breyting verði á flölda verksmiðja. Verksmiðjumar, eins og þær era í dag, standa ekki undir kaupum á þessum tækjum og uppsetningu þeirra vegna þess hve lítið hráefni þær fá árlega og hve nýtingartími þeirra er stuttur. Verksmiðjunum verður að fækka, en með hvaða hætti er óljóst enda er það geysiviðkvæmt mál. Það mætti þó í þessu skyni koma á ein- hvers konar úreldingarsjóði til að hjálpa mönnum að hætta," sagði Jón Ólafsson. ast. „Menn hafa teygt sig lengra en efnahagsleg skynsemisstefna ieyfir," sagði Þórarinn. „Það er tómt mál að tala um meiri launa- hækkanir." Alls kusu 2718 VR-félagar um samningana. 1456 greiddu atkvæði gegn samningunum, en 1201 sam- þykkti þá. 61 seðill var auður eða ógildur. 9917 félagar era í VR, og var kjörsókn því um 27%. Á Suður- nesjum voru 113 gegn samningun- um en 8 fylgjandi þeim. Kjarasamningar verslunarmanna vora lausir um áramót eins og samningar flestra annarra laun- þega. Samningar tókust milli vinnu- veitenda og Landssambands íslenskra verslunarmanna 22. mars, en þeir vora siðan felldir á fundi hjá VR 25. mars með 214 atkvæð- um gegn 96. Samningar tókust á ný þann 8. apríl, en þeir vora síðan felldir f gær eins og áður sagði. Sjá einnig frásögn á siðu 26. Samníngar samþykktir á Akranesi Akureyrarsamningarair voru samþykktir á sameiginlegum fundi fiskvinnsludeilda verka- manna- og verkakvennadeilda Verkalýðsfélags Akraness i gær með 69 atkvæðum gegn 58. í ályktun fundarins er þeim til- mælum beint til sijómvalda að þegnamir séu upplýstir um hinn raunveralega verðbólguvald og þau hefli þegar i stað aðgerðir sem stuðli að vaxtalækkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.