Morgunblaðið - 14.04.1988, Page 12

Morgunblaðið - 14.04.1988, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 INNLENT Morgunblaðið/RAX Sævar Brynjólfsson skipstjóri á Breka VE. Hann fór yfir tvöþúsund tonna mörkin með þessum afla, sem hér er landað á Faxamarkað. Aflaverðmæti frá áramótum er komið yfir 55 milljónir króna hjá Sævari á Breka. Fyrirlestur um Ingermanland Morgunblaðið/Júlíus Starfsmenn garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar flytja gultoppsrunna af tjarnarbakkanum í Laugardal. Garðyrkjudeild Reykjavíkur: Gultoppur af tjamarbakkanum í Laugardal VEGNA fyrirhugaðra fram- kvæmda við byggingu ráðhús á horni Tjamargötu og Vonar- strætis, hafa starfsmenn garð- yrkjudeildar Reykjavíkurborg- ar flutt gultoppsrunna af tjam- arbakkanum i gróðrarstöð borg- arinnar í Laugardal. Þá var minnismerki um Sigvalda Kald- alóns tónskáld, sem var á tjara- arbakkanum, flutt að Kjarvals- stöðum. „Það sem er eftirsóknarvert er að þama eru fallegir gultoppsrunn- ar, sem við notum mikið í borgar- landinu," sagði Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri. „Ég er ekki endan- lega búinn að ákveða hvar þeir verða gróðursettir en til bráða- birgða er farið með þá í Laugardal- inn. Minnismerkinu um Sigvalda Kaldalóns, verður ákveðinn annar staður í samráði við umhverfís- málaráð og menningarmálanefnd. Mér fínnst ekki ólíklegt að það verði í námunda við fæðingarstað Sigvalda í Grjótaþorpi." Jóhann sagði að allur tjamar- bakkinn meðfram Tjamargötu væri úr sér genginn og þyrfti lag- færingar við. Borgarskipulag Reykjavíkur er að vinna nýja skipulagstillögu fyrir bakkann en í framkvæmdaáætlun garðyrkju- deildar fyrir sumarið er ekki gert ráð fé til verksins. „Það tekur sinn TOGARINN Breki frá Vest- mannaeyjum landaði á þriðju- daginn um 210 tonnum af fiski, mest karfa, á Faxamarkað í Reykjavík. Með þeim farmi er afli Breka kominn í rúm 2.100 tonn frá áramótum. Morgun- blaðið ræddi við Sævar Brynjólfs- son skipstjóra á Breka, þegar ver- ið var að landa aflanum. Hann tíma að hanna bakkana sérstak- lega, þar sem um viðkvæman stað er að ræða,“ sagði Jóhann. „Við ætlum fyrst að ljúka við tjamar- bakkann við Fríkirkjuveg, sem tek- ið hefur ótrúlega langan tíma að sagði þetta vera í fyrsta sinn á árinu sem þeir á Breka landa á Faxamarkaðnum og væri það gert vegna þeirra vinnudeilna, sem tak- mörkuðu vinnslugetu fískhúsanna í Eyjum. Aflinn var að uppistöðu til karfí og slatti af ýsu. Frá ármót- um hefur aflinn að mestu verið karfí, þó 300 tonn af þorski og svipað magn af ýsu. Sævar sagði þá hafa verið mest úti fyrir Suður- landi austan Eyja. „Þetta er skárri byijun hjá okkur en undanfarin tíu, ellefti ár. Þetta hefur verið svona á bilinu 1.600 til 1.800 tonn út vertíðina, fram í miðjan maí,“ sagði Sævar aðspurður um saman- burð við fyrri ár. Breki veiðir nú samkvæmt aflamarki, en hefur áður verið á sóknarmarki. Það var valið nú, vegna þess að skipið á að fara í mikla klössun í sumar. Breki hefur fram til þessa lagt upp hjá Vinnslustöðinni og Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum, þó hafa 15—20% aflans verið send utan á markað í gámum. Sævar sagði þessa veiðiferð hafa tekið tæpa viku og bjóst við að fara aftur út í dag. 15 manna áhöfn er á Breka, Samtog í Vestmannaeyjum gerir hann út. lagfæra enda um vandaða gijót- hleðslu að ræða. Menn héldu að hægt væri að hlaða bakkann við Fríkirkjuveg á nokkrum vikum en tveir menn hafa unnið í tæpt ár við hleðsluna." ROLAND Randefeldt frá Gautaborg heldur fyrirlestur í Norræna húsinu í kvöíd kl. 20.30 um gleymda landið In- germanland, þar sem öldum saman var talað tungumál ná- skylt finnsku. Ingermanland er innst við Finnska flóa og lá til foma milli Finnlands og Eistlands. Það var á áhrifasvæði sænska ríkisins á stórveldisdögum þess, en hefur tilheyrt Rússlandi og síðar Sov- étríkjunum síðan á 18. öld. Ronald Randefeld fjallar í fyrir- lestri sínum um tímabilið frá vík- ingatímum til vorra daga og sýnir jafnframt litskyggnur með göml- um koparstungum og kortum af Ingermanlandi. Auk þess sýnir hann ljósmyndir, teknar í núver- andi Ingermanlandi innan Sov- étríkjanna. Hann gerir einnig í stuttu máli grein fyrir hinum mis- munandi fínnskættuðu tungumál- um, sem töluð eru fyrir botni Finnska flóa; ingrísku, votísku, fínnsku og eistnesku. Ronald Randefeldt, sem starf- aði áður við Gautaborgarháskóla, er nú ristjóri Ingria, menning- artímarits um málefni Ingerman- lands, sem er gefið út á sænsku í Gautaborg. Frá árinu 1987 hefur Randefeldt ferðast vítt um heim- inn til þess að hafa tal af fólki, sem flust hefur frá Ingerman- landi, fyrst og fremst í Astralíu og Norður-Ameríku og er það lið- ur í rannsókn á vegum „Miðstöðv- ar alhliða þjóðfræðirannsókna" (Centrum för multietnisk foskn- ing) við Uppsalaháskóla. Fyrirlesturinn hefst, sem fyrr greinir, kl. 20.30 í kvöld og er Öllum opinn. (Fréttatilkynning) Breki VE með rúm 2.100 tonn frá áramótum Morgunblaðið/BAR Myndin er af nemendum f 6. bekk B f Menntaskólanum í Reykjavík að dimmittera á sfðasta kennsludegi þeirra á þriðjudaginn, en sögnin að dimmittera er komin úr latínu og þýðir að senda á brott. Nemendur í 6. bekk skólans kvöddu kennara sína og gáfu þeim gjafir og blóm og fóm þvf næst á vörubílum um bæinn í ýmsum gerfum. Samkvæmt hefð er formaður skólafélags MR, Inspector Scholae, vígður á dimmission og Birgir Ármannsson, Inspector Scholae, vfgði Þóri Auðólfsson sem nýjan Inspector.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.