Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 1
96 SIÐUR B/C
88. tbl. 76. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Flugránið á farþegaþotunni frá Kuwait:
Sérfræðingar óttast veru-
lega um geðheilsu gíslanna
Ættíngi Kuwaitfursta biðst vægðar brostinni röddu
Algeirsborg, Rcuter.
FLUGRÆNINGJAR kúvœsku far-
þegaþotunnar, sem enn er kyrr-
sett á flugvellinum í Algeirsborg,
neyddu í gær ættingja furstans
Morðið á Wazir:
Heimildar-
menn innan
hersinsstað-
festa ábyrgð
Israela
SAMKVÆMT fréttum
breska ríkisútvarpsins BBC
hafa heimildarmenn innan
ísraelshers, sem ekki vildu
láta nafns síns getið, stað-
fest að ísraelsstjórn hafi
fyrirskipað morðið á Khalil
al-Wazir, æðsta herstjóra
Frelsissamtaka Palestinu
(PLO).
Að sögn heimildarmann-
anna tóku froskmenn, land-
hermenn og félagar úr sér-
sveitum ísraelshers þátt í árás-
inni, en í henni féll Wazir
ásamt lífvörðum sínum. Wazir
bar ábyrgð á mörgum blóðu-
gustu hryðjuverkum PLO, nú
síðast ráninu á langferðabif-
reið í Negev-eyðimörkinni í
fyrri mánuði. Þá féllu sex
manns.
Sjá einnig siður 36-7.
af Kuwait tíl þess að biðja sér
vægðar í gegnum talstöð flugvéi-
arinnar og fara þess á leit að 17
hryðjuverkamönnum verði sleppt
úr fangelsi í Kuwait, en lausn
þeirra er aðalkrafa ræningjanna.
Til þessa hefur Kuwait-stjórn ekki
viljað ljá máls á þvi. Læknar hafa
nú miklar áhyggjur af geðheilsu
gíslanna og segja hana án efa
vera mun verri en líkamlegt
ástand þeirra, sem þó mun ekki
vera beysið.
Flugræningjamir neyddu einn
gíslanna til þess að biðjast vægðar,
en þegar hann byrjaði að tala skild-
ist hann ekki. Sagðist flugræninginn
ætla að ráðleggja honum að tala
skýrar. Eftir nokkra bið heyrðist loks
í gíslinum, en hann talaði arabísku
mjög ógreinilega og drafandi röddu:
„ ... [óskiljanlegt] Ég vil ...
reyna að leysa alla fangana úr
haldi ... lof sé Allah . ..“
Að þessu loknu sagði flugræning-
inn að þetta hefði verið ættingi furst-
ans af Kuwait og að fleira væri ekki
um málið að segja.
Sérfræðingar eru nú famir að ótt-
ast mjög um geðheilsu gíslanna 31,
sem enn eru í haldi flugræningjanna.
Taugalæknirinn Sergio Cellis frá
Chile, sem starfar í Alsír, sagði að
gíslamir gætu að líkindum þolað
tveggja mánaða gíslingu án þess að
þeir biðu varanlegan líkamlegan
skaða, en sagði að sinnið væri þegar
farið að gefa sig og þann skaða
væri erfitt að meta.
Þeir gíslar, sem þegar hefur verið
sleppt, hafa flestir haft einkenni al-
varlegs taugaáfalls og margir þeirra
eru enn sem í leiðslu og sinnulausir
um sjálfa sig. Telja geðlæknar að
gíslamir kunni að verða marki flug-
ránsins brenndir í mörg ár og að
margir þeirra muni ef til vill ekki
ná sér það sem eftir er ævinnar.
l-l t •' : | ||| uil . M’M
11 pI: í. ií]i i;. v 4 i t vfj
P If- »' í ' * í i- * f 1 § i
Reuter
Líkneski afMaó hverfa
Tvö stór líkneski af Maó formanni voru fjarlægð af lóð Peking-
háskóla um helgina. Vinnupallar höfðu áður verið settir upp i
kringum stærri styttuna, sem myndin er af, en stúdentarnir sögð-
ust hafa haldið að fyrirhugað væri að hreinsa hana.
Hótumim Irana verður
svarað af fullri hörku
- segir Reagan Bandaríkjaforsetí
Washington, Nikósíu, Reuter.
RONALD Reagan Bandaríkjafor-
seti varaði stjómvöld í íran i gær
við frekari aðgerðum gegn her-
afla Bandaríkjamanna á Persa-
flóa og gaf i skyn að sérhverri
ógnun yrði svarað af fullri hörku.
í kjölfar árása Bandarílyamanna
laust flotum ríkjanna saman og
sökktu bandarísk herskip og flug-
vélar einum írönskum eldflauga-
bát og löskuðu tvær freigátur.
íranska útvarpið sagði Banda-
Olíuborpallur írana i ljósum logum eftir árás Bandarikjamanna.
Reuter
rikjamenn hafa lýst yfir striði
gegn írönum og hét hefndum.
„Ógni þeir okkur munu þeir gjalda
þess dýru verði," sagði Reagan for-
seti í ræðu er hann flutti síðdegis í
gær. Sagði hann að ákveðið hefði
verið að Bandaríkjafloti réðist á tvo
iranska olíuborpalla á Persaflóa
vegna þess að bandarísk freigáta
hefði siglt á íranskt tundurdufl á
flóanum á fímmtudag. Sagði Reagan
aðgerðimar í gær til þess fallnar að
gera írönum ljóst hvaða afleiðingar
„óábyrgt framferði“ þeirra gæti
haft. „Það verður að gera þeim ljóst
að við veijum skip okkar og ógni
þeir okkur muni þeir gjalda þess,“
sagði hann. Forsetinn bætti við að
Bandaríkjamenn vildu bæta sam-
skipti ríkjanna en það væri erfítt á
meðan íranir réðust á skip hlut-
lausra ríkja á Persaflóa, hefðu í
hótunum við nágrannaríki sín,
styddu hermdarverkastarfsemi ogj
neituðu að binda enda á stríðið við
íraka.
Reagan forseti ákvað á aðfara-
nótt mánudags að írönum skyldi
refsað vegna tundurduflalagna
þeirra og gaf fyrirskipun um árás á
tvo íranska olíuborpalla á sunnan-
verðum Persaflóa. Að sögn embætt-
ismanna í bandaríska vamarmála-
ráðuneytinu skaut íranskt varðskip
eldflaug að einu bandarísku herskip-
anna á meðan árásin stóð yfír. Eld-
flaugin geigaði en bandarísku her-
skipin sökktu íranska skipinu.
Skömmu síðar réðust íranskir fall-
byssubátar á olíuborpall við strönd
Sameinuðu arabísku furstadæm-
0 200
[RAK
kUv
Bandarísk herskipj
skjóta á íranska
oiíuborpalla
Bandarískar her-
þotur gera árás
á írönsk skip
\6man[
anna auk þess sem þeir réðust á
breskt olíuskip.
Sjá nánari fréttir af átökunum
á Persaflóa á siðu 34.
ísrael:
Demjanjuk
fundmn sekur
Jerúsalem, Reuter.
ÍSRAELSKUR dómstóll sakfelldi
í gær John Demjanjuk, en hann
var ákærður fyrir stríðsglæpi og
sagður vera „ívan grimmi" —
alræmdur böðuil i útrýmingar-
búðum nazista í Treblinka.
Demjanjuk, sem er 68 ára að aldri,
kann að verða hengdur fyrir vikið,
en refsing hans verður ekki kveðin
upp fyrr en á mánudag í næstu viku.
Demjanjuk var ekki viðstaddur
þegar dómurinn var lesinn upp, en
sú lesning tók nærri tólf klukku-
stundir.