Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 9

Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 8 Fræðslufundur í f élagsheimili Fáks, Víðivöllum, í kvöld, kl. 20.30. Ferðalög á hestum um hálendið, fróðleg erindi sem Hjalti Pálsson og Árni Pálmason flytja. Skemmtileg uppákoma í hléi undir stjórn Stefáns Gunnarssonar og Grettis Björnssonar. Baltasar og Kristjana sýna litskyggnur. F ræðslunef nd Fáks. GATES ÚRVALS PRENTARA — HLJÓÐDEYFAR Vönduð vara Frábær hönnun E. TH. MATHIESEN H.F, BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651000. RÍGQHFT448Q ÆTLARÐU AÐ HJAKKA ENDALAUST í SAMA LJOSRITUN ARF ARINU ? Þetta er örstutt kynning á hinni nýju FT-4480 Ijósritunarvél frá RICOH. Það má segja að hún dragi að sér athygli fyrir allt nema stærðina. FT-4480 býr yfir ýmsum sérstökum möguleikum og kostum. Stýrikerfið sparar tíma. Tími, sem áður fór í að standa yfir verki, nýtist nú til annars eftir að búið er að velja og ýta á takka. Sjálvirk stækkun og minnkun og sjálfvirkt pappírsval. Hægt er að stækka að óskum eftir þremur leiðum. Auðveldir valkostir við frágang og útlit gera öllum unnt að setja fagmannlegan svip á árangurinn. Slðast en ekki síst: hæfni RICOH hvllirá traustum grunni langrar reynslu sem notendur í 130 löndum hafa sannprófað. ir LÍU acohf SKIPHOLT117 105 REYKJAVÍK SlMI: 91 -2 73 33 Ályktun KRON KRON sem er félag samvinnumanna hér f Reykjavík og hefur nú verið sameinað Kaup- félagi Hafnarfjarðar hélt aðalfund fyrir skömmu. Samkvæmt frétt í Tíman- um var rekstrarafkoma KRON „alls ekki viðun- andi á sfðasta ári“ og tapaði fyrirtækið 41 miiyón króna. Á aðal- fundi KRON var eftirfar- andi ályktun samþykkt: „Aðalfundur KRON, haldinn 9. aprfl 1988, lýs- ir yfir áhyggjum sfnum vegna éftírmála gjald- þrots Kaupfélags Sval- barðseyrar. Fundinum finnst það alvarlegt ef einstaklingar, sem ganga f persónulega ábyrgð fyrir félög innan sam- vinnuhreyfingarinnar, getí átt á hættu að missa eigur sfnar ef til gjald- þrots kemur. Fundurinn beinir þvf til stjómar Sambands fslenskra sam- vinnufélaga að hún leití allra hugsanlegra leiða til að koma f veg fyrir að þeir, sem gerst hafa sjálfskuldarábyrgðarað- Qar vegna Kaupfélags Svalbarðseyrar missi eig- ur sínar." Það eru einmitt atvik af þvf tagi sem þama er vfsað til f ályktun aðal- fundar KRON sem em meginrök þriggja þing- manna Sjálfstæðisflokks- ins, þeirra Guðmundar H. Garðarssonar, Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Halldórs Blöndals, fyrir frumvarpinu, sem þeir hafa flutt á þingi um breytingar á lögunum um samvinnufélög. í frumvarpinu er lagt til að SÍS uppfæri árlega f reikningum sfnum nettó- eignarhluta einstakra aðildarf élaga og sýni þar með árlega raunverulega eignastöðu og breytíngar ár frá ári en einnig að kröfuhafar getí við hugs- anlegt gjaldþrot aðildar- félags gert kröfur f þessa eign og aðrar eignir þrotabús. Te\ja flutnings- mennimir, að það sé mik- ilvægt að eignarhlut- deild, ábyrgð og trygg- ingar, eignaraðild, komi Vilja harðari lögen gilda um hlutafélög Fram •> komlft é A«Jngl Irumvwp W EndalokSIS? í forystugrein Tímans, málgagns Fram- sóknarflokksins og Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS), segir sl. miðviku- dag: „Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið sig fram um það að flytja frum- varp til breytinga á lögum um samvinnu- félög, sem myndu leiða til þess að Sam- band íslenskra samvinnufélaga yrði ekki rekstrarhæft. Flytjendur frumvarpsins fara fram á það við Alþingi að stærsta fyrirtæki landsins, sem reist er á félags- legum viðhorfum og hefur almannahags- muni að leiðarljósi, verði slegið áf með einni lagagrein." Hér er mikið sagt. í Staksteinum í dag er staldrað við þessi orð Tímans um endalok SÍS og rifjað upp um hvað málið snýst, hvað það er sem Tíminn telur að geti orðið SIS að falli. skýrt fram á hveijum tima þannig að SÍS, þetta umfangsmikla fyrirtæld, sé hafið yfir alian grun í rekstrarlegu tíllití og sitji við sama borð og aðrir. Og í greinargerð frumvarpsins segir orð- rétt: „Þaðan af síður get- ur Iöggjafinn unað þeirri óvissu, sem nú er um það, hver sé raunveru- legur eigandi Sambands islenskra samvinnufé- laga og dótturfyrirtækja Hættan sem rætt er um í ályktun aðalfundar KRON væri minni og jafnvel úr sögunni ef eignarhlutur Kaupfélags Svalbarðseyrar i SIS hefði verið uppfærður með hliðsjón af verðlags- breytingum og unnt væri að ganga að honum eins og öðrum eignum kaup- félagsins við gjaldþrot þess. Hugmyndir af þessu tagi telja SÍS-menn sem geta orðið fyrirtæk- inu að aldurtila. Úrelt lög Það hefur varla farið fram hjá neinum, sem fylgist með málefnum SÍS, að forsvarsmenn fyrirtækisins ræða jafn- an um það sem félags- málahreyfingu, þegar mildð er i húfi. Kaup- félögin og SÍS-fyrirtækin eru „burðarásar byggð- ariaganna“ og talið er að þau getí ekki verið það áfram, ef sjóðir SÍS hætta að vera óskiptan- legir. Vandanum var lýst þannig i Tímagrein eft.ir Eystein Sigurðsson i síðustu viku: „Spumingin er þvi með öðrum orðum sú hvort menn te\ji tíma- bært að hætta að hafa óskiptanlega sjóði ( sam- vinnufélögum og taka í staðinn upp það kerfí sem notað er i hlutafé- lögum og færa eignar- hluta hvers félagsmanns, það er stofnsjóð hans, upp til samræmis við það sem nefna mættí raun- verulegan eignarhluta haxis i félaginu. Ljóst er þó að mörgum myndi þykja þetta spor aftur á bak. Með þessum hætti yrðu samvinnufélögin kannski ekki lengur sömu burðarásar byggð- arlaganna og þau hafa verið í áranna rás. í stað- inn er hætt við að þau yrðu í framkvæmd að einhvers konar almenn- ingshlutafélögum, sem másld yrði framar öðru ætlað að ávaxta sparifé fólks á félagssvæðum sínum og skila þvi arði.“ Af þessum orðiun og almennt af grein Ey- steins verður það eitt ráðið, að innan SÍS hafí verið rætt um hugmyndir svipaðar þeim, sem þing- mennimir þrír úr Sjálf- stæðisflokknum leggja fram á Alþingi. Þeir leggja til að gefín verði út eignarskirteini á hveiju ári er sýni eignar- hlutfall hvers félaga um áramót, en þessi skírteini veití engan rétt til af- skipta af stjém félagsins eða rekstri. Eignarskír- teinin em þvi ekki eins og hlutabréf og ekld kæmi til þess, sem Ey- steinn nefnir sem megin- hættu í grein sinni, að atkvæðisréttur á fundum yrði í samræmi við eign í félaginu. En um þá „hættu" segir Eysteinn: „Þá væri vitaskuld far- ið að styttast i það að samvinnufélögin væm. í reynd orðin að hlutafé- lögum, og þykir þá þeim er hér ritar trúlegt að ýmsir góðir samvinnu- menn og eldheitir í and- anum fæm að láta ótæpi- lega í sér heyra. En þessi hætta sýnist þó óneitan- lega vera fyrir hendi ef svo skyldi fara að horfíð yrði frá reglunni um óskiptanlega sjóði.“ í lok greinar sinnar segir Eysteinn Sigurðs- son: „En hvað sem öðm líður virðist hitt \jóst að meir en timabært sé orð- ið að fara að taka sam- vinnulögin til endurskoð- unar og færa þau i sams konar nútimalegt form og lögin um hlutafélög.*1 Vafalítíð er meirihluti þingmanna sammála þessari niðurstöðu og nú hafa þeir fengið tillögu tíl úriausnar frá þremur þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins, sem ef til vill næst samstaða um meðal meirihluta þingmanna, þótt Timinn tejji sjálft SÍS í hættu. SKAMMTIMABRÉF IÐNAÐARBANKANS Örugg ávöxtun án langs binditíma. □ Skammtímabréf Iðnaðarbankans bera 9,8% ávöxtun yfir verðbólgu. Þau greiðast upp með einni greiðslu á gjalddaga. □ Velja má um gjalddaga frá 1. júní nk. og síðan á tveggja mánaða fresti til 1. febrúar 1990. □ Skammtímabréf Iðnaðarbankans eru fyrir þá sem vilja njóta öruggrar ávöxtunar en vilja ekki binda fé sitt lengi. □ VIB sér um sölu á skammtímabréfum Iðnaðarbankans. Komið við að Ármúla 7 eða hringið í síma 91-68 15 30 og fáið nánari upplýsingar. VIB VERÐBREFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi68 15 30 _

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.