Morgunblaðið - 19.04.1988, Page 16

Morgunblaðið - 19.04.1988, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 töhniprentarar Tölvuprentarar frá STAR styðja þig í starfi. Þeir eru áreiðanlegir, hraðvirkir og með úrvali vandaðra letur- gerða. STAR prentarar tengjast öllum IBM PC tölvum og öðrum sambærilegum. Níu gerðir fyrirliggjandi. Karlakórinn Þrestir Tónlist Egill Friðleifsson Víðistaðaðakirkja 16.4.88 Flytjendur: Karlakórinn Þrest- ir Einsöngvari: Steinarr Magnús- son Undirleikarar: Bjarni Jónat- ansson, Bragi Hlíðberg Efnisskrá: Lög úr ýmsum átt- imi Karlakórinn Þrestir í Hafnar- fírði hélt árlega vortónleika sína í síðustu viku. Að þessu sinni fóru tónleikamir fram í Víðistaða- kirkju, sem vígð var fyrir stuttu. Kirkjan er ágætlega fallin til tón- leikahalds og hljómburður góður, auk þess sem húsið er ákaflega fallegt, þar sem freskumynd Balt- asars eiginlega umvefur alla sem í kirkjuna koma. Víðistaðakirkja verður væntanlega hafnfírsku tónlistarlífí til eflingar, auk þess að þjóna sem guðshús að sjálf- sögðu. Karlakórinn Þrestir á sér merka sögu og er elsti starfandi karlakór landsins. Kórinn var stofnaður árið 1912 og hélt upp á 75 ára afmæli sitt með pomp og prakt á síðasta ári og fór í söngför til útlanda. Eftir slík átök koma gjaman lægðir í starfsemi sem þessa, en það var ekki að heyra á Þröstum að þeir væm eftir sig heldur vom hinir spræk- ustu. Stjómandi kórsins er Kjartan Siguijónsson, en hann hefur unn- ið með kómum hin síðustu ár. Kjartan er hógvær í verkstjóm sinni og leggur áherslu á áferðar- fallegan söng fremur en átakam- ikinn. Kórinn söng lipurt. Efnis- skráin var í hefðbundnum karla- Steinarr Magnússon kórsstíl og þar var fátt um nýj- ungar. Fyrir hlé vom eingöngu íslensk lög utan eitt, en eftir hlé vom erlend lög úr ýmsum áttum. Einsöngvari með kómum var Steinarr Magnússon og komst vel frá sínu. Hann hefur bjarta og fallegá tenórrödd og beitti henni smekklega. Undirleikarar vom þeir Bjami Jónatansson og Bragi Hlíðberg. Kirkjan var þéttsetin áheyrendum, sem tóku flytjendum hlýlega. Velta atvinnugreina árið 1987: Söluaðilar: Andi sf., Hverfisgötu 105, 105 Reykjavik Atlantis, Laugavegi 168,105 Reykjavík EinarJ. Skúlason hf., Grensásvegi 10, 108 Reykjavík Gísli J. Johnsen sf., Nýbýlavegi 16, 200 Kópavogi GunnarÁsgeirsson, Suðurlandsbraut 16, 108 Reykjavík Heimilistæki sf., Sætúni 8, 125 Reykjavík Hugtak hf., Vestmannabraut 25, 902 Vestmannaeyjum Hugur hf., Hamraborg 12, 200 Kópavogi Magnús sf., Bolholti 6,105 Reykjavík Penninn, Hallarmúla 2, 108 Reykjavík Reiknistofa Vestfjaröa, Aðalstræti 24, 400 ísafjörður Skrifstofuvélarhf., Hverfisgötu 33, 105 Reykjavik Stuðull, Skagfirðingabraut 6, 550 Sauðárkróki Traust, Ragnar Jóhannss., Miðási 11,700 Egilstöðum Tölvusamskipti, Skipholti 35,125 Reykjavík Tölvutæki-Bókval hf., Kaupvangsstræti 4, 602 Akureyri Tölvuvörur, Skeifunni 17,108 Reykjavik Hlutur Reykjavíkur í heildarveltu verslunar 67% 140% aukning veltu í bíiasölu á Reykjanesi HLUTUR Reylgavíkur í heildar- veltu verslunargreina á síðasta ári var 66,6% samkvæmt upplýs- ingum Þjóðhagsstofnunar. Þetta er nokkur aukning frá árinu 1986, en þá nam þessi tala 65,8%. Hlutfall Reykvíkinga af fjölda landsmanna er hins vegar 37,8%. Mikil aukning varð um allt land á verslun með bíla og bUavörur, veltan jókst um 58,3%. Reylganes sker sig þó úr; þar var aukningin 139%. Tölur þær, er Þjóðhagsstofnun 3 r eru oruggir í hvelfingum - en hvemig væri að láta þá vinna fyrir þig? Kynntu þér valkosti Ávöxtunar sf. ÁVÖXTUN 8f é& Fjármálaráðgjöf - Ávöxtunarþjónusta - Verðbréfamarkaður LAUGAVEGI 97 - SÍMI 621660 hefur sent frá sér, em byggðar á söluskattsframtölum fyrirtækja og sýna heildarveltu, bæði þann hluta sem er söluskattskyldur og þann sem undanþeginn er söluskatti. Samkvæmt þessum tölum var heild- arvelta í smásöluverslun á landinu 54 milljarðarkróna og jókst um 32% frá fyrra ári. í almennri heildverslun nam veltuaukningin 34%, sala á bílum og bflavömm jókst um 58,3% og á byggingarvömm um 40%. Alls jókst velta verslunargreina um 36% og var um 107,2 milljarðar króna á síðasta ári. í þjónustugreinum varð veltu- aukningin rúmlega 41%. Heildar- velta í vömgreinum iðnaðar var 35,4 milljarðar króna og jókst um 34,4%. í fréttatilkynningu Þjóðhags- stofnunar segir að vísitala vöm og þjónustu hafi hækkað um 18,5% milli áranna 1986 og 1987. „Má af því ráða að umsvif í verslun hafí aukist að raungildi á sama tíma um tæp 15% en í þjónustugreinum nokkm meira eða 19%, en hér er um grófar vísbendingar að ræða þar sem vægi einstakra liða í vísi- tölu vöm og þjónustu kann að vera annað en í veltutölunum," segir í fréttatilkynningunni. Bæði almenn heildverslun og versiun með bfla og bflavömr er að langmestu leyti skráð í Reyigavík og Reykjanesi, um 95% af heildar- veltu beggja greina. í byggingar- vömverslun fara einnig um 84% viðskiptanna fram á suðvestur- hominu. Byggingavömverslunin í Reykjavík eykur veltuna á kostnað Reykjaness, en í öðmm landshlut- um stendur hún í stað. Ef litið er á breytingar á heildar- veltu verslunargreina eftir lands- hlutum, sést að í langflestum tilvik- um eykst veltan meira í Reykjavík og á Reykjanesi en í öðmm lands- hlutum. Þar vekur sérstaka athygli 139% aukning veltu í bflasölu á Reykjanesi. í fréttatilkynningu Þjóðhagsstofnunar segir að lokum: „Að öllu samanlögðu gefa þessar veltutölur þó vísbendingu um meiri umsvif og þenslu á höfuðborgar- svæðinu en annars staðar á landinu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.