Morgunblaðið - 19.04.1988, Page 24

Morgunblaðið - 19.04.1988, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 '1 Yírðisaukaskattur eftirHalldór Jónsson Enn í VASKinn Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram frumvarp um virðisaukaskatt, sem er um flest svipað fyrri frum- vörpum. Hemaðaráætlunin er hinsvegar snjallari en fyrr, þar sem nú er upphafsskattprósentan sett í 22%. Þeir halda því þar með fram, að einhveijar vörur muni lækka í verði, að vísu eftir að þeir sömu höfðu hækkað hana áður, t.d. með matarskattinum. En al- menningur virðist ætla að gleypa þessar sjónhverfingar hráar. Það er alveg óskiljanlegt hversu almenningur og samtök hans láta sig þetta mál litlu varða, nú þegar þetta er til umfjöllunar á Alþingi. I raun mátti sjá þennan herfjötur á verkafólki þegar Þorsteinn og Jón Baldvin voru búnir að gefa í skyn, að matarskatturinn væri til sölu hjá þeim. Verkalýðsforystan virtist hinsvegar vera steinheym- arlaus og hafðist ekki að. Enda virtust vinsældir hennar ekki keyra um þverbak þegar að at- kvæðagreiðslum um samningana kom. Fýrrir bragðið komu þeir stjómarbræður fram matarskatt- inum, sem undirbúning að öðm verra, stóra VASKinum. Nú virðast leiðtogar launþega sitja algerlega klumsa og sýnist stefna í það, að virðisaukaskattur- inn bmni yfir alþýðu án þess að þeir hafíst að. Var þó lífsmark með Ásmundi Stefánssyni á sínum tíma, sem sá, að þetta yrði laun- þegum til mikillar óþurftar og tal- aði gegn virðisaukaskatti. Jón Baldvin var líka þá heldur á móti honum áður en nafni hans Sig- urðsson úr kerfínu kristnaði hann svo kyrfíiega að nú veit hann ekk- ert dýrlegra djásn. En það verður hinn lægra laun- aður almenningur og enginn ann- ar, sem greiðir þennan stóraukna skatt af mestum þunga, ekki þeir sem kaupa bréf fyrir afganginn af kaupinu sínu. Þessi skattur mun leggjast á flest stig viðskipta og þjónustu og áður en lýkur stór- hækka allt verðlag í landinu. Mik- ið er orðið gæfuleysi samtaka launafólks ef það ætlar að taka við þessu möglunarlaust. Hvar er nú Kvennalistinn, Alþýðubanda- lagið og Borgaraflokkurinn? Hvar em Ásmundur, Guðmundur H. Garðarsson, Guðmundur J., Magn- ús L. Sveinsson og Karvel? Samkvæmt þessu nýja frum- varpi er nú ákveðið að skattleggja alla vinnu og þjónustu í sambandi við húsbyggingar. Þokukenndar yfírlýsingar í greinargerð með frumvarpinu um það, að ráðamenn muni gefa fólki, sem er að byggja í fyrsta sinni, einhveijar bætur, þannig að það verði jafnsett", em alltof gamlar lummur til þess að margir eldri en tvævetur taki mark á þeim. Hér er sem fyrr verið að setja mjög alvarleg lög, sem snerta alla lífshætti fólks í landinu, en fela handhöfum framkvæmdavaldsins það alfarið, hvemig og með hversu miklum þunga lögin leggjast á þolandann. Þrátt fyrir það, að Stjómarskráin okkar hafí sagt, að skatta skuli einungis leggja á með lögum, þá er nettóupphæð virðis- aukaskatts grímulaust háð reglu- gerðum framkvæmdavaldsins. Byggingarkostnaður fólks mun því hækka um ein 10% um mitt næsta ár. í greinargerðinni með frumvarpinu er gengið út frá því sem staðreynd, að virðisauka- skatturinn af íbúðabyggingunum hafí þegar verið endurgreiddur húsbyggjendum, þannig að áhrif breytingarinnar séu engin. Búast menn í alvöru við því að þetta fari eftir um alla framtíð? Ætla sömu ráðherrar að vera við völd alla tíð? Er tekjuþörf ríkissjóðs endanlega mætt? Greinargerðin segir berum orð- um að 1,2 milljarða halli verði af 22% skattinum. Enda þarf aðeins að breyta einum tölustaf í 14. gr. til þess að breyta upphæðinni og kollsteypa lífskjörum fólksins. Það er hægt að gera í haust eða hven- ær sem er. Ráðamenn búast ef til vill við því, að unga fólkið, sem ætlar að fara að byggja yfír sig, muni fylkja sér um flokka þeirra í næstu kosningum. Skoðanakann- anir virðast hinsvegar benda til aukinnar tiltrúar fólks á Kvenna- listanum umfram gömlu „kerfis- flokkana". Jón Baldvin hefur kallað sölu- skattskérfíð „ónýtt“. Hafí það með öllum sínum undanþágum verið „ónýtt“, með 25% gjaldi, þá má spyija hvemig 22% virðisauka- skattur á allt fari að því að skila minni tekjum en söluskatturinn. Enda eru blekkingamar auðlæsar í greinargerðinni, þegar ófram- komin náðarbrauð eru látin seðja lýðinn. En allir innheimtir skattmillj- arðar koma hvergi nema úr vösum almennings og matarbuddum heimilanna, það skyldu menn gera sér alveg ljóst. Það þarf því að beita ýtrustu gætni, þegar skatt- hlutföll sem þessi em rædd, þann- ig að hvergi sé skotið yfir mark. Lífskjör hinna verr settu þola enga tilraunastarfsemi á borð við upp- töku virðisaukaskatts. Því hélt maður að forystumenn launþega myndu verða á varðbergi. En þeir virðast hafa verið stungnir svefn- þomi. „Byggingarkostnaður fólks mun því hækka um ein 10% um mitt næsta ár. I greinar- gerðinni með frum- varpinu er gengið út frá því sem staðreynd, að virðisaukaskattur- inn af íbúðabyggingun- um hafi þegar verið endurgreiddur hús- byggjendum, þannig að áhrif breytingarinnar séu engin. Búast menn í alvöru við því að þetta fari eftir um alla framtíð? Ætla sömu ráðherrar að vera við völd alla tíð? Er tekju- þörf ríkissjóðs endan- lega mætt?“ Megniatriði í VASKimim / Virðisaukaskattur er sagður eiga að afla ríkissjóði svipaðra tekna nettó og söluskattur gerir í dag. Staðreyndin er að hann mun sækja miklu meiri tekjur í vasa almennings, sem ráðamenn eiga svo að endurgreiða honum af pólitískri gæsku sinni hveiju sinni. Einhvem grunar, að afganginum Halldór Jónsson verði fyrr en varir ekki skilað vegna sífellds fjárskorts stjóm- málamanna til góðverkagerðar. Afleiðingin verður því aukin skatt- heimta og verðbólga, sem henni fylgir ávallt. VASKkerfið verður margfalt dýrara í framkvæmd en sölu- skattskerfíð. 35 starfsmenn á skattstofum landsins hafa annast eftirlit með söluskatti. í greinar- gerð frumvarpsins er tvöföldun þess fjölda talin nauðsynleg. Vafí er talinn leika á því, hvort skatt- stofur landsins hafí mannafla til þess að ráða við framkvæmdina og hvort sá mannafli sé fáanlegur á kjörum opinberra starfsmanna. Ef það verður að yfirborga fólk til skattstofustarfa, þá hlýtur það eitt að. leiða til launasprengingar upp allan ríkisstigann og svo allan almenna vinnumarkaðinn og til verðbólgu í framhaldi af því. Innheimta söluskatts hefur ver- ið mjög ódýr, það er meira að segja viðurkennt í greinargerðinni með fmmvarpinu. Gjaldendur í því em um 11.000 talsins. Þar af inn- heimta 1.600 aðilar um 80—85% skattsins, og þar af 300 aðilar nærri 60% alls skattsins. Um 9.400 aðilar innheimta 15—20% skattsins. Eftirlit með skattinum er almennt orðið allstrangt, og fullyrða má að innheimtan hjá hin- um 300 aðilum sé mjög ömgg og innheimtan hjá 1.600 aðilunum einnig. Gjaldendur- í virðisauka- skattkerfí em taldir verða um 25.000. Sjá menn hvert verkefnið verður ef 9.400 aðilar em vanda- mál í dag? Uppsöfnun söluskatts í atvinnu- rekstri er talin rýra samkeppnisað- stöðu íslenskra fyrirtækja. Er þessu mjög haldið á loft sem rök- semd fyrir nauðsyn virðisauka- skatts og talið standa í vegi fyrir útflutningi. Félag iðnrekenda hef- ur metið þetta til að vera á bilinu 1—3% eftir greinum. Margt hefur verið gert til þess að koma í veg fyrir þessi áhrif söluskatts og er ekki tiltakanlega torvelt í fram- kvæmd. Rökin em því harla létt- væg fyrir því, að lífshagsmunir iðnaðarins krefjist upptöku VASK. VASK á að greiða í tolli af öllum innflutningi. VASK hefur því í för með sér mikla aukningu á rekstr- arfjárþörf, líklega um 5% af árs- veltu innflutningsaðila. Hvar á að fá þetta aukna fé? Fást þessir peningar að láni? Laun við bók- hald í verslun em talin munu hækka um 50—60%, vegna VASK. Kostnaður af öllu þessu hlýtur að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.