Morgunblaðið - 19.04.1988, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.04.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 25 K fara út í verðlag vöru. Sú stað- reynd, að þessir kostnaðaraukar munu auka á eftirspum eftir fjár- magni og vinnuafli, leiðir til verð- bólgu. Þama er ennfremur gert ráð fyrir ráðherraundanþágum. Með öðrum orðum meiri pólitískan subbuskap og áframhald á því að gera skattþungann óháðan lögum. Fleira en eitt skatthlutfall er talið flækja framkvæmd skattsins af fylgismönnum hans. Bæði í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki, Grikklandi, Hollandi, írlandi, Lúxemborg, Portúgal, Spáni, Ítalíu, Tyrklandi og Belgíu eru fleiri en eitt skatthlutfall og þá yfírleitt til þess að lækka verð matvæla. Hér verður skatthlut- fallið að vera aðeins eitt af því að Danir hafa það svoleiðis! Vanda- laust virðist þannig að hafa fleiri skatthlutföll í VASK-kerfi. Um leið bendir þetta til þess, að auð- velt muni að gera VASK-kerfíð jafn götótt og söluskattskerfíð var orðið. Geta menn ekki séð fyrir sér þá kröfu í næstu kjarasamn- ingum, að afnema skuli VASK á matvælum til þess að greiða fyrir samningum og vinna gegn verð- bólgu? Til hvers var þá verið að þessu? Ekki er almennt talið, að VASK-kerfíð hafi yfirburði yfir söluskattskerfið til þess að koma í veg fyrir nótulaus viðskipti manna á milli. Fullyrða má samt, að í þeim viðskiptum „svartrar atvinnustarfsemi" felist megin- brotin á núverandi söluskattslög- um, þó margskonar þjónusta sé nú undanþegin söluskatti, sem verður það ekki í VASK. Freisting- ar í VASK munu ekki minnka heldur vaxa og grafa undan skattasiðferði þjóðarinnar. Mörg önnur dæmi má taka til þess að benda á þá gífurlegu rösk- un á högum, sem verða mun við upptöku VASKsins. Þá munu hin skandinavísku ævintýri, sem við höfum hingað til hlegið að, fara að verða íslenskir viðburðir. En í Skandinavíu kæra menn nágrann- ann fyrir að mála þakið heima hjá sér á sunnudegi, ef þeir halda að hann muni ektó skila VASKi fyrir verkið. „Sovét-ísland, óskalandið, hvenær kemur þú?“ Svo orti þjóð- skáldið og lét hlæja að sér fyrir. Að öllu þessu athuguðu þá grunar mann, að virðisaukaskatt- kerfíð verði notað til aukinnar skattheimtu og lífskjaraskerðing- ar, samfara auknum ríkisumsvif- um á öllum sviðum, hvað sem yfír- lýsingum ráðamanna um hið gagnstæða líður. Víst er að frum- varpið eins og það liggur fyrir gefíir ráðamönnum kost á slíku án þinglegrar meðferðar, þegar aðeins þarf að breyta reglugerðum um niðurgreiðslur til þess að hlut- ur neytandans rýrist að óbreyttum neysluvenjum. Amarhvolsmenn halda því fram, að Skandinavar séu yfir sig ánægðir með VASKinn. Sjálfsagt tala hlýðnir embættismenn hver við annan á máli sem báðir vilja heyra. En á bak við heyrast aðrar raddir sem segja allt annað. Almenningur má vera þess full- viss, að virðisaukaskattur verður ekki til að bæta lífskjör litla mannsins á íslandi. NB sem á að borga hann alfarið. Það er athygli- svert að bera saman málflutning ungra sjálfstæðismanna undir for- ystu Friðriks Sophussonar og Geirs H. Haarde fyrir nokkmm árum, þegar kjörorðið var „Báknið burt“, og málflutning þingflokks sjálfstæðismanna 1988. Þar betj- ast menn ákafast fyrir stóraukn- um niðurgreiðslum í tengslum við upptöku virðisaukaskattsins. Allt- of fljótt fölnar hin fagra sumarrós —, alltof fljótt víkja hugsjónir manna fyrir kerfístrú. Hvert stefnum við? Við íslendingar höfum lengi verið nokkuð fljótir á okkur að gína við skandinavískum flugum, jafnvel eftir að frændum okkar hefur orðið bumbult af þeim. Má minna á mengisveikina í reikn- ingskennslunni, sem reið yfír okk- ur fyrir nokkrum árum, og eyði- lagði reikningsgetu heilu árgang- anna af íslensku æskufólki, sem margt hefur ekki beðið þess bætur síðan. En þá höfðu sænskir sjálfir gefist upp á menginu fyrir nokkr- um árum, án þess að heimsigldir íslenskir stúdentar hefðu heyrt af því. Við erum sífellt að byggja upp meira stjómkerfí. Fleiri „fræðing- ar“ sitja við framleiðslu á hvers- kyns tilgangslitlum súluritum og tertum, sem einmenningstölvumar eru svo fljótar að spýja út úr sér. Þeir heimta tölulegar upplýsingar af öllum mögulegum aðilum, á milli þess sem þeir sitja á 25.000 króna ráðstefnum með hádegis- verði og ráðstefnugögnum á ríkis- ins kostnað eða fljúga milli landa á „ríkisklassanum" til þess að sækja gögn í fleiri súlurit og tert- ur. Undir þessu sívaxandi bákni stynur launafólkið og kjósendum- ir, sem láta samt sífellt hafa sig til þess að kjósa þá aftur, sem sviku loforð sín mest. Það em þó merki um það, að trúgimi fólksins séu takmörk sett. Uppreisn þessa fólks speglast í vaxandi fylgi pólitískt skírlífs flokks. En ein- hverntíma mun hann þó líklega missa meydóminn líka, og þá hefst ný leit. Starfandi stjómmálamenn ættu ef til vill að reyna að sjá táknin á veggnum og minnast orða Lincolns um það, að það er ekki mögulegt að blekkja allt fólk allt- af, þó það sé mögulegt að blekkja sumt fólk stundum. Við þegnamir og kjósendumir virðumst hinsvegar oftast gleyma því í byijun hvers máls, að spyija okkur að því, hvert allt þetta leiði og til hvaða nota þetta sé. Hefðum við ekki átt að spyija okkur betur sjálf til dæmis, áður en við æddum út í staðgreiðslukerfíð, hvort þetta myndi létta eða þyngja fyrir okkur lífíð eða draga úr vinnugleði okk- ar? Þurfum við ekki að spyija okkur þessara spuminga hvað virðisaukaskattskerfíð áhrærir? Verðum við ekki að spyija okk- ur sjálf, hversvegna þessi þróun er svona? Er Alþingi okkar lýðræð- islega kjörið? Era þingflokkar stjómmálaflokkanna skipaðir í samræmi við fjöimenni lqördæ- manna? Skiptir það málí fyrir líf einstaklings í byggðarlagi úr hvaða kjördæmum meirihluti þing- flokka kemur? Svari menn því hver fyrir sig og líka því, hvemig þeir ætli að breyta ef þeim fínnst ástæða til. Eram við í rauninni ekki fangar kerfís, sem við getum ekki breytt hvað svo sem við reyn- um? Fyrir mér horfír málið þannig við: Landsbyggðin hefur nú 10 þingmenn, sem eiga að koma úr Reykjavík og Reykjanesi sam- kvæmt íbúafjölda þar. Það skiptir máli fyrir mig sem Kópavogsbúa, hvor situr á þingi, Gunnar Schram eða Egill Jónsson. Það er vitlaust gefið í því spili sem við spilum við ríkið eins og Steinn sagði. Efna- hagsleg óveðursský hrannast upp á himninum. Mér sýnist því á vordögum 1988, að þjóðfélagið okkar sé á leið með að fara í VASKinn í fleiri en einum skilningi. Höfundur er verkfræðingur og annaraf forstjórum Steypustöðv- arinnar hf. Þú finriur FIAT í Húsi Framtíðar við Skeifuna. 688850. STING er sérstök útgáfa af Fiat Uno. Hann er betur búinn en gengur og gerist-og fjöldi bfla er takmarkaður. Hvort sem á hann er litið, eða í honum ekið, er ljóst að þetta er einfaldlega einstakur bfll. Hér fara og hámarks notagildi. Svo gerir þú saman glæsilegt útlit líka góð kaup 365.000 kr. 25% útborgun og eftirstöðvar á allt að 30 mánuðum. Norðmenn vilja kaupa hvalbát af Hval hf. Hvalbátarnir ekki á söluskrá, segir Kristján Loftsson YFIRVÖLD menningarmála í fylkinu Vestfold í Suður-Noregi hafa skipað nefnd til að kaupa hvalbát sem gera á að fljótandi safni í Sandefjord í Vestfold í til- efni þess að 20 ár eru liðin frá því að Norðmenn hættu hvalveið- um við Suðurskautslandið, að sögn norska blaðsins Aftenpost- en. Nefndin hefur mestan áhuga á að kaupa Hval 8 eða Hval 9 sem voru smíðaðir I Noregi og í eign norskra útgerðarfyrirtækja. Kristján Loftsson, framkvæmda- stjóri Hvals hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að hvalbátar fyrirtækisins væru ekki á söiu- skrá og yrðu það ekki á næstunni. Kristján sagði að aðilar í Vestfold í Noregi hefðu sl. 10 ár viðrað þenn- an möguleika við Hval hf. og þeim hefði verið sagt að haft yrði sam- band við þá ef til stæði að selja ein- hvern af hvalbátum fyrirtækisins. „Norðmenn breyttu,“ sagði Kristján, „hvalbátum sínum í síldarbáta og seldu þá úr landi um miðjan sjötta áratuginn, þegar þeir voru að hætta hvalveiðum í suðurhöfum, og nú þykir þeim miður að eiga engan hvalbát. Hvalur 9 var smíðaður í Noregi árið 1952 og Hvalur hf. keypti hann af útgerðarfyrirtækinu Thor Dahl í Sandeíjord í Noregi árið 1966 en þá hét hann Tiger. Hvalur 8 var smíðaður í Tönsberg í Noregi árið 1948 og Hvalur hf. keypti hann árið 1962 af útgerðarfyrirtækinu Pela- gos í Tönsberg þar sem hann hét Gos XII. Hvalur 5 var hins vegar smíðaður í Vestur-Þýskalandi. Hann var í eign vesthr-þýska útgerðarfyrirtækisins Walter Rau þar sem hann hét Rau 9. Hann var seldur tii Noregs og Hvalur hf. keypti hann þaðan árið 1955 en seldi síðar til Færeyja. Það- an var hann seldur sjóminjasafni í Bremerhaven í Vestur-Þýskalandi þar sem hann er nú og heitir sínu gamla nafni, Rau 9,“ sagði Kristján. Stykkishólmur: Fyrirtækin í spurninga- keppni Knattspyrnudeild umf. Snæ- fells í Stykkishólmi gekkst fyrir mikilli spurningakeppni um páskana. Fóru i þessa keppni tvö kvöld og voru þátttakendur fjöl- margir, skiptir í lið og fylkingar. Var þetta svokölluð fyrirtækja- keppni því fyrirtækin á staðnum lögðu til liðsmenn hvert eftir sínum mætti. Margar skemmtilegar og léttar og erfíðar spumingar flugu um salinn og sóknarpresturinn Gísli Kolbeins var dómari og til annarra starfsmanna var vandað svo sem best mátti svo engin brögð skyldu vera í tafli. Seinna kvöldið var svo keppt til úrslita um fagran farandgrip og hlaut bærinn fyrsta sæti og auðvit- að með bæjarstjórann í farar- broddi. Hafði hann við hlið sér fróða menn svo sem bæjartæknifræðing- inn oggröfu- og bílstjóra bæjarins. Fjölmenni var viðstatt þessa ágætu keppni sem stóð í rúma tvo tíma hvort kvöld. - Árni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.