Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 27

Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 27 Hasina Wajid. en gert að taka við þessu Jiýja riki, þar ríkti öngþveiti og sundur- lyndi, samgöngukerfíð var í mol- um, efnahagurinn í rústum eftir stríðið. Og Mujibur fékk litlu áork- að og virðist ekki hafa tekizt að hrífa menn með sér til verka á sama hátt og hann hafði gert sem baráttuglaður stjómarandstæð- ingur. Þegar á leið valdatíma hans urðu margir til að saka Mujibur sjálfan um valdníðslu, spillingu og óreiðu og stirfni í samvinnu. Samt er hann í minningu Bangladesha, ásamt Ziaur Rah- man sveipaður ljóma hetjudáða og píslarvættis. Þetta tjóði ekki að ræða við Hasinu Wajid þama um kvöldið. Svo að ég venti mínu kvæði í kross og spurði hana um fjöldafundina sem hún og Khalida virðast efna til — sitt í hvom lagi vitanlega — að jafnaði nokkrum sinnum í viku. Hún sagði að menn Ershads hers- höfðingja reyndu að koma í veg fyrir þá með ýmsu móti og sjón- varpið væri málpípa hershöfðingj- ans og það sama gilti um blöðin. Allt væri reynt til að torvelda þeim að ná til fólksins. Daginn áður hafði ég farið á útifund sem hún hélt, þar sem ungir og alvörugefnir menn hlu- stuðu á ræðumenn sem voru að „hita upp“ unz hún birtist. Þegar hún birtist ætlaði allt af kollinum að keyra af fögnuði. Ræða hennar fékk miklar undirtektir og síðan fór hópurinn niður í gömlu Dhaka og hrópaði slagorð Awami-banda- lagsins: „Við viljum atkvæðaseðla — burt með byssukúlurnar." Ég hafði ekki orðið vör við neina lög- gæzlu á svæðinu og allt fór frið- samlega fram. Hópurinn hlykkj- aðist hrópandi eftir þröngum göt- um og við litlu útibúðirnar stóðu margir og fylgdust með eða sló- gust í hópinn. Ég spurði hana um það hvemig henni hefði þótt þessi fundur. Mér hefði verði sagt að tíu eða fímmtán þúsund manns hefðu verið á honum. Hún sagðist vera ánægð með fundinn og á hann hefðu miklu fleiri viljað koma. Hvort tveggja hefði verið að menn Ershads hers- höfðingja hefðu takmarkað ferðir að fundarstaðnum og svo hitt að Khalida Zia hefði endilega þurft að vera með fund um svipað leyti annars staðar. Það hlaut að verða niðurstaða mín, að þrátt fyrir þá andúð sem allur þorri manna virðist hafa á Ershad forseta, þrátt fyrir að hann brýtur án þess að blikna allar reglur lýðræðis sem honum verður svo tíðrætt um, þrátt fyrir spillingu og mútuþægni í æðri stöðum, eymd og hörmungar íbú- anna og djúpstæða óánægju — þrátt fyrir þetta og margt fleira virðist það einn stærsti þátturinn af vanda Bangladesh, hversu máttvana og ráðalaus stjómar- andstaðan er. Vandamál landsins verða ekki leyst með skrúðyrðum aðila. Og annað virðist ekki í boði. BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S.68 12 99. Mátt þú sjáaf 332 krónum á dag?* Skutlan er eins og sniðin fyrir nútímafólk. Hún er sparneytin, 5 manna og sérlega léttog lipurí um- ferðinni. Skutlan er flutt inn af Bílaborg h/f. Það tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öllum sem til þekkja. *LANCIA SKUTLA kostar kr. 320 þús.kr. stgr. Útborgun kr.80.000 eftirstöðvar greiðast á 30 mánuðum, kr.10.113 pr. mánuð að viðbættum verðbótum. Kostnaður við ryðvörn og skráningu er ekki innifalinn. (Gengisskr. 15.3.88) Ef svo er þá getur þú eignast splunkunýja LANCIA SKUTLU! Öpið laugardaga frá kl. 1 - 5.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.