Morgunblaðið - 19.04.1988, Side 29

Morgunblaðið - 19.04.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 29 veginum, þar sem flestir ferða- mennimir em. Hann er þó ekki lengra frá honum en það að enginn getur sagt með sannfærandi rökum að hann sé of langt í burtu, því að hingað em aðeins 25 km frá Varmahlíð og vegurinn allur lagður bundnu slitlagi. Ekki síst þegar haft er í huga hvað hægt er að gera á Sauðárkróki og hvað hér er boðið upp á. Þar er auðvitað fyrst að geta ferðar út í Drangey, en éinnig er Sauðárkrókur mjög vel í sveit settur ef fólk hyggst fara fyr- ir Skaga eða skoða sig um á Trölla- skaga. Þá em hestaleigur hér og öll almenn þjónusta, sem ferðafólk getur vanhagað um. Hvað við ætlum sjálf að gera fyrir ferðafólk snýst einkum um ýmiskonar afþreyingu á kvöldin. í því sambandi má nefna að innifalið í gistingunni á hótel og í svefnpoka- plássi er frír aðgangur að golfvelli og sundlaug, veiði og óvæntar uppákomur undir borðhaldi. í því sambandi höfum við leitað til nokk- urra skagfírskra listamanna um að koma fram og skemmta gestum. Þá hyggjumst við verða með kynn- ingu á skagfirskri myndlist, og úti verðum við með sýnishom um torf- hleðslu, en nú í vor stöndum við fyrir námskeiðum í torfhleðslu þar sem hinn kunni hleðslumaður Stef- án Stefánsson í Brennigerði mun leiðbeina. í móttöku verðum við með upplýsingamiðlun fyrir ferða- fólk og sýnishom af skagfírskri iðn- framleiðslu. Þá bjóðum við upp á kvöldferðir heim að Hólum, útreið- artúra undir lágnættið og hægt verður að leigja bát til siglinga á Skagafírði.“ Leiðsögn um Skagafjörð og viðamiklar kvöldvökur Ætlið þið þá einungis að treysta á tilfallandi heimsóknir ferða- manna? „Nei, síður en svo. Ef til vill ligg- ur megin áhersla okkar í því að bjóða hingað starfsmannafélögum og félagasamtökum. í því sambandi höfum við sett upp sérstaka dag- skrá sem stendur í einn eða tvo sólarhringa. Þar bjóðum við leið- sögn um Skagafjörð, þar sem með- al annars verður fetað í slóð feð- ranna og þá einkum sögusvið Sturl- ungu, og heim að Hólum. í því sam- bandi er hin nýja útgáfa Sturlungu mikill fengur. Ennfremur verður fólki gefínn kostur á því að fara út í Drangey. Þá bjóðum við upp á sérstaka kvöldvöku, þar sem ýmislegt er í boði, svo sem fyrirlestur um Skaga- §örð, tónlistarflutningur og fleira. Við höfum nýlega sent frá okkur kynningarbréf í þessu sambandi og ekki er annað að sjá en viðtökur séu góðar. Eins og vonandi sést á þessu erum við í okkar starfsemi að stór- um hlut að höfða til íslendinga, en auðvitað eru útlendingar jafn vel- komnir. Erum við nú þegar komin með talsvert af pönturium frá ferða- skrifstofum fyrir erlenda ferðahópa, og í sumar mun liggja frammi við komustaði til landsins bæklingur frá okkur." Hyggist þið sjálf vinna við þenn- an rekstur? „Að sjálfsögðu munum við ráða í þær stöður sem í þarf faglært fólk og höfum við þegar gengið frá því. Nokkrir hluthafar munu síðan verða á meðal starfsfólksins en við hin munum mynda nokkurskonar varalið sem auðvelt verður að kalla til, ef á þarf að halda, en okkar daglegu vinnu er þannig háttað að slíkt á að vera auðvelt í flestum tilvikum." Þetta verður eitt af góðu ævintýrunum sem enda vel Hvemig leggst starfsemin í ykk- ur? „Mjög vel. Þrátt fyrir vissa deyfð hér yfír ferðamálum á undanfömum ámm og tiltölulega litla kyriningu á Skagafírði sem áningarstað í sum- arfninu. Þessi hópur sem stendur að Aningu er mjög samhentur, þrátt fyrir það að við komum víðsvegar að og höfum ólíkan bakgrunn. Það tel ég í raun mikinn kost því allar umræður okkar um það hvað gera skuli og hvemig. standa skuli að rekstrinum eru miklu fijórri fyrir vikið. Eigum við nú þegar í handr- aðanum langan hugmyndalista, sem við munum ganga á í framtíð- inni. í vaxandi samkeppni um ferða- manninn og þess forskots sem við vitum að ýmsir aðrir staðir hafa, gerum við okkur fyllilega grein fyr- ir því að hér er um ákveðið ævin- týri að ræða. Það er trú okkar að þetta verði eitt af góðu ævintýrun- um, sem enda vel eins og við vitum. Á það vonandi jafnt við um ferða- manninn sem sækir okkur heim og okkur sjálf.“ Jóni Gauta er að lokum þakkað spjallið. _ BB Kort af aðalskipulagi Voga á Vatnsleysuströnd 1987-2007. Enn sem komið er, hefur mjög lítið verið byggt austan gamla Keflavíkurvegar- ins, sem liggur í gegnum byggðina á kortinu. Þar eru boðnar 10 lóðir undir atvinnuhúsnæði en langflestar íbúðalóðanna eru dreifðar um byggðakjarnanum vestan vegarins. ing að stækkun hans. Við búumst við að framkvæmdum við hann verði að fullu lokið innan 5 ára.“ Vilhjálmur sagði byggingakostn- að álíka og á höfuðborgarsvæðinu en byggingarleyfís- og gatnagerð- argjald töluvert lægri, eða á milli 4 og 500 þúsund krónur á meðalein- býlishús. Lóðimar eru þegar til reiðu og sagði Vilhjálmur töluvert hafa verið um fyrirspumir og að fólk kæmi og skoðaði en ekkert væri þó frá- gengið enn. „Þetta þarf einhvem tíma til að geijast með fólki en viss- ara er að draga ákvörðunina ekki of lengi því lóðimar eru á svipuðu verði og þeir fyrstu hafa úr mestu að velja. Okkur hefur fundist að Vogamir séu stundum eins og gleymdir, lóðaframboðið er leið til að minna á okkur.“ Getum útvegað Mack dráttar-og vörubifreiðar með hinumýmsu útfærslum. Þessar bifreiðar eru ókeyrðar. Hag-portsf., sími 92-12710. Bílasímar 985-21615/985-25005. UMBOÐSAÐILI: Bílasalan Blik, Skeifunni 8, Rvk. Símar686477 og 686642. FflRÐU OG KfKIPTU BETRIBÍL m fí Opið á laugar- dögum Bflasala Guðfínns upplýsir: Eldri bílar eru mikils virði ef þeir eru í góðu lagi og skoðaðir. Frúin hlcer í betri bíl frd BILfiSÖLCJ GUÐFINNS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.