Morgunblaðið - 19.04.1988, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.04.1988, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 ÁTÖKIN Á PERSAFLÓA Gífurlegt mann- fall á Faw-skaga Bonn, Nikósíu, Dubai, Reuter. TALSMAÐUR sendiráðs íraka i Bonn í Vestur-Þýskalandi sagði í gær að Irakar hefðu náð Faw- skaga í írak við mynni Shatt-al- arab-fljóts á sitt vald. Þúsundir íranskra hermanna hefðu særst eða fallið í sókn Iraka sem hófst á sunnudag. í tilkynningu herstjómar íraka, sem var birt fyrr í gær, sagði að hersveitir þeirra hefðu unnið glæsta sigra í bardögum á Faw-skaga. íran- ir hefðu orðið fyrir miklu mannfalli og væri einungis lokasóknin eftir gegn sveitum óvinarins sem væru einangraðar og óstuddar. íranir hafa haft Faw-skaga á sínu valdi frá þvi í febrúar 1986. Ónefnd- ir embættismenn á þessum slóðum sögðu í samtali við fréttamenn Reut- ers-fréttastofunnar í gær að það væri mikið áfall fyrir stjómvöld í Teheran ef Faw-skagi gengi þeim úr greipum. Hermt er að íranir hafí skotið flugskeytum að Kuwait frá Faw-skaga. Útvarpið í Teheran skýrði frá því í gær að hersveitir írana hefðu flutt sig um set á skaganum. í fréttinni sagði að „varðliðar íslams" hefðu búist til vamar annars staðar á skag- anum eftir að írakar og Bandaríkja- menn hefðu samtímis gert árásir á sveitir írana á landi, legi og í loft. Sögðu fréttaskýrendur tilkynningu þessa gefa til kynna að íranir hefðu farið halloka í bardögum á skagan- um. Fyrr um daginn hafði IRNA, hin opinbera fréttastofa írans, skýrt frá heiftarlegum bardögum á Faw og sakaði fréttastofan Iraka um að hafa beitt efnavopnum þar. íranir réðust á 112.000 tonna breskt olíuskip London. Reuter. ÍRANIR réðust í gær á breskt oiíu- sunnudag tvö tundurdufl og voru þau skip á Persaflóa en ekki var vitað skammt þar frá, sem bandarískt her- mn skemmdir á því eða hvort skiprakstátundurdufl í síðustu viku. manntjón hlaust af. Skýrði breska ___________________ varaarmálaráðuneytið frá þessu í _ Sovétríkin; Arásimar hættulegt fordæmi London. Reuter. SENDIHERRA Sovétríkjanna í Bretlandi gagnrýndi Banda- ríkjastjórn harðlega í gær fyrir árásirnar á írönsku olíuborpall- ana. Sagði hann, að þær væru mjög hættulegt fordæmi í al- þjóðlegum samskiptum. Leoníd Zamjatín sendiherra, sem sæti á í miðstjóm sovéska kommúnistaflokksins, sagði á fréttamannafundi, sem haldinn var vegna komu sovésks þingmanna- hóps, að árásir Bandaríkjamanna gengju í berhögg við tilraunir Sam- einuðu þjóðanna til að koma á friði meðal Persaflóaríkjanna. „Við teljum, að árásir Banda- ríkjamanna séu eins og olía á eld og það er mjög hættulegt þegar eitt ríki telur sig geta refsað öðru Á fimmtudag sigldi bandariska freigátan Samuel B. Roberts á íranskt með þessum hætti,“ sagði Zam- tundurdufl á Persaflóa og voru árásir Bandaríkjamanna í gær gerð- jatín og hvatti til þess, að erlendum ar í hefndarskyni við tundurduflalagnir írana á aljþóðlegri siglinga- herskipum yrði siglt burt úr Pers- leið. Myndin var tekin í gær og sýnir hún dráttarbát með banda- aflóa. rísku freigátuna í togi á leið til hafnar í Dubai. ________________________ Irönskum eldflaugabát sökkt og tvær freigátur laskaðar gær. Skipið, York Marine, 112,744 tonn og skráð í Hong Kong, var eitt síns liðs þegar á það var ráðist og sagði talsmaður breska sjóhersins, að ekki hefði verið vitað um ferðir þess í fló- anum. Bretar hafa tvo tundurspilla og eina freigátu í Persaflóa til vemd- ar breskum skipum. Hafa þau aldrei lent í neinum átökum en gert óvirk nokkur tundurdufl. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, sagði í gær, að árásir Bandaríkjamanna á tvo íranska olíu- borpalla væru skiljanlegar og eðlileg- ar með tilliti til þess, að íranir hefðu orðið uppvísir að þvi að koma fyrir tundurduflum á alþjóðlegum sigl- ingaleiðum. Áhafnir belgísks og hollensks tundurduflaslæðara eyðilögðu á Washington, Reuter. BANDARÍKJAMENN sökktu irönskum eldflaugabát og lösk- uðu tvær iranskar freigátur á Persaflóa í gær. Fyrr um daginn hafði floti Bandaríkjamanna lagt tvo íranska olíuborpalla i rúst í hefndarskyni við tundurdufla- lagnir írana á alþjóðlegri sigl- ingaleið á Persaflóa. Frank Carlucci, varaarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaða- mannafundi í Washington að það væri undir írönum komið hvort áframhald yrði á átökum ríkjanna. Gerðu íranir frekari árásir myndu Bandarikjamenn „grípa til viðeigandi aðgerða". Marlin Fitzwater, talsmaður Ron- alds Reagans Bandaríkjaforseta, sagði á blaðamannafundi í Was- hington að forsetinn hefði geflð flota Bandaríkjamanna fyrirskipun um árás á tvo íranska olíuborpalla. Hefði þetta verið gert í hefndar- skyni við tundurduflalagnir írana á alþjóðlegri siglingaleið á Persaflóa. I síðustu viku sigldi bandaríska frei- gátan Samuel B. Roberts á tundur- dufl á flóanum og særðust tíu sjólið- ar í sprengingunni. Fjórir þeirra hafa verið fluttir í sjúkrahús í eigu Bandaríkjahers í Vestur-Þýska- landi. Byltingarverðir varaðir við Fitzwater sagði að olíuborpallar írana við eyjamar Sirri og Sassan á sunnanverðum Persaflóa hefðu verið lagðir í rúst sökum þess að íranir hefðu nýverið hafið að nýju að leggja ^tundurdufl á alþjóðlegri siglingaleið. Vitnaði Fitzwater að auki til tundurduflaárásar írana á bandarísku freigátuna á flmmtudag. Sagði hann þrjú bandarísk herskip hafa skotið á borpallinn við Sirri og þijú til viðbótar hafa tekið þátt í aðgerðunum við Sassan. íranimir á borpöllunum hefðu verið varaðir við áður en árásimar hófust og þeim þannig gefíð tækifæri til að forða sér. Ekki hefðu borist fréttir af mannfalli. Bandarískir embættis- menn segja olíuborpalla írana einnig gegna því hlutverki að vera stjóm- stöðvar fyrir herafla þeirra. Munu um 20 til 40 byltingarverðir að jafn- aði vera á hverjum borpalli. Frank Carlucci vamarmálaráð- herra sagði bandaríska landgöngu- liða hafa komið fyrir sprengiefni á borpallinum við Sassan eftir að írönsku byltingarvörðunum á pöll- unum hefði verið ráðlagt að hafa sig á brott hið fyrsta. Að sögn Carluccis skaut íranskt varðskip eldflaug að bandaríska beitiskipinu Wainwright á meðan á árásinni stóð. Skeytið missti marks en bandarísku skipin snerust til vamar og sökk íranska skipið eftir að hafa orðið fyrir fjórum eldflaug- um frá Wainwright og freigátunni Simpson. Carlucci sagði að skip- stjóri varðskipsins hefði haft aðvar- anir Bandaríkjamanna að engu og því hefði skipinu verið sökkt. Will- iam Crowe, flotaforingi og yfirmað- ur bandaríska herráðsins, sagði á fundi í vamarmálaráðuneytinu að tvær íranskar herþotur af gerðinni F-4 hefðu verið á sveimi í nágrenni við bandarísku herskipin á meðan árásin var gerð á olíuborpallanna. Þær hefðu hins vegar snúið frá er eldflaugum var skotið að þeim. íranir hefna árásanna íranir brugðu hart við og réðust á olíuborpall nærri strönd Samein- uðu arabísku furstadæmanna, sem bandarískir aðilar starfræktu þar til nýlega. Frank Carlucci sagði þijá íranska fallbyssubáta hafa skotið að litlu flutningaskipi sem sigldi undir bandarískum fána á þessum slóðum en kvaðst ekki hafa fengið nánari fréttir af þeirri árás. Um hádegisbilið í gær að íslensk- um tíma, sjö klukkustundum eftir árás Bandaríkjamanna á olíubor- pallana, skaut íranska freigátan Sahand að þremur bandarískum herþotum af gerðinni A-6 er þær voru á flugi yfír Hormuz-sundi. í fréttatilkynningu bandaríska vam- armálaráðuneytisins sagði að þot- umar hefðu þá skotið tveimur Harpoon-flugskeytum að skipinu auk þess sem þær hefðu gert á það sprengjuárás. Þá hefði flugskeyti frá bandarísku freigátunni Strauss einnig hæft íranska skipið. Það hefði orðið fyrir miklum skemmdum og væri eldur laus um borð. Skömmu síðar hefði íranska freigátan Sabal- an skotið að bandarískri A-6-þotu. Flugmaðurinn hefði varpað sprengu með leysi-miðunarútbúnaði að skip- inu og hæft það. Skipið hefði orðið fyrir miklum skemmdum og væri stefni þess í kafi en íranskir drátta- bátar væru komnir á staðinn. Yrðu ekki gerðar frekari árásir á skipið nema það reyndist nauðsynlegt í vamarskyni. Ekki bárust fréttir af mannfalli í röðum Bandaríkjamanna og emb- ættismenn kváðust ekki vita til þess að íranskir sjóliðar hefðu fallið í árásunum. Heimildarmenn Reut- ers-fréttastofunnar kváðust hins vegar gera ráð fyrir því að ein- hveijir hefðu týnt lífí þar eð átökin hefðu greinilega verið mjög hatrömm. oru fylgja kúvaaskum olíuskipum í júlí. Vígbúna&ur Bandaríkjamanna A-6: Arásarþota af flugmóður- skipum. Smí&uó af Grumman. Harpoon-flugskeytið: Ratsjárstýrt flugskeyti gegn skipum. Sm(6aö af McDonnell- Douglas. Bandarísku árásarskipiiji Sassan ■ Merril - tundurspillir ■ McCormick - tundurspillir ■ Trenton - landgönguskip Sirri ■ Simpson - freigáta ■ Bagley - freigáta ■ Wainwright - beitiskip Sahand ■ Strauss - flugskeytaskip ■ O'Brien - tundurspillir ■ Jack Williams — freigáta ■ Enterprise -flugmóöurskip 4 Iranska skipiö Sahand skytur aó A6 árásarþotum af Enterprise. Þoturnar og . kipiö Strauss skjota á móti og brátt logar Sahand stafna á milli. KRGN / Morgunblaóiö / AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.