Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 36

Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 Roberto Ruffilli (til vinstri) sést hér á góðri stundu ásamt De Mita forsætisráðherra, en þeir voru nánir vinir og samstarfsmenn. Morðið á Roberto Ruffili: Við höfum misst mikils metinn mann - segir De Mita forsætisráðherra Ítalíu Tórínó, frá Bryiyu Tomer, fréttaritara Morgunblaðsins ENN einu sinni hafa Rauðu her- deildimar myrt miltílH metinn mann á Ítalíu og er þjóðin harmi slegin eftir morðið á öldunga- deildarþingmanninum Roberto Ruffilli, en hann var sérlega hand- genginn Ciriaco De Mita, hinum nýja forsætisráðherra ítaliu. Hann var myrtur á laugardaginn á heimili sinu i Forli, um 50 þús- und manna borg þar sem menn töldu hryðjuverk óhugsandi. Ruffílli var skotinn þremur skotum í höfuðið í lesstofu heimilis síns í Forli á laugardaginn. Talið er að morðingjamir hafi komist inn í hús hans undir folsku yfírskyni, klæddir einkennisbúningum bréfbera. Morðið var líklega framið um kl. 16.30 því kl. 16.51 var hringt á ritstjóm dag- blaðsins La Republica og lýsti félagi í Rauðu herdeildunum samtökin ábyrg fyrir morðinu á Ruffílli. Roberto Ruffílli var 51 árs gamall og nánasti samstarfsmaður De Mita leiðtoga kristilega demókrataflokks- ins og forsætisráðherra hinnar nýju ríkisstjómar landsins. Hann var próf- essor við háskólann í Bologna, þar sem hann kenndi stjómmálafræði þar til fyrir tíu ámm, er hann flutti til Rómar. „Villimennimir hafa drepið hann á ómennskan hátt,“ sagði De Mita við fréttamenn skömmu eftir að hon- um barst fregnin. „Þeir drápu hann, með því að ijúfa heimilisfrið hans. Við höfum misst mikils metinn og lærðan mann, hugsuð sem vann stjómmálum Ítalíu mikið gagn.“ Ruffilli drepinn í stað De Mita Ránsins á Aldo Moro leiðtoga kristilega demókrataflokksins hefur verið minnst í öllum fjölmiðlum á Ítalíu undanfarið, en Rauðu herdeild- imar rændu honum og myrtu fyrir tíu árum. Rauðu herdeildimar hafa á undanfömum árum látið líða í mesta lagi eitt ár milli hryðjuverka sinna. í janúar var Antonio Fosso, félagi í Rauðu herdeildunum hand- tekinn í Róm nálægt heimili De Mita. í fómm hans fundust gögn sem sönn- uðu að fylgst hafði verið náið með ferðum De Mita dögum saman. Þótti þetta benda til að Rauðu herdeildim- ar vildu ráða ieiðtogann af dögum. Með handtöku Antonios Fossos fóru þær áætlanir út um þúfur. Er talið fullvíst að morðið á Ruffílli hafí ver- ið framið í staðinn. Stjómmálamenn og aðrir ítalir eru harmi lostnir. Víða hefur verið flagg- að í hálfa stöng og á knattspymuvöli- um var einnar mínútu þögn á sunnu- dag áður en leikir hófust, til að minn- ast Ruffíllis. MORÐIÐ A KHALIL AL-WAZIR. ÆÐSTA Khalil al-Wazir ásamt konu sinni og dætrum. Þessi mynd var tekin í Vestur-Beirut árið 1978. Mudð áfall fyrir Arafat Fréttir um að banamenn Wazirs hafi verið allt að 30 talsins Túnis. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi PLO, var staddur í 2.500 milna fjar- lægð frá Túnis, í Bahrain, þegar hann frétti af morðinu á Khalil al-Wazir, nánasta samstarfs- manni sínum. Fékk það mjög á hann og mátti hann vart mæla fyrst á eftir. Arafat var í Bahrain á ferð um Persaflóaríkin og var að ganga til náða þegar síminn hringdi og hon- um voru sagðar fréttimar. „Dauði Wazirs kom yfír hann eins og reið- arslag. Þeir voru ekki aðeins félag- ar, heldur sem bræður," sagði einn aðstoðarmanna Arafats og bætti því við, að ísraelamir, sem réðu Wazir bana, hefðu verið 30 talsins að minnsta kosti. Stangast það á við fyrstu fréttir frá Túnis en í þeim sagði, að banamenn hans hefðu verið sjö. ísraelamir, sem voru vopnaðir hríðskotabyssum og skammbyss- um með hljóðdeyfí, komu að heim- ili Wazirs í Túnisborg laust eftir miðnætti aðafaramótt laugar- dagsins og hðfðu þá áður rofíð símasamband við hverfíð. Bílstjóri, sem sötraði te í bíl sínum fyrir utan húsið, var skotinn til bana í höfuðið en síðan mddust sjö eða átta menn inn í húsið. ísraelamir höfðu augljóslega kynnt sér vel teikningar af húsinu og fyrsta verk þeirra eftir að inn var komið var að drepa tvo lífverði. Wazir skildist strax hvað um var að vera og seildist eftir skamm- byssu en áður en hann náði henni féll hann sundurskotinn til jarðar fyrir framan konu sína og tvær dætur. Aðstoðarmaður Arafats sagði, að einn mannanna, sem kona Wazirs lýsti sem bláeygum manni, ljósum á húð og hár, hefði skipað henni á arabísku að fara inn í svefnherbergið. Vinnustúlka á heimilinu hefur borið, að einn árás- armannanna, kona að hún hélt, hefði tekið kvikmynd af atburðin- um. Árásarmennimir fóm síðan á brott í hraðskreiðum bflum og fundust þrír þeirra síðan yfírgefn- ir á ströndinni skammt frá Túnis- borg. Reuter Hermenn sandinista í Nicaragua (t.h.) ræða við kontraskæruliða er liðsmenn beggja stríðsaðila hittust á afskekktu svæði I norðurhiuta landsins. Er ekki annað að sjá en að vel fari á með þeim. Kontra-skæruliðar hafna friðartillöfifu stiórnarinnar Managna. Reuter. STJÓRN sandinista í Nicaragua ros, talsmaður skæmliða. Á samn- Þá hefur deiluaðilum mistekist sakaði leiðtoga kontra-skæruliða í gær um að tefja fyrir hugsan- legu friðarsamkomulagi. Skæru- liðar höfnuðu á sunnudag frið- artilboði stjómarinnar í Mana- gua og sögðust vilja semja um lýðræðislegar umbætur áður en fríðarsamkomulag yrði undirrít- að. „Við viljum frið en einnig að sljómin skuldbindi sig til að koma á lýðræði," sagði Bosco Matamo- ingafundi deiluaðila á sunnudag lögðu fulltrúar stjómar sandinista fram tillögu í 32 Iiðum um undirrit- un friðarsamkomulags þegar í stað. Matamoros sagði að leiðtogar skæmliða hefðu hafnað tillögu sandinista þar sem hún hefði verið of einhliða. Hún hefði gert ráð fyr- ir því að skæruliðar legðu niður vopn þegar í stað en í engu gert ráð fyrir því að komið yrði til móts við kröfur skæmliða um lýðræðis- legar umbætur. að leysa ágreining um tæknilega útfærslu vopnahléssamkomulags, sem þeir gerðu með sér í síðasta mánuði. Frestur sem þeir gáfu sér til að semja um tímasetningu flutn- ings skæmliða á svokolluð vopna- hléssvæði er útmnninn. Stjóm sandinista er sögð óttast að dragist samningaviðræður á langinn muni kröfur harðlínumanna í röðum skæraliða um að hefja að nýju stríðsundirbúning aukast og verða ofan á. Forsetakosningar í Frakklandi: Lokavika barátt- unnar snýst um aldur Mitterrands París, Reuter. FRANCOIS Mitterrand, Frakk- landsforseti, slær ekkert af í kosningabaráttunni þrátt fyrir að margir telji hann of aldur- hniginn til þess að taka þátt i baráttunni um það hver eigi að vera forseti Frakklands næstu sjö árin. Fyrri umferð forseta- kosninganna fer fram næstkom- andi sunnudag. Samkvæmt flestum skoðana- könnunum sem gerðar hafa verið í Frakklandi að undanfömu mun Mitterrand, sem er 71 árs, fara með sigur af hólmi í forsetakosning- unum í Frakklandi. í fyrri umferð- inni, 24. apríl, keppa allir frambjóð- endur; fái enginn jrfír 50% atkvæða þá keppa tveir með mesta fylgið hinn 8. maí. Mitterrand þykir af mörgum of aldraður til að ætla sér að taka við forsetaembætti til næstu sjö ára. Flestar kannanir em á þann veg, að Mitterrand fái 37-38% í fyrri umferðinni en Chirac 22-23,5%. í einni könnun í síðustu viku fékk forsetinn aðeins 34%. Telja sérfræðingar þetta fylgi ekki tryggja honum ömggan sigur í seinni umferðinni. Francois Mitterrand Samkvæmt frönskum kosninga- lögum má ekki birta opinberlega niðurstöður fleiri skoðanakannana fyrr en eftir næstu helgi. Hins veg- ar geta frambjóðendur látið kanna hug kjósenda og nýtt niðurstöðum- ar fyrir sjálfa sig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.