Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 45

Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 45 Neðri deild: Bjorfrumvarpið sam- þykkt í þriðju umræðu Tillaga um þjóðaratkvæði felld naumlega FRUMVARP til breytinga á áfengislögnni, sem felur í sér heimild til sölu og bruggunar á áfengum bjór, var samþykkt frá neðri deild Alþingis að lokinni þriðju og síðustu umræðu. Allar breytingartillögur við frumvarpið voru felldar nema ein. Aðeins eitt atkvæði skildi á railli í atkvæðagreiðslu um tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu, en sú tillaga var felld með 19 atkvæðum gegn 18. Bjórfrumvarpið svokallaða verð- ur nú sent efri deild Alþingis til afgreiðslu. Eftir að síðustu umræðu í neðri deild um bjórfrumvarpið hafði verið frestað nokkrum sinnum var það ásamt framkomnum breytingartil- lögum tekið til atkvæða í gær kl. 14.00. Tveir þingmenn deildarinnar voru fjarverandi við atkvæðagreiðsl- una, þau Sighvatur Björgvinsson (Afl/Vf) og Málmfríður Sigurðar- dóttir (Kvl/Nle). Þrír varaþingmenn greiddu atkvæði við afgreiðsluna; Einar Kr. Guðfinnsson (S/Vf), Rann- veig Guðmundsdóttir (Afl/Rnes) og Birgir Dýrfjörð (Afl/Nlv). Fýrst var tekin til atkvæða frávís- unartillaga Ragnhildar Helgadótt- ur (S/Rvk) og fleiri þingmanna. Var í þessari tillögu gert ráð fyrir að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar, þar eð hvorki ríkisstjómin né Alþingi hefðu tekið afstöðu til tillagna áfengismálanefndar ríkisstjómar- innar um heildarstefnumörkun í áfengismálum. Viðhaft var nafna- kall og var tillagan felld með 23 atkvæðum gegn 16, en Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra greiddi ekki atkvæði. Næst var tekin til atkvæða breyt- ingartiltaga frá Steingrími J. Sig- fússyni (Abl/Nle). Tillaga hans gerði ráð fyrir því að einvörðnngu væri heimilt að flytja til landsifis og bmgga áfengt öl á bilinu 3'/4% til 4% að styrkleika. Þessi tillaga var felld án nafnakalls með 26 atkvæð- um gegn 2. Önnur breytingartillagan sem af- greidd var var tillaga Sverris Her- mannssonar (S/AI) og fleiri þing- manna. Þar var lögð til viðbótar- grein, þar sem gert var ráð fyrir að af hverri sölueiningu áfengs öls rynni fimm krónur í sérstakan safna- sjóð, sem skyldi hafa að hlutverki vöxt og viðgang safna í landinu. Tillaga þessi var felld að viðhöfðu nafnakalli með 22 atkvæðum gegn 12 en sex þingmenn sátu hjá. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagðist virða vilja flutningsmanna um sérstakan safnasjóð og þætti sér ekkert at- hugavert við það að tekjur hans kæmu af sölu áfengs öls. „Ég hefði hins vegar kosið sérstakt frumvarp um þetta mál, þar eð ég tel ekki heppiiegt að blanda saman með þessum hætti tveimur óskyldum málum og greiði því atkvæði gegn tillögunni," sagði Birgir, en lýsti sig reiðubúinn að taka saman höndum við flutningsmenn um sérstakt frum- varp. Þriðja breytingartillagan við bjór- frumvarpið kom frá Árna Gunnars- syni (Afl/Nle) og fleirum. Tillaga þessi gerði ráð fyrir að lögin skyldu ekki taka gildi fyrr en að afstaðinni staðfestingu í þjóðaratkvæða- greiðslu, laugardaginn 27. ágúst. Nafnakall var viðhaft og féllu atkvæði þannig: Hlynntir þjóðaratkvæði: Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir (B/Rvk), Alexander Stefánsson (F/Vl), Árni Gunnarsson (Afl/Nle), Birgir Dýr- flörð (Afl/Nlv), Geir Gunnarsson (Abl/Rnes), Guðmundur Bjamason (F/Nle), Guðmundur G. Þórarinsson (F/Rvk), Jón Sigurðsson (Afl/Rvk), Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rvk), Ólafur Þ. Þórðarson (F/Vf), Óli Þ. Guðbjartsson (B/Sl), Páll Pétursson (F/NÍv), Ragnar Arnalds (Abl/Nlv), Ragnhildur Helgadóttir (S/Rvk), Stefán Valgeirsson (Sjf/Nle), Steingrímur J. Sigfússon (Abl/Nle), Sverrir Hermannsson (S/Al) og Þór- hildur Þorleifsdóttir (kvl/Rvk). Á móti þjóðaratkvæði: Albert Guðmundsson (B/Rvk), Birgir ís- leifur Gunnarsson (S/Rvk), Eggert Haukdal (S/Sl), Einar Guðfinnsson (S/Vf), Friðjón Þórðarson (S/Vl), Friðrik Sophusson (S/Rvk), Geir H. Haarde (S/Rvk), Guðni Agústsson (F/Sl), Guðrún Helgadóttir (Abl/Rvk), Ingi Björn Albertsson (B/Vl), Jóhanna Sigurðardóttir (Afl/Rvk), Jón Baldvin Hannibalsson (Afl/Rvk), Jón Kristjánsson (F/Al), Matthías Á. Mathiesen (S/Rnes), Ólafur G. Einarsson (S/Rnes), Pálmi Jónsson (S/Nlv), Rannveig Guð- mundsdóttir (Afl/Rnes), Steingrím- ur Hermannsson (F/Rnes) og Þor- steinn Pálsson (S/Sl). Greiddu ekki atkvæði: Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al), Hreggviður Jónsson (B/Rnes) og kristín Einars- dóttir (Kvl/Rnes). Urslit atkvæðagreiðslunnar voru þau að tillaga um þjóðaratkvæða- greiðslu var felld með 19 atkvæðum gegn 18, þrír þingmenn sátu hjá og tveir voru fjarstaddir. Steingrímur J. , Sigfússon (Abl/Nle) var flutningsmaður til- lögu til breytingar sem 'næst var tekin til atkvæða. Tiliaga hans kvað á um það að samkvæmt ákvæði til bráðabirgða skyldi árlega næstu 10 árin varið úr ríkissjóði jafngildi 75 milljóna króna á núgildandi verðlagi til fræðslu og forvamarstarfa gegn Frá Alþingi neyslu áfengis og annarra vímu- gjafa. Tillagan var felld með 19 gegn 16 að viðhöfðu nafnakalli, en fimm þingmenn sátu hjá. Síðasta breytingartillagan sem greitt var atkvæði um var tillaga frá Ragnari Arnalds (Abi/Nlv) og fleirum að ákvæði til bráðabirgða um fimm manna nefnd er ráðherra skyldi skipa til að gera tillögur er stuðlað gætu að því að draga úr heildameyslu áfengis. Tillaga þessi var samþykkt að viðhöfðu nafna- kalli með 23 atkvæðum gegn 9; en átta þingmenn sátu hjá. Að endingu var greitt atkvæði um sjálft frumvarpið með áorðnum breytingum. Urslit atkvæðagreiðsl- unnar urðu með eftirfarandi hætti: Með bjórnum: Birgir ísleifur Gunnarsson (S/Rvk), Einar Kr. Guð- finnsson (S/Vf), Eggert Haukdal (S/Sl), Friðrik Sophusson (S/Rvk), Geir H. Haarde (S/Rvk), Guðmund- ur Bjarnason (F/Nle), Guðmundur G. Þórarinsson (F/Rvk), Guðni Ágústsson (F/Sl), Guðrún Helga- dóttir (Abl/Rvk), Hjörleifur Gutt- ormsson (Abl/Al), Ingi Bjöm Al- bertsson (B/Vl), Jóhanna Sigurðar- dóttir (Afl/Rvk), Jón Baldvin Hannibalsson (Afl/Rvk), Jón Krist- jánsson (F/Al), Kristín Einarsdóttir (Kvl/Rvk), Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rnes), Matthías Á. Mathiesen (S/Rnes), Ólafur G. Einarsson (S/Rnes), Páimi Jónsson (S/Nlv), Ragnar Arpaids (Abl/Nlv), Rann- veig Guðmundsdóttir (Afl/Rnes), Steingrímur Hermannsson (F/Rnes) og Þorsteinn Pálsson (S/Sl). Á móti bjórnum: Aðalheiður Bjamfreðsdóttir (B/Rvk), Albert Guðmundsson (B/Rvk), Álexander Stefánsson (F/Vl), Ámi Gunnarsson (Afl/Nle), Birgir Dýrfjörð (Afl/Nlv), Friðjón Þórðarson (S/Vl), Geir Gunnarsson (Abl/Rnes), Hreggviður Jónsson (B/Rnes), Jón Sigurðsson (Afl/Rvk), Ólafur Þ. Þórðarson (F/Vf), Óli Þ. Guðbjartsson (B/Sl), Páll Pétursson (F/Nlv), Ragnhildur Helgadóttir (S/Rvk), Stefán. Val- geirsson (Sjf/Nle), Steingrímur J. Sigfússon (Abl/NIe), Sverrir Her- mannsson (S/Al) og Þórhildur Þor- ieifsdóttir. Bjórfrumvarpið hefur því verið samþykkt og sent til efri deildar með 23 atkvæðum gegn 17. Spornað verði gegn atvinnuleysi og fólksfækkun á Suðurlandi ÞINGMENN Borgaraflokksins ásamt Margréti Frímannsdóttur (Abl/Sl) hafa lagt fram tillögn til þingsályktunar um ráðstafan- ir gegn atvinnuleysi og fólks- fækkun á Suðurlandi. Óli Þ. Guðbjartsson (B/Sl) flutti framsögu fyrir þingsályktunartil- lögunni í sameinuðu þingi á fimmtu- dag. Tillagan er þess efnis að níu manna nefnd verði kosin til þess að leita allra leiða til að snúa við ÞINGSALYKTUNARTILLOGUR FUNDUR var í sameinuðu þingi á fimmtudag. Fjölda þings- ályktunartillagna var fylgt úr hlaði, þar á meðal eftirtöldum: Álbræðsluúttekt Nokkrir þingmenn Alþýðu- bandalagsins leggja til að þjóð- hagsleg úttekt verði gerð á hag- kvæmni þess að reisa nýja ál- bræðslu í Straumsvík og selja til hennar raforku sem gæti numið um 2500 gígawattstundum á ári. Flutningsmenn leggja til að lagt verði mat á m.a. eftirfar- andi: Arðsemi og þjóðhagslega hagkvæmni, áhrif á efnahagslíf og byggðaþróun, forsendur varð- andi raforkusölu og áhrif þess að útlendingar eigi álverið. Réttindi farmanna Þingmennimir Geir Gunnars- son (Abl/Rn) og Svavar Gests- son (Abl/Rvk) leggja til að rík;s- stjóminni verði falið að undirbúa fyrir næsta þing frumvarp til laga um réttindi farmanna, meðal ann- ars með endurskoðun sjómann^- laga. Verði í frumvarpinu ákvæði er tryggi öll almenn vinnuréttindi íslenskra farmanna. Þá er gert ráð fyrir að óheimilt verði sam- kvæmt frumvarpinu að ráða á íslensk farskip eða farskip í leigu íslenskra skipafélaga menn á lak- ari kjörum en um er samið hér á landi fyrir íslenska sjómenn. Handmenntakennsla I gTunnskólum Guðrún Helgadóttir (Abl/Rvk) leggur til að Alþingi skori á ríkisstjómina að skipa nefnd til að kanna áhrif laga um grunnskóla á handmenntakennslu grunnskólabama. Verði nefndinni falið að gera tillögur um fyrir- komulag handmenntakennslu í framtíðinni með tilliti til breyttra þjóðfélagshátta og reynslu síðustu ára. Áhættulánasjóður Þingmenn Borgaraflokksins flytja tillögu þess efnis að ríkis- stjóminni verði falið að koma á fót sérstakri sjálfseignarstofnun, Áhættulánasjóði íslands, til að- stoðar við að undirbúa og hefja framleiðslu samkvæmt arðvæn- legum hugmyndum einstaklinga. Sjóðurinn skal setja á stofn og reka almenna tæknigarða, þar sem veitt yrði aðstoð við smíði á frumeintökum og þróun þeirra. Efling kjararannsókna Þingmenn Kvennalistans flytja þingsályktunartillögu um að ríkis- stjóminni verði falið að sjá til þess að kjararannsóknir verði gerðar áreiðanlegri en nú er. Lau- namiðar og skattagögn verði þannig úr garði gerð að fram komi áreiðanlegar upplýsingar um íjölda vinnustpnda að baki dag- vinnulaunum, yfirvinnulaunum og öðrum launagreiðslum. Atvinnulíf í Mývatnssveit Nokkrir þingmenn í Norður- landskjördæmi eystra leggja fram tillögu að ályktun, um að ríkis- stjóminni verði falið að hefjast nú þegar handa um gerð áætlunar um uppbyggingu atvinnulífs og eflingu í Mývatnssveit til að treysta forsendur byggðar á svæðinu og leysa þann vanda sem að óbreyttu mundi skapast ef Kísiliðjan hf. yrði að hætta starf- þeirri óheillaþróun sem undanfarið hefur orðið á Suðurlandi, einkum austan Þjórsár, um atvinnuleysi og fólksfækkun. Er gért ráð fyrir að nefndinni verði falið að vinna með fulltrúum sveitarstjórna, atvinnu- rekenda, bænda og launþegasam- taka á Suðurlandi ásamt Byggða- stofnun að þessu verkefni. Kostnað- ur við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði. Guðni Ágústsson (F/Sl) taldi ekki rétt að vísa þessu máli til enn einnar nefndarinnar, heldur væri það ríkisstjómarinnar að ráðast í lausn vanda landsbyggðarinnar, skýrsla þingskipaðrar nefndar um þetta lægi þegar fyrir og væri óþarft að tefja málið frekar. Guðni taldi og réttara að taka á þessu máli í heild sinni því vandamál byggða Suðurlands væru ekki meiri en hinna dreifðu byggða landsins almennt. Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl/Vl) taidi eðlilegt að tekið væri á vandanum með tilliti til landsins alls, frekar en eins kjördæmis. Hún benti og á að byggðanefnd þing- flokkanna hefði fyrir löngu skilað áliti sínu. „Hvað ætlar ríkisstjómin að gera?" spurði þingmaðurinn. Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) taldi það ljóst að einskis yrði að vænta til úrlausnar á vanda lands- byggðarinnar meðan þessi ríkis- stjóm væri við völd. Stefán var og þeirrar skoðunar, að úttekt slík sem um væri mælt næði til landsins alls. Albert Guðmundsson (B/Rvk) benti á að þingsályktunartillaga þessi væri einnig flutt af þingmönn- um flokksins úr Reykjavíkurkjör- dæmi, enda gerðu þeir sér grein fyrir vanda þessa blómlega svæðis og að þegar til langs tíma væri lit- ið • væri vandi landsbyggðarinnar einnig vandi Reykjavíkur, því hún gæti ekki endalaust tekið við. Eggert Haukdal (S/Sl) kvað nokkuð hafa hallað undan fæti und- anfarin ár hjá landsbyggðinni. „Eina ráð flutningsmanna þessarar tillögu er hins vegar að skipa enn eina nefndina. Það sem við þurfum er ekki nefndir og skýrslur heldur aðgerðir." Eggert tiltók síðan nokk- ur atriði sem ráðast yrði í til lausn- ar vanda byggða Suðurlands: í fyrsta lagi bæri að afnema láns- kjaravísitöluna, sem væri eins og drepsótt sem heijaði á landsbyggð- ina, í öðru lagi þyrfti að jafha orku- verð og í þriðja lagi þyrfti að auka styrki til landbúnaðarins. Varðandi síðasta atriðið sagði Eggert að byggðastofnun sinnti nær einvörð- ungu þróun sjávarútvegsmála á landsbyggðinni, sem í sjálfu sér væri góðra gjalda vert, en hins veg- ar hefði landbúnaðurinn verið út undan. Eggert sagði ríkisstjómina vera með þessi mál öll í athugun og væri áríðandi að sú athugun tæki ekki langan tíma. AUHAGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.