Morgunblaðið - 19.04.1988, Qupperneq 49
49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988
SPÖRUM
eftirBjarna
Valdimarsson
Báknið burt. Ríkisumsvifin eru
orðin alltof mikil. Illa gengur að
brúa fjárlagagjána. Þenslan er í
algleymingi. Eitthvað verður raun-
hæft að gera. Orð eru til alls fyrst.
Hætta ber öllum ríkislandbúnaði
mitt í offramleiðslunni og fullvirð-
isréttinum. Tímabært er að ljúka
kostnaðarsömum tilraunum tengd-
um landbúnaði og skila endanleg-
um niðurstöðum. Selja ber Kolla-
ijarðarfiskeldi ásamt öðrum ríkis-
ins atvinnutækjum.
Landgræðsla ríkisins er tíma-
skekkja, flugfragt á áburði dýr,
milli landshluta glórulaust bruðl.
Einstaklingar, búnaðarfélög og
verktakar samkvæmt útboði gætu
annast öll störf landgræðslu.
Beita ætti dagsektum hnigni
gróðurlendi af mannavöldum, uns
úr er bætt. Refsa ber tilræðum við
rftttúru eins og að leggja eld í lyng,
víði og Qalldrapalendi. Einnig til-
litslausa framræslu votlendis um-
fram þörf fyrir fullræktun og
skylda menn til að moka ofan í
skurði og loka kílræsum sé ræst
fram á ófullnægjandi forsendum.
Skógrækt ríkisins á eingöngu að
sinna fræðslu og stjóma nauðsyn-
legri tilraunastarfsemi. Fijáls félög
og einstakiingar sjái um skógrækt-
ina og rekstur skóglenda.
Friðlýst náttúruvemdarsvæði og
þjóðgarðar eru best komin í umsjá
viðkomandi sveitarfélaga eða sam-
taka þeirra sé sveitarfélag smátt
og reksturinn því ofviða.
Allar fasteignir ríkisins verði
seldar, hafí þær ekki sérstakt
minjagildi eða ríkið beinlínis þörf
fyrir þær starfsemi sinnar vegna.
Selji ríkið fasteign er rétt að áskilja
því hagstæð endurkaup síðar,
kre§i almannaþörf þess og greidd
samkvæmt heiðarlegu mati. Selja
á bankana og öll önnur fyrirtæki
ríkisins sé það unnt, önnur en
sjálfa stjómsýsluna.
Ath. Sala fyrirtækja og fast-
eigna ríkisins tekur langan tíma,
því ekki má ofbjóða markaðsverði
með of öru framboði.
Áfengis- og tóbaksverslunin
verði lögð niður, en ríkið haldi tekj-
unum í gegnum tollinn. Löglegt
brugg, verði af því, sérskattað í
sömu hlutföllum. Lög um sam-
keppni og viðskiptahætti verði lát-
in ná yfír læknisþjónustu og apó-
tek. Sjúkdómar, orörka, slys, elli,
fátækt, atvinnuleysi og fötlun em
ávallt vandamál. Hvetja ber fólk
til að tryggja sig á ftjálsum mark-
aði. Geri menn það að fullu em
einhveijir sem ekki fullnægja áður-
töldu. Þeir þurfa allsheijar fjár-
hagslega samhjálp sem væri rétt
að hafa það háa að dygði að þessu
sinni. Launa ber mönnum eftir
starfínu sem þeir vinna, en ekki
eftir prófínu sem þeir hafa. Algjört
launajafnrétti er óhugsandi, en
eftirláta ætti skattinum kaup ein-
staklings umfram tvær Sóknar-
konur.
Nauðsynlegt gæti orðið að
hækka lágtekjur til að allir geti
greitt skólagjöld. Yrði þá hver skóli
sér fyrirtæki. Ríkið getur ekki full-
nægt hóflausum kröfum eða staðið
í vinnudeilum ár eftir ár.
Bjami Valdimarsson
„Friðlýst náttúruvernd-
arsvæði og þjóðgarðar
eru best komin í umsjá
viðkomandi sveitarfé-
laga eða samtaka
þeirra sé sveitarfélag
smátt og reksturinn því
ofviða.“
Stíga ber skrefíð til trúar-
bragðajafnréttis til fulls. Afnema
þjóðnýtingu trúarbragða. Laun
presta og annar kostnaður við
þjóðkirkju fari út úr fjárlögunum.
Losar það þjóðþing við ýmis vanda-
mál eins og til dæmis prestkosn-
ingar. En afhenda verður kirkjunni
til fullra umráða allar eignir sem
hún á, þar með taldar allar jarð-
eignir hennar. Eigi hún ekki Skál-
holt og Hóla nú þegar, væri sann-
gjamt að þessar biskupsjarðir
fylgdu með. Spara ber í utanríkis-
þjónustunni. Við erum í NATO og
herinn er hér, en að þeirri stað-
reynd slepptri ættum við að taka
upp háttu Svisslendinga að vera
ekki í ræðustóli á hverri einustu
ráðstefnu í heiminum. Sérstaklega
ef við eigum þangað fá,erindi.
Ástæðulaust er að særa vinsamleg-
ar löglega kjömar ríkisstjómir með
stjómmálaslitum, þó sambönd séu
til lítils annars en kostnaðar. En
sjálfsagt er að ijúfa tengsl við
valdhafa sem láta fremja ódæði
dag hvem, séu engir viðskipta-
hagsmunir í veði.
Nú er tími til að leggja forseta-
embættið niður. Handhafarnir þrír
anna starfínu auðveldlega. Fækka
má þingmönnum og ráðhermm.
Bindindiskrafta í starfi sparar
einkabílstjóra.
Lögfesta ætti lögmál C North-
cote Parkinsons og haga skrif-
stofuhaldi samkvæmt niðurstöðum
dregnum af því.
Dýrar framkvæmdir eins og
Kröfluvirkjun, flugstöð í forsal
vinda og verksmiðjur taprekstrar
víða um land verða ekki aftur tekn-
ar, en fara ætti sér hægt í frekari
framkvæmdum, enda æmar út-
lendu skuldimar.
Ríkið hætti að gera upp á milli
tómstundalangana manna með
íjárframlögum eða hvers á snilling-
ur í stangveiðiíþrótt að gjalda
umfram aðra íþróttamenn. Rétt er
þó að auðvelda vingjamleika og
hlýlegt félagssamstarf í þágu góðs
málefnis, þó að keppnis- og bar-
áttuandann verði menn að fjár-
magna sjálfír. Rétt er að draga
úr óþarfa miðstýringu. Sérstaklega
ef hún stendur fyrir lögleysum.
Helgarpósturinn segir frá of mörg-
um stöðum hjá Húsameistara ríkis-
ins og annarri óþurft embættis
þessa. Skipulagsstjóm ríkisins lét
menn hlíta reglum sem ekki stóð-
ust fyrir dómi, þar sem fram kom
að byggingafræðingum er heimilt
að teikna hús. Spara má fé og tíma,
láta viðkomandi aðila og sveitarfé-
lög um allt sem viðkemur mann-
virkjum og staðsetningu þeirra.
En metið á óþurftarlista ríkisins
er líklega Náttúruvemdarráð.
Stofnun þessi er í furðulega litlum
tengslum við atvinnulíf og menn-
ingu íbúanna á þeim stöðum sem
hún telur sig hafa mestra hags-
muna að gæta.
Stofnun þessi er hliðholl félög-
um sem vinna gegn hagsmunum
þjóða norðurslóða eins og til dæm-
is grænfriðunga.
Afstaða Náttúruvemdarráðs
hefur valdið sjávarútvegsráðherra
erfíðleikum í viðkvæmri deilu um
nýtingu sjávarspendýra.
En fleira kemur til. Náttúra-
verndarráð hefur staðið fyrir brot-
um á stjórnarskrárvemduðum réttP
landeigenda. Fengið löggæslu
landsins til og vegagerð í lið með
sér til að ástunda hætti pörapilta
þjóðveganna, með því að fjarlægja
skilti á einkaeignum sem kynna
starfsemi fyrir markaðnum og
fleira. Nýtt til þessa athæfís
heimatilbúnar lögleysur. Gjömýtt
lög sem mismuna fólki í auglýs-
inga- eða tjáningarfrelsi eftir því
hvar það er búsett.
Óþarfi ætti að vera að taka fram
að stofnun þessi er óþörf með öllu.
Stjóm náttúravemdar er best korn-
in á sjó í viðkomandi ráðuneyti. Á
landi hjá sveitarfélögunum. Því
ekki ætla ég að til sé sá meirihluti
í nokkra sveitarfélagi, að hann
ekki vilji náttúra þess sem feg-
ursta og veg lífríkis sem mestan.
„Fátt er talið, telja mætti bet-
ur,“ mælti Völvan forðum.
Takist að koma áðurtöldum nið-
urskurði á, ættu einhveijir að verða
glaðir þegar skattskráin verður
lögð fram.
Höfundur er bóndi að Leirubakka
l Landssveit í Rangirvaliasýslu.
Gæði í
hveijum þræði
Hin vinsælu ullarteppi getum við nú boð-
ið á frábæru verði frá kr. 1.950,-
TEPPAVERSLUN
Friðriks Bertelsen hf
Siðumúla 23 (gengið inn frá Selmúla).
Sími 686266.
MMnMMHM
ffl fflfflUM^ R I O = • .1
Ágúst Atlason, Helgi Pétursson, Ólafur ÞórÖarson
Hljomsveitarstjórn og útsetningar:
Gunnar Þórðarson
Hljómsveit:
Haraldur Þorsleinsson (bassi), Gunntaugur Briem (troinmur), Eyþór Gunnarsson (hljám
boró), FriÓrik Karlsson (gitar), Erwin Wilkins(stálgitar), Pálini Einarsson (básúna),
JeffDavis (trompet), Uffe Markusen (saxójónn, klarinett), Michael Hove (saxófónn,
/lauta).
Söngtrió:
EvaA/bertsdóttir, Erna Þórarinsdöttir, GuÖrún Gunnarsdóttir.
Verð aðgöngumiða með glæsiiegum þríréttuðum kvöldverði kr. 3.200.-
Miða og borðapantanir daglega frá kl. 9.00-19.00 í síma 77500.
skrautfjöðrin í íslensku skemmtanalífi