Morgunblaðið - 19.04.1988, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 19.04.1988, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 U m húsnæðismál Önnur grein eftirJúlíus Sólnes í fyrri grein um húsnæðismál var fjallað um ýmsar. hugmyndir okkar þingmanna Borgaraflokksins í hús- næðismálum og sagt frá tillögum okkar um nýtt húsnæðislánakerfi, sem við höfum lagt fram á Alþingi. í nóvember sl. lögðu þingmenn Borgaraflokksins í efri deild, þeir Júlíus Sólnes og Guðmundur Ágústsson, fram frumvarp til laga um sjálfstæðar húsnæðislánastofn- anir eða húsbanka. Þeim er aðallega ætlað að veita lán til þeirra hús- byggjenda og íbúðarkaupenda, sem standa traustum fótum í kerfínu, þ.e. eiga skuldlitlar íbúðir fyrir. Þessir aðilar þurfa að sjálfsögðu að eiga aðgang að hagstæðum langtímaveðlánum, en geta greitt markaðsvexti. Eins og kom fram í fyrri greininni er óraunhæft að ætlast til þéss, að bankakerfið taki að sér að veita þessum aðilum langtímaveðlán. Það hefur allt öðru hiutverki að gegna í íslenzku efna- hagslífi. Hins vegar gerum við ráð fyrir, að bankakerfíð ásamt lífeyris- sjóðunum og hagsmunasamtökum launþega og atvinnurekendans taki höndum saman um að koma á fót sérstökum húsnæðislánastofnunum eða húsbönkum til að leysa þetta verk. Um 60% þeirra, sem sækjast eft- ir lánum vegna íbúðarkaupa eða bygginga á hinum almenna fast- eignamarkaði, eru ýmist að stækka við sig eða minnka við sig eða breyta til vegna búsetuskipta af ýmsum orsökum. Þessi hópur þarf ekki á opinberri aðstoð að halda, en verður að geta leitað til ein- hverrar lánastofnunar, sem er reiðubúin að sinna honum. Hins vegar ætti ríkisvaldið, þ.e. hús- næðisstofnun að einbeita sér að því að hjálpa þeim, sem eru hjálpar þurfí, í stað þess að burðast með allan húsnæðislánamarkaðinn. Húsnæðisstofnun á eingöngu að sinna þeim, sem eru að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð, öryrkjum, öldruðum, lágtekjufólki, námsfólki og öðrum, sem þurfa á aðstoð að halda. Þetta eru um 40% þeirra, sem eru á fasteignamarkaðinum. Væri það ólíkt auðveldara verkefni fyrir húsnæðisstofnun að sinna þessum hópum eingöngu. Um húsbanka Það form sjálfstæðra húsnæðis- lánastofnanna, sem við leggjum til að verði komið á fót, er byggt á ævagömlum hugmyndum Friðriks mikla Prússakonungs, sem hann setti fram í stjórnartíð sinni til að auðvelda borgarastéttinni að eign- ast eigið húsnæði. Friðrik mikli skildi það vel, að þjóð, sem býr við öryggi í húsnæðismálum, starfar og vinnur betur. Fytstu húsnæðis- lánastofnanirnar komu til sögunnar í Þýzkalandi um miðbik átjándu aldar. Danir tóku þessar hugmynd- ir til sín og gerðu tilraun til þess að koma upp húsnæðislánastofnun í Danmörku seint á átjándu öld. Það var þó ekki fyrr en um miðbik síðustu aldar, að húsnæðislána- stofnanir, þar sem lántakendur mynda með sér félagsskap til að fara með og ábyrgjast sameiginlega öll útlán stofnunarinnar og eru jafn- framt félagar í henni. í seinni tíð hefur þó verið heimilt, að hús- bankar séu reknir í formi hlutafé- lags án þessarar samábyrgðar. Er gert ráð fyrir báðum þessum mögu- leikum í tillögum okkar. Húsbankarnir §ármagna útlán sín með útgáfu sérstakra húsbréfa (obliogationer), sem þeir hafa einkarétt til að gefa út og selja á ftjálsum peningamörkuðum. í raun- inni er um að ræða venjulegt skuldabréf eða spariskírteini, sem húsbankinn býður til sölu í sam- keppni á fjármagnsmarkaðnum. Ef húsbréfin eru fullkomlega traust og áreiðanleg í líkingu við verð- tryggð spariskírteini ríkisins ætti ekki að vera vandkvæði á því að selja þau á hagstæðu verði fyrir stofnunina, þannig að nægt fjár- magn verði til útlána hveiju sinni. Þar sem útlán húsbankans byggja algerlega á sölu húsnæðisbréfanna, verður að vera jöfnuður milli útgáfu og sölu húsbréfa og útlána. Fyrir hvert nýtt útlán þarf að gefa út og selja húsbréf. Oftast er þetta gert á þann veg, að röð húsnæðisbréfa er sett á markað með reglulegu millibili (biokemission) og lánsum- sóknir afgreiddar í takt við útgáfu bréfanna. Þó er jafnalgengt hjá dönsku húsbönkunum, að húsbréfín séu seid frá degi til dags og lánsum- sóknir afgreiddar á sama hátt. Bið- raðir eftir húsnæðislánum er óþekkt fyrirbrigði í Danmörku. Lánsum- sókn er oft afgreidd og lánið veitt inann viku frá því að hún barst. Dönsku húsbréfín njóta mikils trausts meðal almennings. Algengt er að gefa bömum húsbréf í skímar- og fermingargjafir. Það em þó fyrst og fremst bankar og tryggingarfélög, sem geyma lausafé sitt í húsbréfum. Húsbréfín em auglýst til sölu í öllum bönkum og peningastofnunum. Gengi þeirra, þ.e. söluverð og raunvextir, er skráð á viðskiptasíðum dagblað- anna á hveijum degi. Ef óheppileg þróun söluverðs húsbréfa er fyrir- sjáanleg kemur danski seðlabank- inn yfírleitt til aðstoðar og kaupir húsbréf í miklu magni. í seinni tíð hefur bankakerfið í Evrópu í æ ríkara mæli farið inn á bein tölvuviðskipti. Þetta hefur gert nauðsynlegt að skilgreina og heim- ila svokölluð rafeindabréf (elektron- iske obligationer). Rafeindahúsbréf em aðeins til í tölvukerfi verðbréfa- miðstöðvarinnar, stórbankanna, tryggingarfélaga og verðbréfasala svo dæmi séu nefnd. Þau ganga kaupum og sölum á venjulegan hátt, en em aldrei skráð á pappír. Hlutlaus verðbréfámiðstöð fylgist með öllum slíkum tilfærslum og skráir þær. Þannig er hægt að selja eða kaupa mikið magn af húsbréf- um á svipstundu. Þegar falast er eftir húsnæði sér fasteignasalinn venjulegast um lánsumsóknina fyrir kaupandann. Flestar fasteignasölur hafa samn- inga um beina tengingu við tölvu- kerfí húsnæðislánastofnananna. Þegar lánið er tilbúið, að viku eða hálfum mánuði liðnum, skrifar lán- takandinn undir veðskuldabréf fyrir öllu láninu handa stofnuninni. Stofnunin útvegar sjálf fjármagn til lánveitingarinnar með sölu hús- bréfa, sem í sjálfu sér kemur lántak- andanum ekkert við. Áður var þó algengara, að lántakandinn yrði sjálfur að selja húsbréfín, sem stofnunin afhenti honum við mót- töku veðskuldabréfsins. Þannig er stofnunin óháð utanaðkomandi fjár- magni, sem þyrfti að leggja til hennar á beinan hátt. Júlíus Sólnes „Á meðan íslenzka hús- næðislánakerf ið er komið í þrot og óaf- greiddar lánsumsóknir hrannast upp, gengur húsnæðislánakerf ið ná- grannaþjóðanna snurðulaust. Það sem meira er, að þar er komin afgangsgeta. Kerfið hefur umfram- fjármagn, sem þarf að koma einhvers staðar fyrir.“ Lánskjör í tillögum Borgaraflokksins er gert ráð fyrir, að tilraun verði gerð til þess að bijótast út úr myrkviðum lánskjaravísitölunnar. Lánskjara- vísitalan hefur haft óbærilegar af- leiðingar fyrir allt efnahagslíf landsmanna. Hún hefur komið fleiri manns á vonarvöl og lagt mörg atvinnufyrirtæki í rúst. Misgengis- hópurinn, sem varð að þola stór- hækkun lánskjaravísitölu umfram kaupgjaldsvísitölu á árunum 1983-’84 hefur enn ekki fengið leið- réttingu sinna mála hvað hús- næðislánin áhrærir. Lánskjaravísi- talan virkar með þeim hætti, að óeðlilegir þættir svo sem hækkun matvöru virka á hana. Ef kaffí hækkar í Brazilíu hækka skuldir íbúðareigenda. Ef framfærslusvísi- talan hækkar um 2 stig hækka skuldir landsmanna við húsnæðis- lánakerfíð um einn milljarð króna. Á þeim átta árum, sem eru liðin síðan lánskjaravísitalan var tekin í notkun, hefur hún rúmlega nítján- faldazt. Byggingarvísitalan hefur rúmlega sautjánfaldazt. Á sama tíma hefur verðgildi Bandaríkjadoll- ars ellefufaldazt og dönsku krón- unnar tífaldazt. Maður, sem hefur fengið að taka danskt húsnæðislán í júní 1979, skuldaði nú miklu minna en sá, sem hefði tekið jafn- hátt íslenzt húsnæðislán með sömu afborgunarskilmálum. í töflu 1 er sýnd þróun láns- kjaravísitölu, byggingarvísitölu, kaupgjaldsvísitölu og launavísitölu tímabilið 1979 til marz 1988, en lánskjaravísitalan var fyrst skráð í júní 1979. Tölumar eru júnítölur hvers árs. Sjá töflu á næstu síðu. Kaupgjaldsvísitalan sýnir mjög vel hverrtig launafólki hefur reitt af í verðbólgubálinu, þar sem láns- kjörin eru stillt eftir verðbólgunni, en launin ekki. Enda urðu menn- sammála um að taka hana úr sam^ bandi í ágúst 1986. Þróun launavísi- tölunnar, en mjög er umdeild hvort hún sýnir rétta mynd af afkomu launafólks, er ekki mikið hagstæð- ara. Hún sýnir, að launafólk getur vart búizt við því að verða ofan á í baráttunni við lánskjaravísitöluna. Ekkert bendir til þess, að kaupgjald á íslandi muni nokkm sinni geta haldið í við lánskjaravísitöluna. Það gekk ekki í mesta góðæri, sem landsmenn hafa búið við. Varla gengur það betur þegar aftur harðnar í ári. Ef nauðsynlegt reyn- ist að verðtryggja húsnæðislán virð- ist skynsamlegra að binda þau við byggingarvísitöluna, sem sam- kvæmt töflu 1 sýnir betri aðlögun að launavísitölu. í tillögum Borgaraflokksins er því einungis gert ráð fyrir, að heim- ilt sé að verðtryggja lán, en jafn- framt bent á aðra valkosti. Ná- grannaþjóðimar hafa ekki nema að litlu leyti farið inn á þá braut að verðtryggja lán. Eru þau þá tengd við byggingarvísitölu eða kaup- gjaldsvísitölu. Yfírleitt er fólk ráðið frá því að taka slík lán og fremur hvatt til að taka venjulega skulda- bréfalán með afföllum. Vísitölu- bundin lán em talin koma helzt til greina, þar sem hægt er að tengja rekstur fasteignar við sömu vísitölu. Þannig má hugsa sér að nota vísi- tölubundin lán til byggingar leigu- íbúðar, þar sem húsaleigan fylgir sömu vísitölu. Opið bréf til fjár- málaráðuneytisins Hreinsið til í eigin húsi eftir Hrannar Jónsson A síðum dagblaðanna síðustu vikur hefur mátt sjá auglýsingar frá fjármálaráðuneytinu þar sem fólk er beðið um tillögur um hvern- ig megi spara í ríkisrekstrinum. Ég veit ekki hvort þessar auglýs- ingar eiga að sýna fram á aukna ábyrgð hjá ykkur sem ráðstafa fé skattborgara eða hvort þama séu á ferðinni merki um stóraukna kímnigáfu ykkar, því varla haldið þið að fólk sé það vitlaust að taka þetta alvarlega — ég og félagar mínir í Flokki mannsins höldum ekki. Byrjið að hreinsa til í eigin húsi Ykkur væri nær áð byija á því að hreinsa til í eigin húsi áður en þið biðjið um tillögur um hvemig væri best að flikka uppá nágrennið. Með þessu er átt við að fullt af ein- földum aðgerðum er hægt að fram- kvæma til að draga úr rekstrar- kostnaði ijármálaráðuneytisins. Hættið að moka peningum í auglýsingar I fyrsta lagi væri heillaráð að hætta að nota sjóði þjóðarinnar i heilsíðuauglýsingar. Það liggur við að fjármálaráðuneytið sé farið að auglýsa meira en Coca Cola, og þá er mikið sagt. Hætt er við að hin ráðuneytin fari að taka þennan ósið upp eftir ykkur. Hinn Alþýðuflokks- ráðherrann, þessi í viðskiptaráðu- neytinu, er þegar byijaður. Ef önn- ur ráðuneyti fylgja í kjölfarið verða öll blöð uppfull af auglýsingum frá ríkinu og held ég að þá fari lítið fyrir spamaðinum, auk þess sem þetta þýðir að annaðhvort verða öll blöð fuíl af auglýsingum frá ríkinu eða þau stækka um helming. Ekki vitum við heldur til þess að kjósend- ur hafí gefíð ykkur umboð til þess að halda uppi einhverri auglýsinga- stofu milli kosninga. Og ef þetta eru ekki nægar ástæður þá má benda á það að ríkis- styrkur til pólitískra málgagna er nógu mikill, þó ekki komi til marg- ar heilsíðuauglýsingar upp á hvem dag. Hættið að nota opinber tæki til einkaerinda í öðru lagi myndi fjármálaráðu- neytið sýna gott fordæmi ef sjálfur fjármálaráðherra hætti að nota þyrlu landhelgisgæslunnar í einka- erindum. Burt með bruðlið í þriðja lagi gæti ríkissjóður gef- ið fordæmi með því að draga úr ýmiss konar bruðli, s.s. dýrum utan- landsferðum, óþarfa veisluhöldum og með því að selja nokkrar bifreið- ir, þ.á. m. ráðherrabifreið fjármála- ráðuneytisins. Það er til fullt af ódýrum en nægilega góðum bifreið- um. Hvar er annars bragginn góði? Því ekki bara að kaupa nokkur stykki braggabifreiðar. 10% niðurskurður í öllum ráðuneytum I síðustu Alþingiskosningum lögðum við húmanistar fram ná- kvæma kostnaðaráætlun þar sem „Hættið að fjármagna ríkisreksturinn með útgáfu skuldabréfa því sala á þeim stóreykur fjármagnskostnað í landinu og ýtir undir bruðl ríkisins.“ fjallað var um spamað í ríkis- rekstri. I henni var m.a. talað um 10% niðurskurð á hveiju ráðuneyti fyrir sig. Rekstur ríkisins er eins og rekstur á hveiju öðru fyrirtæki og það þætti lélegt fyrirtæki sem gæti ekki skorið niður 10% af kostn- aði. Þetta væri hægt með því að fara eftir okkar tillögu sem er að skera niður yfírbyggingu. Svo fátt eitt sé nefnt: Að fækka utanlands- ferðum opinberra starfsmanna, fá viðunandi fargjöld hjá íslensku ein- okunarflugfélögunum, fara ekki út í óþarfa byggingaframkvæmdir, auka hagkvæmni í rekstri og fjár- mögnun, skera niður óþarfa veislu- höld og hreint og beint banna vínveitingar í opinberum veislum (vínveitingar eru mjög kostnaðar- samar fyrir utan að þær eru ekki mjög gott fordæmi þar sem ríkið á að beijast á móti víndrykkju ein- faldlega af heilbrigðisástæðum og heilbrigðisgeirinn er einn stærsti kostnaðarliðurinn). Er einhver alvara í þessu? Allt þetta er lítill vandi að fram- kvæma ef viljinn er fyrir hendi. En við búumst ekki við því að ykkur sé mikil alvara með þessum auglýs- ingum því tilkostnaður fjármála- ráðuneytisins hefur stóraukist í tíð núverandi ríkisstjómar þrátt fyrir falleg orð og tal um braggabíla. En ef ykkur skyldi þrátt fyrir allt vera einhver alvara og stóm orðin em ekki bara hræsni þá höf- um við nokkrar tillögur í viðbót. Leggið niður staðgreiðslukerfi skatta sem hefur stóraukið útgjöld fjármálaráðuneytisins með öllu þvi apparati og auglýsingum sem em í kringum það. Afnemið tekjuskatt- inn algjörlega og þar með stóran hluta af þeim kostnaði sem fjár- málaráðuneytið stendur undir. Ríkið hefur miklu meiri tekjur af óbeinum sköttum. Skattleggið bankana, tryggingafélögin og versl- unar- og skrifstofuhúsnæði. Burt með fjárlaghalla 0- Hættið að fjármagna ríkisrekst- urinn með útgáfu skuldabréfa því sala á þeim stóreykur fjármagns- kostnáb í landinu og ýtir undir bmðl ríkisins. í stað þess er miklu skyn- samlegra að leggja fjárlög fram án halla. Það er besta leiðin til að koma í veg fyrir að menn freistist til að eyða um efni fram og og seilast í vasa komandi kynslóða. Kerfisflokkar Eins og áður sagði efumst við um að þið munið framkvæma þess- ar hugmyndir. Ástæðan er sú að þið emð kerfísflokkar og berið ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.