Morgunblaðið - 19.04.1988, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRIL 1988
61
FLUG, Bí LL OG HÚS
Húsnæðislán í formi vaxtaaðlög-
unarlána (rentetilpasningslán)
ryðja sér til rúms í nálægum lönd-
um. Þau byggja á því, að fyrir t.d.
40 ára veðlán er samið um fasta
vexti til ákveðins tíma, t.d. fimm
ára í senn. Gengi skuldabréfsins er
háð vöxtunum, sem samið er um í
upphafí hvers vaxtatímabils, og þar
með er ljóst hver lánsupphæðin er.
Við upphaf næsta vaxtatímabils er
á ný samið um fasta vexti til næstu
fimm ára. Er þá gamla lánið endur-
greitt með nýju láni og svo koll af
kolli. Afborgunarrunan er hins veg-
ar miðuð við 40 ára lánstíma og
lánið er í raun veitt til þess tíma
þótt það sé endurreiknað á t.d.
tveggja til fimm ára fresti. Þannig
er tekið tillit til verðlagsþróunar á
skynsamlegan hátt. Lántakandinn
situr ekki uppi með lán, þar sem
lánsupphæðin, þ.e. skuldin, hækkar
i sífellu þrátt fyrir stöðugar af-
borganir.
A meðan íslenzka húsnæðislána-
kerfið er komið í þrot og óafgreidd-
ar lánsumsóknir hrannast upp,
gengur húsnæðislánakerfið ná-
grannaþjóðanna snurðulaust. Það
sem meira er, að þar er komin af-
gangsgeta. Kerfið hefur umfram-
fjármagn, sem þarf að koma ein-
hvers staðar fyrir. Dönsku húsnæð-
islánastofnanimar bjóða nú m.a.
þýzkum húsbyggjendum og íbúðar-
kaupendum húsnæðislán á lána-
markaði í Frankfurt. Þær hafa
fengið lagaheimild til þess að veita
dönsk húsnæðislán í löndum, sem
eiga aðild að Efnahags- og fram-
farastofnun Evrópu, OECD. Hafa
þær hafið starfsemi í Portúgal,
Þýzkalandi og Wales. Danska hús-
næðislánakerfið virðist þannig ráða
auðveldlega við heimamarkaðinn og
geta bætt á sig húsnæðislánum til
annarra landa. í viðræðum, sem ég
átti við fulltrúa Kreditforening Dan-
mark, kom fram, að vel gæti komið
til greina að stofnunin veitti hús-
næðislán til íslands. Annað hvort í
samvinnu við hliðstæða íslenzka
stofnun eða með því að stofna útibú
á íslandi. Eftir verðlags'þróuninni
að dæma hefði. ekki verið ónýtt að
geta tekið dönsk húsnæðislán í
staðinn fyrir íslenzk lán með láns-
kjaravísitölu.
hag almennings fyrir bijósti heldur
hagsmunaaðila, s.s. verktaka, um-
boðsaðila og fjármagnseigenda. Og
ef þið hættið að bruðla eru líkur á
að húsbændur ykkar fengju ekkert
fyrir peningana sína og þið ekkert
í kosningasjóðina ykkar í næstu
kosningum.
En þar sem ég er húmanisti trúi
ég því að fólk geti breyst. Einhver
í flármálaráðuneytinu gæti t.d.
dottið á hausinn og farið að fram-
kvæma ofannefndar tillögur.
Við skulum hjálpa ykkur
Að lokum væri mér og félögum
mínum í Flokki mannsins mikil
ánægja að sýna ykkur hvar væri
hægt að skera niður í hinum ýmsu
ráðuneytum en eins og áður sagði
lögðum við fram nákvæma kostnað-
aráætlun í síðustu kosningum um
hvemig þetta er hægt.
En ef þið farið ekki eftir neinum
af þessum tillögum (sérstaklega
þessum sem varða fjármálaráðu-
neytið því hæg eru heimatökin) né
svarið þessu bréfi þá ættuð þið að
skammast ykkar fyrir að vera enn
einu sinni að stunda gamla sjón-
hverfingaleikinn og þá vona ég
bara að almenningur sjái í gegnum
blekkinguna, láti þess sjást merki
í kjörklefunum og veiti ykkur verð-
skuldaða ráðningu í næstu kosning-
um sem ég vona okkar allra vegna
að verði fljótt.
Höfundur erílandsráði FJokks
mannsins.
Morgunblaðið/Snorri Böðvarsson
Hinir nýju eigendur verslunarinnar Hvamms í Óiafsvík.
Ólafsvík:
Nýir eigendur í Hvammi
Ólafsvík.
Eigendaskipti urðu nýlega á
versluninni Hvammi í Ólafsvík.
Hjónin Ingibjörg Gunnlaugs-
dóttir og Jóhann Jónsson hættu
þá rekstri verslunarinnar eftir
30 ára starf og seldu hana í
hendur ungu fólki sem nú legg-
ur á brattann.
Við versluninni taka systumar
Agla og Sigurlaug Egilsdætur og
eiginmenn þeirra, Amljótur Am-
arson og Ingólfur Ingvarsson.
Hinir nýju eigendur versunarinnar
segjast vona það besta, enda lofi
byrjunin góðu. Þau hyggjast reka
verslunina með hefðbundnum
hætti en reyna eftir föngum að
brydda upp á nýjungum. Einn eig-
endanna, Ingolfur Ingvarsson er
lærður matreiðslumaður. Mun það
koma sér vel til að mæta þeim
kröfum sem fólk gerir til nútíma-
verslunar.
- Helgi
Að lokum er rétt að minnast á
lán með greiðslumarki og afkomu-
tryggingu. Þau eru hér byggð á
bandarískri fyrirmynd, en einnig er
farið að tala um afborgunartrygg-
ingu í nálægari löndum svo sem í
Danmörku. Lántakandi, sem fær
t.d. 25 ára veðlán, semur um það
við húsbankann, að sett sé greiðslu-
mark á lánið, þ.e. mánaðarlega eða
árlega greiðslubyrði af láninu, vext-
ir, afborgun, hugsanleg verðtrygg-
ing m.m., fari ekki upp fyrir
greiðsluþol hans miðað við þær tekj-
ur, sem hann hefur við upphaf
lánstímans. Samhliða greiðslu-
marksláninu er tekin afkomutrygg-
ing, þannig að tryggingarfélag tek-
ur að sér að greiða mismun á
greiðslumarki og greiðsluþoli lán-
takanda við atvinnumissi, veikindi,
missi maka eða annað óvænt, sem
hefur áhrif á afkomu lántakandans.
Oft er afkomutryggingin tekin á
þann hátt, að lánstíminn er lengd-
ur. t.d. úr 25 árum í 35 ár án þess,
að greiðslubyrði vegna lánsins sé
minnkuð. Mismunurinn, þ.e. það
sem greiðslubyrðin hefði átt að
minnka um, er iðgjaldið, sem lán-
takandinn greiðir fyrir afkomu-
trygginguna. Þannig er á einfaldan
og hagkvæman hátt komið í veg
fyrir, að lántakandinn lendi í
greiðsluerfiðleikum, sem því miður
er að verða reglan fremur en undan-
tekning hjá stórum hópi íslenzkra
lántakenda.
Það er skoðun okkar þingmanna
Borgaraflokksins, að væru ein-
hveijar af þeim hugmyndum, sem
hér hefur verið lýst, notaðar til að
bæta húsnæðislánakerfi lands-
manna, myndi stórt skref verða
stigið í þá átt að koma okkur út
úr þeim ógöngum, sem við búum
við í húsnæðislánamálum. Við erum
reiðubúnir til samvfnnu við hina
flokkana um að leysa húsnæðis-
vandamálin með skynsamlegri lög-
gjöf. Þess vegna bíðum við spennt-
ir eftir tillögum félagsmálaráðherra
og munum styðja hana í þeirri við-
leitni hennar að komast til botns í
þessum málum, að svo miklu leyti,
sem hugmyndir okkar fara saman.
Höfundur er þingnmður Borgarn■
flokksins í Reykjaneskjördæmi.
Tafla 1. Þróun verðlags á íslandi 1979- 00 00
1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988
Lánslq.vísit. 100 180 245 359 656 885 1144 1448 1687 1968
Bygg.vísit. 100 158 239 370 672 786 1037 1294 1534 1749
Launavísit. 100 152 232 353 558 716 947 1215 1598
Kaupgj.vísit. 152 228 336 530 604 785 968
Fijáls á fjórum hjólum
ogí„eigin“húsi!
Að velja sér ferðamátann Flug og bíl er sjálfsagt mál fyrir hvem þann sem vill fá sem mest
út úr ferðalaginu. Þessi möguleiki verður enn álitlegri ef þú velur sumarhús að auki,. fyrir þig og
fjölskylduna (eða ferðafélagana)!
Auktu nýrri vídd í Mið-Evrópuferðina með því að ráða ferðinni sjálfur og búa í „eigin“ húsi!
Verðdæmi:
LUXEMBORG: Flug + bfll í 2 vikur frá kr. 16.210 á mann.* SUPER-APEX verð. Bfll í B-flokki.
WALCHSEE: Flug + íbúð í llgerhof í 2 vikur frá kr. 25.920 á mann.* Flogið til Salzburg.
Tímabilið 10. júlí til 28. ágúst. Bfll í B-flokki í 2 vikur kr. 22.160.
BIERSDORF: Flug + íbúð í 2 vikur frá kr. 18.490 á mann.* Flogið til Luxemborgar.
Tímabilið 18. júní til 9. júlí. SUPER-APEX verð. Bfll í B-flokki í 2 vikur kr. 17.940.
SALZBURG: Flug + bfll í 2 vikur frá kr. 22.780 á mann.* Bfll í B-flokki.
* Meðaltalsverð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 böm, 2ja — 11 ára.
FLUGLEIDIR
-fyrírþíg-
Allar nánari upplýsingar á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum um allt land og ferðaskrifstofum.