Morgunblaðið - 19.04.1988, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 19.04.1988, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 65 Vilhjálmur Birgis- son - Kveðjuorð an, hangandi í vír. Við minntumst þess hvað spara þurfti pappírinn í bamaskólanum af því sjómennimir lögðu sig í hættu við að flytja hann heim. Já, það var mikið rifjað upp þennan dag. Við vomm báðar sam- mála um að hér eftir skyldum við lesa bækumar sem við myndum gefa bamabömum okkar í framtíð- inni. Magga var bókelsk koría og víðlesin. Henni þótti ekki nóg að lesa bækumar, það þurfti að fjalla um efni þeirra að lestri loknum. Ef við höfðum ekki tækifæri til að hittast þá töluðum við saman í síma og spurðum gjarnan hvor aðra hvað við væmm að lesa þessa stundina og bentum hvor annarri á lestrar- efni. Vinkona mín var trúuð kona og ég kveð hana með bamaversi sem hún fór með þennan dag og ég fann að henni þótti vænt um: Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Höf. ókunnur). Þakka ég Möggu fyrir tryggð hennar, vináttu og hugljúfar sam- vemstundir. Fari hún í friði, friður Guðs sé með henni. Pálina Kjartansdóttir Hann Villi er dáinn! Þau tíðindi bámst á páskadags- morgun að slys hefði orðið og að hann Villi væri dáinn. Annað eins reiðarslag hefur ekki dunið yfír mig. Ég gat ekki trúað því, en það var staðreynd, því miður. Af hverju deyja þeir ungir sem Guð elskar? Þeirri spumingu verður ekki svar- að. Vilhjálmur var sonur hjónanna Viktoríu Vilhjálmsdóttur og Birgis Brynjólfssonar. Ég man þann ham- ingjudag þegar Villi var borinn í þennan heim þann 29. ágúst 1978. Þetta var mesti hamingjudagur í lífi Bigga og Viggu. Fyrir eiga þau þijár stúlkur, Brynju sem var þá fímmtán ára, Önnu Maríu sem var tíu ára og Jóhönnu sem var sex ára. Drengurinn var kærkominn í stúlknahópinn. Villi var augasteinn þeirra allra. Hann var ungur þegar hann fór að ferðast með mömmu sinni og pabba til fjalla, ég minnist margra ferða sem við fómm saman. Það kom oft fyrir að Villi ætti afmæli í útilegu og var þá haldin afmæl- isveisla með öllu tilheyrandi. Villi var búinn að ferðast um allt Island og þó ungur væri var varla til sá staður hér á landi sem hann hafði ekki komið á. En seinni árin ferðaðist hann mest með pabba sínum og félögum hans. Hann var orðinn einn af hópnum. Villi var mjög fullorðinslegur og var einstak- lega gaman að tala við hann og hefur hann skilið eftir sig stórt skarð í hópnum. Ég minnist ánægjulegrar ferðar sem við fómm saman til Ítalíu þar sem var margt að sjá. Villi naut sín vel í dýragarðinum og á gondól- unum í Feneyjum. Hann vann hug allra sem honum kynntust því hann var einstaklegá ljúfur og vel gefinn drengur. Nú er Villi farinn í sitt hinsta ferðalag. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum, að vera með honum þennan stutta tíma, og veit ég að hans bíður góð vist og t góðar móttökur. Megi hann hvfla í friði. Elsku Biggi og Vigga, megi Guð hjálpa ykkur í þessari miklu sorg. Brynja, Raggi og böm, Jóhanna, Amar og Anna María, megi Guð styrkja ykkur og vera með ykkur öllum. Þurý KJlRlIXiAR Eru Holtakj úklingar bestir? Við höfum verið að velta því fyrir okkur vegnaþess að við seljum fleiri þúsundir í hverjum mánuði. Grillaðir á aðeins 1 stk. í pakka 3 stk. í oakka 5 stk. í pakka Laugalæk 2, s. 686511 Garóabæ,s. 656400 ÞUSUNDIR ÍSLENDINGA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.