Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 73

Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 73 Stykkishólmur: Bátarnir leita ann- að í von um afla Stykkishólmi. ENN ER sama ördeyðan hér á miðunum og það er komið ör- væntingarhljóð í sjómenn og van- trú á að bati sé í nálægð. Páska- hrotan brást. Fjörðurinn er tóm- ur af æti en ætið er það sem allt byggist á. Jafnvel fuglar þurfa langar leiðir í ætisleit. Það er verið að búast við síli en það lætur á sér standa. Héðan eru þegar famir þrír eða flórir bátar til veiða suður og aust- ur með landi og fleiri eru að búast til slíkrar ferðar. Eitthvað verður að gera. Fiskiðjuverin geta ekki þrifist um hábjargræðistímann og er það al- varlegt mál. Hér er uggur í fólki sem hefír byggt afkomu sína á góðum aflabrögðum, enda hafa aldrei komið í fiskveiðum eins dauð- ir mánuðir og nú þótt langt verði horft til baka. — Árni Þorlákshöfn: Yfir þúsund tonnum landað í síðustu viku Þorlákshöfn. I SÍÐUSTU viku lönduðu í Þor- lákshöfn 53 bátar, samtals 1.091 tonni. Netabátar lönduðu 727 tonnum. Aflahæstir þeirra voru Jóhann Gíslason með 54 tonn, Amar með 42 tonn og Höfrung- ur III með 39 tonn. Fimm dragnótabátar lönduðu 274 tonnum. Aflahæstur þeirra var Njörður með 90 tonn og svo Dalaröst með 53 tonn. Þrír troll- bátar lönduðu 86 tonnum og var Stokksey aflahæst þeirra með 36 landað í Keflavík og Sandgerði. Happasæll KE landaði einnig afla sínum í Keflavík og Sandgerði og var hann með 68,6 tonn, Búr- fell KE var með 45,1 tonn, Gunnar Hámundarson 32,1 tonn og Skaga- röst KE 32 tonn. Afli netabáta sem eru undir 10 tonnum og eiga net sín út af Stap- anum hefur verið þokkalegur, Auð- humla var með 13,5 tonn, Elín 11,6 tonn og Ásdis 6,9 tonn. Tveir iínu- bátar lönduðu í vikunni, Eldeyjar- Hjalti 15,9 tonnum og Albert Ólafs- son 15,8 tonnum. -BB tonn. Fjórir smábátar eru bytjaðir á handfærum og lönduðu þeir 4,4 tonnum í síðustu viku, en erfiðleik- ar hafa verið með gæftir hjá þeim vegna veðurs. Ekki eru allar tölur, sem hér koma fram, tæmandi því margir bátanna landa beint í gáma, sem ekki eru vigtaðir á hafnarvoginni. Stærri dragnótabátamir, Þorleifur Guðjónsson og Jon á Hofi heil- frysta unm borð allann kola og langlúru og er því landað beint í frystigáma. Þessi veiðiaðferð hef- ur gefið mannskapnum mjög góð- an aflahlut, þótt tonnafjöldinn sé ekki ýkja hár. Sömu sögu má segja um nokkra trollbátanna, til dæmis landar Guðfínna Steinsdóttir öllum sínum afla beint í gáma. Afli smærri bátanna sem eru á netum hefur verið nokkuð góður síðan um páska og fyrstu dagana komu þeir með fullfermi. Togarinn Jón Vídalín landaði 14. þessa mánaðar 175 tonnum. Alahæstu bátar í Þorlákshöfn frá áramótum eru Jóhann Gísla- son, sem er á netum, með 828 tonn og Dalaröst, sem er á drag- nót, með 780 tonn. J.H.S. JLhúsiö, Hringbraut 121, Reykjavík Heimilistæki sf., Sætúni, Reykjavík Hagkaup, Skeifunni, Reykjavík Hagkaup, Kringlunni, Reykjavík Haukur og Ólafur, Árrnúla 32, Reykjavlk Búbót, Nýbýlavegi 24, Kópavogi Rafba hf, Lækjargötu, Hafnarfirði Stapafell hf., Keflavík Versl.Bára.Grindavfk Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6, Akranesi Húsprýói, Borgarnesi Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi Húsið, Stykkishólmi Versl. EinarsStefánssonar, Búðardal Kaupfélag Saurbæinga, Skriðulandi, Dalasýslu V75A E Póllinn hf, ísafirði Versl. EinarsGuðfinnssonar, Bolungarvik Versl. Sigurðar Pálmasonar, Hvammstanga KaupfélagHúnvctninga, Blönduósi Kaupfélag Skagfiröinga, Sauðákróki Rafsjá hf., Sauðárkróki Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri Rafland hf., Sunnuhlfð, Akureyri Grímur og Árni, Húsavik Versl. SveinsGuðmundssonar, Egilsstöðum Ennco sf., Neskaupsstað Mosfell sf., Hellu Vöruhús KÁ, Selfossi Rás, Þorlákshöfn Kjami, Vestmannacyjum HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD HEKIAHF LAUGAVEG1170 ■ 172 Sími 695550 KENWOOD UMBOÐSMENN KENWOOD UM LAND ALLT: Bankabréf Landsbankans eru traust og arðvænleg festing. Þau eru gefin út af Landsbankanum og aðeins seld þar. Bankabréfin eru með endursölutryggingu sem skuldbindur Landsbankann til að sjá um endursölu innan ákveðins tíma. Sé greiðsla fyrir gjaldfallin Bankabréf ekki sótt strax, bera þau almenna sparisjóðsvexti þar til greiðslu er vitjað. Bankabréf Landsbartkans eru eingreiðslubréf með gjalddaga eftir eitt til fimm ár. Þau fást í 50.000,-, 100.000,- og 500.000,- króna einingum. Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfavið- skiptum, Laugavegi 7 og hjá verðbréfa- deildum í útibúum bankans um land allt. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.