Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 74

Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 74
-74 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 4 MIKIÐ FANNFERGI OG ÓFÆRÐ Á AUSTURLANDI <■ ■> Morgunblaðið/Magnús Reynir Jónsson Snjóflóðahætta talin liðin hjá á Seyðisfirði Almannavarnanefnd Seyðisfjarðar aflýsti hættuástandi á sunnu- dag og á mánudag mátti hefja vinnu á ný í þeim fyrirtækjum, sem höfðu orðið að loka vegna snjóflóðahættu. Samgöngur komust á með flugi víðast hvar á laugardag og farið var að ryðja vegi á sunnu- dag. Mikið fannfergi er á Norður- og Austurlandi og víðast hvar ófærir þeir vegir sem ekki hafa verið ruddir. Ef frá eru talin snjó- flóð á Seyðisfirði og í Siglufirði, hafa ekki orðið teljandi óhöpp af völdum veðursins á Norður- og Austurlandi. Á fjallvegum á Austurl- andi eru raflínur sumsstaðar hættulaga nærri snjónum, þannig að fólki er hætta búin ef það fer þar nærri. Spáð er svipuðu veðri næstu daga, norðan og norðaustan strekkingi og éljum austanlands og úti fyrir Suðurlandi. Morgunblaðið/Magnús Reynir Jónsson Kindur sem drápust í snjóflóðinu á fjárhús Selstaða. Á fundi Almannavamanefndar Seyðisijarðar á sunnudag var aflýst hættuástandi og mátti á ný hefja vinnu í fyrirtækjunum, sem urðu að hætta starfsemi vegna snjóflóða- hættu fyrir helgina. Það voru fímm fyrirtæki sunnan megin fjarðarins og tvö að norðanverðu. Alls munu á annað hundrað manns vinna á þessum stöðum. Ekki er fullljóst að hve miklu leyti fyrirtækin skað- ast af þessum sökum. Þó er vitað, að hjá Fiskvinnslunni hf varð stöðv- unin þess valdandi, að ekki var hægt að vinna karfa úr afla Gull- vers á Japansmarkað, þar sem karf- inn var ekki nægilega ferskur til þess í gær. Þar af leiðandi þarf að vinna hann í ódýrari umbúðir. Gull- ver iandaði á fímmtudag og átti að vinna aflann á föstudag og laugar- dag. Bændumir að Selstöðum urðu fyrir tilfínnanlegu tjóni af völdum snjóflóðsins, sem féll á föstudags- kvöldið á hlöðu og fjárhús. Húsin em mikið skemmd, hlaðan líklega gjörónýt. 14 kindur drápust, þær vom allar komnar að burði. Björg- unarsveitarmenn og heimamenn á Selstöðum náðu að bjarga 20 kind- um lifandi úr snjónum. Það tók um sex klukkustundir að moka út úr fjárhúsunum. Annað snjóflóð féll litlu utar, þar sem áður vom fjár- hús sem fóru í snjóflóði 1974. Þetta snjóflóð sem nú féll þar eyðilagði girðingar. Á Selstöðum hefur sama ætt búið mann fram af manni í marga ættliði og sagði Eyjólfur Kristjánsson bóndi þar, að afi hans hefði ekki munað eftir snjóflóði á þessari jörð áður. Fólk, sem býr í nokkmm húsum á mestu hættusvæðunum, hafði orðið að flýja hús sín á fimmtudag. í gær gat fólkið flutt heim til sín á ný. Vegurinn yfir Fjarðarheiði til Seyðisíjarðar var gjörsamlega tepptur af fannfergi og var á sunnu- dag byijað að ryðja þangað frá Egilsstöðum. Það gekk seint, þar sem snjór var blautur og vildi fest- ast í blásaranum. I gær tókst að Frá Seyðisfirði. Sjóinn innst i firðinum krapaði í hinni miklu fannkomu dagana fyrir og um helgina. komast yfír Fjarðarheiðina og verð- ur hún mdd í dag, þannig að fært verði öllum bflum. Norðfírðingar vom vegasam- bandslausir alla helgina og í gær var ekki búist við, að fært yrði til Neskaupsstaðar fyrr en í dag. Flug- völlurinn opnaðist þó á sunnudag og vom þá farnar tvær ferðir frá Egilsstöðum. Áður hafði farið snjóbfll frá Neskaupsstað yfír Odds- skarðið og til Egilsstaða, en eftir að opnaðist fyrir flugið yar hætt við frekari snjóbflaferðir. í gær var éljagangur á Neskaupsstað. Vopnfírðingar biðu enn í gær eftir að vegir opnuðust norðureftir til Þórshafnar. Verið er að ryðja veginn. Flogið var til Vopnafjarðar á laugardag. Þar var svipað veður og annars staðar á Austfjörðum, éljagangur en fremur kyrrt og hafði hlýnað. Góð færð var á götum bæjarins. Á Fáskrúðsfírði var nokkuð gott veður og 1 - 2 gráða frost í gær. Þar hefur hretið bitnað illa á sumar- gestum: Skógarþrestir hafa fundist frosnir í hel. Þeir hafa haldið sig upp við húsveggi, fínna líklega ein- hvem yl leggja út í gegn um vegg- ina. Albert Kemp, fréttaritari Morg- unblaðsins á staðnum, var að fylgj- ast með fuglunum á sunnudag út um stofugluggann hjá sér. Þá tók hann eftir að einn fuglinn hafði ekki hreyft sig lengi. Þegar betur var að gáð, kom í ljós, að fuglinn hafði frosið í hel. Álbert sagði að Skógarþrösturinn hefði komið til Fáskrúðsfjarðar fyrir um tveimur vikum. Segja má að þeir vorboðar hafí fengið kuldalegar viðtökur að þessu sinni. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður unnið að því að ryðja vegi á Austurlandi eins og afköst tækja og manna leyfa næstu daga. Ekki má þó mikið hreyfa vind, til þess að vegi teppi aftur, einkum þó fjallvegi þar sem snjómokstur hefur myndað djúpa ruðninga. „Hryggur- innkom- inní ofninn“ „Það er gott hljóð í okkur hér, ég er búin að setja hrygginn í ofninn og lífið er farið að ganga sinn vana- gang,“ sagði Þóra Guð- mundsdóttir á Seyðisfirði í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún var þá komin heim aftur eftir að hafa þurft að flýja hús sitt vegna snjó- flóðahættu. „Við erum búin að moka frá gluggunum og hurðinni, það var allt á kafí,“ sagði Þóra. Hún sagði að ekki væri beygur í þeim að flytja aftur heim. Þegar stytt hefði upp og sést til fjalla á ný, þá hefði komið í ljós að ekki var eins mikill snjór í fjallinu og haldið hafði verið. „Þannig að við höfum sennilega ekki verið í neinni yfírvofandi hættu, enda er þetta varúðarráðstöfun. Hér hefur aldrei fallið snjóflóð, svo að það er engin sérstök ástæða til þess að vera hræddur um að fara á kaf.“ Morgunblaðið/Magnús Rejmir Jónsson Fjárhúsin á Selstöðum, myndin er tekin daginn eftir að snjóflóðið féll á hlöðuna og fjárhúsin. Annar bóndinn á Selstöðum, Eyjólfur Kristjánsson, gengur hér niður í fjárhúsin. Snjóflóðið umlukti húsin og þegar myndin er tekin hafði enn fennt í.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.