Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 3

Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 •>3 Getur varðað sex ára fangelsi að valda bana- slysi í umferðinni ÖKUMENN, sem verða valdir að banaslysum geta átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisdóm, sem er þyngsta refsing, sem lög leyfa í slíkum málum. Árlega eru nokkrir ökumenn ákærðir fyrir mann- dráp af gáleysi í umferðinni og mörg dæmi eru um að kveðnir hafi verið upp skilorðsbundnir fangelsisdómar i málum af því tagi. Að sögn Gylfa Jónssonar lög- reglufulltrúa liggur fyrir að maður- inn, sem varð valdur að banaslysinu á Skúlagötu aðfaranótt laugardags- ins, hafði verið við drykkju um kvöldið og tekið bílinn sem hann ók ófijálsri hendi. Hann kom að bílnum ólæstum og með lyklum í kveikjulás. Maðurinn, sem er rösk- lega þrítugur, er ökuréttindalaus, hafði áður verið sviptur ökuréttind- um fyrir umferðarlagabrot. Talið er að maðurinn hafi verið á mikilli ferð er hann ók austur Skúlagötu Umferðarslys: á öfugum vegarhelmingi og lenti framan á bíl hjóna sem voru á leið vestur. Kona, sem var farþegi í framsæti bílsins, lést en eiginmaður hennar, sem ók bílnum, slasaðist mikið og liggur nú á sjúkrahúsi. Skömmu áður en slysið varð hafði leigubílstjóra naumlega tekist að forðast árekstur við ölvaða manninn með því að aka upp á gangstétt. Að lokinni aðgerð vegna lítils- háttar meiðsla, sem maðurinn hlaut við áreksturinn, var honum tekið blóð til að ákvarða alkóhólinnihald Ellefu banaslys frá áramótum í blóði hans en síðan hafði lögreglan hann í vörslu sinni uns hann þótti hæfur til skýrslutöku næsta dag. Hann var síðan látinn laus þar eð ekki var talið að rannsókn málsins krefðist þess að hann yrði úrskurð- aður í gæsluvarðhald. Mál mannsins er enn til rannsóknar hjá Slysarann- sóknadeild lögreglunnar í Reykjavík en verður sent ríkissaksóknara til ákvörðunar á næstunni. Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari neitaði í gær að svara spumingum um hvaða refsingar ákæruvaldið m'uni krefjast yfir manninum og eins vildi hann engar upplýsingar gefa um hvort dómar hefðu áður fallið í hliðstæðum mál- um og hvaða refsingar hefði þá verið krafíst. Á hveiju ári eru nokkrir öku- menn, sem talið er að hafi valdið banaslysum í umferðinni með gá- leysi sínu, ákærðir fyrir manndráp af gáleysi og eru þá dæmi um að í slíkum málum hafi verið beitt skil- orðsbundnum fangelsisdómum, auk greiðslu sektar og ökuleyfissvipt- ingar samkvæmt ákvæðum um- ferðarlaga. Morgunblaðið/Júlíus Reykkafari slökkviliðsins kemur út úr ammoníakgufunum. Að baki honum má sjá blásarann, sem notaður var til að blása eitraða loft- inu út úr kæliklefanum. Reykkafarinn er klæddur einum hinna nýju hlífðarbúninga slökkviliðsins, sem standast eitraða vökva og gufur og auðvelda slökkviliðsmönnum því að fást við efnaslys eins ogþetta. • • Olvun átti þátt í fjórum slysanna Sambandshúsið á Kirkjusandi: Ammomaksrör sprakk Nýir slökkviliðsbúningar komu að góðum notum ÖLVUN er talin hafa átt hlut að máli í fjórum af ellefu banaslys- um sem orðið hafa í umferðinni hérlendis í ár. Hinn 1. júlí í fyrra höfðu orðið 9 banaslys i um- ferðinni. Pjórar konur og sjö karlar hafa látist í umferðinni frá áramótum. Fimm slysanna hafa orðið utan Reykjavíkur en 6 í höfuðborginni. Þrír gangandi vegfarendur hafa látist, allir í Reykjavík. Að sögn Sigurðar Helgasonar fulltrúa hjá Umferðarráði hefur ölv- un undanfarin ár komið við sögu í um fjórðungi umferðarslysa hér- lendis. Sigurður sagði að sumar- mánuðurimir væru jafnan tími al- Anna Jóna Jónsdóttir. Lést í um- ferðarslysi Konan sem lést í umferðar- slysi á Skúlagötu aðfararnótt laugardagsins hét Anna Jóna Jónsdóttir, 31 árs gömul til heimilis að Ásvallagötu 15 í Reykjavík. Hún starfaði sem búningahönnuður og lætur eftir sig eiginmann og 10 ára gamlan son. Eiginmaður Önnu Jónu, Jó- hann Sigurðarson, leikari, slas- aðist alvarlega og liggur þungt haldinn í sjúkrahúsi. varlegustu umferðarslysanna og þá væri einnig meira um ölvunarakstur en ella. Hann kvaðst telja að mikil þörf væri á að efla forvarnar- og áróðursstarf í umferðarmálum en sagði að til þess að svo mætti verða þyrftu að koma til auknar Ijárveit- ingar. Umferðarmál: Þarf sam- stillt átak - segir lögreglustjóri „ÞAÐ MÆTTI herða viðurlög við alvarlegum umferðarbrotum en vandinn í umferðarmálum verð- ur ekki eingöngu leystur með hertum viðurlögum, heldur þarf að koma til samstillt átak margra aðila,“ sagði Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík. „Ölvunarakstur er mikill á is- landi samanborið við nágrannalönd- in og það virðist ekki slá á fjölda þeirra sem gerast sekir um slík brot. Miklar umræður og áróður í þessum málum virðist því miður ekki hafa borið tilætlaðan árang- ur,“ sagði lögreglustjóri. Böðvar Bragason sagði að það sem af er árinu hafi lögreglan í Reykjavík kært um 460 ökumenn fyrir ölvun við akstur og einnig hafi kærum vegna réttindaleysis við akstur fjölgað verulega frá fyrra ári. A VEGUM dómsmálaráðherra hefur undanfarnar vikur verið unnið að könnun á refisákvæðum vegna alvarlegra umferðarlaga- brota. Jón Sigurðsson dómsmála- ráðherra skipaði í vetur nefnd til að vinna að þessari könnun og sagði hann i samtali við Morg- unblaðið að hann teldi fulla ástæðu til að kanna hvort þörf sé á að endurskoða löggjöf hvað SLÖKKVILIÐIÐ var í gær kallað að hinum nýju aðalstöðvum SÍS á Kirkjusandi. Þar er nú verið að vinna að uppsetningu nýs kælikerfis sem notar ammoníak sem kælivökva og hafði lyftari ekið á ammoníaksrör og það sprungið. Eitraðar gufur stigu upp af pollinum sem myndaðist og megnan fnyk lagði um ná- grennið. Slökkviliðið komst fyrir lekann og að sögn Rúnars Bjarnasonai, slökkviliðsstjóra, Hafnarfj ör ður: Átta ölvaðir við stýri ÁTTA ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvunar við akstur í Hafn- arfirði um helgina og er það óveiyu há tala þar í bæ. Tvö slys urðu í bænum, annað á laugardag og hitt á sunnudags- kvöld. Á laugardag hjólaði 4 ára bam fyrir bifreið á Grænukinn, en meiddist þó lítið. Á sunnudagskvöld um kl. 20 varð unglingspiltur á skellinöðru fyrir bifreið á mótum Mjóasunds og Austurgötu. Pilturinn meiddist nokkuð á fæti. þetta varðar. Ráðherra sagði að undanfarnar vikur hefðu orðið hörmulegir at- burðir sem, þótt ólíkir séu, beri vitni um skeytingarleysi fyrir velferð samferðarmanna í umferðinni. Nauðsynlegt sé að stemma stigu við þessu viðhorfi og auk hertra viðurlaga geti virk upplýsinga- og áróðursstarfsemi verið mikilvæg í því skyni. var ekki veruleg hætta á ferðum og enginn slasaðist. Ammoníak getur haft skaðleg eituráhrif. Að sögn slökkviliðsstjóra var slökkviliðið vel í stakk búið að fást við lekann, enda hafði það í fyrri- nótt vaktað í fyrsta skipti löndun ammoníaksskips í áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi til þess að gæta fyllsta öryggis við áfyllingu ammoníakstanks verksmiðjunnar. Rúnar sagði að slökkviliðið væri nýbúið að fá sér efnaþolna búninga til þess að auðvelda sér viðureign við eiturefnaleka á borð við þennan. „Fólk veit oft ekki almennilega hvert það á að snúa sér ef efnaleki kemur upp, og til dæmis báðu þeir sem hringdu héðan ekki um annað en að fá blásara að láni til þess að þurrka upp ammoníakspollinn," sagði Rúnar. „Hins vegar er slökkviliðið rétti aðilinn til þess að fást við svona hluti.“ Slökkviliðsstjóri vildi taka fram að við meðferð ammoníaks og ann- Heimsbikarmót í skák hefst í dag: Jóhann mæt- ir Spasskíj ANNAÐ heimsbikarmót Stór- meistarasambandsins í skák hefst í dag í Belfort í Frakk- landi. Jóhann Hjartarsson tek- ur þátt í mótinu, sem er í 15. styrkleikaflokki af 16 mögu- legum og er því eitt sterkasta skákmót sem haldið hefur ver- ið. í fyrstu umferðinni teflir Jó- hann við Boris Spasskíj og í ann- arri umferðinni, sem tefld verður á morgun, hefur hann svart á móti Anatoly Karpov, fyrrum heimsmeistara, og andstæðingi sínum í næstu umferð áskorenda- einvíginna. Auk Karpovs tekur Garrí Kasparov, núverandi heims- meistari, einnig þátt í mótinu, en alls eru þáttakendur sextán. Sjá ennfremur skákþátt Mar- geirs Péturssonar á bls. 25. arra hættulegra efna væri ástæða til að sýna fyllstu varúð, til dæmis að vera með gasgrímu og í góðum hlífðarfatnaði. Vesturbæjar Apótek: Kristján P. Guðmunds- son fær lyf- söluleyfið Heilbrigðisráðherra hefur veitt Krisjáni P. Guðmundssyni, lyfsala í Borgamesi, lyfsöluleyfi Vestur- bæjar Apóteks. Tekur Kristján við stöðunni um áramót af Birgi Ein- arssyni. Fjórtán sóttu um stöðuna auk Kristjáns. Þeir voru: Ríkharður Axel Sigurðsson forstöðumaður, Bessi Gíslason lyQafræðingur, Einar Magn- ússon lyfjafræðingur, Einar Ólafsson forstöðumaður, Freyja M. Frisbæk forstöðumaður, Gylfí Garðarsson lyf- sali, Halldór Magnússon forstöðu- maður, Ingolf J. Petersen lyfjamála- stjóri, Jón Björnsson lyfsali, Jón Zimsem lyflafræðingur, Jón R. Sveinsson lyfsali, Kristinn R. Gunn- arsson lyfsali, Þorgils Baldursson lyfjafræðingur og Þórdís Kristmunds- dóttir prófessor. Þyrlan sótti sjómann ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti sjúkan sjómann um borð í togarann Engey frá Reykjavík á sunnudagskvöld. Togarinn var staddur um 20 sjómílur suð-vestur af Reykjanesi. Talið var að maðurinn væri með botn- langabólgu og því ákveðið að koma honum á sjúkrahús. Þyrlan lenti við Borgarspítalann um kl. 23 og sam- kvæmt upplýsingum Landhelgis- gæslunnar gekk ferðin í alla staði vel. Dómsmálaráðherra: * Astæða til að endur- skoða refsilöggjöfina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.