Morgunblaðið - 14.06.1988, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988
35
Mandela-tónleikar á
Wemble v-leikvanaí
London, Reuter. v J
Reuter
Turgut Ozal, forsætisráðherra Tyrklands (til hægri), og Andreas
Papandreou, forsætisráðherra Grikklands (til vinstri), sjást hér kanna
heiðursvörð hermanna á alþjóðaflugvellinum i Aþenu.
Qzal í Grikklandi:
Víðtæk mótmæli
Kýpur-Grikkja
Krefjast brottflutnings tyrknesks herliðs
A^en
IRISl
enu, Níkosíu, Reuter.
GRÍSKA lögreglan hafði mikinn
viðbúnað í gær er Turgut Ozal,
forsætisráðherra Tyrldands, kom
í þriggja daga, opinbera heim-
sókn til Grikklands. Þúsundir lög-
reglumanna, þ. á. m. leyniskyttur,
gættu ráðhcrrans á leið hans til
hótelsins er hann gistir. Fjöldi
Kýpur-Grikkja, i Grikklandi jafnt
sem á Kýpur, notaði tækifærið til
að mótmæla veru tyrkneska her-
liðsins á svæði tyrkneska minni-
hlutans á Kýpur.
Markmið heimsóknar Ozals er að
fylgja eftir friðarumræðum sem
hann hefur að undanfömu átt við
Papandreou, forsætisráðherra
Grikklands. Ríkin eiga bæði aðild
að Atlantshafsbandalaginu en sam-
búðin hefur lengi verið stirð.
Ýmsir hópar, sem telja sig eiga
Tyrkjum grátt að gjalda, hafa hótað
að trufla heimsóknina. Fyrir utan
Kýpur-Grikki má nefna Armena og
Kúrda.
Nokkrir tugir kvenna af ættum
Kýpur-Grikkja lokuðu í gær að-
gönguleiðum að Akrópólis-hæðinni
í höfuðborginni, Aþenu, og urðu er-
lendir ferðalangar frá að hverfa en
hæðin með hofum sínum er einn af
merkustu sögustöðum landsins. Lög-
reglu tókst að reka konumar á brott
eftir þriggja stunda þóf. Þær vildu
mótmæla því að þær misstu heimili
sín á Kýpur er tyrkneski herinn
hemam norðurhluta Kýpur árið
1974 til að vemda hagsmuni landa
sinffa á eynni.
Á Kýpur fóm þúsundir manna um
götur höfuðborgarinnar, Nikósíu, og
heimtuðu að Grikkir settu það að
skilyrði fyrir bættri sambúð við
Tyrki að tyrkneska herliðið yrði á
brott. Ozal hefur lýst því yfir að
ekki sé mögulegt að fmna lausn á
þvi máli í snatri og Tyrkir myndu
alls ekki láta undan þvingunum.
MIKIÐ var um að vera á Wem-
bley-leikvanginum í Lundúnum á
sunnudag þegar þar voru haldnir
tónleikar tíl heiðurs suður-
afríska blökkumannaleiðtogan-
um Nelson Mandela sjötugum en
hann hefur verið í fangelsi í
Suður-Afríku í 24 ár. Rúmlega
70.000 manns sóttu rokktónleik-
ana sem stóðu yfir í 10 klukku-
stundir og var sjónvarpað beint
til 400 milljóna manna um allan
heim.
„Við emm hér öll samankomin í
dag til að taka þátt í einstæðum
atburði fyrir mikinn mann, þann
sem er leiðtogi kúgaða svarta meiri-
hlutans í Suður-Afríku," sagði
bandaríski söngvarinn Harry Bela-
fonte í upphafi tónleikanna og hann
bætti við: „í dag höldum við upp á
sjötíu ára afmæli hans. Það, sem
við viljum, er að heiðra þig Nelson
Mandela og við viljum sjá þig og
samfanga þína, sem einnig em í
haldi af stjórnmálalegum ástæðum,
fijálsa."
Að sögn skipuleggjenda era tón-
leikamir ásamt bflarallíi sem á að
fara fram í Glasgow um næstu
helgi áskomn allrar heimsbyggðar-
innar til stjómvalda í Suður-Afríku
um að láta blökkumannaleiðtogann
lausan á afmælisdegi háns, 18. júlí
næstkomandi.
Tónleikamir hófust með því að
breska poppstjaman Sting sté á
sviðið en á eftir honum tróðu ýmsar
stjömur úr poppheiminum upp.
Þeirra á meðal vom Stevie Wond-
er, George Michael, dúettinn Eur-
ythmics og Whitney Houston. Eins
Reuter
og áður segir var tónleikunum sjón-
varpað beint til fjölmargra landa
og má geta þess að á meðal þeirra
sem keyptu beinan sýningarrétt af
breska sjónvarpinu vom Japanir,
Bandaríkjamenn og Sovétmenn.
Forsvarsmenn BBC (breska sjón-
varpsins) og leiðtogi Afríska þjóðar-
ráðsins hafa tilkynnt að þeir fjár-
munir sem safnast hafa með tón-
leikunum muni renna til samtaka
sem beijast gegn aðskilnaðarstefn-
unni í Suður-Afríku og til sjö góð-
gerastofnana sem hjálpa bömum í
Suður-Afríku.
Annie Lennox syngur fyrir rúm-
lega 70.000 áhorfendur á Wembl-
ey leikvanginum á sunnudag.
Sovétríkin:
Najibullah í heimsókn
Moskvu, Reuter.
NAJIBULLAH, forseti Afganist-
ans, hitti Míkhaíl Gorbatsjov, leið-
toga Sovétríkjanna, að máli i
Moskvu í gær. Eftir þann fund
sökuðu sovésk stjómvöld Pakist-
ani um að leyfa afgönskum skæm-
liðum að halda sovéskum
stríðsföngum í Pakistan og kröfð-
ust þess að Sovétmennimir yrðu
þegar i stað leystir úr haldi.
Fréttastofan Tass skýrði frá því
að Gorbatsjov hefði efnt til morgun-
fundar með Najibullah, sem kom til
Moskvu á sunnudag eftir að hafa
verið í heimsókn í Kúbu. Najibullah
lagði af stað til Afganistans eftir
Kremlarfundinn og á meðan ræddi
aðstoðamtanríkisráðherra Sovétríkj-
anna, Júlí Vorontsov, við sendiherra
Pakistans í Moskvu og krafðist þess
að Pakistanir tryggðu að sovéskir
stríðsfangar yrðu leystir úr haldi og
fluttir til Sovétríkjanna. Tass greindi
frá því að sovésk stjómvöld hefðu
ítrekað hvatt stjóm Pakistans til að
beita sér fyrir því að stríðsfangamir
yrðu leystir úr haldi eftir að samning-
urinn um Afganistan var undirritað-
ur í aprfl.
Fórnarlömb
hreinsana fá
uppreisn æru
Gregoríj Zínovíev (til vinstri) og
Lev Kamenev sem vom skotnir
eftir að hafa verið dæmdir til
dauða sem „óvinir verkalýðsins"
á fjórða áratugnum, vom hreins-
aðir í gærmorgun af ákærunum,
að þvi er sovéska dagblaðið íz-
vestía greindi frá í gær. Að sögn
blaðsins hreinsaði æðsti dómstóll
Sovétríkjanna Kamenev, Zínovíev
og tvo aðra andstæðinga Stalíns,
Júri Pjatakov og Karl Radek, sem
dæmdir vora til dauða í sýndar-
réttarhöldunum á árunum 1936
og 1937. „Rétturinn úrskurðaði
að þeir væm saklausir fyrir lög-
unum, ríkinu og verkalýðnum,“
segir í blaðinu. „Ríkið sem þeir
áttu þátt í að skapa fyrir 50 ámm
hefur veitt þeim uppreisn æra.“
Voc/o.
ERMILLJON!
KLASSÍKER í HEIMIBÍLANNA
Verödœmi:
VOLVO 240 GL 4ra dyra.m / sjálfskiptingu
3 þrepa + yfirgfr kr. 1.014.000.-
Útborgun 25% kr. 253.000.-
Eftirstöövar á 30 mánuöum.
Eöa notaöa bílinn uppí sem útborgun og
eftirstöövar á 12—30 mánuöum.
ÞÚ KEMUR Á GAMLA BÍLNUM OG EKUR ÚT
Á NÝJUM!
ÞÚ GETUR LÍKA FENGIÐ ÓDÝRARI VOLVO!
Verö trá kr. 641.000,-
Útborgun 25% — eftirstöðvar allt aö 30
mánuöir.
Clfeiár
1968-1988
Innifaliö í veröi:
Vökvastýri • klukka • lituðgler • upphltuöframsœti
púöar á fram- og aftursœtum • þokuljós i afturljósum
2 útispeglar (stillanlegir innanfrá) • purrkuráframljósum • upphituö afturrúöa • höfuö-
barnalœsing • 5 öryggisbelti • ryövörn. Allt þetta á kr. 1.014.000.-