Morgunblaðið - 14.06.1988, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 14.06.1988, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 Flugvöllurinn á Akureyri minnti a stöðuvatn þegar flóðin Morgunblaðið/Rúnar Þór Eyjafjarðará náðu hámarki. Fulltrúar frá vina- bæjum í heimsókn FULLTRÚAR frá vinabæjum Ak- ureyrar á Norðurlöndum voru í heimsókn hér um helgina þar sem m.a. var haldinn formlegur fund- ur og ákveðið að efna til sérstakra vinabæjavikna þessara bæjarfé- laga í framtíðinni. Fyrsta vina- bæjavikan verður haldin á þessu ári í Randers í Danmörku en árið 1991 kemur röðin að Akureyri. Gunnar Ragnars, forseti bæjar- stjómar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hver vika yrði þannig upp- byggð að hún innihéldi eitthvert áhveðið þema, og yrði það þá gest- anna jafnt sem gestgjafanna að leggja til efni í hverja viku. Sagði hann að þemað í Randers yrði í tengslum við tónlist og að héðan frá Akureyri færi m.a. Big band hljóm- sveit. Þemað hér á Akureyri 1991 sagði hann að yrði hins vegar tengt bókmenntum. Vinabæir Akureyrar á Norður- löndunum eru Álasund í Noregi, Randers í Danmörku, Lathi í Finn- landi, Vesteras í Svíþjóð og Narsakk á Grænlandi. Fjórir fulltrúar voru að þessu sinni frá hveiju landi, og stóð heimsókn þeirra yfir helgina. Farið var með þá í Laxdalshús eftir fundinn á laugardag, og þar var þeim boðið upp á hangikjöt og skyr, en síðan var farið í gönguför í blíðunni, og Lystigarðurinn m.a. skoðaður. Um kvöldið var síðan farið með hópinn til Grímseyjar. Þar var geng- ið norður á Grímseyjarbjarg þar sem Gunnar Ragnars sagði að hefði verið hægt að spóka sig i miðnætursólinni. Vatnavextirnir í Eyjafjarðará: Þjóðvegurimi simnan flug- vallar hækkaður um 60 sm Vatnavextirnir í Eyjafjarðará eru nú í rénum. Einn viðmæl- andi Morgunblaðisins taldi að áin hefði aldrei flætt eins mikið yfir bakka sína og nú, en Aðal- steina Magnúsdóttir á Grund í Eyjafirði taldi þó að flóðið í ánni fyrir tveimur árum hefði verið alveg jafn mikið, auk þess sem vatnavextirnir hefðu verið miklu meiri árið 1939, en að hennar sögn var Eyjafjörður þá eins og eitt stórt stöðuvatn. Eins og fram hefur komið í fréttum flæddi Eyjafjarðará yfir gamla þjóðveginn sunnan flugvall- arins og alla leið inn á flugvallar- svæðið. Rúnar Sigmundsson, flug- vallarstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að vatn hefði náð inn á flugvallarplanið, þannig að flugvélar í farþegaflugi hefðu þurft að keyra alveg upp að flug- stöðvarbyggingunni til þess að fólkið kæmist inn þurrum fótum. „Það flæddi inn í slökkvistöðina og vélageymslu flugvélastjómar, auk þess sem vatn fór inn í flug- skýli Flugfélags Norðurlands," sagði Rúnar í samtali við Morgun- blaðið. Sagði hann að það hefði verið vegna snarræðis eins starfs- manns, sem kom til starfa um INNLENT klukkan sjö á laugardagsmorgun, að tekist hefði að bregðast skjótt við og dæla vatni úr byggingunum og veija þær síðan fyrir vatns- flaumnum. „Það þarf náttúrlega eitthvað að gera til þess að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig og ég held að meiningin sé að hækka gamla þjcðveginn sunnan flug- brautarinnar um ca. 60 sm en þá ætti hann hugsanlega að geta myndað góðan vamargarð," sagði Rúnar að lokum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fulltrúar vinabæjanna á Norðurlöndum fyrir framan Laxdalshús á Akureyri. Róbert B. Árnason, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar. Kísiliðjan 20 ára: Björn Jósef ALrnviðarson, stjóm- arformaður Kísiliðjunnar, í ræðustól á aðalfundi. Kísiliðjan í Mývatnssveit Morgunblaðið/Rúnar Þór Hagnaður 12 milljóiiir og staða fyrirtækisms sterk HAGNAÐUR Kísiliðjunnar við Mývatn nam á síðasta ári rúm- Iega 12 milljónum króna en það er um 4,8% af rekstrartekjum STEFAHIA 96-26366 AKUREYRI 96-26366 fyrirtækisins. Á aðalfundi Kisiliðjunnar, sem haldinn var í gær, kom fram í máli sljórnar- formannsins, Bjöms Jósefs Araviðarsonar, að afkoma verk- smiðjunnar hefði verið betri fyrstu fjóra mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra og væri það betri afkoma en reikn- að hafði verið með. Sagði hann að þrátt fyrir þetta væri ekki séð að aðstæður á kísilgúrmörk- uðum hefðu breyst til hins betra; gengi Bandaríkjadals væri enn lágt og margir söluað- ilar bitust um markaðinn. Á þessu ári eru liðin 20 ár síðan Kísiliðjan var stofnuð og af því tilefni komu hingað til lands 43 fulltrúar 18 landa, til að kynna sér rekstur hennar, en hún er eina kísilgúrverksmiðjan í heiminum sem vinnur kísilgúr af botni vatns, því annars staðar er hann unnin úr þurrum námum. Utflutningur Kísiliðjunnar nam á síðasta ári tæplega 22 þúsundum tonna af kísilgúr, en það er um 17% minni útflutningur en árið 1985, þegar metár var í útflutn- ingi hjá fyrirtækinu. Björn Jósef Arnviðarson sagði þó að rekstrar- niðurstaða ársins 1987 yrði að teljast viðunandi þar sem tekjur milli ára stæðu nánast í stað. Þá sagði hann að rekstarfjárstaða Kísiliðjunnar væri mjög góð og að heildarskuldir væru aðeins samtals 5,8% af eigin fé fyrirtækisins. „Staða Kísiliðjunnar er sterk; við skuldum sama sem ekki neitt og því hefur íjármagnskostnaður verið mjög lítill," sagði Róbert B. Agnarsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, eftir aðalfundinn í gær í samtali við Morgunblaðið. „Gengisfellingarnar tvær, sem urðu fyrir skömmu, bættu stöðuna töluvert fyrir fyrirtækið, og maður vonar bara að kostnaðarhækkanir hér innanlands á næstunni verði skaplegar, þrátt fyrir að útlit sé fyrir 20-25% verðbólgu. Sam- keppnin á þessum markaði er orð- in verulega mikil. Bandaríkjamenn selja mikið af kísilgúr á Evrópu- markað, en það er sá markaður sem við höfum aðallega selt á, og þar hafa þeir boðið kísilgúrinn á lægra verði en við. Við höfum hins vegar verið mjög heppnir með selj- endur fyrir okkur, Manville Corp- oration, en þeir eru stærstu selj- endur kísilgúrs í heiminum,“ sagði Róbert.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.