Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 45

Morgunblaðið - 14.06.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 45 Fjárfestíngar í landbúnaðí eftir Níels Árna Lund Að undanfömu hefur orðið tals- verð umræða um offjárfestingar í ýmsum atvinnugreinum. Til að gefa nokkra mynd af stöðu þess- ara mála í landbúnaði er þessi grein rituð. í skýrslu fjármálaráðherra til Alþingis um ríkisQármál 1987 kemur fram að útgjöld ríkissjóðs til landbúnaðar og niðurgreiðslna á landbúnaðarvörum hefur frá ár- inu 1983 lækkað um 1,6—1,7 milljarð króna, á verðlagi 1987. Arið 1983 voru útgjöld þessi sem hlutfall af vergri þjóðarfram- leiðslu um 2,5% en væru á síðasta ári komin niður í 1,7%. Lækkunin nemur um 0,8 á þessu árabili. Þá hafa fjárfestingar í land- búnaði, fyrir utan fískeldi, dregist verulega saman frá árinu 1976 sem hlutfall af heildarfjárfestingu atvinnuveganna. Á áratugnum 1970—1980 voru fjárfestingar í landbúnaði nálægt 15% af heildarfjárfestingu at- vinnuveganna en féllu niður í 10% og þar undir á þessum áratug. Sé fískeldi talið með hefur fjárfest- ingarhlutfallið numið um 13% sl. ár. Þijú dæmi Sé litið til þriggja fjárfestinga- þátta, þ.e.æs. ræktunar- og girð- inga, fjósa og fjárhúsa, kemur í ljós að samdrátturinn er mjög mikill eða nálægt 70%. Árin 1975 til 1980 nam fjárfest- ing til fyrmefndra viðfangsefna um 1 milljarði króna á ári. Árið 1987 nam íjárfestingin hins vegar tæplega 300 milljónum króna sem er aðeins rúmlega fjórðungur þess sem var á seinni hluta áttunda áratugarins. Svo sem sjá má hafa fjárfesting- ar á þessum sviðum dregist veru- lega saman. Sé litið til þess sam- dráttar sem átt hefiir sér stað í hefðbundnum landbúnaði má með rökum halda því fram að nauðsyn- legt hafí verið að draga þar eitt- hvað úr fjárfestingum, en hins vegar hlýtur jafnframt að vera brýnt að þar eigi sér stað eðlileg endumýjim, hvort heldur það er f húsakosti eða öðmm framkvæmd- um. Sé það ekki gert leiðir það til mjög kostnaðarsamra fram- kvæmda á stuttum tíma þegar að því kemur að ekki er lengur hægt að notast við það sem fýrir er. Fjárfesting vinnslustöðva Á línuritinu um vinnslustöðvar í landbúnaði sést glöggt hvemig fjárfesting í vinnslustöðvum land- búnaðarins hefur þróast. Fjárfest- ing árið 1987 nam tæplega 400 milljónum króna sem er minna en 60% af fjárfestingu ársins á und- an, en þá nam hún rúmlega 630 milljónum króna. Skýring þessa er m.a. sá mikli samdráttur sem orðið hefur í fram- leiðslu hefðbundinna búvara. Jafn- hliða honum er mjög brýnt að huga að endurskipulagningu á starfsemi mjólkurbúa og slátur- húsa þannig að þau aðlagi sig breyttum aðstæðum. Minni vöruinnf lutningur til landbúnaðar Innflutningur fyrir búvöru- samning var á bilinu 3—3,5% af heildarinnflutningi en árið 1987 er talið að innflutningur til land- búnaðar verði aðeins 1,5% af heild- inni. Verulega hefur dregið úr notk- un á innfluttu kjamfóðri og þann- ig hafa bændur stuðlað að því markmiði búvömlaganna að nýta innlend aðföng til framleiðslu bú- vara og hafa jafnframt dregið úr notkun aðfanga. % 100 90 • 80- 70 60- 50- 40 - 30- 20- 10- Fjárfestingar í landbúnaði 1970 - 1987 sem hlutfall af heildarfjárfestingu atvinnuveganna á sama tíma Verömæti reiknaö á verðlagi ársins 1980 ( landbúnadurinTj) HEIMILD: ÞJÓÐHAGSSTOFNUN r UmÝSWGAÞJÓN USTA LANDBUN A DARINS 1 970 1 972 1 974 1 976 1 978 1 980 1 982 1 984 1 986 1 988 Unru itniflu t.n i liyu'r til l<nullkúii<tð<«r si.-m hlutrul 1 *»f lici lduruoru i unf 1 n t n i imj i 4 . 4- 3.5- 3- Z.S- Z' 1.5* 1- 0.5- • O K \/\ MOTKUM ERLEMDKO AÐFOMGA HEFUR HIMNKOÐ UERULEGA A 70 72 74 76 70 OO UZ Ð4 06 ÓR ÚTGJOLD RÍKISSJÓÐS TIL LAMDBÚMOÐAR OG MIÐURGREIDSLMrt SEH HLUTFALL AF UERGRI DJÚÐARFRAHLEIDSLU ÁRIM 1903 TIL 1907 2.5 HLUT- FALL 1903 1904 1905 1906 1907 ÁR FJÁRFESTINGAR í LAMDIUiMAÐ I ÁRIM 1980-1987 Á UERDLAGI ÁRSINS 1907 HILLJ. KR. Þakkir til kórs Flensborgarskóla Kór Flensborgarskóla á tónleikunum í Víðistaðakirkju. Ljósmynd/Á.st. eftírÁrna Gunnlaugsson Það var ánægjulegt framhaid af hátíðahöldum í tilefni 80 ára af- mælis Hafnarfjarðarbæjar, að Kór Flensborgarskóla skyldi gefa bæj- arbúum kost á að hlusta á söng kórs- ins f Víðistaðakirkju á Sjómannadag- inn. En það var ekki aðeins, að kórinn kæmi þar fram undir öruggri og fijálslegri stjóm Margrétar Pálma- dóttur, söngkonu, heldur naut hann einnig stuðnings strengjakvartetts og orgelleiks Helga Bragasonar. Gaf það tónleikunum meiri fyllingu og fegurð. Kórinn og hljóðfæraleikarar fluttu saman Kyrie, Benedictus og Agnus Dei úr messu í G-dúr eftir F. Schubert. Var þeim flutningi og öðrum lögum komið til skila með mikilli prýði af þeim ungmennum, sem þama komu fram. Stjómandinn söng einsöng með kómum í laginu Panis Angelicus eft- ir C. Frank við mikinn fögnuð áheyr- enda. Aðrir einsöngvarar vom Helga Loftsdóttir, Jóhanna Rúnarsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Aðalsteinn Ein- arsson og Loftur Erlingsson, öll með góðar raddir, sem beitt var af smekkvísi. Þá lék einn kórfélaga, Rúnar Óskarsson á klarinett við und- irleik Guðrúnar Guðmundsdóttur, píanókennara og tókst samleikur þeirra með ágætum. Lagaval kórsins var smekklegt. M.a. söng kórinn ítölsk lög, sem æfð hafa verið fyrir Ítalíuferðina. Að lok- um flutti kórinn þrjú af lögum Frið- riks Bjamasonar. í síðasta laginu „Þú hýri Hafnarfjörður" tóku við- staddir undir að ósk stjórnandans. Til stóð að Kári K. Þormar, hinn efnilegi pfanóleikari og kórfélagi léki á píanó verk eftir Rachmaninoff. Af því gat ekki orðið, þar sem ekki tókst að fá að láni nægilega gott hljóð- færi. Vonandi eignast Víðistaða- kirkja sem fyrst vandað pfanó og að sjálfsögðu þyrftu fleiri staðir í Hafn- arflrði, sem bjóða upp á tónlistar- flutning, að eignast góð hljóðfæri. Ljóst er, að Margrét Pálmadóttir, sem stofnaði Kór Flensborgarskóla 1981, hefur þegar náð góðum tökum á kómum og athyglisverðum árangri eftir að hún tók aftur við stjórn hans fyrir einu ári. En vafalaust hefur ágætt starf fyrri stjómanda, Hrafn- hildar Blomsterberg, komið þar að góðum notum. Tónleikamir voru nokkuð vel sótt- ir. En vissulega hefðu fleiri Hafnfírð- ingar átt að sækja þessa ágætu og hugljúfu tónleika. Við Hafnfirðingar getum verið stoltir af því unga fólki í bænum okkar, sem gleður sjálft sig og aðra með glæstum árangri í því göfgandi tómstundastarfi, sem iðkun söngs og hljóðfæraleiks er. Þetta starf ber að styðja af alefli. 37 félagar em nú í Kór Flens- borgarskóla og af þeim fara 31 f söngferðalag til ítalfu í sumar. Um leið og hér em fluttar bestu þakkir fyrir eftirminnilega tónleika, er Flensborgarskóla óskað til hamingju með góðan kór. Höfundur er hæstaréttaHögmaður. Níels Arni Lund Á þessu er ljóst að landbúnaður- inn á engan þátt í sívaxandi við- skiptahalla, sem reynt er nú að stemma stigu fyrir. Þar verða aðr- ir að axla ábyrgð. Höfundur er starfsmaður land- búnaðarráðuneytisins. ERT þú að BYGGJA SUMAR- BÚSTAÐ? í eldhúsinn- réttinguna og skápana. starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.