Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.06.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 Bestu kaunin eru hiá okkur! Hjá okkur fáið þið orginal pústkerfi í allar gerðir MAZDA bíla á sérlega hagstæðu verði. Við veitum 20% afslátt ef keypt eru heil kerfi með festingum. Kaupið eingöngu EKTA MAZDA pústkerfi eins og framleiðandinn mælir með - þau passa í BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1.SÍMI 68 12 99 Þeir Gauti Már Gunnarsson og Ásgeir Björnsson sögðust hafa gam- an af öllu á leikjanámskeiðinu, en sérstaklega sundinu. Námskeið í Fellahelli: Bægslagangur í sund- laugunum í Laugardal Reykjavíkurborg býður upp á fjölbreytt íþrótta- og leikjanám- skeið í Fellahelli í sumar. Alls verða námskeiðin 5 og stendur hvert þeirra í hálfan mánuð. Um þessar mundir stendur fyrsta námskeiðið yfir. Farið er með börn- in í stuttar ferðir og þeim kenndir ýmsir leikir. Blaðamenn Morgun- blaðsins hittu um það bil 30 manna hóp á aldrinum 6-11 ára í sundlaug- unum í Laugardal nú fyrir skömmu. Þar gekk mikið á eins og við var að búast. Morgunblaðið/Einar Falur Unga sundfólkið skemmti sér hið besta í Laugardalslauginni eins og sjá má. Jón Emil Guðjónsson fv. framkvæmdastjóri gegni starfi sinu af trúmennsku enda ferst stundum fyrir að full- þakkað sé, ekki síst ef sá er gegndi hefur ekki hug á að bera sig eftir orðstír eða viðurkenningu. Það var Jóni ekki lagið. Honum var nóg að uppskera árangur erfíðis síns í vexti og viðgangi þess fyrirtækis sem honum var trúað fyrir. En íslenskir bama- og unglingaskólar og nem- endur þeirra um langt árabil standa í þakkarskuld við hann. Skuld sem hvorki var krafin né verður úr þessu greidd. Og er það ekki þannig sem best er að kveðja þegar kallið kemur? Það er að láta eitthvað eftir sig. Ættingjum og vinum Jóns Emils Guðjónssonar sendi ég samúðar- kveðjur. Kristján J. Gunnarsson Kveðja frá Námsgagna- stofnun Jón Emil Guðjónsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Ríkisútgáfu námsbóka er allur. Stjóm og starfs- fólk Námsgagnastofnunar vilja með þessum fáu línum votta honum virð- ingu sína um leið og sendar eru sam- úðarkveðjur til aðstandenda. Jón Emil var ráðinn framkvæmda- stjóri Ríkisútgáfu námsbóka eftir að um hana höfðu verið sett ný lög árið 1956, en hafði þá um árabil haft umsjón með afgreiðslu bóka útgáf- unnar sem starfsmaður Menningar- sjóðs. Löggjöfin 1956 markaði tíma- Fæddur 21. júní 1913 Dáinn 5. júní 1988 Yfír moldum góðs drengs, vinar og vinnufélaga í áratugi, fer ekki hjáþví að margar minningar vakni. Úr foreldrahúsum kom Jón Emil Guðjónsson með hugsjónir aldamóta- mannanna að leiðarljósi og kom það í ríkum mæli fram í störfum hans, sem hann sinnti af mikilli alúð og trúmennsku. Ég kynntist Jóni Emil er hann tók við starfí framkvæmdastjóra Ríkisútgáfu námsbóka 1956 og tók þátt í uppbyggingu fyrirtækisins undir hans stjóm. I því starfí komu mannkostir og upplag Jóns vel í ljós. Hann lagði áherslu á sterkan grund- völl og traustan fjárhag og býr Námsbókaútgáfan enn að þeim grunni. Áður gegndi Jón Emil starfí fram- kvæmdastjóra Bókaútgáfu Menning- arsjóðs og Þjóðvinafélagsins og kom með góða þekkingu á bókaútgáfu í sitt nýja starf auk þess sem kennara- menntun hans og kennslureynsla voru honum gott veganesti. Mikill áhugi hans og dugnaður kom ekki síst fram í þörf á að fylgj- ast með nýjungum og reynslu ann- arra í starfí og áhugamálum. Bóka- útgáfa átti hug hans og námsbækur skipuðu þar sérstakan sess. Ekki kom það á óvart að opnar náms- bækur voru við hlið hans síðustu lífdagana og ekki heldur að hugur hans var bundinn við þá hluti, sem gera þyrfti, fram á síðustu stund. Hér er ekki ætlunin að skrifa margar og langar minningar heldur stutta vinar- og þakklætiskveðju. Systrum hans og ættingjum votta ég dýpstu samúð við missi góðs bróð- urs og mæts manns. Bragi GuðjónssOn Eitt af því besta sem fyrir nokk- urn mann getur borið á lífsleiðinni er að kynnast góðu fólki. Þegar allt kemur til alls er það líklega ennþá meira virði en margir þeir kjarabótapakkar, uppfullir af mannsæmandi lífskjörum sam- keppnisþjóðfélagsins, sem ýmsir miskunnsamir atvinnusamveijar gauka öðru hvoru að þér til að kaupa sér fylgi þitt. Minningin um kynni mín af Jóni Emil Guðjónssyni er minning um mann sem mér þykir mikils um vert að hafa kynnst. Hann var heill hveijum manni sem hann átti skipti við og vinur vina sinna. Óvini held ég hann enga hafa átt en hefði svo verið myndi hann ekki að heldur hafa lagt þeim lastyrði. Um nærfellt aldarfjórðungsskeið störfuðum við Jón saman að mál- efnum Ríkisútgáfu námsbóka þar sem hann var framkvæmdastjóri. Verkefnið var stórt og vissulega var sá sem fór með framkvæmd þess yfír mikið settur. Þar voru þó í fullu gildi hin fomu spekiorð Meistarans að fyrst og síðast er nauðsynlegt að vera trúr yfír litlu því að smátt skammtaði ríkisvaldið alla fjármuni til ríkisútgáfunnar og í engu samræmi við umfang og þarfír. Varla get ég hugsað mér nokkurn mann sem í þessu efni hefði getað verið trúrri yfir litlu en Jón Emil Guðjónsson var og þó með framúrskarandi hagsýni og tals- verðum metnaði náð þeim árangri sem hann náði við að efla það van- burða fyrirtæki sem ríkisútgáfan var þegar hann tók við henni og stórbæta námsbókakost skólanna. Sjálfsagt er það í sjálfu sér svo sem aldrei þakkarvert þó að menn t6lvu Jt t/IHDIID HUQBÚNAÐUfí wvBKwlK. stm&Jmwmn mmm « % m mkvkmnIk * * Sterkbyggt og fallegt í Ijósum litum. * Hentar öllum gerðum prentara. * Hægt að hafa allt að 6 mismunandi pappírs- form í einu. * Þú skiptir um pappír með einu handtaki án þess að þurfa að beygja þig. * Ef þú þarft oft að skipta um pappír, þá erþetta prentaraborð fyrirþig. * íslensk hönnun — íslensk framleiðsla. * Styðjum íslenska framleiðslu — kaupum íslenskt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.