Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 61

Morgunblaðið - 14.06.1988, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1988 61 Friðþjófur Helga- son - Minning Fæddur 28. febrúar 1917 Dáinn 5. júní 1988 Þegar ég hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur fyrir rúmum fimmtán árum, gekk ég inn í hóp góðra drengja, sem ég hef bundist traust- um böndum. Einn úr þeim hópi hefur nú lokið jarðvistargöngu sinni og er kvaddur í dag með þakklæti, virðingu og trega. Friðþjófur var að mennt bifvéla- virki og bifreiðasmiður. Starfsheiti hans innan Slökkviliðs Reykjavíkur var umsjónarmaður slökkvitækja. Starf hans var fólgið í að sjá svo um, að öll tæki slökkviliðsins væru ávallt í fullkomnu lagi og ynnu eins og til er ætlast undir öllum kring- umstæðum. Friðþjófur þekkti skyldu sínar og gleymdi þeim ekki, á því gátu mannslíf oltið. Sem handverksmaður var Frið- þjófur í fremstu röð. Átti hann til að endurbæta ný tæki, ef honum fannst ástæða til. Hafði hann dijúgt gaman af fyrir allnokkrum árum, þegar hann fékk í hendur nýja slökkvidælu frá einum stærsta og þekktasta framleiðanda á því sviði í heiminum, og sá þá, að búið var að gera á henni þær sömu endur- bætur og hann hafði gert árum áður á dælum slökkviliðsins. Árinu áður hafði fulltrúi fyrirtækisins ver- ið hér á ferð og skoðað búnað Slökkviliðs Reykjavíkur. Friðþjófur var hugsjónamaður og átti sér margar draumsýnir, þar á meðal þá, að vélbúnaður og jafnvel stríðstól, kæmu í stað manna við slökkvistörf. Jarðbundnari menn brostu að slíku. En í dag keppast við stórir hópar tækniliða víða um heim að þróa vélmenni til slíkra áhættustarfa. Þeirri vinnu miðar það áleiðis, að víst má telja, að á fyrri hluta næstu aldar verði menn af holdi og blóði hættir að leggja lif sitt og limi að veði við slökkvi- störf. í slíkar áhættur verða notuð vélmenni í líkingu við hugmyndir Friðþjófs. Ég held, að engum hafí ég kynnst, sem er jafn vel lesinn í hinni helgu bók, Biblíunni, og Friðþjófur var. Lestur hennar var honum jafn töm og okkur hinum dagblöðin. í þeirri bók taldi hann sig fínna þá smíðalýsingu er hann áleit sig þurfa að fullgera meistarastykki sitt. En það var að göfga sinn innri mann öðrum til eftirbreytni. Höfuðsmið- urinn mun örugglega meta það meistarastykki að verðleikum. Við hjónin sendum Dísu, börnun- um og öðrum aðstandendum Frið- þjófs innilegar samúðarkveðjur. Ásmundur J. Jóhannsson í dag er til moldar borinn tengda- faðir minn, Friðþjófur Helgason, bifvélavirki og fyrrurri brunavörður. Hann fæddist 28. febrúar 1917 I Reykjavík, sonur hjónanna Helga Vigfússonar og Valgerðar Bjama- dóttur og var hann elstur 4 bama þeirra hjóna, en hin em Helga, Vig- fús og Baldur. Friðþjófur nam snemma bifvélavirkjun og hef ég heyrt marga tala um hve góður bifvélavirki hann var og einnig vann hann töluvert við réttingar á bflum og þá sérstaklega á Akranesi þegar hann bjó þar og veit ég af eigin raun að hann var hagleiksmaður mikill á tré og járn. Árið 1941 stígur Friðþjófur það gæfuspor að giftast Bergdísi Ingi- marsdóttur frá Akranesi og bjuggu þau þar ein 16 ár, 1958 fluttu þau til Reykjavíkur og Friðþjófur réðst þá til starfa hjá Slökkviliði Reykjavíkur sem brunavörður og eftirlitsmaður með slökkvitækjum, og starfaði hann hjá slökkviliðnu þar til fyrir 2 ámm þegar hann lét af störfum vegna sjúkleika. Bergdísi og Friðþjófí varð 6 bama auðið. Þau em: Valgeir, ókvæntur, Auður, gift Eysteini Guðmunds- syni, Hildur, gift Finnboga Bald- vinssyni, Valgerður, gift Ólafí Jóns- syni, Helgi, kvæntur Guðríði Daní- elsdóttur, Fjóla, ógift, og em bama- bömin orðin 11 og 1 bamabarna- bam. Friðþjófur var trúrækinn maður og kveið hann ekki endalokum sínum því hann vissi að dauðinn yrði ekki annað en dyr inn í annan heim sem beið hans og hann trúði á, veit ég að sá sem öllu ræður tekur vel á móti honum. Friðþjófur var meðlimur f Frímúrarareglunni, og fannst hon- um reglan gefa sér mikinn styrk í sinni trú, trúnni á Guð. Ég þekkti Friðþjóf í 23 ár og reyndist hann mér mjög vel hvenær sem ég leit- aði til hans, hann var þannig gerð- ur að hann vildi allt fyrir alla gera ef hann gat. Friðþjófur var bam- góður mjög og nutu bamabömin þess og umhyggju hans. Þegar ég og fjölskylda mín kveðj- um Friðþjóf þá kemur svo margt upp í hug'ann, sem við munum geyma og varðveita hann. Við biðj- um Guð að styrkja þig, tengda- mamma, og varðveita minningu um góðan eiginmann. Eysteinn Guðmundsson t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför MAGNEU JÚLÍU ÞÓRDÍSAR ÓLAFSDÓTTUR, Njálsgötu 72. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Hátúni 10b fyrir góða umönnun. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúö við andlát og jarðarför móður minnar, ömmu, tengda- ömmu og langömmu, KETILFRÍÐAR DAGBJARTSDÓTTUR Seljahlíð. Sigurbjörg Guðjónsdóttir Fríða H. Steinarsdóttir, Sigurbjörn Bárðarson, Agnes Steinarsdóttir, Sigurður P. Ólafsson, Snjólaug Steinarsdóttir, Guðjón Steinarsson og barnabörn. t Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför GUÐMUNDU RÓSMUNDSDÓTTUR, Tangagötu 10, ísafirði. Sigurður Björnsson, Ástvaldur Björnsson, Marfas Björnsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Friðgerður Hogan, Elfnóra Guðmundsdóttir, Matthfas Guðmundsson, Ingileif Guðmundsdóttir, Elfsabet Guðmundsdóttir, Hákon Vilhjálmsson, Richard Hogan, Konráð Guðbjartsson, Aldfs Höskuldsdóttir og barnabörn. t Innilégar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, STEFÁNS G. SIGURÐSSONAR kapmanns, Hafnarfirði. Laufey Jakobsdóttir. Sigrfður Stefánsdóttir, Garðar Astvaldsson, Etfnborg S. Kjærnested, Sfmon Kjærnested, Borghildur Stefánsdóttir, Sverrir Stefánsson, Hrefna Stefánsdóttir og barnabörn. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur, móður okkar og systur, ELINAR DAVÍÐSDÓTTUR GREIF. Robert Greif, Stefán Greif, Örn Greif, Hulda Björnæs, Hildur Davfðsdóttir, Marit Davfðsdóttir. t Við sendum öllum kærar kveðjur með innilegu þakklæti fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástvinar okkar, HERDÍSAR HÁKONARDÓTTUR, Þinghólsbraut 12, Kópavogi. Ennfremur sendum við læknum, hjúkrunarkonum og öðru starfs- fólki á kvennadeild 21 a innilegustu þakkir fyrir einstaka hjúkrun og alúö sem aldrei verður fullþökkuð. Guð blessi ykkur öll. Petrfna Narfadóttir, Guðmundur Jónsson, Konný Arthúrsdóttir, Kristinn Benediktsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Jóhann Magnússon, Hafsteinn Guðmundsson, Haraldur H. Guðmundsson, Hlynur Guðmundsson og barnabörn. t Þökkum innilega samúö og hlýhug við andlát og jaröarför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, LOVÍSU DAGMAR HARALDSDÓTTUR, Birkiteigi 6, Keflavfk. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Keflavíkur. Guð blessi ykkur öll. Gísli Halldórsson, Kristjana Björg Gfsladóttir, Ólafur Eggertsson, Helga Gfsladóttir, Haraldur Gfslason, Þorbjörg Þórarinsdóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐRÚNAR ELÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR Ijósmóður frá Pétursey. Jóhann Guðmundsson, RagnarJóhannsson, Sigurlfn Jóhannsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Ragnhildur Jóhannsdóttir, Guðmundur Sigurjónsson og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför bróður okkar, KARLS JÓNSSONAR frá Helgadal, Kleppsvegi 6. Systkini hins látna. t Þökkum innilega samúö og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, frá Súðavfk. Jón B. Guðjónsson, Ólafur Guðjónsson, Margrét Guðjónsdóttir, börn og barnabörn. Geirþrúður Charlesdóttir, Svava Guðmundsdóttir, t Hjartans þakkir til allra þeirra sem vottað hafa okkur samúð og t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð við fráfall ástkærr- ar systur, frænku og mágkonu, hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdafööur og afa, JENS ÞÓRARINS KARLSSONAR fyrrv. vélstjóra, Þorlákshöfn. HELGU ARNGRÍMSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til allra starfsmanna á deild 11-G Landspítala fyrir frábæra hjúkrun og kærleika, sem þið sýnduð Helgu í veikind- um hennar. Fyrir hönd aðstandenda, Fyrir hönd aöstandenda, Marta Bára Bjarnadóttir. Sigurður Arngrímsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.