Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 Loðnuveiði frekar treg LOÐNUVEIÐI var treg í fyrri- nótt. Skarðsvík SH fékk 400 tonn og Háberg GK 300 tonn en önnur skip fengn minni afla. Um hádegisbilið í gær var byijað að kalda á miðunum og spáð var 6 til 7 vindstigum. 12 skip voru á miðunum í -gær en búist er við að Gullberg VE, Súlan EA, ísleifur VE, Sigurður RE og Hilmir II SU fari fljótlega á loðnuveiðar, að sögn Ástráiðs Ingvarsonar starfsmanns loðnunefndar. Grandi: Ný stjóm kos- in á hluthafa- fimdi í gær Árni Vilhjálmsson lgörinn formaður HLUTHAFAFUNDUR lyá Granda kaus i gær nýja stjóm, en fráfarandi stjóra boðaði til hluthafafundar eftir að borgar- stjóra Reykjavíkur staðfesti sölu hlutabréfa sinna í fyrirtæk- inu. Samfara fundarboðinu sögðu fyrrverandi stjómarmeð- Iimir af sér, og var hlutverk hluthafafundarins að gera nýj- um hluthöfum kleift að tilnefna fulltriia í stjóra. Eftirtaldir menn voru kosnir í hina nýju stjóm Granda hf. á fund- inum: Ami Vilhjálmsson formaður, Jón Ingvarsson varaformaður, Kristján Loftsson, Gunnar Svav- arsson og Benedikt Sveinsson. yaramenn: Hjörleifur Kvaran, Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ragna Bergmann. í fráfarandi stjóm Granda áttu sæti: Ragnar Júlíusson, Þröstur Ólafsson, Bald- ur Guðlaugsson og Þórarinn V. Þórarinsson, og varamenn voru Hjörleifur Kvaran, Ólafur Davíðs- son og Ragna Bergmann. Fjárlaga- frumvarp- ið dregst Tveggja vikna frestur ekki óeðlilegur, segir forsætisráðherra „ÞAÐ er alveg Ijóst að það telst ekki lagabrot eða vítavert þótt ný ríkisstjóm dragi það eitthvað að leggja fram Qárlagafrumvarp og það er ljóst að þessi ríkis- stjóra, sem er svo nýlega tekin við, þarf á fresti að halda,“ segir Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra. Aiþingi verður kvatt saman á mánudag í næstu viku og veiýa er að fjárlagafruin- varpið sé fyrsta frumvarpið sem lagt er fyrir það. Forsætisráðherra sagðist hafa látið kanna það hvort slíkur frestur væri lögum samkvæmt og niður- stöður. Ölafs Jóhannessonar tækju af allan vafa um að svo væri. Hann sagðist telja tíu daga til tvær vikur ekki óeðlilegan frest. Slátur- og heildsölukostnaður hefur verið hækkaður á gömlum birgðum vegna afleitrar stöðu sláturleyf- ishafa. Sláturleyfíshafar fá 33 milljóna kr. aukatekjur: Hækkun sláturkostnaðar nær tíl gömlu birgðanna VII) verðlagningu kindakjöts um síðustu mánaðamót ákvað fimm- mannanefnd að láta hækkun slát- ur- og heildsölukostnaðarins nú í haust ná einnig til kindakjöts- birgðanna frá síðustu sláturtfð. Því varð minni lækkun á verði gamla kjötsins en aukning niður- greiðslna ríkissjóðs gaf tilefni til. Talið er að um 2.000 tonn séu til af gamla kindakjötinu og fá þeir sláturleyfishafar sem lyötið eiga um 33 mifijónir kr. í upp- bætur á slátur- og heildsölu- kostnað síðasta árs. Maður látinn af höfuðáverkum: Lentí í átökum við 18árapilt Slátur- og heildsölukostnaðurinn hækkaði úr 96,50 í 113 krónur á innlagt kfló, samkvæmt ákvörðun fimmmannanefndarinnar, eða um rúm 17%. Verðlagning sauðfjár- afurða var afgreidd samhljóða, með atkvæðum fulltrúa sláturleyfishafa og verðlagsstjóra, en fulltrúar neyt- enda sátu hjá. Guðmundur Sigurðs- son viðskiptafræðingur hjá Verð- lagsstofnun sagði í gær að þetta væri í fyrsta skipti sem ákvörðun væri tekin um að hækka gamlar birgðir vegna breytingar á slátur- kostnaði. Þetta hefði verið gert vegna afleitrar afkomu sláturleyfis- hafanna sem komið hefði í ljós vegna nýrri og betra gagna við verðlagninguna en áður hefðu legið fyrir. Guðmundur tók það fram að hækkun gömlu birgðanna hefði ver- ið ákveðin áður en ríkisstjómin tók ákvörðun um að auka niðurgreiðsl- umar. Niðurgreiðslur gömlu birgðanna hækkuðu um 41—55 krónur á kfló, mismunandi eftir gæðaflokkum, en heildsöluverðið lækkaði 16,50 kr. minna vegna hækkunar slátur- kostnaðar. Til dæmis hefði heild- söluverð á kflói af 1. flokks dilka- kjöti átt að lækka um 46,36 krónur en lækkaði um 29,50. Hámarks- smásöluverð kjötkflós í þessum flokki sem selt er í heilum skrokkum lækkaði úr 369,80 í 329,20 kr., e<)a um 11%. í byijun september vom óseld um 2.500 tonn af kindakjöti frá haustinu 1987 og er talið að enn séu óseld 2.000 tonn. Þeir slátur- leyfishafar sem eiga þetta kjöt fá því um 33 milljóna króna viðbótar- telqur fyrir síðustu sláturtíð. Talið er að kjötbirgðimar séu að stærst- um hluta í eigu sláturleyfíshafa inn- an Sambands íslenskra samvinnufé- laga, þar sem aðrir sláturleyfishafar em venjulega búnir að selja sitt kjöt á þessum tíma. Atvinnutryggmgasjóður: Stjóm skipuð ánæstunni Gunnar Hilmarsson stjórnarformaður STJÓRN Atvinnutryggingasjóðs, sem stofiiaður var með nýsettum bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar, verður væntanlega skipuð á næstu dögum, að sögn Steingríms Hermannssonar, for- sætisráðherra. Hann sagði það þegar liggja fyr- ir að Gunnar Hilmarsson, sveitar- stjóri á Raufarhöfn, yrði formaður sjóðsins, en hann vildi ekki segja um hveijir aðrir yrðu í stjóminni. Hana munu skipa fimm manns. MAÐURINN, sem verið hafði meðvitundarlaus af völdum höf- uðáverka, sem hann hlaut I Hafnarfirði aðfaranótt sunnu- dags, lést að kvöldi þriðjudags. Hann hét Helgi Jónsson, 36 ára gamall sjómaður. Maðurinn, sem úrskurðaður hafði verið f gæsluvarðhald vegna málsins, liefur verið látinn laus og er ekki talinn tengjast málinu. Átj- án ára piltur var handtekinn um miðnætti á þriðjudag og er talið ljóst að hann hafi lent í átökum við hinn látna. Helgi Jónsson bjó ásamt foreldr- um sínum að írabakka 6 í Reykjavík. Vitni gáfu sig fram við rann- sóknarlögregluna á þriðjudag og leiddi framburður þeirra til þess að maðurinn, sem var í haldi, var látinn laus en 18 ára piltur hand- tekinn í hans stað. Af framburði piltsins og vitnanna virðist sem til stympmga hafi komið milli hans og Helga heitins. Helgi hafi hlotið högg eða verið hrint, skollið með hnakkann í götuna og hlotið við það þá áverka sem drógu hann til dauða. Sendineftid væntanleg' fí*á Iran vegna togarasmíði Stálvík leitar eftir stuðningi þingmanna Reykjaneskjördæmis JÚLÍUS Sólnes stjómarformaður Stálvíkur segir að hingað til lands sé væntanleg sendinefiid frá íran til að kynna sér íslenskan skipa- smíðaiðnað. Sendinefiid þessi mun ferðast um öll Norðurlöndin en íranir vilja láta smíða fyrir sig 14 skuttogara. Segir Júlíus að Stálvík- urmenn og fleiri bfðir spenntir eftir að heyra f sendinefiidinni. Hvað samninginn um smíði 10 „Hvað styrkinn til markaðsátaks- togara fyrir Marokkó varðar hefur ins varðar má nefna að á fjárlögum Stálvík leitað eftir stuðningi þing- er ávallt eymamerkt ákveðin upp- Helgi Jónsson. Að sögn Þóris Oddssonar vara- rannsóknarlögreglustjóra er málið að mestu upplýst en rannsókn er þó ekki lokið. Ekki þótti ástæða til að óska eftir gæsluvarðhaldi og var pilturinn látinn laus í gær- kvöldi. manna í Reykjaneskjördæmi. Var fundur haldinn- með þeim í gærdag og á honum kom fram að þing- mönnunum finnst þetta vera áhuga- verður möguleiki. Júlíus segist furða sig á þeim fréttum að farið hafi verið fram á 350-400 milljóna króna styrk úr ríkissjóði vegna þessa máls. Hið rétta í málinu sé að farið hafi verið fram á 140 milljón króna styrk til markaðsátaks í Arabalöndum á nýsmíði fiskiskipa hér fyrir þann markað og einnig hafi verið farið fram á 130 milljónir króna í formi þróunaraðstoðar. hæð til markaðssetningar á íslensk- um iðnaði erlendis. Þessi beiðni er samsvarandi," segir Júlíus Sólnes. Um þróunaraðstoðina hefur Júl- íus það að segja að íslendingum hafi löngum verið legið á hálsi fyr- ir að vera naumir á hana. Auk þess hefði þeirri röngu stefnu verið fylgt að íslendingar veittu þessa aðstoð í formi peninga. „Á öllum hinúm Norðurlöndunum er þessi aðstoð veitt sem sala á þjónustu og búnaði og með þessu værum við að fara inn á sömu brautir," segir hann. Júlíus Sólnes er á förum til Kaup- mannahafnar í dag til að vinna áfram að þessum málum. Hann segir að ef fyrrgreindir styrkir fáist ekki sé vel hugsanlegt að Stálvík fari með verkefnið til einhvers lág- launasvæðis erlendis þar sem togar- amir verði smíðaðir undir eftirliti og stjóm fyrirtækisins. „Það má taka það fram að nú em að opnast möguleikar fyrir okk- ur að fá stærri hlutdeild í þessum samningi en áður var. Kaupendur vom búnir að gera bindandi samn- inga við aðra aðila um ýmsan bún- að í skipin svo sem fiskvinnslulínur og spil. Við eigum þess kost að koma þar inn í ef við getum verið jafnhagkvæmir. Þama eiga mörg íslensk fyrirtæki á þessu sviði, svo sem Marel, þess kost að koma inn í dæmið og þetta myndi styrkja mjög hliðargreinar í þessum iðn- aði,“ segir Júlíus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.