Morgunblaðið - 06.10.1988, Side 54

Morgunblaðið - 06.10.1988, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 *—» »yn«»cn „tionn seg\sl vertx búínn cÁ syndo-'i hr'oogi i þrjo. daga. ■" Ég man ekki hvers vegna ég vakti þig ... Var mikið að gera í vinn- unni í dag? HÖCNI HREKKVtSI Það er ekki nóg að láglaunafólkið spari Afnemum lánskjaravísitölubindingu húsnæðisstjórnarlána Til Velvakanda. ™ ” ”” Nú hafa erfíðir tímar gengið yfir Bv 1 i íslensku þjóðina í kjölfar góðæris sem reyndar skilaði sér eiginlega aldrei til láglaunafólks. Það er óhuggulegt að heyra af uppsögnum víða um ■ land og þau úrræði sem hin nýja stjóm hefur sett fram virð- ast ekki vænleg til árangurs. Þvert á móti, þau virðast til þess fallin að auka enn á fjármálaspillingu og glundroða í efnahagslífinu. Flest bendir til þess að atvinnuleysi muni færast í vöxt. Það er hræðilegt áfall að missa vinnuna, ekki síst fyrir þá sem eru komnir yfir miðjan ald- ur og starfað hafa lengi hjá sama aðila. Það fólk sem hefur misst vinnuna að undanfömu hefur áreið- anlega flest tekið á sig fjárhagsleg- ar skuldbindingar sem það kemur ekki til með að geta staðið við þeg- ar launin hætta að berast. Það verður ekki komist hjá spamaði við slíkar aðstæður sem nú em til staðar. En það er ekki nóg að láglaunafólkið spari. Hið opinbera ætti að ganga á undan með gott fordasmi. Fregta ganga- gerð í gegnum Ólafsfjarðarmúla og öðmm rándýmm stórframkvæmd- um sem ekki skila arði. Fresta ætti ráðhúsbyggingu í Reykjavík. Borg- arstjómin hlýtur að geta komið saman í sínu gamla húsnæði við Borgartún og gert sér það að góðu. Eins ætti að hætta við veitingahús- ið á Öskjuhlíðargeymunum, slíka höll höfum við ekkert með að jgera. Það er margt sem má spara. I stað þess að leggja skatta á matvæli og nauðþurftir ætti að leggja skatt á utanlandsferðir og lúxusvaming sem aðeins þeir beturmegandi geta látið eftir sér. Það getur ekki verið nauðsynlegt að meirihluti þjóðar- innar sé á sífelldu flakki til út- landa. Ef þetta væri gert jafnframt róttækum spamaðaraðgerðum hins opinbera væri jafnvel hægt að lækka lægstu laun vemlega. Ástæðulaust er hins vegar að nein hækkun komi á laun sem em hærri Svört læða tapaðist . Svört læða með hvítar loppur og hvít á bringu tapðist frá Þórsgötu 15 hinn 17. september. Hún var með rauða hálsól sem merkt var nafninu „Vala“. Ef einhver hefur orðið var við hana vinsamlegast látið vita í síma 621105 eða 38156. en 70 þúsund kr. á mánuði, en þeir sem em þar fyrir neðan geta vissu- lega ekki lifað á launum sínum. Mikið hefur verið rætt um láns- kjaravísitöluna að undanfömu, hvort hún eigi að vera í sambandi eða ekki. Þeir sem mikið skulda vilja auðvitað að hún verði lögð niður svo væntanleg verðbólga éti upp skuldir þeirra. Þetta fólk hefur auðvitað nokkuð til síns máls, það getur verið erfítt að borga af vísi- tölutryggðum lánum nú þegar kaupmáttur fer þverrandi. Sjálf er ég með húsnæðismálastjómarlán sem mjög erfítt er fyrir okkur að borga af. Afborganir fara sífellt hækkandi og það sama er að segja um skuldina sjálfa. Þeir flokkar sem lofuðu húskaupendum og húsbyggj- endum gulli og grænum skógum fyrir síðustu kosningar hafa heldur betur gengið á bak orða sinna. Hvemig væri að standa nú við stóm orðin og létta lánskjaravísitölunni að minnsta kosti af þessum lánum, fátt kæmi sér betur fyrir heimilin í landinu. G.S. Víkverji skrifar Að loknum Ólympíuleikum er bæði rétt og skylt að þakka ríkisútvarpinu sjónvarpi fyrir frá- bæra þjónustu í sambandi við leik- ana. Islendingar hafa nú fyrsta sinni fengið tækifæri til þess að fylgjast með þessum heimsviðburði á sviði íþrótta. Má með sanni segja að ísland sé ekki eins afskekkt og áður. Gaman væri, ef sjónvarpið upp- lýsti hver kostnaður þess hafi verið og hverjar auglýsingatekjur á móti. Víkverja segir svo hugur, að kostn- aður umfram tekjur hafí ekki verið svo ýkja mikill miðað við þann fjölda auglýsinga sem birtist á skjánum á meðan á útsendingum stóð. Raunar verða menn aðeins að gæta sín í fjölda auglýsinga. í a.m.k. einum handknattleik kom það fyrir að seinni hálfleikur var byrjaður, þegar auglýsingum sleppti. Það er synd í spennandi leik að missa af upphafi síðari hálfleiks, aðeins vegna þess að of mörgum auglýsingum er troð- ið í hléð. xxx að er skammt stórra högga í milli á sviði sjónvarps. Stöð 2 hefur nú hafið hérlendis af miklum myndarskap skákmót, þar sem saman leiða hesta sína margir af sterkustu skákmönnum heims. Framtak stöðvarinnar er mjög lofs- vert og sú tilraun, sem hún nú ger- ir og kannski hófst með einvígjun- um í Kanada á síðasta ári, að gera skák að sjónvarpsefni, er mjög áhugaverð. XXX Vetur fer nú í hönd og á morgn- ana er víða ísing á götum. í ljósvakamiðlunum heyrist, að öku- menn gæti sín ekki á breyttum aðstæðum og fjöldi bíla fer út af vegum og árekstrum fjölgar um leið og frystir. Það má teljast furðulegt að á þessu landi, sem kennt er við ís, skuli hálka alltaf koma mönnum jafnmikið á óvart á hverju hausti. Vinur Víkveija, sem ekur hvern morgun um Keflavíkurveginn, ók fram á bíla, sem farið höfðu út af veginum, oltið og gjörónýtzt, vegna þess að menn óku á sama hraða og sem væri bjartur sumardagur. Hvemig stendur á því að hálkan kemur íslendingnum alltaf jafn- mikið á óvart? Væri ekki ráð að setja vetrardekkin undir bifreiðirn- ar örlítið fyrr? Menn verða að hafa hugfast að ekki má aka hraðar en aðstæður leyfa. Á vetrum ríkja aðr- ar aðstæður í akstri en á sumrin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.