Morgunblaðið - 06.10.1988, Side 28

Morgunblaðið - 06.10.1988, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 Afganistan; Harkaleg viðbrögð við eldflaugaárásunum MIKIÐ mannfall hefur verið í borgum Afganistans þessa viku í kjölfar skæðra eldflaugaárása skæruliða. í miðborg Kabúl létust 11 manns og 26 særðust af völdum eldflauga skæruliða er lentu á borginni um það leyti er borg- arbúar héldu til vinnu í gærmorg- Hreint loft aukin vellíðan Við bjóðum eitt stærsta og giæsilegasta úrvalið íviftum. Heildsala - Smásala. 3 og 4 spaða loftviftur með hraðastýringum. Hvítarog brúnar. ; #» • i'. '1 jlj :ri i B r * * . * , lí .......i . ’ l : 5 gerðir borðvifta 20 - 25 - 30 - 35 sm spaðar. 4“ - 5“ - 6“ tímastilltar eða með sjálflokandi gardínu. Einnig rakastýrðar. Fjarstýrðar herbergisviftur. Inn-og útblástur. ELFA -Vortice Gæða vifturá góðu verði. Einar Farestvett&Co.hf. BOfMAHTVN M. BlMAMi |»<| IHH OQ ««« - W^O fiiAfT4|g! un. Þá greindi útvarpið í Kabúl frá því að 14 manns hefðu fallið í eldflaugaárás skæruliða á mánu- dag á bæina Kandahar og Farah í vesturhluta Afganistans. Um síðustu helgi létust 22 í tveimur eldflaugaárásum á borgina Jal- alabad. Pravda, málgagn sovéska komm- únistaflokksins, sakar Pakistana um hemaðarstuðning við skæruliða sem beijast gegn ríkisstjóminni í Kabúl þrátt fyrir samkomulag sem Pakist- anar og Kabúl-stjómin undirrituðu í Genf í apríl síðastliðnum um brott- flutning sovésks herliðs frá Afganist- an og lok erlendrar íhlutunar í mál- efni Afganistans. í kjölfar eldflauga- árásanna á miðvikudag sakaðiPrav- da einnig Bandaríkjastjóm um tveggja milljarða dala herstuðning við skæruliða. í Prövdu er því haldið fram að stuðningur Bandaríkjamanna við skæruliða hafí aukist eftir samkomu- lagið í Genf og komi þeir hemaðarað- stoð sinni á framfæri með aðstoð Pakistana. Pravda gagnrýndi Pakist- ana einnig harðlega og lýsti því yfír að Pakistanar hefðu ekki aðeins stað- ið fyrir „vopnaflóði" til Afganistans heldur einnig leyft afgönskum skæmliðum að setja upp æfíngabúð- ir innan landamæra sinna. Þá hefðu þeir rofíð afganska lofthelgi. Utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Eduard Shevardnadze, birti ítarlegan lista yfír meint brot gegn Genfsamn- ingnum á fundi Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna fyrir rúmri viku. Hann sagði við fréttamenn að brottflutn- ingi sovésks herliðs frá Afganistan hefði nú verið frestað um stundar- sakir og að framhald hans gæti ráð- ist af því hvort erlend ríki létu af stuðningi við skæruliða í Afganistan. í Prövdu var því haldið fram að Pakistanar litu á sáttfysi Sovét- manna og Afgana sem veikleika. Það væru mistök og þolinmæði og lang- lundargeði ráðamanna þessara ríkja væm takmörk sett. Brot gegn sam- þykktum gætu reynst hættuleg og tvíeggjuð. Otto Lambsdorff greifi er sér- firæðingur Fijálsra demókrata í efhahagsmálum. Irmgard Adam-Schwaetzer legg- ur áherslu á umhverfis- og jafin- réttismál. V estur-Þýskaland: Frjálsir demókratar kjósa nýjan formann Wiesbaden, Vestur-Þýskalandi. Reuter. UM NÆSTU helgi velja Frjálsir demókratar í Vestur-Þýskalandi sér nýjan formann. Tveir menn eru í fi-amboði, Otto Lambsdorff greifi og Irmgard Adam-Schwa- etzer. Lambsdorff greifi, 61 árs gamall, vísar til mikillar reynslu sinnar af stjómmálum en þess má geta að hann varð að segja af sér ráðherraembætti i sam- bandsstjórainni árið 1984 vegna skattsvikamáls. Adam-Schwaetz- er er 46 ára gömul og leggur einkum áherslu á umhverfis- og jafiiréttismál. Nái hún kjöri verð- ur hún fyrsta konan sem kemst til forystu í stóru fiokkunum í Vestur-Þýskalandi. Fráfarandi formaður Fijálsra Bandaríkin: Quayle reynir að sanna hæftii sína Omaha, Nebraska. Reuter. DAN Quayle, varaforsetaefiii repúblikana, bjó sig í gær undir eins og hálfs tíma sjónvarpskapp- ræður við varaforsetaefni demó- krata, Lloyd Bentsen, sem fara áttu fram í Omaha í Nebraska í gærkvöldi. Vonaðist Quayle til að geta kveðið niður efasemdir um að hann væri starfi varaforseta Skoðanakannanir, sem gerðar voru skömmu áður en sjónvarps- kappræðumar hófust, gáfu til kynna að hæfni Quayles til að gegna vara- forsetaefninu gætið orðið eitt helsta kosningamálið. Bentsen og Dukakis, frambjóðandi demókrata, hafa notað hvert tækifæri til að draga hæfni Quayles í efa síðan George Bush, varaforseti og forsetaefni repúblik- ana, útnefndi hann varaforsetaefni repúblikana í kosningunum 8. nóv- ember. Aðstoðarmenn þeirra óttast þó að svo Iítils sé vænst af Quayle að hann gæti virst sigurvegari kapp- ræðnanna komist hann klakklaust í gegnum þær. Quayle sagði áður en hann fór til Omaha að í kappræðunum fengi hann „stórkostlegt tækifæri til að komast í beint samband við banda- rísku þjóðina." Skoðanakönnun dag- blaðsins The New York Times og CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, sem birt var í gær, gaf bins vegar til kynna að Quayle væri dragbítur í kosninga- baráttu repúblikana. Samkvæmt henni telja 40 prósent Bandaríkja- manna Quayle hæfan til að gegna embætti varaforseta, önnur 40 pró- sent eru á öndverðri skoðun, en 71 prósent telja að Bentsen sé hæfur. Könnunin gefur einnig til kynna að forskot Bush á Dukakis, forseta- frambjóðanda demókrata, hafí minnkað niður í tvö prósentustig og hefur hann 48 prósent fylgi, sem er átta prósentustigum minna en fyrir tíu dögum. demókrata er Martin Bangemann, efnahagsmálaráðherra í sam- steypustjóm Kristilegra demókrata (CDU), Kristilega sambandsflokks- ins (CSU) og Fijálsra demókrata. Hann heldur nú til Brussel og tekur sæti í framkvæmdastjóm Evrópu- bandalagsins. Búist er við því að baráttan um flokksformennskuna verði jöfn og spennandi á flokksþinginu á laugar- dag. Báðir frambjóðendumir em hlynntir ríkisstjóm Helmuts Kohls og styðja þá fijálslyndisstefnu á sviði efnahagsmála sem einkennt hefur flokkinn undanfama áratugi. í tuttugu ár hafa Fijálsir demó- kratar verið í sambandsstjóminni, ýmist með Kristilegum demókrötum og systurflokkki þeirra í Bæjara- landi eða með jafnaðarmönnum. Áhrif flokksins hafa því verið meiri en kjörfylgið gefur til kynna; það hefur verið á bilinu 5-7%. Ef Lambsdorff greifí ber sigur úr býtum yrði það mikill persónu- legur sigur því að fyrir tveimur ámm var hann fundinn sekur um að taka á móti ólöglegum greiðslum frá einkafyrirtækjum fyrir hönd flokks síns. Hann var dæmdur í háar fjársektir en slapp við fanga- vist. Hann hefur um skeið verið sérfræðingur þingflokksins í efna- hagsmálum. Irmgard Adam-Schwaetzer er ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, undir stjóm Hans- Dietrichs Genschers, utanríkisráð- herra og vinsælasta stjómmála- manns Vestur-Þýskalands. Margir stjómmálaskýrendur segja að Ad- am-Schwaetzer sé höll undir jafnað- armenn og með sigri hennar ykjust líkumar á samsteypustjóm Frjálsra demókrata og jafnaðarmanna í framtíðinni. Kólumbía: Tugir far- ast í skriðu- föllum Bogota. Reuter. TALIÐ er að allt að 60 manns hafi látið lífið í skriðu sem gróf lítið þorp i vesturhluta Kólumbíu undir 50 metra þykku lagi af aur aðfaranótt mánudags, að sögn yfirvalda í héraðinu. Landstjóri héraðsins, Antonio Roldan Betancur, sagðist álíta að jarðvegsmagnið, sem lagðist yfír þorpið, sé meira en það sem lagði eitt af úthverfum Medellin, næst- stærstu borgar landsins, í auðn á síðasta ári. Mótmæli íJúgóslavíu Reuter Um þijú þúsund verkamenn í vélaverksmiðjum í Júgóslavíu mótmæltu bágum kjörum fyrir utan þinghúsið í Belgrad á þriðjudaginn. Þeir létu af mótmælum þegar Ieiðtogi serbneska kommúnista- flokksins, Slobodan Milosevic, hét því að taka mál þeirra til athugunar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.