Morgunblaðið - 06.10.1988, Side 47

Morgunblaðið - 06.10.1988, Side 47
47 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 Svava Halldórs- dóttir — Minning Fædd 8. júlí 1916 Dáin 26. september 1988 Stundum er eins og sumum sé ætlað að hittast. Þannig trúi ég því að það hafi verið með okkur Svövu. Við kynntumst fyrst á námskeiði í leikrænni tjáningu í Leirárskóla í Borgarfirði. Þar var Svava að auka við hæfni sína, því hún vann þá með böm á Geðdeildinni við Dal- braut. Hún var komin hátt á sex- tugsaldur og er þetta dæmigert fyrir vilja hennar til að bæta við kunnáttu sína. Þó að þijátíu ár hafi verið á milli okkar þá styrktu þau bara sambandið. Það var svo yndislegt að fara með henni í leikhús — orðlausu andartökin, hnippingarnar og um- ræðurnar á eftir. Hún hreifst einnig mikið af fag- urri tónlist og þegar við fórum sam- an til að hlýða á síðustu tónleika Pólýfónkórsins og þeim var aflýst í salnum, þá gat hún samt séð eitt- hvað sérstakt við andartakið. Svava var falleg og tíguleg kona, ekki mikið fyrir að vera í marg- menni, en yndisleg heim að sækja. Ef hún fann að gesturinn væri eitt- hvað illa fyrir kallaður þá dreif hún hann upp í sófa, breiddi ofan á hann vænt ullarteppi, setti rólega plötu á fóninn og tiplaði á lopahos- unum sínum inn í litla bláa eld- húsið sitt. Þar átti hún það til að útbúa kjamgóðar brauðsneiðar, hafrakökur með bláberjamauki og hunangste. Aldrei neitt óhóf, aðeins eitthvað hollt og gott og alltaf eitt- hvað dulítið öðruvísi en gengur og gerist. A meðan gafst tími til að gægj- ast á ræktarlegu blómin hennar, stráin eða steinana. Þegar sest var að borðum þá átti hún það til að sýna mér grein sem hún var nýbúin að lesa, eða minnast á góðan út- varpsþátt — hvort ég hefði nú ekki heyrt hann? Hún fylgdist vel með þjóðmálum og henni var fróun í því að reyna að komast að kjamanum í því hismi tímanna, sem við lifum á. Hún sýndi mér stundum litla stílabók, sem hún skrifaði í ýmsar tilvitnanir eða kvæði, sem urðu á vegi hennar. Framan á bókinni stóð .. .bekkur og auðvitað skírði hún bókina Lífsins bekkur. Á eftir áttum við það til að bregða okkur út fyrir blokkina og fara í fjöruferð. Best þótti Svövu að ganga í flæðarmál- inu, því eins og hún sagði stundum; þar eru ósýnilegu veramar sem gera manni svo gott. Hún kom frá menningarlegu sveitaheimili og gat nýtt sér fróð- leik á erlendum tungumálum. Það Pennavinir Ung áströlsk stúlka (18 ára), auglýsir eftir pennavinum á ís- landi. Hún hefur áhuga að skrifast á við stráka og stelpur á svipuðum aldri. Áhugamál hennar em mörg, meðal annars: ferðalög, tónlist, lest- ur, íþróttir o.fl. Gayle Brídge, 7 Salerna Street, 2087 Forestville, Sydney N.S.W. Australia. Frá Austurríki skrifar stúlka með margvísleg áhugamál er vill skrifast á við 18-20 ára pilta og stúlkur: Tatjana Hilbel, Sollingergasse 21/6, 1190 Wien, Austría. Frá Alsír skrifar 24 ára háskóla- nemi er leggur stund á nám í tölvuv- ísindum. Skrifar á ensku og frönsku: Mesbah Tayéb, 20 Rue Toula Ali Allel, 81000 Oran, Algerie. kom sér vel þegar hún hóf nám í Heilunarskólanum, því þá þurfti oft að þýða námsefni og aðlaga það íslenskum aðstæðum. Fyrir hennar tilstuðlan hafði Heilunarskólinn að- stöðu í blokkinni, þar sem hún bjó. Hún hafði mikinn áhuga á andleg- um málefnum og hennar trú var sú að sérhver maður þyrfti að geta gert upp við sig ýmis viðhorf til allífsins til þess að verða heill og hamingjusamur. í þessu sama stóra húsi bjuggu margir aldraðir, sem hún leit til með. Svava var ekkert að ætlast til þakklætis fyrir góðverkin, þau voru henni jafn eðlileg og að draga lífsandann. Hún var listræn og tók opnum huga á móti ýmsum tilboðum í starfí aldraðra. Hún bætti við kunn- áttu sína í postulínsmálun og sótti einnig tíma í leirmótun og smíðum. Hún þurfti að gæta vel að heilsu sinni og gerði ætíð leikfimiæfingar heima á stofugólfinu og örvaði orkustöðvamar. Svava sá sig stundum í öðm hlut- verki hér á jörðinni en því sem lífið og aðstæðumar höfðu skapað henni, en hún taldi að hver maður yrði að standa sig í sínu til þess að eiga rétt á uppskeru. Það var hveijum manni gjöf, sem kunni að taka á móti, að fá að kynnast henni. Ég þakka henni kærlega fyrir allan áhugann sem hún sýndi bömunum mínum. Eftir á óska ég aðeins að við hefðum mátt njóta hennar lengur. Undir lokin fann hún fyrir nær- vem látinna ástvina og hún var þess fullviss að hennar væri beðið. Veri hún kæmst kvödd. Marsibil Ólafsdóttir X-Töfóar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! $ & $ t! & I!}) líii I tó) I\íj\ li^ Ik lj\ IíJi Ilj\ Ií^ I Ilj) Ifji ti) Ií$) li^ h Ifji \íj\ $ lýi I MÝ GUUÖLD GLEÐIMMRR FRft 7 fiRRTUQMUM! Þeir fjölmörgu sem sakna gullaldar fjörsins á SÖGU geta nú tekið gleði sína á ný! Næsta laugardagskvöld verður stemningin ógleymanlega frá árunum fyrir 70 endurvak- in með pompi og prakt - og meira fútti en nokkru sinni. Kl. 19:00 heilsar Fornbílaklúbburinn með heiðursverði og í anddyrinu bíður allra Ijúffengur FINLANDIA fordrykkur. Síðan töfrar listakokkurinn SVEINBJÖRN F.RIDJÓNSSON fram eftirlætis kræsingarnar undirseiðandi tónum G.RETTIS BJÖRNSSONAR. Fjörið eykst svo um allan helming þegar söngvararnir vinsælu, RAGNAR BJARNA, ELLÝ VILHJÁLMS og PURIÐUR SIGURÐAR stíga á sviðið og viö syngjum, duflum, tvistum og tjúttum fram á rauöa nótt ásamt dönsurum frá DANSSKÓLA AUÐAR haralds Mætum öll, fersk og fönguleg! Kynnir kvöldsins. MAGNÚS AXELSSON Stjórnandi: JÓNAS R. JÓNSSON/ Hljómsveit hússins leikur. Lagautsetnmgar: ARNi SCHEViNG i Liosameistan. KONRAÐ SIGURÐSSON HI|Oðmeistari: GUNNAR SMARIHELGASON, Aðgangseyrir: 3500 kr. méð mat Sertilboð a gistingu lyrir hopa gesta' •Pöntunarstmi: Virka daga frá 9-17, s. 29900. "PeuiUð tímcutíe^a f Fóstudaga og laugardaga, 20221. SíScKit WfrT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.