Morgunblaðið - 06.10.1988, Side 48

Morgunblaðið - 06.10.1988, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 t ÚLFUR GUNNARSSON heiðursborgari ísafjaröarkaupstaðar og fyrrverandi yfirlœknir Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði, verður jarðsunginn frá kapellu (safjarðarsafnaðar í Menntaskólan- um á ísafirði, föstudaginn 7. október kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta Fjórðungssjúkrahúsið á (safirði njóta þess til tækjakaupa. Fyrir hönd fjölskyldu hins látna og bæjarstjórnar (safjarðar, Bæjarstjórinn á ísafirði. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LOVfSA MAGNÚSDÓTTIR, Ennisbraut 23, Ólafsvfk, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 8. október kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför BJARGAR ARNADÓTTUR, Seljalandi 7, fyrrum húsfreyju, Stóra-Hofi, Gnúpverjahreppi, fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 7. október kl. 13.30. Ferð verður frá félagsheimilinu Árnesi kl. 11.30, Fossnesti, Sel- fossi kl. 12.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. Valgerðkr S. Aust- mar—minning í dag verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju Kristrún Valgerður Sig- urðardóttir Austmar, Furugerði 1, en hún lézt 29. september sl. á gjör- gæzludeild Borgarspítalans. Valgerður fæddist á Húsavík 17. nóvember 1909, elzt 6 bama Sig- urðar J. Austmar, verkstjóra, og konu hans Svanfríðar Jónasdóttur. Systkini hennar; María, Aðalbjöm, Höskuldur og Þorsteinn em öll lát- in en Kristjana er ein eftirlifandi og er hún búsett ásamt fjölskyldu sinni í Danmörku. Sigurður var kvæntur áður, en kona hans lézt ung. Þau áttu 2 syni, Jón og Gunn- laug, sem báðir era látnir. Systkin- in vora öll alin upp saman á Akur- eyri nema Gunnlaugur, sem var alinn upp í Mývatnssveit. Það var oft glatt á hjalla enda vora þau öll glaðlynd og söngelsk. Á sínum yngri áram söng Valgerður í fleiri en einum kór á Akureyri og tók þátt í öðra félagsstarfí staðarins. Árið 1935 giftist hún Leó Áma- syni, byggingameistara frá Víkum á Skaga, og átti með honum 2 dætur; Maríu Svanfríði, sem gift er Eiríki Hajlgrímssyni og búsett á Selfossi og Önnu Lilju, sem gift er Agnari Hermannssyni og búsett á Sauðárkróki. Vaigerður og Leó bjuggu fyrst á Akureyri en fluttu sfðar til Reykjavíkur og ráku þar m.a. verzlun við Laugaveg. Þau slitu samvistum. Árið 1946 giftist Valgerður síðari eiginmanni sínum, Sigurgeir Eiríks- syni, verkamanni frá Reykjavík. Þau eignuðust saman 5 böm: Sig- urð Má, hans kona er Hlíf Kristó- fersdóttir; Guðrúnu Svanfríði gifta Franklín Friðleifssyni; Jón kvæntan Kristínu Harðardóttur; Kristínu, sem er ógift og Eirík kvæntan Ásu Þórðardóttur. Þau era öll búsett í Reykjavík. Sigurgeir átti einn son fyrir hjónaband, Hannes, sem er kvæntur Guðrúnu Magnúsdóttur og búsettur í Hveragerði. Sigurgeir lézt eftir erfíð veikindi árið 1979. Hann var lengst af starfsmaður Reykjavíkurborgar, fyrst við jarð- boranir á vegum Hitaveitu Reykjavíkur og síðar við húsvörzlu í Laugardalshöll. Hann var rólynd- ur, kíminn og einkar vel lesinn maður en átti iengi við mikla van- heilsu að stríða. Þau bjuggu oft þröngt og unnu mikið en heimilið bar alltaf vott einstökum myndar- skap og snyrtimennsku. Sigurgeir og Valgerður vora ósérhlífín hjón. Valgerður vann að mestu inni á heimilinu en um leið og börnin urðu nógu gömul til að vera eitthvað ein fór hún í aukavinnu utan heimilis- ins. Þetta urðu langir vinnudagar, sem byijuðu fyrir allar aldir á t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN JÓNASDÓTTIR, Eskihtfð 12a, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. október nk. kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Landssamband hjartasjúklinga. Marfnó Jóhannsson, Gertie Jóhannsson, Jónas Jóhannsson, Guðmunda Þorleifsdóttir, Sverrir Matthfasson, Asdfs Ólafsdóttir, barnabörn og barnabamabörn. t Móðir min og tengdamóöir, INGIBJÖRG VILBORG BENJAMÍNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 7. október kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hennar sérstaklega eru beðnir að láta Samband íslenskra kristniboðsfélaga njóta þess. Benedikt Jasonarson, Margrót Hróbjartsdóttir. t Bróðir okkar og mágur, MAGNÚS HALLSSON frá Grfshóli, Hóaleitisbraut 44, verður jarðsetturfrá Fossvogskirkju föstudaginn 7. október kl. 13.30. Guðrún Hallsdóttir, Jóhannes Hallsson, Guðrún Gfsladóttir, Anna G. Hallsdóttir, Kristvin J. Hansson, Hildigunnur Hallsdóttir, Bjarni Lórusson, Steinunn Hafliðadóttir. t Þeim fáu og góöu vinum, sem sendu mér samúöarskeyti er eigin- kona mín, ULLA, andaðist, votta ég alúðarþakkir, þótt um seinan sé. Auðunn Bragi Sveinsson. t Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug viö fráfall eigin- konu minnar, GUÐRÚNAR F. JÓNSDÓTTUR hjúkrunarfræðings. Jón Halldórsson og fjölskylda. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug við fráfall eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, SKARPHÉÐINS ÁSGEIRSSONAR, '___Helgamagrastræti 2, Akureyrl. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim er veittu honum umönnun á liðnum árum í veikindum hans. Laufey Valrós Tryggvadóttir, Brynjar H. Skarphéðinsson, Guðlaug Hermannsdóttlr, Birkir Skarphóðinsson, Marfa Einarsdóttir, Kristjón V. Skarphóðinsson, Marta Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa, INGVARS ÞORSTEINS VILHJÁLMSSONAR fyrrverandi rakara, Flókagötu 12, Reykjavfk, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Þórdís Ingvarsdóttir, Sverrir Guðmundsson, Sigrún Sverrisdóttir, Jón Óskar Sverrisson, Ingvar Þorsteinn Sverrisson, Aðalsteinn Sverrisson. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SVAVARS ERLENDSSONAR, Iðufelli 10, Reykjavfk. Sérstakar þakkirtil starfsfólks á gjörgæsluseild Landakotsspítala. Agnes Helga Hallmundsdóttir, Erlendur Svavarsson, Jóhanna Pólmadóttir, Kristinn Svavarsson, Þórunn Guðbjörnsdóttir, Heimir Svavarsson, Guðrún Fredriksen, Hallberg Svavarsson, Stelnunn Guðbrandsdóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vlnsemd viö andlát og jarðar- för, MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR BRIEM, Grettisgötu 53b, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Sólvangi Hafnar- firði fyrir góða umönnun. Haraldur Briem, Valdimar Briem, Ástvaldur Jónsson, Sigurður Jónsson. morgnana og náðu oft langt fram á nætur. Heimilið gekk alltaf fyrir og bar þess alltaf merki að Valgerð- ur var alin upp við mikinn myndar- skap í heimahúsum og gerði aldrei neitt smátt. Hún var stórhuga og myndarleg og það ilmaði alltaf allt af hreinlæti, matargerð og köku- bakstri. Það era nú 27 ár síðan ég kynnist Valgerði. Þá átti hún ekki þvottavél en þvoði af 7 manna fjöl- skyldu á þvottabretti. Mér fannst oft nóg um dugnað hennar og ósér- hlífni enda var hún oft við slæma heilsu og hafði m.a. ítrekað fengið blóðtappa. Hún hlustaði lítið á úrtöl- ur mínar og annarra og ég held að það hafí aldrei hvarflað að henni að slá af kröfunum, sem hún gerði til sjálfrar sín. Hún var mikil sjálf- stæðiskona og ættjarðarvinur og átti sínar beztu stundir í glöðum hópi syngjandi ættjarðarlög. Bezt fannst henni þegar hún hitti systk- ini sín og þau höfðu tækifæri til að taka saman lagið. Hún naut sín oft ekki sem skyldi vegna mikils heilsuleysis en um leið og eitthvað rofaði til, þá var hún tilbúin að fara á mannamót og slá á létta strengi. Aðstæður hafa mikið breytzt hjá okkur á síðustu áram en það breytti engu í samskiptum okkar Valgerðar enda var trygglyndi hennar aðals- merki. Hún stóð eins og stytta við hlið Sigurgeirs í veikindum hans og sýndi ótrúlegt þrek í sínum eig- in. Arið 1982 fékk Valgerður alvar- legt hjartaáfall og lá þá meðvitund- arlaus á gjörgæzludeild Borgarspít- alans í 6 vikur. Það hvarflaði að ég held ekki að nokkram manni að hún ætti þaðan afturkvæmt hvað þá að hún myndi komast aftur á fætur og eiga 6 góð ár eftir. Heils- an brást henni oft en aldrei kjarkur- inn. Þrátt fyrir heilsuleysi var hún órög við að leggja í langferðir og á liðnu sumri hafði hún m.a. dvalizt á Hvanneyri, á Löngumýri og í Hveragerði. Síðustu árin bjó hún í Furðugerði 1 en fram að því átti hún heimili með Sigurði syni sínum í Snælandi 4. Samband hennar og Sigurðar var einstakt og ferðuðust þau oft saman um landið og heimsóttu ættingja og vini. Það er mjög sjaldgæft að fólki líði eins vel í félagsskap hvers annars og Valgerði og Sigurði og það er líka einstakt að böm sinni foreldrum sínum af sömu natni og Sigurður gerði. Með því er á engan hallað því að öll böm Valgerðar og makar þeirra vora henni mjög góð og hún hafði mikla ánægju af bamabömunum, sem nú era 12, og langömmubömunum, sem era 4: Valgerður var einkar góð móður minni og sýndi henni og íjölskyldu okkar alla tíð einstakt trygglyndi. Við mæðgumar höfum átt margar góðar stundir með Valgerði og þökkum henni nú að leiðarlokum einhuga langa og tryggja samfylgd. Ingibjörg Mikið er erfítt að skilja, að elsku- leg amma okkar, Kristrún Valgerð- ur Sigurðardóttir Austmar, skuli vera látin. En bjartar minningar um góða og ástríka ömmu munu ætíð lifa áfram í huga okkar. Ó, blessuð stund, er burtu þokan líður, sem blindar þessi dauðleg augu vor, en æðri dagur, dýrðarskær og blíður, með Drottins ljósi skín á öll vor spor.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.