Morgunblaðið - 06.10.1988, Síða 45
■ nnj:rvt[n:r--l-T:--lu1 fcJk.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 45
Minning:
Bjarni Þórarins-
son eirsmiður
Fæddur 12.júlí 1915
Dáinn 25. september 1988
í dag, fímmtudaginn 6. október,
kl. 13.30 verður Bjami Þórarinsson
eirsmiður, Nesvegi 56, Reykjavík,
jarðsunginn frá Neskirkju í
Reykjavík.
Hann fæddist á Vesturgötu 21
og ólst þar upp í foreldrahúsum til
12 ára aldurs er fjölskyldan fluttist
vestar á Vesturgötuna á 50c og var
hann því sannur vesturbæingur og
KR-ingur til æviloka. Bjami var
sonur Þórarins Bjamasonar, hann
var ættaður frá Hafnarfírði, og
konu hans Guðrúnar Hansdóttur
úr Reykjavík af „Borgarabæjar-
ætt“. Tveir eldri bræður Bjama dóu
ungir, Hans 26 ára og Baldur að-
eins 6 ára. Hálfsystir Bjama (að
móður), Guðný Guðnadóttir, var 10
ámm eldri, hún giftist dönskum
manni, Aave Franssen vélstjóra og
síðar yfírmanni í her Dana, hann
vann um tíma í Héðni. Þau fluttu
til Danmerkur og bjuggu þar til
æviloka, Guðný lést árið 1981.
Snemma hneigðist hugur og
hönd Bjama að smíðum, hann greip
þá stundum í að þenja smiðjubelg-
inn fyrir Þorstein föður Bjarna, sem
stofnaði Vélsm. Héðin hf. ásamt
Markúsi ívarssyni. Á þeim árum
var erfítt að komast í nám, það
buðust margfalt fleiri nemar, en
hægt var að taka við og því var
það að Bjami skrifaði mági sínum
í Danmörku og bað hann að styðja
sig í því að fá námssamning í Héðni
sem tókst og samningurinn í
eirsmíði hófst þann 12. sept. 1933
og starfsárin urðu 53 á sama vinnu-
staðnum, eða þar til fyrir 2 árum
að Bjami hætti í Héðni vegna ald-
urs og heilsubrests.
Bjami var frábær smiður, sem
treysta mátti ávallt á. Hans er nú
minnst sem eins af vönduðustu
handverksmönnum sem íslenski
jámiðnaðurinn hefur átt, sem dæmi
má nefna að fýrir u.þ.b. 30 áram
smíðaði hann hurðarskrá í Bessa-
staðakirkju í fomum stíl eftir fyrir-
sögn þáverandi þjóðminjavarðar,
Kristjáns Eldjáms. Þessi skrá lokar
ennþá kirkjunni og ber vott um frá-
bæra smíði. Eftir sveinspróf sigldi
Bjami til Danmerkur til að heim-
sækja systur sína og mág og til að
auka sjóndeildarhring unga smiðs-
ins. Bjarni var mikið í íþróttum á
vegum KR, svo sem leikfími, hand-
bolta, fótbolta og á skíðum. Hann
var mikill útivistarmaður og unni
ferðalögum og mjög slyngur með
veiðistöng.
Kímnigáfa hans var vel metin í
góðra vina hópi og stundum var
Bjami fenginn til að skemmta á
árshátíðum (Jámsmíðafélagsins)
Fél. jámðiðnaðarmanna á Hótel
Borg og er mörgum ennþá minnis-
stætt, þegar hann brá sér í gervi
apans, sem stökk á borðum félag-
anna og lyfti glösum þeirra á viðeig-
andi hátt. Þann 11. ágúst 1945
kvæntist Bjami Þóranni Guðmundu
Kristinsdóttur úr vesturbænum í
Reykjavík. Böm þeirra era: Jónína
Unnur húsmóðir, gift Björgvini
Jónssyni sölumanni, Þórarinn skrif-
stofustjóri, ókvæntur, og Guðrún
húsmóðir, gift Gísla Ófeigssyni raf-
eindavirkja. Bamabömin era 5. Það
elsta heitir Bjami Þór, þá Jón
Björgvin, Þórann Edda, Guðmund-
ur Þór og Ólafur.
Þórann og Bjami bjuggu fyrstu
þrjú árin í Ánanaustum c, en fluttu
á Nesveg 56 í september 1948. Þau
hafa því búið þar í slétt 40 ár og
unað sér vel í nágrenni við gamla;
góða KR.
Að byggja sér einbýlishús í þá
daga var ekki svo auðvelt fyrir
ungt fólk, sem var að byija búskap
því peningar í bönkum lágu ekki á
lausu og efniskaup háð leyfum,
ekki mátti t.d. steypa nema undir-
stöður eða kjallara húsanna og því
stofnuðu 25 starfsmenn í Héðni og
Stálsmiðjunni byggingarsamvinnu-
félagið Árroða. Þeir fengu lóðaút-
hlutun við Nesveg í Reykjavík.
Keypt vora sænsk timburhús,
sem sett vora á steypta kjallara,
sem allir hjálpuðu hver öðram að
byggja. Þama vora samhentir og
glaðlyndir strákar að verki sem
vannst vel.
Bjami var félagslyndur maður
og var 12 ár í stjóm Fél. jámiðnað-
armanna og endurskoðandi félags-
ins til æviloka, mikið starf næstum
ólaunað.
Hann var einn af stofnendum
Starfsmannafélags Vélsm. Héðins
(SVH), sem stofnað var 11. sept.
1939 í gömlu kaffístofunni í Aðal-
stræti 6 og 4 áram síðar eða þann
19. des. 1943 afhenti Sveinn Guð-
mundsson, þáverandi forstjóri Héð-
ins, Starfsmannafélaginu sam-
komusal til afnota og fól þá Bjama
að hafa umsjón með Héðinsnausti,
eins og það var kallað.
Þeir sem mötuðust hjá Ásu í
Héðni muna eftir virðulega mannin-
um með gyllta hárið, sem veitti
matarmiðunum móttöku við barinn
og lét engan sleppa inn án miða.
Starfsmannafélagið í Héðni
þakkar þessum látna heiðursmanni
fyrir störfín og skemmtunina á
gleðistundum, hvort sem það var
með látbragðsleik, keppni í sam-
kvæmisleikjum eða bassasöng í
Karlakór Héðins, sem starfandi var
um árabil. Bjami söng einnig í
Karlakór iðnaðarmanna í nokkur
ár. Það háði Bjarna nokkuð hversu
heynarskertur hann varð. Það varð
af of miklum hávaða í tankavinnu
á námstímanum, þá þekktust ekki
heymarhlífar.
Það er margra gleðistunda að
minnast frá góðum samstarfsmönn-
um á löngu liðnum áram.
Bjami og Lillý (eins og Þórann
var kölluð) vora hamingjusöm og
glæsileg hjón, sem hvarvetna stóð
ljómi af og minningin geymist björt
í huga okkar.
Ættingjum, vinum og ekkju hins
látna sendum við samúðarkveðjur.
F.h. Starfsmannafél.
Vélsm. Héðins hf.,
Sveinn S. Pálmason.
M breytir flóknum hlut í einfaldan með einu símtali
og einni undirskrift.
Hringdu
strax í dag
eða kvöld!
ísíma 68*14-11
Vegna mikillar eftirspumar undanfarin kvöld
munum við svara spumingum og selja nýju
F-trygginguna samfleytt frá kl. 9:00-23:00 í dag.
Við þökkum frábærar undirtektir og biðjumst
velvirðingar á því að á stökum álagspunktum nær
skiptiborðið ekki öllum símhringingum inn.
A n V
f Á 11 l sffiljy jK1|£l Kll
af venjulegum iðgjöldum er ávísun á áþreifanlegan
spamað á hverju ári!
SAMVINNU
TRYGGINGAR
- með betri tryggingu á lægra verði.