Morgunblaðið - 06.10.1988, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Hopað frá
stj órnarsáttmála
Um. margra mánaða skeið
hefur Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra í
ríkisstjóm sem aðeins er viku
gömul, talað um nauðsyn þess
að koma böndum á „ófreskj-
una“ sem hann telur ráða á
fjármagnsmarkaðinum. Var
sagt að ríkisstjómin væri að
öðmm þræði mynduð í þessu
skyni.
í sáttmála ríkisstjómarinnar
em ákvæði um að breyta
gmndvelli lánskjaravísitölu
þannig að svokölluð vísitala
launa hafí helmingsvægi á mót
framfærsluvísitölu og vísitölu
byggingakostnaðar, sem hafí
flórðungsvægi hvor. Hefur for-
sætisráðherra verið manna öt-
ulastur við að útmála láns-
kjaravísitöluna og allt hið
vonda sem henni fylgir. Þá
hefur hann og flokkur hans
verið ómyrkur í máli um þá sem
taldir em hafa hagnast mest á
fijálsræði í vaxtamálum.
Blekið var vart orðið þurrt
á stjórnarsáttmálanum fyrr en
í ljós kom, að hugmyndimar í
honum um breytingu á láns-
kjaravísitölunni reynast ekki á
rökum reistar. Er nú svo kom-
ið í umræðum um þennan lykil-
þátt stjómarsáttmálans, að
málgagn Alþýðuflokksins
stynur í forystugrein í gær og
segir: „Alþýðublaðið telur
fyllstu ástæðu fyrir ríkisstjóm-
ina að endurskoða áform sín
um fyrirhugaðar breytingar á
gmndvelli lánslq'aravísitöl-
unnar."
Ólafur Ragnar Grímsson,
íjármálaráðherra í nýju stjóm-
inni, settist í sinn stól með þær
yfírlýsingar á vömnum, að nú
yrði öllu borgið, þar sem ætlun-
in væri að ná í skottið á gróða-
öflunum og ^ármagnseigend-
um. Séð yrði til þess að þeir,
sem hefðu lagt fé fyrir, yrðu
látnir borga skatta af því með
einu eða öðm móti. Þegar
menn sáu hvað verða vildi í
þessu efni vom Samtök spari-
fláreigenda stofnuð og efndu
þau til fjölmenns fundar á
laugardaginn var. Það sést á
forystugrein Þjóðviljans í gær,
að þetta framtak var tíma-
bært, því engu er líkara en það
hafí opnað augu fjármálaráð-
herra, Þjóðviljans og alþýðu-
bandalagsmanna fyrir því, að
það er hinn almenni borgari
sem þrátt fyrir allt leggur fé
fyrir í bönkum og kann að
meta það frelsi, sem komið
hefur til sögunnar á fjár-
magnsmarkaðinum á undan-
fömum ámm. Þjóðviljinn segir
í forystugrein í gær: „Á fram-
haldsstofnfundi Samtaka
sparifjáreigenda bar líka mest
á ósköp venjulegu fólki.
Rosknu fólki sem á uppkomin
böm og er búið að greiða niður
íbúðina sína. Fólki sem tekist
hefur að safna sparifé sem
kannski hrekkur fyrir nýjum
bíl.“ Er þessu skeyti bent til
Ólafs Ragnars Grímssonar? Er
verið velq'a athygli prófessors-
ins á því hverjir það em í raun
og vem sem hann fer að elta
ef hann ætlar að skattleggja
sparifé?
Það er ekki nóg með að Þjóð-
viljanum sé nóg boðið vegna
umtalsins um að skattleggja
eigi sparifjáreigendur. Hann
kveinkar sér einnig undan því,
að bent sé á þau augljósu sann-
indi að með lækkun raunvaxta
versnar hagur sparifjáreigenda
að sama skapi. Þjóðviljinn seg-
ir í forystugrein í gær „Nýja
ríkisstjómin hefur þá stefnu
að koma þeim [raunvöxtum]
niður og er þá miðað við að
vextir verði ekki óeðlilega háir
en engu að síður verði raun-
vextir jákvæðir þannig að
sparifé haldi verðgildi sínu. En
nú virðist eiga að magna andúð
hins almenna sparifjáreiganda
á þessum aðgerðum.“ Fullyrt
skal að það þarf ekki að magna
andúð neins sem geymir fé sitt
á vöxtum á því að vextir séu
lækkaðir eða skattlagðir.
Reynslan sýnir að menn taka
fé sitt einfaldlega úr bönkun-
um, ef þeir geta ávaxtað það
betur á annan hátt. Vilji Þjóð-
viljamenn með fjármálaráð-
herrann koma í veg fyrir þessa
þróun verða þeir að hafa sama
hátt á og hugmyndabræður
austar í heiminum og sjá til
þess með skömmtun og höftum
að fólk geti ekki eytt peningum
í neitt.
Forystugreinar málgagna
Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks í gær, á vikuafmæli
ríkisstjómar Steingríms Her-
mannssonar, sýna, að tveir
stjómarflokkanna að minnsta
kosti eru famir að hopa frá
stjómarsáttmálanum. Flóttinn
er á sviði þar sem forsætisráð-
herra sjálfum þótti mest um
vert að gera róttækar breyt-
ingar í fyrri ríkisstjóm. Skyldi
þeirra ekki enn vera þörf að
hans mati?
Ríkisstjórnin reynir að <
öll helstu lögmál eflmhag
- sagði Vilhjálmur Egilsson á morgunfimdi Verslunarráðs
VERSLUNARRÁÐ íslands hélt morgunverðarfund í gær og kom þar
fram hörð gagnrýni á fyrirhugaðar e&iahagsaðgerðir ríkisstjórnar-
innar. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri ráðsins sagði ríkis-
stjóraina vera að reyna að afsanna öil helstu lögmál efiiahagslífsins,
með þvingunaraðgerðum og handaflsstýringu. Aðrir frummælendur
tóku í sama strang. Framsögumenn auk Villyálms voru Friðrik Páls-
son forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfiystihúsanna og Ólafúr Davíðsson
framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda. TU orðaskipta kom
á fúndinum milli Friðriks Pálssonar og Styrmis Gunnarssonar rit-
stjóra Morgunblaðsins vegna ummæla Friðriks um neikvæð skrif
Morgunblaðsins i garð frystiiðnaðarins.
Sýndarmennska
Vilhjálmur Egilsson byijaði á að
rekja helstu aðgerðir sem ríkisstjóm-
in hefur boðað í efnahagsmálum. „I
meginatriðum felast aðgerðir ríkis-
stjómarinnar í 3% lækkun á gengi,
millifærslum til sjávarútvegs í gegn-
um Verðjöfnunarsjóð, stofnun at-
vinnutryggingarsjóðs útflutnings-
greina, verðstöðvun, frystingu
launa, stjómstýrðri lækkun nafn-
vaxta og raunvaxta, áformum um
breytingu á lánskjaravísitölu, yfir-
lýsingum um afgang á rekstri ríkis-
sjóðs. Ýmislegt fleira er í pokanum
en þessi atriði skipta einna mestu
máli. Yfirlýstur tilgangur aðgerða
ríkisstjómarinnar er að afstýra
rekstrarstöðvun útflutningsfyrír-
tækja og ná niður verðbólgu og fíár-
magnskostnaði," sagði Vilhjálmur.
Aðalveikleikínn
Vilhjálmur sagði að markmið
ríkisstjómarinnar um framvindu
efnahagsmála á árinu 1989 hafi
ekki enn séð dagsins ljós, þar sem
hvorki þjóðhagsspá né fjárlagafrum-
varp hafi komið fram. Hann sýndi
síðan tölur um hver þróunin þarf að
vera til þess að dæmið geti gengið
upp hjá stjóminni. „Verðbólgan þarf
að nást niður í um 1% á mánuði
fram til áramóta og niður í 0,5% á
mánuði á næsta ári ef dæmið á að
ganga upp. Framfærsluvísitalan
myndi þá hækka á þessu ári um 20%
frá upphafi til loka ársins en um
6-7% á næsta ári.“ 1 töflu sem Vil-
hjálmur sýndi, um þróun launa,
gengis og verðlags ef aðgerðir ríkis-
stjómarinnar heppnast, kemur fram
að á tímabilinu 1. ágúst 1987 til 1.
ágúst 1989 mun ffamfærsluvísitala
hækka um 49,1%, gengisvísitaia um
22,5% og greitt timakaup um 53,5%.
Hann sagði þama koma fram megin-
veikleikana í stefnu ríkisstjómarinn-
ar, vanda sem hún reyndar erfði frá
síðustu ríkisstjóm og verði ekki
leystur með þessum aðgerðum.
„Verðlag mun hækka á tveimur
ámm um rúm 50% og laun um rúm-
lega það meðan verð á erlendum
gjaldmiðlum hækkar um rúmlega
20%. Raungengishækkun krónunnar
á þessu tímabili er því 12-13%, en
sú hækkun stenst ekki gagnvart
útflutningsatvinnuvegunum og ekki
heldur sé litið á viðskiptahalla og
skuldasöfnun erlendis," sagði Vil-
hjálmur.
Vilhjálmur sagði að verðstöðvunin
sem gripið hefur verið til geti ekki
orðið annað en sýndarmennska og
vitnaði til reynslunnar frá ámnum
1970 til 1983, þegar hvert verð-
bólgumetið var slegið eftir annað.
„Þær aðferðir sem stjómvöld hafa
notað við kynningu á verðstöðvun-
inni hljóta að vejkja traust á allri
ffamkvæmdinni. í fyrsta lagi braut
Verðlagsstofnun lög við upphaf
verðstöðvunarinnar í byijun septem-
ber. Verðstöðvun er ákvörðun ríkis-
stjómar en ekki ákvörðun Verðlags-
ráðs. Ákvarðanir ríkisstjómarinnar
um verðlagsmál verður að birta
formlega í Lögbirtingarblaði áður
en hægt er að beita fyrirmælum sem
í þeim felast. Auglýsing í Lögbirting-
arblaðinu kom ekki fyrr en 6. sept-
ember en fyrstu dagana í september
var Verðlagsstofiiun samt á fullu
við að hóta fyrirtækjum og skipa
þeim að draga verðhækkanir til
baka,“ sagði Vilhjálmur.
Hann sagði fleira veikja verð-
stöðvunina, þar á meðal mikið
pappírsflóð, þar sem fyrirtækjum er
gert að skila afritum allra innflutn-
ingspappíra til Verðlagsstofnunar,
krónutöluregla sé sett á álagningu,
þvert á móti þvi sem gerðist um
áramótin þegar tollar lækkuðu og
loks að nauðsjmlegar hækkanir sem
ekki fæst leyfi fyrir munu safnast
fyrir og leiða til vandræða.
Vitleysan flutt til
Vilhjálmur ræddi þessu næst um
boðaðar vaxtaákvarðanir stjóm-
valda. „Með þessum aðgerðum má
segja að verið sé að flytja vitieysuna
til í efnahagslífinu en ekki að lækna
neitt. Ástæðumar fyrir hinum háu
raunvöxtum á íslandi að undanfömu
hafa fyrst og fremst verið tvær, láns-
fjárþörf ríkissjóðs og hallarekstur
útflutnings- og samkeppnisgreina."
Hann sagði ekki enn útséð hvemig
tækist að hafa hemil á útgjöldum
ríkissjóðs eða að hækka skatta og
taldi víst að hallarekstur útflutn-
ings- og samkeppnisgreina héldi
áfram í stórum stíl.
„Beiting handafls á fjármagns-
markaðnum við slíkar aðstæður get-
ur aldrei orðið til þess að snúa rekstri
fyrirtækjanna við heldur einungis
frestað greiðsluþrotum um nokkum
tíma.“
Vilhjálmur Egilsson fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs í
ræðustól á fundinum.
Sjávarútvegnur ekki
vandamálið
Að lokum vék Vilhjálmur að sjáv-
arútvegi. Hann kallaði það ranghug-
mynd að neita að horfast í augu við
þá staðreynd, að raungengi krón-
unnar væri alltof hátt. „Þess í stað
tala þessir aðilar um að helsta
vandamál þjóðarinnar sé að fram-
leiðnistigið í sjávarútvegi sé of lágt,
of mikið sé um óhagkvæmar fjár-
festingar, það þurfi að fækka frysti-
húsum og minnka flotann."
Vanda sjávarútvegsins sagði hann
framar öðru vera „óvandaða og
ábyrgðarlausa stjóm peningamála
sem felst í linnulausum erlendum
lántökum á vegum opinberra aðila
og ennfremur neita stjómvöld að
horfast í augu við orðinn hlut í geng-
ismálum."
Þessu til stuðnings sýndi Vil-
hjálmur tölur um verðmætaaukn-
ingu í framleiðslu sjávarafurða.
„Lykilspumingin er þessi: Af hvetju
leysti 76,8% aukning á útflutnings-
framleiðsluverðmæti sjávarútvegs-
ins ekki efnahagsvandann á ámnum
1976-1986? Svarið við því er ein-
falt. Framleiðnistig sjávarútvegsins
hefur aldrei verið vandamál í efna-
hagssfjóm á íslandi. Vandamálið er
að þjóðin hefur oftast stillt lífskjör
sín þannig af með gengisskráning-
unni og lántökum opinberra aðila
að sjávarútvegurinn hefur setið eftir
með sárt ennið og verið haldið í tap-
rekstri.
Þessi stefna er undirrótin að
vanda okkar nú. Þetta hefur verið
stefna margra ríkisstjóma. Og það
kemst aldrei skikk á efnahagsmálin
fyrr en menn skilja að þessari stefnu
verður að breyta," sagði Vilhjálmur
Egilsson að lokum.
Kolröng' gengisstefina
Skattar hækka verðlag
Vilhjálmur taldi áform um 2.500
milljóna króna skattahækkun veikja
tiltrú á að verðlagsmarkmið ríkis-
stjómarinnar haldi. Engar upplýs-
ingar hafi komið fram um hvemig
afla eigi þessara tekna, utan óljósar
hugmyndir um skattlagningu fíár-
magnstekna, sem hann sagði ekki
geta skilað meira en 300 milljónum
króna. Hann efaði að hægt væri að
ná þessum tekjum með hækkuðum
tekjuskatti og þvi hlytu óbeinir
skattar að hækka „og þær hækkan-
ir munu hafa áhrif á verðlagið".
Þá sagði Vilhjálmur að það veikti
enn stefnu stjómarinnar, að vandi
ríkissjóðs á þessu ári yrði meiri en
þégar hefur komið fram. „Þar við
bætist, að sjálfsagt verður gengið
hart eftir því að fíármálaráðherrann
efni ýmis útgjaldaloforð sem hann
og hans flokkur hafa gefið út á
undanfömum árum.“
Fjárhagsörðugleikar ríkisfyrir-
tækja em enn eitt atriðið, sem Vil-
hjálmur nefndi að veikti trú á að
aðgerðir stjómarinnar gengju eftir.
Verðbólgan vex
„Hvers er þá að vænta á næstu
mánuðum?" spurði Vilhjálmur og
svaraði: „Handafli er nú beitt á flest-
um veigamestu sviðum efnahagslífs-
ins, á vinnumarkaðnum þar sem laun
em fryst, á mörkuðum fyrir vömr
ogþjónustu með sýndarverðstöðvun,
á fiármagnsmarkaði með þvingaðri
lækkun vaxta og síðast en ekki síst
er genginu áfram haldið uppi með
handafli.
Ríkisstjómin er sem sé í baráttu-
hug og hefur tekið að sér að reyna
að afsanna öll helstu lögmál efna-
hagslífsins. Slík tilraun hlýtur að
mistakast. Handaflið hlýtur að
bresta, en hvenær og með hvaða
hætti ríkisstjómin missir tökin er
ekki unnt að segja fyrir með vissu."
Vilhjálmur taldi víst að raungengi
krónunnar mundi lækka um að
minnsta kosti 10% fýrir árslok 1989
og um 5% fyrir mitt ár. Hann kvaðst
geta ímyndað sér að láun muni
hækka á næsta ári um 10-15% og
verð á erlendum gjaldmiðlum um
20-25%.
Friðrik Pálsson talaði næstur.
Hann hóf mál sitt með því að rekja
erfiðleika þess, að gera áætlanir um
hvað sé framundan í atvinnullfinu,
þegar aðstæður byggjast ekki á eðli-
legum markaðslögmálum. „Mikið
vantar á að atvinnulífinu hér sé
búinn sá starfsvettvangur, að eðli-
legt geti talist," sagði hann og bætti
því við að hann teldi gengisstefnu
undanfarinna missera hafa verið
kolranga og leitt af sér raungengis-
hækkun og kollvarpað öllum áætlun-
um fyrirtækja. Hann sagði þjónustu-
fyrirtækin hafa blómstrað við þessar
aðstæður, enda gætu þau „velt öllum
hækkunum út til notenda þjón-
ustunnar án þess að hafa miklar
áhyggjur af því hvað er að gerast í
kringum þau“.
Friðrik sagði ýmislegt benda til
þess að erfitt muni reynast að gera
úthlutunarreglur Atvinnutrygginga-
sjóðs það almennar að komi öllum
að gagni. „Við óttumst einnig að
bankakerfið muni nota þennan At-
vinnutiyggingasjóð til að bjarga sér
út úr erfíðleikum, en fyrirtækin
standi jafn illa eftir."