Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 Þjóðin og kirkjan Aldarminning herra Ásmundar Guðmundssonar hiskups iflPilB M ím0 "wmmmmm •. . . .. • v Ásmundur Guðmundsson biskup eftir Guðmund Sveinsson I Fimmtudaginn 6. október er öld liðin frá fæðingu herra Ásmundar Guðmundssonar biskups. Herra Ásmundur Guðmundsson biskup var einn af merkustu og sérstæðustu kirkjuleiðtogum ís- lendinga á þessari öld. Hann var á sinni tíð einn lærðasti guðfræðingur landsins og mestur áhugamaður um allt er laut kristni og kirkju. Allir er honum kynntust og nutu vináttu hans töidu að þar færi maður sem engin svik væru í. Hann var sönnun þess að íslenska kirkjan hefur alið og fóstrað hina göfugustu og heil- steyptustu menn. Slíkir menn láta ekki sviptivinda og andbyr hrekja sig af leið. För þessa Borgfírðings til biskupsdóms yfír Islandi var harla sérstæð. Þar var ekki um að ræða beina braut embættisframans. Braut herra Ásmundar lá miklu fremur um garða hjá alþýðu lands- ins. Einmitt þess vegna skildi herra Ásmundur allra manna best að þjóðin er kirkjan. Kirkjan og þá allra síst þjóðkirkjan má aldrei verða stofnun utan og ofar fólkinu í landinu, klíkustofnun hinna út- völdu, heldur stofnun með fólkinu, fyrir það og vegna þess. Herra Ásmundur biskup var á sinni tíð sá guðfræðingur íslend- inga sem einna gleggst skildi hvað hugtakið þjóðkirkja felur í sér og hversu það skuldbindur guðfræð- inga til leitar og leiðsagnar. II Ásmundur Guðmundsson fæddist í Reykholti í Reykholtsdal 6. októ- ber 1888. Hann var sonur hjónanna síra Guðmundar prófasts Helgason- ar í Reykholti, eins hinna kunnu Birtingaholtsbræðra, og konu hans, frú Þóru Ásmundsdóttur, prests Jónssonar í Odda, síðar dómkirlqu- prests í Reykjavík. Ásmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í Reykholti og tók mikilli tryggð við staðinn, bæði sérstæða og merkilega sögu -staðarins sem og umhverfíð sjálft í fegurð sinni og mildi. Þau Reykholtssystkinin, Ásmundur og systkini hans, létu síðar gera skógarlund í Reykholti, að prýða staðinn og greiða honum fósturlaunin. Snemma komu í ljós óvenjulegir námshæfíleikar Ásmundar. Var það hvort tveggja, að skilningur hans var glöggur og minnið mikið og öruggt. Svo sagði mér heimiliskenn- ari í Reykholti, að erfítt hefði verið að halda aftur af Ásmundi við nám- ið. Hefði hann alltaf kosið að glíma við erfíðari fræði en ætla hefði með sanngimi mátt bömum á hans aldri. Hin erfíðu fræði vöktu Ás- mundi margar spumingar og þeim reyndist ekki alltaf auðvelt að svara. Það var einkenni á Ásmundi alla tíð, að hann var fundvís á erfíð- ar spumingar að þroska skilning sjálfs sín og nemenda sinna síðar. Ásmundur Guðmundsson varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1908 og fékk ágæt- iseinkunn á stúdentsprófínu. Sama vor hætti faðir hans, síra Guðmund- ur, prestskap í Reykholti og fluttist til Reykjavíkur. Var þá að sinni tengslum slitið við Borgarflarðar- byggðir, en hin mikla auðlegð hér- aðsins í Qölbreytni sinni og fegurð fylgdi Ásmundi alla ævi. Asmundur Guðmundsson var þegar eftir stúdentspróf staðráðinn í að lesa guðfræði og ganga í sveit þeirra er leggja vildu lið kirlqu Krists á íslandi. Hann kaus hins vegar að hefla þá námsbraut við Kaupmannahafnarháskóla og stundaði þar nám hinn fýrsta vetur eftir stúdentsprófíð. Það sama gerði vinur hans og skólabróðir, Tryggvi Þórhallsson, er hélt sömu náms- braut. Þar kom fram sérstakt fyrir- bæri, vinátta og tryggð í öðrum ættlið þar sem þeir sóttu fram hlið við hlið til menntunar og frama, Tryggvi og Ásmundur. En með feðrum þeirra, síra Þórhalli Bjama- syni síðar biskupi og síra Guðmundi Helgasjmi í Reykholti, hafði áður verið mikil vinátta og samskipti svo náin, að þeir höfðu brauðaskipti, skiptu á Ákureyri og Reykholti. I þessari námsdvöl f Kaupmannahöfn lagði Ásmundur meðal annars stund á hebresku og lauk prófí í henni. Komst Ásmundur þá í kynni við prófessor Frants Buhl, sem var einna lærðastur allra Gamla testa- menntisfræðinga á Norðurlöndum. Má segja, að hann hafí markað tímamót í þeim fræðum meðal Norðurlandabúa. Frants Buhl var slíkur yfírburðamaður, að hann var til þess kvaddur frá Kaupmanna- höfn að sjá um endurútgáfu hinnar miklu, hebresku orðabókar, sem kennd er við þýzka málvísinda- manninn Wilhelm Gesenfus og lengi var hin fremsta sinnar tegundar. Það er öruggt að iagður var góður grundvöllur að menntun Ásmundar Guðmundssonar f fræðum Gamla testamentisins við kynni hans af Frants Buhl, kennaranum og fræði- manninum. Að lokinni ársdvöl f Kaupmanna- höfn, innrituðust þeir Ásmundur og Tryggvi f Prestaskólann í Reykjavfk árið 1909. En á meðan þeir stund- uðu þar nám, var Háskóli íslands stofnaður, 1911, og Prestaskólinn sameinaður honum sem guðfræði- deild Háskólans. Voru þeir Tryggvi og Ásmundur, ásamt Ingvari Sig- urðssyni, fyrstu nemendumir sem luku guðfraeðiprófí frá Háskóla ís- lands, 19. júní 1912. Á námsárum Ásmundar Guð- mundssonar f Prestaskólanum og síðan f guðfræðideild Háskóla fs- lands urðu örlagaríkar breytingar á viðhorfum manna hér á landi sem alls staðar á Vesturlöndum til guð- fræðinnar. Nýr skilningur á trú og guðfræði var að koma fram. Það var hið sérstæðasta fyrir þennan skilning, að guðfræðin ætti að vera ný, alltaf ný, aldrei gömul og fom. Guðfræði og trú hljóta ævinlega að tala til og snerta mennina á líðandi stund. Þeirra er nútfðin og framtíð- in, ekki sfður hið síðamefnda. Guð- fræðin og trúin eiga að vera mönn- um öruggust hjálp og stoð að skapa framtíð þeirra, veita blessun og ná inn f líf þeirra. Guðfræði og trú em því engin fomaldarfræði, heldur veita þau svör við alvarlegustu og einlægustu spumingum samtfðar- innar og veita lffsstraumi til hins ókomna. Til að tryggja sérstaka áherzlu á þennan skilning á hlut- verki trúar og guðfræði var fundin nafngiftin „Nýja guðfræðin", sem ekki átti að tákna eina stefnu til viðbótar við fyrri guðfræðistefnur, heldur nýtt viðhorf til fræðanna, og gera þau aldrei einskorðuð, þröng og lokuð, heldur ftjálslynd, víðsýn og opin. Og svo merkilegt sem það nú er, hefur nafngift þessi haldizt meðal nágrannaþjóða okkar, þótt hér á landi hafí þótt sæma að nota heitið „ný guðfræði" um sér- stakar kenningar og útlistanir nokkurra fylgjenda hennar. Það vom þrír menn, sem öðmm fremur urðu til þess að kynna fyrst hin nýju viðhorf f guðfræði á íslandi. Vom þeir allir kennarar við guð- fræðideild Háskóla íslands við upp- haf deildarinnar og þannig kennar- ar Ásmundar Guðmundssonar. Þessir menn vom: Jón Helgason sfðar biskup, Haraldur Nfelsson, prófessor, og Sigurður P. Sívertsen, prófessor. Þetta vom næsta ólíkir menn. Jón Helgason, hin mikli raunsæismaður, laus við dulúð og draumlyndi, Haraldur Níelsson, hinn mikli tilfínpingamaður, með stórbrotnar hugsýnir og hugsjónir og Sigurður P. Sívertsen maður jafnvægisins og róseminnar, sem sameinaði ef til vill betur en hinir tveir þekkinguna á hinu foma og nýja. En allt stuðlaði að því sama, að gera nemendur guðftæðideildar- innar að virtum guðfræðingum, sem hlutu jöfnum höndum að takast á við fræði sín og finna til ábyrgðar gagnvart samtíðinni, vandamálum hennar og úrlausnarefnum. Hér eftir gat guðfræðingurinn ekki setið í fílabeinstumi og notið fræða sinna, hans vettvangur var hinn annasami heimur. Umbrót veraldar og ólga urðu hlutskipti hins trúaða manns. Nú skyldi minnast á sér- stæðan hátt svars Florence Nigh- tingale, er hún var spurð í hvaða trúflokki hún væri: „Fámennum flokki," sagði hún, „hinum fámenna flokki miskunnsama Samverjans." Ásmundur Guðmundsson hafði ekki lengi verið guðfræðikandfdat, er hann tók boði frá íslendingum í Vesturheimi að gerast prestur ’ þeiíra í.Vatnabyggðum f Saskatch- ewan í Kanada. Það voru mikil umskipti að hverfa frá íslandi vest- ur til Kanada, kynnast nýrri veröld í deiglu umbréytingarinnar. Hvergi mátti betur sjá hið gamla og nýja takast á. Vesturlönd voru að hafa hamskipti, en' í Vesturheimi var nýtt samfélag í mótun byggt á forn- um arfí að vísu, en átti að uppfylla fyrirheit og þrár, sem aldrei áður höfðu birzt svo skýrt og hiklaust og átt svo djúpar rætur í sál mann- kynsins og samvizku. Tíminn vestra varð Ásmundi Guðmundssyni mikill reynslu- og lærdómstími og skerpti skilning hans á því, sem hæst bar í hugsjónum Vesturálfunnar á þess- um tíma, sameiningarviðleitninni og trúnni á gildi einstaklingsins. Asmundur gleymdi aldrei hinum stóru löndum vestursins og átti það sinn þátt í því að losa hann við að verða Evrópuþreytunni að bráð en hún átti eftir að grípa um sig á flestum menningarsviðum Vestur- landa á árunum milli heimsstyijald- anna tveggja. í lok dvalar sinnar í Vesturheimi þjónaði Ásmundur Guðmundsson íslenzkum söfnuði f Alberta um mánaðartíma. Ásmundur dvaldi í Reykjavík veturinn 1914-15 og fékkst þá við kennslu og ritstörf. Það var á þessu ári, að hann hóf fyrir alvöru að þýða rit eftir þýzka guðfræðinginn og guðfræðikennarann Adolf von Hamach, en Hamach var einna kunnastur allra hinna svokölluðu fijálslyndu guðfræðinga. Fijáls- lynda guðfræðin er ein fyrsta grein- in á meiði nýju guðfræðinnar. Ás- mundur þýddi eitt af kunnustu rit- um Hamachs, Das Wesen des Christentums, Kristindómurinn, og átti það að koma út í heftum. Lét Fjallkonuútgáfan prenta eitt hefti árið 1915, en síðan féll út- gáfan niður. Sjálft kom ritið svo út austur á Seyðisfírði árið 1926. Ásmundur Guðmundsson hafði sjálfur komizt í samband við hinn þýzka háskólakennara og fengið leyfí hans til að þýða rit hans og kynna íslendingum. — Þýðingar- starfið svo og val á verkefni til þýðingar sannaði eitt af brennandi áhugamálum Ásmundar að tryggja það, að alþýða manna á íslandi ætti þess kost að fylgjast með þeim rannsóknum, er fram fæm á sviði guðfræðinnar á Vesturlöndum og vissi hvaða spumingar væm áleitn- astar f huga fræðimannanna og væm þeim mest eggjun og um- hugsunarefni. íslendingar áttu ekki að vera áhorfendur, heldur þátttak- sndur í rökræðunum um trúmál og guðfræði. Guðfræði Adolfs von Hamacks var tvímælalaust sú, sem mest var í sviðsljósinu frá aldamót- um og fram til 1920 og reyndar miklu lengur. Það var Adolf von Hamack, sem einna ákveðnast greindi á milli hins tvenns konar fagnaðarerindis f Nýja testament- inu: Fagnaðarerindis Jesú Krists, sem fram kæmi í samstofna guð- spjöllunum fyrst og fremst, og fagnaðarerindisins um Jesúm Krist, er Pálsbréfín og Jóhannesar- guðspjall boðuðu. En Ásmundur Guðmundsson hafði ekki hugsað sér að gerast kennari og þýðandi, þótt hvort tveggja félli honum vel. Hann var aðeins að átta sig betur á verkefii- um fræðigreinar sinnar, vinna úr menntun sinni og reynsíu og und- irbúa nýjan þátt í merkum starfs- degi. Það var líka að vetrinum lokn- um, að tvennt gerðist f lífi hans, sem markaði þvf stefnu og auðgaði það að hamingju og fögnuði. Hinn 24. júní 1915 var Ásmundur vfgður aðstoðarprestur til síra Sigurðar Gunnarssonar f Stykkishólmi og hinn 27. júní, þrem dögum síðar, Þnkkarkveðja frá kirkjiiiuu Um og eftir síðustu aldamót eignaðist íslenska þjóðin vakandi hugsjónamenn, sem með áhuga sínum og andagift höfðu víðtæk og varanleg áhrif á þjóðlff okkar á mörgum sviðum félags- og menningarmála. Hér eru mér efst f huga kirkju- og skólamálin af því tilefni, að í dag eru rétt 100 ár frá því að dr. theol. Ásmundur Guðmundsson biskup fæddist. Hann var fæddur 6. október 1888 að Reykholti í Borgarfirði. Hann er vissulega einn þeirra manna, sem mest og best hafa þjónað íslenskri kristni og kirkju á þess- ari öld. Herra Ásmundur Guðmunds- son verður okkur minnisstæður, sem þekktum hann og nutum leið- sagnar hans á kennarastóli og í biskupsdómi. Hann var eftir- minnilegur kennari, virkur í fé- lag8málum kirkjunnar og farsæll leiðtogi hennar. Ásmundur Guð- mundsson var ljúfmenni, hjarta- hlýr og góðviljaður. Yfirbragð hans var bjart, heiðríkt og svip- mikið. í augun hans var leiftur er lýsti af eldmóði hjartans, er hann flutti mál sitt og lýsti skoð- unum sínum. Honum var sann- leiksást í blóð borin. Hann gerði þá reglu að grundvaliaratriði í fræðiiðkunum sínum, sem Ari prestur Þorgilsson orðaði svo, að hafa skyldi jafnan það, sem sann- ara reyndist. Ásmundur Guð- mundsson var einstakur eljumað- ur, vandvirkur og ósérhlífínn. Hann gaf sig óskiptan að hugðar- málum sínum og verkefnum. „Stunda þetta, ver allur í þessu." (1. Tim. 4:15). Hann var ótrauður baráttumaður skoðana sinna, af- kastamikill rithöfundur og fræði- maður. Það á við hann, sem séra Hallgrímur segir: Víst ávallt þeim vana halt: vinna, lesa, iðja, umfram allt þó ætíð skalt elska Guð og biðja. Það minnir mig aftur á orð post- ulans: „En íklæðist yfír allt þetta elskunni, sem er band algerleik- ans.“ (Kól. 3:14). Þannig var Ás- mundur Guðmundsson búinn til þeirra þjónustu í kirkjunni, sem Guð kallaði hann til. Kærleiksrík- ur og umhyggjusamur var hann í viðmóti sínu. Það duldist ekki, að hann vildi öllu öðru fremur leggja gott fram úr góðum sjóði hjarta síns. Aldimar líða. Kynslóðir koma og fara. „Gleymist þó aldrei eilffa lagið við pílagrímsins gleðisöng," Þegar við nemum staðar við aldarminningu Herra Ásmundar Guðmundssonar heyrum við þenn- an söng koma frá hjarta hans. í dag lýtur kirlqan minningu hans í virðingu og þökk. Pétur Sigurgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.