Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 NÁMSKEIÐ - Sækið námskeið hjá traustum aðiía - Eftirfarandi námskeið verða haldin á næstunni: Tölvunotkun: - Grunnnámskeið í einkatölvum....15. - 16. og 22. - 23. okt. - Ritvinnsla - WordPerfect (Orðsnilld).29. - 30. okt. - Ritvinnsla, framhald - WordPerfect.5. - 6. nóv. Skrifstofu- og verslunarstörf: - Bókfærsla I - fyrri hl............15., 16., 18., 20., 22. og 23. okt. - Bókfærsla I - seinni hl..........25., 27., 29., 30. okt., 1.-3. nóv. - Vélritun (byrjendanámskeið)......10. - 13. okt. og 17. - 20. okt. Stjórnunarnámskeið: - Markaðsmál..........................10. -12. okt. - Fjármál fyrirtækja...................17.-20. okt. Ýmis stéttarfélög styrkja sína félaga til þátttöku. Frekari upplýsingar og skráning fer fram í síma 688400. Verzlunarskóli íslands D||l rnrnm iicosnryK fyrir þig kornifladbR^ kobni expöR* korni fb°kosT ^BTÖFLUFl-ÖGUR maarudskrúpuR 300 GP- KP- 40.30 300 GP- KP’ 40.30 275 GP’ KP’ 40.30 4TE G. 100 GP- KP’ 68.40 3 TEG- KP’ 68.40 70 GP■ KAUPFELOGIN UM LAND ALLT! Fyrstu áskriftartónleikar Sinfóníuhlj ómsveitar íslands: Verk eftir Beethoven, Sibelius og Leif Þórarinsson á efnisskrá eftir Rafn Jónsson FYRSTU áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands á þessu starfsári eru í dag í Háskólabíói og heQast þeir klukkan 20.80. Stjórnandi verður aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveit- arinnar, Finninn Petri Sakari. „Mini“-sinfónía Meðal verka á morgun verður frumflutt nýtt tónverk eftir Leif Þórarinsson, sem hann nefnir För 1988. í stuttu viðtali sagði Leifur, að thematísk uppistaða verksins væri leikritið Til Damaskus eftir Strindberg, en Leifur samdi á sínum tíma tónlist við leikritið. í verkinu nýtir Leifur sér nokkrar laglínur úr tóniistinni sem hann samdi fýrir leikritið. Leifur sagði, að nafngift verksins væri tilvísun til leikritsins, sem lýsti „ferðalagi" um hjóna- bandið. Verkið er skrifað fyrir full- skipaða hljómsveit og tekur um 15 mínútur í flutningi. Það er í einum þætti sem skiptist í þrjá kafla, hægan kafla, menúett og hraðan kafla. Leifur sagði ennfremur, að verkið hefði að forminu til alla eig- inleika sinfóníunnar, en hér væri um eins konar „mini“-sinfóníu að ræða fremur en eiginlega sinfóníu. För 1988 er þriðja verkið sem Leif- ur lýkur við á þessu ári. Hin verkin eru Sembalsónata, sem Helga Ing- ólfsdóttir er að æfa þessa dagana og flytur í vetur, og Styr, verk fyr- ir píanó og hljómsveit, sem flutt var á Listahátíð í vor. Þá vinnur Leifur að samningu tónlistar fyrir strengjakvartett við leikritið Óveðr- ið eftir Strindberg og einnig semur hann tónlist við Fjalla-Eyvind, sem frumsýndur verður í Þjóðleikhúsinu um jólin. Að lokum má nefna, að hann vinnur að samningu þriðju sinfóníu sinnar. Einleikskonsertar Beethovens Á þessum fyrstu áskriftartónleik- um Sinfóníuhljómsveitarinnar verð- ur einnig fluttur Tríókonsert Beet- hovens. Allir einleikskonsertar Be- ethovens verða fluttir á áskriftar- Fonteney-tríóið tónleikum hljómsveitarinnar í vetur og er þessi sá fyrsti í röðinni og jafnframt sá eini, sem erlendir lista- menn verða fengnir til að flytja. Þeir nefna sig Fontenay-tríóið, en fontenay er gamalt, franskt orð yfír draumóra, auk þess sem þeir félagar, sem voru samtíða í Tónlist- arháskólanum í Hamborg, æfðu sig í grennd við skólann í húsi sem stendur við Fontenay-götu. Þeir heita Wolf Harden, sem leikur á píanó, Michael Mucke, sem leikur á fiðlu og Nicklas Schmidt, sem leikur á selló. Samstarf þeirra þriggja hófst 1980 er þeir voru all- ir innan við tvítugt. Þeir léku fyrst opinberlega 1982 og hafa síðan unnið til margra viðurkenninga og verðlauna. Tríóið hefur ieikið inn á hljómplötur og komið fram í út- varpi og sjónvarpi í heimalandi sínu. Þeir hafa einnig haldið tónleika í flestum löndum Evrópu og farið í tónleikaferðir til Suður-Ameríku og Bandaríkjanna. Síðar í vetur og vor verða svo fimm píanókonsertar Beethovens og Fiðlukonsertinn fluttir af ísienskum listamönnum, eins og áður segir. Síbelíus Lokaverkið átónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar á tónleikunum verður svo Sinfónía nr. 1 eftir Sibel- íus. Þetta er ein af átta sinfónium Sibelíusar. Þær eru hver með sínu sniði en einkennast allar af sterkri þjóðemisvitund hans. Ef að líkum lætur mun Petri Sakari, hljómsveit- arstjóri, geta dregið fram þessar tilfinningar landa síns í sinfóní- unni. Þess má geta að um þessar mundir er verið að gefa út í Finn- landi allar sinfóníur og ljóðatónlist Sibelíusar á geisladiskum, en út- varpshljómsveitin í Helsinki hefur undanfarið leikið þessi verk fyrir útgáfuna. Höfandur er blaðafulltrúi Sin- fóníuhfjóms veitar íslands. P Góðan daginn! ifil MATARSTELL — KAFFISTELL ItfoSR FRÁ HOLLANDI. SKOÐIÐ ÞESSI FALLEGU STELL SÍGILD HÖNNUN ÓTRÚLEG VERÐ GÆÐI • ÞJÖNUSTA KRISTJAN SIGGEIRSSON HF. Laugavegi 13-101 Reykjavík-S. 91-625870 DÆMI: MATARDISKAR Kr. 415,- SÚPUDISKAR Kr. 350,- BOLLI/UNDIRSKÁL KR. 415,- KÖKUDISKUR KR. 205.- BRAUÐDISKUR KR. 330.- AfvArnjR i cunajOrudti HHmmiHBBMHnBIBB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.