Morgunblaðið - 06.10.1988, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988
31
Morgunblaðið/Þorkell
Átthagasalur Hótel Sögu var fuUsetinn á morgunverðarfundi Verslunarráðs íslands í gærmorgun. Þar
var rætt um spurninguna: Hvað er framundan í atvinnulífinu?
Verðmætaaukning í framleiðslu
sjávarafiirða 1976 -1986
Verðmæti útflutningsframleiðslu, aukning 76,8%
Vinnuafl, aukning 22,1%
Fjármunir, aukning 44,8%
Meðalverðmætaaukning á mann á ári 3,8%
Meðalverðmætaaukning á ári á krónu í fjármunum 2,0%
Meðalaukning þjóðartekna á mann á ári 3,2%
Heimild: Atvinnuvegaskýrslur Þjóðhagsstofnunar o. fl. Tafla sem Vilhjálm-
ur Egilsson lagði fram á fundi Verslunarráðs íslands 5.10.1988.
ifsanna
slífeins
[slands í gær
Lífsmöguleikar skertir
Friðrik sagði ýmislegt hafa farið
úrskeiðis á undanfömum rnissérum
og árum. Þar nefndi hann offjárfest-
ingu, hún væri óumdeilanlega í út-
gerð. „Það má sjálfsagt komast af
með færri fiskvinnslufyrirtæki,"
sagði hann. Landbúnaðarstefnan
væri kolröng, vandinn væri síðan
leystur með því að „draga niður
möguleika hvers og eins til að lifa,
með því að skerða kvóta hjá hvetjum
og einum og allir dragnast þannig
niður í meðalmennskuna og síðan
niður fýrir hana þangað til vonleysið
eitt er eftir".
Þá nefndi hann þenslu í banka-
kerfi, ríkisrekstri og byggingafram-
kvæmdum og sagði hana vera afleið-
ingu verðbólgunnar, afleiðingu
ákvarðana sem teknar eru við verð-
bólguaðstæður. Hann sagði vexti
verða að vera háa á meðan verð-
bólga er mikil. „Fólk hefur nú trú á
að hægt sé að spara og leggja pen-
inga fyrir. Framundan er því hjá
atvinnulífínu að tryggja að þessu
trausti verði ekki glatað."
Þá ræddi Friðrik gengismál. Hann
riflaði upp hvemig erfiðleikum var
áður mætt með gengisfellingum, en
nú hafi sú leið þótt ótæk og niður-
færsla verið lögð til, síðan farin
millifærsluleið. „Svo virðist sem
ýmsir ætli að verða ánægðir með
þessa aðgerð, enda er hún sjálfsagt
sársaukaminnst fyrir okkur núlif-
andi íslendinga. Framundan hjá at-
vinnulífinu þarf að vera að hamla
gegn millifærslum, hvetja til al-
mennra ráðstafana og ná þjóðar-
vakningu um að horfast í augu við
staðreyndir og hefja ekki þann leik,
sem við höfum lengi verið leiknir í,
að velta vandanum yfir á næstu
kynslóðir," sagði hann.
Bönkum að kenna
Bankamir urðu Friðriki að skot-
spæni og hann gagnrýndi starfs-
hætti þeirra og samþættingu við
sjóðakerfi. „Ég ieyfi mér að fullyrða
að stór hluti af þeim vanda sem
mörg fyrirtæki, til dæmis í sjávarút-
vegi, em komin í sé hreinlega bönk-
unum að kenna. Með því að lána
fyrirtækjum til að halda áfram tap-
rekstri bera bankamir mikla
ábyrgð."
Vanda útflutningsins sagði hann
vera fyrst og fremst vegna þess að
tekjumar myndast erlendis en kostn-
aðurinn innanlands og þurfi að
treysta á gengisskráningu. „Fiskiðn-
aðurinn hefur gengið hraustlega
fram í því að reyna að mæta þeim
áföllum sem mikil verðbólga hefur
valdið honum en það er samt langt
síðan hann komst í þrot við núver-
andi gengisstefnu."
Morg’unblaðið neikvætt
Friðrik ræddi því næst skatt-
heimtu og hvemig tenging hennar
við atvinnugreinar með nafngiftum
getur haft skaðleg áhrif.
„Það að skattleggja hluti er að
sjálfsögðu í augum flestra af hinu
illa. Þess vegna er það, að þegar
menn tala eða skrifa um að leggja
sérstakan skatt á einhveija fyrir ein-
hvem annan, þá hefur það niðrandi
merkingu," sagði Friðrik og vék að
skrifum Morgunblaðsins. „Morgun-
blað allra landsmanna hefur látið sér
einkar annt um frystiiðnaðinn upp
á síðkastið. Skrif þess hafa stundum
einkennst af nokkurri umhyggju.
Það kunnum við vel að meta. Skrif-
in hafa hins vegar stundum verið
einum of einföld og lausnimar lítt
ígmndaðar. Margir minna umbjóð-
enda hafa talið þessi skrif slæm og
til þess eins fallin að rífa niður trú
fólks á þessum undirstöðuatvinnu-
vegi þjóðarinnar.“
Gagnrýndi hann Morgunblaðið
harðlega fyrir að tengja nýja skatt-
heimtu við frystihúsin í Reykjavíkur-
bréfi síðastliðinn sunnudag. „Þar
spyr höfundur Reykjavíkurbréfsins
meðal annars: „Hvers vegna í ósköp-
unum leggja þessir menn ekki strax
sérstakan frystihúsaskatt á þjóðina
í stað þess að byija á því að taka
lán með æmum kostnaði og borga
það með nýjum sköttum?" Ég hefði
ekki trúað því að ég ætti eftir að
lesa setningu sem þessa í Reykjavík-
urbréfi Morgunblaðsins, nema ef til
vill vegna þess sem á undan er rak-
ið um fyrri' skrif," sagði Friðrik.
„Þessi orð em meiðandi fyrir alla
atvinnugreinina og svo gjörsamlega
út í hött að helst mætti líkja þeim
við það að halda því fram að vatn
renni upp í móti. Ef höfundur
Reykjavíkurbréfsins trúir því að
hægt sé að skattleggja íslenska þjóð
til þess að bæta upp rekstur frysting-
arinnar, þá skynjar hann ekki lengur
samhengi hlutanna. Það væri slæmt
fyrir Morgunblaðið og það væri líka
slæmt fyrir þjóðina alla.“
Morgunblaðsskattur
Hann kvað Morgunblaðið vafa-
laust gæta spamaðar og ráðdeildar
í rekstri og vafalítið vildu forsvars-
menn þess ekki láta sitt eftir liggja
að halda verðbólgunni niðri. Hann
bað síðan höfund Reykjavíkurbréfs-
ins að líta sér nær. „Fyrir liggur að
Qölmörg þjónustufyrirtæki hafa
þurft að hækka gjaldskrár sínar á
síðustu íjómm til fimm ámm um
80% til 150%, á sama tíma og láns-
kjaravísitala hefur einnig hækkað
um 150%. Morgunblaðið hefur þurft
að hækka á sama tímabili sín áskrift-
argjöld um 220%. Annað dæmi:
Morgunblaðið kostaði í janúar 1985
330 krónur, en kostar núna síðan í
júlí 800 krónur. Gengi dollarans
hefur á sama tíma hækkað úr 41
krónu í 47 krónur. Á þessum tíma
hefur Morgunblaðið hækkað um
140% á meðan verð á mikilvægasta
gjaldmiðli frystingarinnar hefur að-
eins hækkað um 15%.
Við þær sömu aðstæður og stund-
um má skilja á Morgunblaðinu að
ætlast megi til að fiskvinnslan búi
við, eða ef Morgunblaðið væri til
útflutnings á dollarasvæði og mark-
aðsverð Morgunblaðsins hefði hald-
ist stöðugt, þá ætti Morgunblaðið
að kosta í dag 380 krónur, en ekki
800 krónur. Mér reiknast því til að
sá Morgunblaðsskattur, svo notuð
sé hugmynd Morgunblaðsins, sem
Morgunblaðið leggur á þjóðina, séu
420 krónur á mánuði, eða rúm 100%
ofan á venjulega áskrift. Það myndi
duga okkur vel í frystingunni. 15%
væri jafnvel nóg.“
Friðrik sagði að ekki þyrfti þjóðin
að taka á sig aukna skatta fyrir
frystiiðnaðinn í landinu, „svo illa er
hægt að búa að honum að hann
hallist um sinn, en hann hlýtur allt-
af að rísa aftur úr öldudalnum, af
þeirri einföldu ástæðu að þjóðin get-
ur ekki án hans verið," sagði Friðrik
Pálsson að lokum.
Sami vandi og áður
„Ef við gerðum okkur í hugarlund
að nú væri 5. október 1982 og við
sætum hér á fúndi og værum að
velta þessari spumingu fyrir okkur:
Hvað er framundan í atvinnulífinu?,
þá værum við að fjalla um samdrátt
í afla, samdrátt í útflutningstekjum
og efnahagsvanda. Það er að segja,
nákvæmlega það sama og við erum
að Qalla um í dag.“ Þannig hóf Ólaf-
ur Davíðsson mál sitt. Hann minnti
síðan á þær efnahagsaðgerðir sem
þá voru framkvæmdar og höfðu í
för með sér verðbólgu sem fór yfír
100%. „Síðan þegar búið var að
gera þessar efnahagsaðgerðir þá
settust menn niður og slöppuðu af
og allt gekk nokkuð vel um tíma,
síðan ennþá betur, þangað til núna
allt í einu að við erum komin aftur
í efnahagsvanda. Sagan endurtók
sig eins og við höfum lifað hana
síðastliðin 40 ár. Grundavallar-
vandamál okkar efnahagslífs eru í
aðalatriðum jafn óleyst nú og þau
voru áður, vegna þess að við höfum
alltaf búist við, þegar illa árar, að
fljótt muni breyta til og aftur muni
vel ára og það sé þess vegna bara
að þrauka."
Afleiðing' góðæris
Ólafúr sagði vandann núna vera
að sumu leyti afleiðingu áranna
1986 og 1987, þá hafi verið tíminn
og tækifærið til að leysa efnahags-
vandann, ekki núna. Hann sagði þó
margt vera öðruvísi en áður var,
einkum tvennt. Allt annað ástand á
fjármagnsmarkaði, „sem betur fer,
verður maður að segja, þó að vext-
imir séu fiáir. Neikvæðir raunvextir
urðu að háum raunvöxtum". Hitt
atriðið, sagði Ólafur, er að við búum
nú við innri vanda, „eða það sem
kallað hefur verið offjárfesting".
Hann sagði hina háu vexti kalla
skýrar og fyrr fram afleiðingar ofQ-
árfestingar og þegar harðnar á daln-
um séu fyrirtækin illa undir það
búin vegna fjárfestingarinnar. Hann
sagði offjárfestingu ekki einungis
vera í sjávarútvegi, heldur í öllu at-
vinnulífinu. Ólafur lýsti aðgerðum
ríkisstjómarinnar sem aðgerðum til
þess að þrauka í von um að aftur
rofi til í ytri aðstæðum.
Hann taldi vonlítið að takast muni
að ná niður verðbólgunni nema með
miklum breytingum á efnahagslíf-
inu. Það væri ekki marktækt, þó að
verðbólgan næðist niður í nokkra
mánuði, slíkt hafi gerst fyrr án þess
að varanlegur árangur hafi orðið af
því. Hann sagði engin merki vera
um að þetta tækist nú.
Hlutverk stjórnvalda
Um aðgerðir ríkisstjómarinnar nú
sagði Ólafur síðan: „Þessar breyt-
ingar eru einmitt slæmar vegna þess
að þær teíja fyrir þeim breytingum
sem þurfa að verða í íslensku at-
vinnulífi. Það eina sem stjómvöld
geta gert eru einmitt almennar að-
gerðir, vegna þess að síðan mun
samkeppnin sjá um að þær breyting-
ar verði á okkar atvinnulífi sem
þurfa að verða. Þess vegna þurfa
stjómvöld að átta sig á því, að þau
hafa ekki annað hlutverk en að
skapa þessi almennu skilyrði." Ólaf-
ur taldi að íslensk fyrirtæki væm
nú, þrátt fyrir fjárhagserfiðleika,
betur í stakk búin til að takast á
við áföll og erfíðleika vegna þess að
þau væm betur stödd en fyir hvað
varðar stjómun og þekkingu, vegna
harðrar samkeppni á undanfömum
ámm. Þess vegna sé ekki algert
svartnætti fram undan. „En þá verða
líka stjómvöld að sjá til þess að
menn eigi einhveija möguleika,"
sagði Ólafur Davíðsson að lokum.
Morgunblaðið varið
Að loknum framsöguræðum vom
umræður. Styrmir Gunnarsson rit-
stjóri svaraði ummælum Friðriks
Pálssonar um Morgunblaðið. Hann
rakti m.a. hver skrif blaðsins hafa
verið um fiskvinnsluna í landinu á
undanfömum ámm, um fiskiskipa-
stólinn og um sameiningu fisk-
vinnslufyrirtækja. Þar vitnaði
Styrmir til Reykjavíkurbréfs, þar
sem hvatt var til sameiningar BÚR
og ísbjamarins ári áður en fyrirtæk-
in sameinuðust í Granda hf.
„Þetta er í stómm dráttum það
sem við höfum sagt um frystiiðnað-
inn og útgerðina á undanfömum
ámm. Ég verð að segja það að mér
kemur það mjög á óvart að þetta
sé talið meiðandi, slæmt fyrir frysti-
iðnaðinn eða á einhvem hátt nei-
kvæð skrif fyrir þessa atvinnugrein.
Ég held að enginn fjölmiðill hafi á
undanfömum áratugum lagt jafn
mikið upp úr því að flalla um sjávar-
útveg og fískvinnslu á íslandi og
Morgunblaðið og það er mjög mikill
misskilningur ef talsmenn þessarar
atvinnugreinar halda því fram að
blaðið sé fjandsamlegt þessari at-
vinnugrein, það er þvert á móti.“
Styrmir vék næst að Reykjavíkur-
bréfi sunnudaginn 2. október, sem
Friðrik gerði að umtalsefni. „Þetta
Reykjavíkurbréf var reiðilestur um
efnahagsstefnu vinstri stjómarínnar
og ég held að það hafi verið meira
og minna samhljóða þeirri ræðu sem
Vilhjálmur Egilsson flutti hér áðan.
Það fjallaði alls ekki um frystiiðnað-
inn. Þar var verið að furða sig á
því, að þessir menn sem eru að taka
upp gamalt og úrelt millifærslukerfi
skuli fara þá leið að taka fyrst lán
til þess að borga uppbætur á fisk
fyrir frystihúsin. Það var spurt hvers
vegna í ósköpunum þeir hefðu ekki
sett skatt á þjóðina til þess að borga
þessar verðuppbætur. Mér finnst það
vera miklu einfaldari hlutur að
leggja þennan skatt á strax heldur
en að leggja hann á á næsta ári til
þess að borga þetta átta hundruð
milljóna króna lán sem á að taka til
þess að leggja í verðjöfnunarsjóð.
Það má vel vera að það hafi verið
klaufalegt af höfundum Reykjavík-
urbréfs að nota orðið frystihúsa-
skattur, en það orð átti ekki við í
neikvæðri merkingu um frystihúsin
sem slík. Þetta var fyrst og fremst
áfellisdómur um þessi vinnubrögð
vinstri stjómar Steingríms Her-
mannssonar."
Styrmir vék næst að verði Morg-
unblaðsins. „Auðvitað er það alveg
ljóst að öll þjónustufyrirtæki og
verslunarfyrirtæki á íslandi búa við
allt aðrar aðstæður í þessum efnum
heldur en útflutningsatvinnugrein-
amar. Um þetta þurfum við ekki
að deila. Það liggur í augum uppi
að Morgunblaðið er eitt af þessum
þjónustufyrirtækjum. Ég vil aðeins
segja það samt í þessu sambandi,
að við getum ekki hækkað okkar
áskriftargjöld eins og okkur sýnist.
Við getum ekki hækkað auglýsinga-
taxta Morgunblaðsins eins og okkur
sýnist. Við verðum auðvitað að taka
mið af því hvað okkar viðskiptavinir
eru tilbúnir til þess að greiða. Á því
árabili sem Friðrik var að reikna hér
út hækkanir á blaðinu, þá hefur
útbreiðsla Morgunblaðsins aukist
meira á hveiju ári heldur en í fjölda-
mörg ár áður. Auglýsingamagnið
hefur aukist mikið, umsvif blaðsins
hafa aukist mjög mikið. Ég hygg
að framleiðniaukning hjá Morgun-
blaðinu sé mjög mikil vegna þess
að þið eruð í dag að borga nokkum
veginn sama áskriftargjald og þið
borguðuð fyrir fimmtán ámm, fyrir
miklu stærra blað og raunvemlega
ekki eitt blað heldur mörg blöð,“
sagði Styrmir og ítrekaði að Morg-
unblaðið hefði staðið fast við bak
framleiðsluatvinnuveganna, þegar
um hefur verið að ræða að standa
gegn óraunhæfum kaupgjaldshækk-
unum í landinu. „Ég efast um að
það séu mörg fyrirtæki eða margar
atvinnugreinar sem hafa tekið á sig
jafn þungbær verkföll og prentiðnað-
urinn og dagblöðin hafa gert síðustu
fjórtán árin. Á þessu tímabili höfum
við tvívegis tekið á okkur verkföll,
sem í annað skiptið stóð í sjö vikur
og í hitt skiptið sex vikur, með gífur-
legu fjárhagstapi, bæði fyrir Morg-
unblaðið og fyrir prentiðnaðinn í
heild sinni. Þegar við höfum staðið
í þessum verkföllum höfum við ekki
orðið varir við það að aðrar atvinnu-
greinar, þar á meðal útflutnings-
greinamar, væm tilbúnar til þess
að standa við bakið á okkur í þess-
ari viðleitni okkar til að halda kaup-
gjaldinu í sæmilega raunhæfum
tölurn," sagði Styrmir Gunnarsson.
Merkilegt
skilningsleysi
Fundinum lauk með því að frum-
mælendur svömðu fyrirspumum frá
fundargestum. Jóhann Bergþórsson
flutti stutta tölu og ræddi um skiln-
ingsleysi sumra í umfjöllun um und-
irstöðuatvinnuvegina. „Þetta er búin
að vera athyglisverð umræða," sagði
hann. „En mér finnst að sumu leyti
að nokkrir tali hér af þekkingar-
skorti, merkilegu skilningsleysi, á
gmndvallaratvinnuvegum okkar,
sjávarútvegi og fiskiðnaði.“ Síðan
lýsti Jóhann þeirri skoðun sinni að
fiskiðnaðurinn sé í fremstu röð í
heiminum og vandi hans nú sé vegna
þéss hve illa er að rekstrarskilyrðum
hans búið, einkum með rangri geng-
isskráningu. Hann kvað óraunhæft
að tala um að auka eigið fé í fyrir-
tækjum, til dæmis með hlutabréfa-
markaði. Menn geti ávaxtað fé sitt
nú með háum vöxtum á verðbréfa-
mörkuðum á sama tíma og það er
yfirlýst stefna stjómvalda að físk-
vinnslan sé rekin á núlli. „Þannig
að það þarf að breyta rekstrargmnd-
vellinum til þess að hægt sé að fá
eigið fjármagn,“ sagði Jóhann Berg-
þórsson. Aðrir sem tóku til máls
vom Haraldur Haraldsson, Haukur
• Hjaltason og Baldur Pétursson.