Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 fclk í fréttum Jón Pétur Úiqjótsson og Kara Arngrímsdóttir taka hér sporin á Qölskylduskemmtun sem Dansráð ís- lands stóð fyrir á veitingastaðnum Broadway. Eins og sjá má á myndinni fylgjast ungir áhorfendur andaktugir með dansparinu. Evrópumeistaramót í dansi ÍSLENDINGAR TAKA ÞÁTT í FYRSTA SINN Iár er það í fyrsta sinn sem íslend- ingar senda fulltrúa í Evrópu- keppni atvinnudansara. Það eru þau Jón Pétur Úlfljótsson og Kara Amgrímsdóttir íslandsmeistarar sem fara til Berlín í Þýskalandi, á eina viðamestu danskeppni í heim- inum. Keppnin verður haldin þann 5. nóvember og hafa um 30 pör skráð sig til þátttöku. Þau Jón og Kara hafa dánsað saman í aðeins þijú ár, en sín fyrstu dansspor stigu þau ung að aldri. Það var þó ekki fyrr en fyrir fimm árum að Jón hóf að æfa af alvöru, í Reykjavík, en hann er frá Ól- afsvík. Þau hafa verið Islandsmeist- arar í dansi síðan keppni hófst meðal atvinnumanna fyrir þremur árum. I ár urðu þau tvöfaldir meist- arar, en keppt var í sex dönsum, bæði í „standard" dönsum og suð- ur-amerískum dönsum. „Fólk í fréttum" hitti þau að máli og byrjaði á því að spyija hvort ekki þyrfti stranga æfingu fyrir keppni sem þessa. „Jú við þurfum mikið að æfa, þó okkar æfingartími sé aðallega eftir klukkan ellefu á kvöldin" segir Kara. „Við erum bæði í fullri vinnu, en erum á förum til Englands og getum æft okkur þar í þijár vikur fyrir keppni. Ann- ars höfum við æft nokkuð vel í sumar, þetta er reyndar fyrsta sumarið sem við höfum getað æft saman, og við notum alla frítíma, meira að segja matartímana" bætir Jón Pétur við. Þurfíð þið að keppa í mörgum dönsum? „Það eru tíu dansar, bæði „standard" og suður-amerískir dansar svo að við þurfum að vera jafnvíg í báðum greinum" segir Kara. —En hafið þið séð eitthvað til keppendanna áður en þið mætið þeim? „Já, við höfum séð sumt af þessu fólki? —Er undirbúningi þeirra eitthvað öðruvísi hagað en ykkar, eru þetta atvinnudansarar af lífi og sál? Jón verður fyrir svör- um: „Já, já, þeir stunda dansinn allt árið og æfa yfirleitt fjóra tíma á dag“. —Og hvemig leggst svo keppnin í ykkur? „Bara mjög vel. Við gerum okkar besta, og þetta verður örugg- lega góð og skemmtileg reynsla" segir Jón. Og Kara bætir við: „Við emm að fara þama út til keppni í fyrsta sinn og getum öruglega miðl- að þeirri reynslu til annarra þegar heim kemur. —En annað, hvað finnst ykkur um dansmenntina hér heima, er mikill áhugi hjá fólki? „Já, það er gífurlegur áhugi meðal almennings. Þetta er áhugamál fyrir alla fjöl- skylduna og það er líka mjög al- gengt að fullorðnir fylgist með bömum sínum í danstímum. Við emm mjög ánægð með þá þróun að fjölmiðlar virðast yera að taka við sér og það er auðvitað eðlilegt, hér á landi em fleiri fleiri þúsund manns sem stunda dansnám" segir Kara. —Hvemig stendur dansinn hér heima í dag, mynduð þið segja að íslendingar væm ágætir dansarar? „Hér hafa orðið gífurlegar fram- farir og hugarfarsbreytingar til hins betra, ég sé mun á hverri keppni á síðustu þrem til fjórum ámm, í öll- um aldursflokkum. íslendingar hafa getað lært dans í um það bil 30 ár og þeir em sjálfsagt alltaf að verða betri og betri dansarar" segir Kara. —Nú em þið bæði danskennarar, em litlu strákarnir enn feimnir við að bjóða stelpunum upp? „Já, já, fyrstu tímana em þeir það, en hlaupin byija fljótt... segir Kara Amgrímsdóttir og með þeim orðum kveð ég þessa brautryðjendur, okk- ar fyrstu atvinnudansara á erlend- um vettvangi. ■ ■ Oltappar em gulls ígildi fyrir hann Finn Helga í Noregi. Hann á yfír 40.000 öltappa og vonar hann að það nægi til þess að komast í heimsmetabók Guin- nes. Flesta tappana fínnur hann á heimili sínu eða í nágrenni við það. „Ég hef ekki dmkkið allar ölflöskumar einsamall" segir Finnur, „flesta hef ég fundið eftir ýmsar skemmtanir í grenndinni". Aðspurður segist hann ekki hafa hugmynd um það hvað gera skuli við alla tappana. „Hundalíf‘ hjá hábomum Háaðallinn lifir sannkölluðu „hundalífi". Það er svo að næstum allar konungsfjölskyldur í Evrópu hafa hunda í sinni eigu. Sænska kon- ungsfölskyldan á tvo hunda, Englendingar em þekktir fyrir mikla ást á hundum og em nokkrir hundar í Buckingham höll. Danska konungsfjöl- skyldan, spænska og furstafólkið í Mónakó em allt þekktir hundaeigendur. Anna bretaprinsessa og hundur- inn Random eru mestu mátar. Karólína Mónakóprinsessa er ófeimin við að taka hundinn sinn, Malteser, með sér hvert sem er. Hér er Karl bretaprins að þvo „Tiger“ litla en hann er í sérstöku uppáhaldi hjá Karli. Hundurinn Hubert fær oft að kúra í kjöltu Margrétar danadrottning- ar. Spænska konungsQölskyldan á einn scheffer hund, tvo golden retrie- vers og einn kollíhund. Sænska konungsfjölskyldau er Drottningarmóðirin breska á hér með annan afsinum hundum. fjórar kynslóðir af corgis hund- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.