Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 3. Leiklistarþing leggur til að kom- ið verði á fót leiklistardeild við Ríkisútvarpið-sjónvarp, sem hafí það hlutverk að framleiða leikið efni á íslensku til flutnings í sjónvarpi. 4. Með tilkomu hinna nýju út- varpsstöðva hefur hlutur leikins, íslensks efnis aukist mjög lítið. Að- eins einni útvarpsstöð, Ríkisútvarp- inu, sem heldur uppi myndarlegri leiklistarstarfsemi, er lögð sú skylda á herðar að vemda menningararf okkar, efla listir og skapandi frum- kvæði. Á sama tíma hefur tekjustofn hennar verið stórlega skertur og beinlínis fluttur í hendur útvarps- stöðva sem einungis framleiða ódýrt og mestanpart erlent afþreyingar- efni. Þingið beinir því til mennta- málaráðherra að hann geri Ríkisút- varpinu kleift að afla sér þeirra tekna sem þarf til að efla menningarstarf þess. Og við endurskoðun nýrra út- varpslaga búi hann svo um hnúta að öðrum útvarpsstöðvum verði einn- ig lögð sú skylda á herðar að efla listir og íslenska menningu. Þessu markmiði verði til dæmis náð með því að tilskilja ákveðið hlutfall inn- lends leiklistar- og menningarefnis í heildardagskrá þessara stöðva. 5. Þingið leggur til að það fyrir- komulag sem gildir um ráðningu þjóðleikhússtjóra og skólastjóra Leiklistarskóla íslands verði tekið til fyrirmyndar varðandi ráðningu deild- arstjóra listrænna deilda Sjónvarps- ins og Útvarpsins þannig að ráðið verði aðeins til þriggja eða fjögurra ára í senn og endurráðning sé óheim- il nema einu sinni. 6. Leiklistarþing bendir á hversu hlálega litlu fjármagni er varið til að styðja við starfsemi atvinnuleik- hópa sem að undanfömu hafa verið með gróskumikið starf og hvetur til að framlag til þeirra verði stóraukið. Þingið styður heilshugar fram komna hugmynd um að nýta Iðnó fyrir starf- semi þeirra svo sem öll menningarleg rök hníga að. En til þess þurfa opin- ber yfírvöld að kaupa það hús. 7. Leiklistarþing ályktar að brýna nauðsyn beri til að koma þegar í stað upp leikminjasafni, þar eð mikil hætta er á að ómetanleg menningar- söguleg gögn fari forgörðum. 8. Jafnframt ályktar þingið að sérstök deild þurfí að vera í Þjóðar- bókhlöðu helguð leikbókmenntum. Þar þyrfti einnig að vera aðstaða til að kynna sér myndbönd af leiksýn- ingum. 9. Leiklistarþing bendir á hversu mikilvægt er aið fínna lausnir til að taka á myndbönd leiksýningar með sérstöku menningarsögulegu eða listrænu gildi, en það verkefni ráða einstök leikhús eða leikhópar ekki við án opinbers stuðnings. 10. Leiklistarþing fer þess á leit við menntamálaráðuneytið að stofn- aður verði sérstakur leikferðasjóður sem geri atvinnuleikhópum og leik- húsum kleift að fara í leikferðir inn- anlands og utan. 11. Leiklistarþing leggur til að stofnað verði sérstakt ráðuneyti menningarmála, það er — að núver- andi menntamálaráðuneyti verði skipt í fræðslu- og menningarmála- ráðuneyti. 12. Leiklistarþing hvetur stjóm- völd til að endurskoða afstöðu sína til listamála í landinu og hvetur til að 2% af vergum þjóðartekjum verði varið til listastarfsemi samkvæmt þrengri skilgreiningu menntamála- ráðuneytisins í fréttabréfí þess nr. 38, 1980. 13. Leiklistarþing beinir þeim til- mælum til fjölmiðla að þeir hafí sér- staka menningarfréttaritara og þeim sköpuð aðstaða og tími til að kynna sér það sem fram fer í leikhúsunum hveiju sinni. Að sama skapi er þeim tilmælum beint til leikhúsanna og þeirra sem þar vinna, að fréttamönn- um sé sköpuð þar sem best aðstaða til að sinna störfum sínum. Aukin samvinna og samskipti fjölmiðla og leikhúsa er undirstöðuatriði þegar rætt er um bættan fréttaflutning af leiklist. Það er skoðun leiklistarþings að sérstakir lista- eða leikhúsþættir í fjölmiðlum séu mjög æskilegir til að gefa ítarlega og fræðandi mynd af íslensku leikhúslífí, en megi aldrei koma í veg fyrir að fréttir úr menn- ingarlífínu teljisttil almennra frétta. 14. Leiklistarþing beinir þeirri áskorun til fjölmiðla að rjúfa þá miklu þögn er ríkir um starf leiklist- ardeildar og annarra menningarþátta Ríkisútvarpsins og fer fram á það að blöðin taki upp reglulega umfjöll- un um leiklist í útvarpi. Nú er rétti tíminn til að planta jólalaukunum. Þessa helgi leggj- um við sérstaka áherslu á rækt- un alls konar innilauka. Ræktið sjálf eigin jólahýasintur, jólat úlipana, jólakrókusa og jólaliljur. Góðar leiðbeiningar fylgja. Steppulilja - Kleópötrunál (Eremurus Robustus) Sjá nánar í „Blóm vikunnar" í Morgunblaðinu 17 september sl. Stórar plöntur - Nýsending Vorum að fá nýja sendingu af stórum plöntum: PÁLMAR, FÍKUSAR, DREKATRE O.FL. O.FL. £ríka - (stoftdyng) Eigum nú óvenju fallegar Erikur á góðu verði. Groðurhusinu v/Sigtun Sími: 68 90 70 Fjölsótt og flörugt leiklistarþing „Leíkhús á fjölmiðlaöld“ Fimmta leiklistarþing var haldið í Þjóðleikhúskjallaranum dagana 1. og 2. október sl. Þingið bar yfirskriftina „Leikhús á Qöl- miðlaöld" og sótti það Qöldi fúll- trúa viða að úr leikhúsheiminum, auk fjölmiðlafólks. Forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðraði þingið með návist sinni og var jafhframt vemdari þess. Fjörugar umræður um samskipti leikhúsa og Qölmiðla urðu í kjöl- far framsöguræðna og var sam- þykktur Qöldi ályktana um þau samskipti. Sveinn Einarsson, formaður Leik- listarsambands íslands setti þingið, Svavar Gestsson menntamálaráð- herra flutti ávarp, en síðan voru flutt- ar framsöguræður um samskipti flöl- miðla og leikhúss á íslandi. I ræðum flestra framsögumanna kom fram að þeir töldu að leiklistar- starfsemi í landinu mætti gera hærra undir höfði í fjölmiðlum landsins, og að iðulega rækju leikhúsmenn sig á fákænsku og áhugaleysi aðvífandi blaðamanna þegar leiklist væri ann- ars vegar. Á þinginu var enda sam- þykkt áskorun eða tilmæli til flöl- miðla um að þeir hefðu jafnan menn- ingarmál sem sérstakt viðfangsefni. Bogi Ágústsson, fréttastjóri Ríkis- sjónvarpsins, benti leikhúsmönnum á að sjaldnast hefðu almennir frétta- menn brennandi áhuga á leiklist eða listum yfírleitt, enda væri hver fréttatími ekki nema 25 mínútna langur. Þar af leiddi, sagði Bogi, að fréttir af listum og menningarmálum yrðu oft útundan. Auk Boga fjölluðu þau Kári Jónas- son, fréttastjóri Ríkisútvarpsins — hljóðvarps og Sigurveig Jónsdóttir fréttamaður á Stöð 2 um þátt leiklist- arinnar í almennum fréttum. Sigurð- ur Karlsson leikari, Signý Pálsdóttir fjölmiðlafulltrúi Þjóðleikhússins, Erl- ingur Gíslason leikari og Sveinn Ein- arsson formaður Leiklistarsam- bandsins ræddu um samskipti fjöl- miðla og leikhúss. Eftir fjörugar umræður um sam- skipti fjölmiðla og leikhúss skipuðu þingfulltrúar sér í hópa sem tóku til umfjöllunar ýmsa málaflokka tengda yfirskrift þingsins, svo sem „Er út- varpsleikhúsið dautt listform?“, „ís- lensk leiklist í sjónvarpi", „Fréttamat á listviðburðum" og „Samskipti leik- ritahöfunda og flölmiðla". Seinni ráðsteftiudaginn voru flutt mörg sérlega fróðleg erindi um leik- list og leiklistarstarf í fjölmiðlum — og ljósi varpað á fyrirbærið frá mörg- um sjónarhomum. Framsögu höfðu Hörður Vilhjálmsson Qármálastjóri Ríkisútvarpsin, Jón Viðar Jónsson leiklistarstjóri, Bjöm Bjömsson dag- skrárstjóri, Eyvindur Erlendsdson leikstjóri, Brynja Benediktsdóttir leikstjóri, Guðmundur Steinsson leik- skáld, Helga Bachmann leikari og Matthías Johannessen ritstjóri. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra óskaði í sínu ávarpi eindregið eftir tillögum og hugmyndum ráð- stefnugesta um úrbætur og ný vinnu- brögð. Enginn skortur reyndist vera á úrbótatillögum ráðstefnunnar svo sem þær ályktanir sem hér fylgja með sýna. í lok leiklistarþings 1988 var skipuleggjendum þess, þeim Bríeti Héðinsdóttur leikara, Ingu Bjama- son leikstjóra og Ragnheiði Tiyggva- dóttur leikara færðar góðar þakkir sem og fundarstjóra, Jóni Hjartar- syni leikara. Leiklistarþing samþykkti að beina eftirfarandi ályktunum til hlutaðeig- andi aðila. 1. Leiklistarþing lýsir áhyggjum sínum yfir því hvemig komið er fyr- ir Þjóðleikhúsbyggingunni og hvetur stjómvöld til að taka myndarlega til hendinni þannig að þetta flaggskip íslenskrar leiklistar grotni ekki niður og verði eyðileggingu að bráð og að nauðsynlegar viðbætur verði einnig gerðar. 2. Leiklistarþing skorar á stjóm- völd að flýta framgangi frumvarps til laga um Leiklistarháskóla íslands. WKBBtmam Ræktið sjálf / i i i § olalaiika!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.