Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTT1R FTMMTUDAGURR 6. OKTOBER 1988 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI FELAGSLIÐA Karl Þórðarson. Skagamenn 15 mínúturfrá því að komast í 2. umferð Karl Þórðarsson skoraði íyrsta mark ÍA í Evrópukeppni félagsliða SKAGAMENN voru aðeins fimmtán mínútur frá því að komast í 2. umferð Evrópu- keppni félagsliða er þeirtöp- uðu fyrir ungverska liðinu Uj- pesti Dozsa, 2:1, í Búdapest í gær. Heimamenn skoruðu í fyrri hálfleik, Karl Þórðarson jafnaði fyrir ÍA í upphafi seinni hálfleiks, en Ungverjar skoruðu sigurmarkið þegar 15 mínútur voru til leiksloka. Leikurinn var frekar jafn, ung- verska liðið var meira með knöttinn en ÍA átti opnari mark- tækifæri. Heimamenn náðu foryst- unni á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki frá Steidl og má segja að það hafí komið á elleftu stundu því'dómarinn flautaði til hálfleiks um leið og ÍA hóf leikinn á miðiunni eftir markið. Frá Jóni Gunnlaugssyni iBúdapest Akveðnir Skagamenn komu ákveðnir til seinni hálfleiks og strax á 47. mínútu komst Aðalsteinn Víglunds- son einn í gegn en var gróflega felldur af markverðinum fyrir utan vítateig og fékk hann að sjá gula spjaldið fyrir. Hefði jafnvel átt að sýna honum rauða spjaldið. Stuttu síðar fengu Ungveijar vítaspjmu, en skotið var í stöng. Kariskoraðl Karl Þórðarson jafnaði síðan með góðu skoti eftir sendingu frá Har- aldi Ingólfssyni á 65. mínútu. Karl skoraði þar með fyrsta mark ÍA i Evrópukeppni félagsliða, en marka- talan er nú 1:47. Karl er einnig markahæstur leikmanna ÍA í Evr- ópukeppni frá upphafí með fjögur mörk. Slysalegt mark Skagmenn bökkuðu síðan og ætluðu að freista þess að halda fengnum hlut þar sem það hefði dugað þeim í 2. umferð keppninn- ar. En þegar rúmur stundarfjórð- ungur var eftir náðu Ungveijar að skora mjög slysalegt mark þar sem leikmenn IA sofnuðu illa á verðin- um. Katona skaut utan úr teig með hælspymu, í vamarmann og í netið. Skagmenn gerðu svo allt hvað þeir gátu til að jafna. Gunnar Jóns- son komst í gott færi fjórum mínút- um fyrir leikslok, en vamarmaður varði gott skot hans í hom. Úrslitin verða að teljast sann- gjöm, en með smá heppni hefði ÍA alveg eins átt að komast í 2. um- ferð. Bestu leikmenn ÍA vom Ólaf- ur Þórðarson, Karl Þórðarson og Haraldur Ingólgsson. Skagamenn misstu tvo leikmenn útaf meidda í leiknum. Öm Gunnarsson á 10. mínútu og inná fyrir hann kom Jóhannes Guðlaugsson og svo Sig- urstein Gíslason á 70. mínútu og inná fyrir hann kom Gunnar Jóns- Hvað sögðu þeir? Sigurður Lárusson, þjálfari ÍA: „Ég er ekki mjög ósáttur við úrslitin. Þetta var góður leikur hjá okkur. Við vörðumst vel, en heppn- in var okkur ekki hliðholl að þessu sinni. Það kom mér á óvart hvað ungverska liðið var slakt á heima- velli. Ég verð að segja eins og er að ég bjóst við þeim sterkari. Þetta er búið að vera þokkalegt tímabil hjá okkur og útkoman raunhæf. Við emm með ungt lið sem á mikla framtíð fyrir sér.“ Kari ÞórAarson: „Ég er ánægður með leikinn. Það var þó slæmt að fá seinna markið á okkur. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Við fengum mörg góð færi og áttum að nýta þau. Dómarinn var mjög slakur og leyfði leikmönnum allt of mikla hörku." Guóbjöra Tryggvason: „Liðið stóð sig mjög vel í heild og á hrós skilið. Við fengum opnari tækifæri og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Ég var farinn að trúa því að við kæmumst í 2. umferð eftir að Karl jafnaði. Sigurmark þeirra var frekar slysalegt og má segja að vamarmenn hafi sofnað á verðin- um í lokin." oni i>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.