Morgunblaðið - 06.10.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 23
kvæntist hann Steinunni Sigríði
Magnúsdóttur, prófasts, Andrés-
sonar frá Gilsbakka í Mýrasýslu.
Til Borgarfjarðar sótti Ásmundur
konu sína og tengdust með þeim
hin stórbrotnu prófastsheimili í
Reykholti og Gilsbakka, en ættir
þeirra Ásmundar og Steinunnar
koma saman. Er uppsprettan hin
mikla og merka Langholtsætt. Var
síra Ásmundur Guðmundsson þess
nú albúinn að hefja prestskap vest-
ur á Snæfellsnesi.
Síra Ásmundur var prestur í
Helgafellsprestakalli í 4 ár. Hann
fékk nú tækifæri til að sanna í verki
heima á íslandi hæfileika sína á
sviði kennimennsku og prestskapar.
Fór þegar mikið orð af prestsstarfi
hans. Síra Ásmundur var í senn
skyldurækinn, hugmyndaríkur og
menntaður sem bezt mátti verða.
Hann vandaði bæði störf sín og
ræður, en vissi öllu öðru fremur,
að „hann var fæddur til að fækka
tárunum", eins og síra Matthías
komst að orði, fæddur til að boða
fagnaðarerindi, flytja huggun og
hvatning. Minningin um kenni-
mannsstarf síra Ásmundar lifir. En
til vitnisburðar um vandvirkni hans
og þá miklu vinnu, sem hann lagði
í prédikunarstarfið á þessum árum
á Snæfellsnesi, er safn prédikana,
er kom út árið 1919 og síra Ás-
mundur nefndi Frá heimi fagnað-
arerindisins. Fyrsta prédikunin í
safninu nefnist Sannleiksleiðin, en
hin síðasta Emmausgangan. Kríst-
indómurínn er sannleiksleiðin, líf
kristinna manna, hin helga Emm-
ausför, að læra að þekkja Krist.
Sá skilningur og sú túlkun var síra
Ásmundar til hinzta dags.
Síra Ásmundur Guðmundsson
var ekki einungis kennimaður og
prestur vestur í Helgafellspresta-
kalli. Hann var þar líka kennari.
Komu þá kennarahæfileikar hans
skýrt í ljós og sjálfur fann hann,
hve mikla ánægju kennslustarfið
veitti honum. Vakti allt þetta at-
hygli hans sérstaka á kennslustarf-
inu sem slíku, en að sama skapi
vitund hans um það, að aldrei væru
fræðin manninum meira virði en
þá, er hann verður að túlka þau
fyrir öðrum og hlýtur því að dýpka
skilning sinn á þeim og takast á
við þau á annan hátt en sem nem-
andi _ einvörðungu. Aukinn áhugi
síra Ásmundar á kennslustarfi gerði
það næsta eðlilegt, að hann tæki
þátt í samkeppni um dósentsemb-
ætti við guðfræðideild Háskóla ís-
lands, sem losnaði, er Jón Helga-
son, þá prófessor, varð biskup vorið
1917. Umsækjendur um dósents-
embættið voru auk síra Ásmundar,
fomvinur hans, síra Tryggvi Þór-
hallsson og síra Magnús Jónsson.
Hér varð um harða samkeppni að
ræða, en síra Magnúsi dæmdur sig-
urinn. Sá dómur varð til þess, að
síra Tryggvi Þórhallsson hvarf að
öðrum verkefnum, gerðist ritstjóri
og stjómmálamaður. Varð íslenzku
kirkjunni mikill skaði að missa
slíkan hæfileikamann úr forystu-
sveit sinni.
Hinn 11. janúar 1919 er síra
Ásmundur skipaður skólastjóri við
Alþýðuskólann á Eiðum frá 1. júní
sama ár. Hér var um nýja mennta-
stofnun að ræða, almennan lýð-
skóla, er leysa skyldi búnaðarskóla,
sem lengi hafði verið starfræktur á
Eiðum, af hólmi. Um hinn nýja
skóla var annars allt á huldu,
kennslutilhögun öll svo og hitt,
hvaða menntunarkröfur ætti að
gera, að hvaða marki stefnt í námi
og kennslu. — Hér tókst síra Ás-
mundur algert brautryðjandastarf
á hendur, vandasamt og erfitt. Síra
Ásmundur hafði forystu Eiðaskóla
á hendi í 9 ár. Á þeim árum lagði
hann grundvöll að hinni merkustu
menntastofnun. Sótti hann fyrir-
myndir til danskra lýðháskóla, en
tók jafnframt mið af menntastofn-
un þeirri í Sigtuna í Svíþjóð, sem
Manfred Björkquist, síðar Stokk-
hólmsbiskup veitti forstöðu og ung-
kirkjuhreyfingin sænska hafði gert
að háborg sinni. Tunga, saga og
trú voru homsteinar hinnar nýju
menntastofnunar, en stjómsemi,
árvekni og umhyggja efniviður
þeirrar skjaldborgar, sem slegin var
um nemendur og starfsfólk. Síra
Ásmundur á Eiðum varð brátt við-
urkenndur sem einn af beztu og
hugmyndaríkustu skólamönnum
landsins. Hann gerði skóla sinn að
eftirsóttri menntastofnun, nemend-
ur sína að bjartsýnu, vönduðu og
fróðu fólki, og glæddi alveg sérstak-
lega málsmekk þeirra og virðingu
fyrir sögu íslands og menningu.
Síra Ásmundur sinnti lítt öðrum
verkefnum en skólastjóminni með-
an hann var austur á Eiðum. Frá
þeim tíma em heldur ekki mörg
rit, sem gefa til kynna, hvað bærð-
ist í huga hans, eða hveijar breyt-
ingar verða á skoðunum hans og
skilningi. Hann skrifar skýrslu
skóla síns að gera grein fyrir starf-
emi hans. Hann gerist ritstjóri að
næsta sérstæðu ársriti, sem nefnd-
ist Eiðakveðjur og var ársrit nem-
endasambands Eiðaskóla. Ársrit
þetta var fjölritað og hafði síra
Ásmundur ritstjómina á hendi á
ámnum 1921-1928. Að einu riti um
trúmál er hann höfundur ásamt
fleirum, það var ritið Heimilis-
guðrækni, sem kom út 1927. En
vel fylgdist síra Ásmundur með
kirkjulegu starfi á Austurlandi og
studdi það eftir mætti, var enda
um skeið formaður Prestafélags
Austurlands.
Það kom því engum á óvart, að
til síra Ásmundar Guðmundssonar
á Eiðum skyldi leitað, þegar Harald-
ur Níelsson prófessor féll frá
snemma árs 1928. Var þess óskað,
að síra Ásmundur hyrfi suður að
prófa verðandi guðfræðikandídata
um vorið og hann settur dósent við
guðfræðideild Háskóla íslands 24.
apríl 1928 frá 1. sama mánaðar.
Síra Ásmundur var þannig orðinn
háskólakennari og því starfi gegndi
hann til ársins 1954, er hann var
kosinn biskup íslands, eða næstum
því 26 ár.
Prófessor Ásmundur Guðmunds-
son varð fljótlega einna mestur
áhrifamaður í íslenzku kirkjunni.
Þar kom margt til. Hann var af-
burða kennari. Því báru nemendur
hans mikla virðingu fyrir honum,
vissu sem var, að hann vann meira
að fræðum sínum en nokkur annar
og bjó sig meira og betur undir
hvem tíma en aðrir lærdómsmenn,
er þeir höfðu komizt í kynni við.
Prófessor Ásmundur kynnti guð-
fræðina alþýðu landsins, skrifaði
bækur, sem náðu til almennings og
gáfu mönnum hiutdeild í merkum
rannsóknum og forvitnilegum nið-
urstöðum. Hann skrifaði
kennslubækur fyrir nemendur sína,
bæði við Háskóla íslands, svo og
Kennaraskólann, en þar stundaði
hann tímakennslu öll þau ár, er
hann var háskólakennari. Prófessor
Ásmundur lagði þannig grundvöll
að hvorutveggja: kennimannsstarfi
á íslandi og kristindómskennslu í
bama- og unglingaskólum. Þá var
prófessor Ásmundur í stjóm Presta-
félags íslands frá árinu 1929 og
formaður þess frá árinu 1936 þar
til hann varð biskup. Var honum
falin ritstjóm Kirkjuritsins, tímarits
Prestafélagsins um árabil ásamt
prófessor Magnúsi Jónssyni. En
hitt var samt stærst og mest, að
prófessor Ásmundur Guðmundsson
var fyrst og síðast hinn mikli og
vandaði guðfræðingur, sem taldi
það skyldu sína heilaga að vera
sífellt að endurmeta fræði sín,
kynnast nýjum viðhorfum og koma
þeim á framfæri. Allt fræðistarf er
sannleiksleit. Sú leit tekur aldrei
enda, því eitt svar vekur tíu spum-
ingar, og því hærra sem sótt er á
brattann, því stórkostlegra verður
útsýnið og því meira að kanna og
rannsaka. Maður með þennan hug
til fræða sinna og þá velvild og
hlýhug til nemenda sinna og sarn-
ferðarmanna, sem prófessor Ás-
mundur bar í brjósti, hlaut að verða
sjálfkjörinn foringi.
Nú skyldi enginn ætla, að af
því, sem sagt hefur verið um stöðu
og afstöðu prófessors Ásmundar við
guðfræðideild Háskóla íslands og í
íslenzku kirkjunni, megi draga þá
ályktun, að hlutverk hans og hlut-
skipti hafi verið auðvelt. Því fór
víðs fjarri. Það var engan veginn
vandalaust að vera allt í senn, kenn-
ari, fræðimaður og afkastamikill
rithöfundur. Og vandinn verður
sýnu meiri, þegar hins er gætt, að
prófessor Ásmundur lifir á einu
mesta byitinga- og umbrotaskeiði í
sögu vestrænnar kristni. Það kom
sér sannarlega vel, að prófessor
Ásmundur hafði hleypt heimdrag-
anum í meira en einum skilningi
og þekkti viðhorf og skoðanir fræði-
manna bæði austan hafs og vestan.
í upphafi háskólakennslu sinnar
leitaði Ásmundur dósent til Þýzka-
lands og sótti heim menntastofnan-
ir í Berlín og Jena. Þá hitti hann
að máli fræðimanninn, sem hann
hafði áður kynnt löndum sínum,
Adolf von Hamack, hinn fijálslynda
guðfræðing. Þess samfundar
minntist prófessor Ásmundur ætíð
síðan, svo mikið þótti honum koma
til hins mikla persónuleika. Og
þeirri kveðju hins fijálslynda guð-
fræðings kom hann á framfæri við
nemendur sína, að aldrei mættu
þröngsýni og hleypidómar draga
úr víðsýni þeirra, en heiður hugur
og dirfska vera ljós á vegi, bjartsýn
trú á Guð kærleikans hæli þeirra
og styrkur. Prófessor Ásmundur
vissi vel, að guðfræðingar í Þýzka-
landi féllust ekki á þær niðurstöð-
ur, sem Hamack hafði komizt að í
fræðum sínum. Síður en svo. Hitt
var ljóst, að áfram var unnið að
rannsóknum og enginn eða næsta
fáir töldu það rangt að meta heim-
ildir og gera sér grein fyrir þeim
jarðvegi, sem rit Gamla og Nýja
testamentisins voru sprottin úr.
Endurmat „dialektisku“ guðfræð-
innar, sem var í uppsiglingu á þess-
um árum, snertu allt önnur atriði,
en stefnur þeirra Karls Barths og
Rudolfs Bultmanns áttu síðar eftir
að skilja, þótt báðar rynnu í sama
farvegi til að byija með, einmitt á
þeim tíma, er prófessor Ásmundur
var ytra.
Nokkmm ámm síðar, 1934, lagði
prófessor Ásmundur leið sína til
Bretlands og hafði viðdvöl í Oxford
og Cambridge. Bretar hafa ævin-
lega farið eigin leiðir í mati sínu
og túlkun á trú og guðfræði. Þeir
hafa í senn verið manna fijálslynd-
astir og fúsastir að viðurkenna rétt-
mæti nýrra skoðana, en á hinn bóg-
inn haldið fast í gmndvallarviðhorf,
sem þeim hefir þótt traustvekjandi
og öfgalaust Prófessor Ásmundur
taldi slíka afstöðu hyggilega og
mótaði hún guðfræði hans vem-
lega. Óróleiki og ólga hinnar þýzku
guðfræði hlaut mótvægi í festu og
öryggi hinnar brezku. Til beggja
átta var horft og má greinilega _sjá
þess merki í ritum prófessors Ás-
mundar. Jafnvel gætti hann þessa
enn meira í kennslu hans og rök-
ræðum við nemendur sína. En þá
er gleymt stórum þætti og merkum
í guðfræði Ásmundar Guðmunds-
sonar, ef ekki væri aftur áréttað,
að framlagi Vesturheims á sviði
fræða hans gleymdi hann ekki en
lagði sig fram um að fylgjast með
sem fremst hann mátti.
Ég sem þessar línur skrifa gerð-
ist nemandi í guðfræðideild Háskóla
íslands haustið 1941. Þá hófust
kynni mín af Ásmundi Guðmunds-
syni, þeim manni, sem ég á mest
að þakka af öllum vandalausum,
sem ég hef kynnzt. Það er á engan
hallað að segja, að prófessor As-
mundur á meiri þátt í mótun minni
sem guðfræðings, kristins manns
og kennara, en nokkur annar. Ég
hef notið kennslu margra lærðra
og merkra manna, bæði á íslandi
og erlendis, en ég hef engum
kynnzt, sem varð mér á sama hátt
og hann andlegur faðir. Ég tel það
rétt, að þessi yfirlýsing komi fram,
svo að þeir finni skýringu á túlkun
minni á prófessor Ásmundi Guð-
mundssyni, sem kynnu að telja hana
of fákvæða og honum of hliðholla.
Guðfræðideild Háskóla íslands
hafði, þegar ég gerðist þar nem-
andi, nýlega orðið fyrir einni af
þessum „hreinsunum" íslenzkra
stjómvalda sem verið hafa þar
nokkuð tíðar og reyndar í öðmm
deildum Háskóla Islands einnig.
Út af fyrir sig er ekkert við slíku
að segja, þar sem Háskóli íslands
er ríkisstofnun og hlýtur að njóta
eða gjalda þeirra leikreglna, sem
gilda í pólitísku lífi þjóðarinnar. Það
er heldur ekki af þeirri ástæðu, að
á þetta er minnt, að hér skuli fella
dóm til sýknu eða sektar. Ástæðan
er sú, að hér er vikið að atriði, sem
varð guðfræðideild Háskóla íslands
að erfiðum vanda, veikti stöðu
hennar bæði í Háskólanum og með-
al þjóðarinnar. Þessa urðum við
nemendur deildarinnar áþreifan-
lega varir. Við vissum líka, að mik-
ið af orku kennara okkar hafði far-
SJÁ BLS. 38.