Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1988 38 Aldarminning herra Ásmundar Guðmundssonar biskups ið í uppgjör, sem lítið gildi hafði, og allir hefðu betur látið fara til að sinna öðrum verkefnum. Von- andi eiga hliðstæðir atburðir ekki eftir að varpa skugga yfir guð- fræðideild Háskóla Íslands, en próf- essor Ásmundur Guðmundsson varð oftar en einu sinni að beita hæfileik- um sínum og mikilli stjómsemi til að sanna þjóðinni, að guðfræði íslenzk getur haldið reisn sinni, þrátt fyrir allt. Prófessor Ásmundur Guðmunds- son kenndi tvær aðalgreinar við guðfræðideild Háskólans, ritskýr- ingu samstofha guðspjallanna og Gamla testamentisfræði. Honum tókst að gera þessar greinar að höfuðverkefnum nemendanna og er skýringanna að leita í því, sem áður er nefnt, mikilli vinnu, miklum fróðleik og ríkri þrá að leita sann- leikans. Prófessor Ásmundur hagnýtti fræði Gamla testamentisins á sér- stakan hátt. Þau urðu honum hin mikla forsenda og gerðu eðlilegt að leita til viðfangsefna annarra fræða, svo sem fomleifafræði, mannfræði og þjóðfélagsfræði. Memendur prófessors Ásmundar fengu að fylgjast með, hvað var að gerast í verkahring hinna ólíkustu fræðimanna. Og þar opnaðist heill- andi heimur, að vísu erfiður, með villugjömum völundarhúsum, en auðlegðin var mikil og umhugsun- arefnin mörg. Alls staðar kom þó hið sama í ljós; mannverur, sem glímdu við vanda lífsins og litu undur sköpunarverksins. Og mann- verumar þroskuðust og vitkuðust, tilfinningalíf þeirra varð auðugra og dýpra. Þær lærðu að greina mun góðs og ills — muninn á hinu fagra og ljóta, rétta og ranga. En hæsta þrepinu var náð, er þær skynjuðu hið heilaga. Og í allri þessari þróun birtist sérstætt mennskt fyrirbæri, persónuleikinn. Sú þróun var áhrifaríkust í spámannahreyfing- unni í ísrael, en persónuþroski mik- ilvægast framlag ísraelsmanna hinna fomu. Prófessor Ásmundur samdi margar bækur að koma þess- \ Smurstöð Heklu hf. er í alfaraleið við Laugaveginn. Hún er skammt frá miðbænum og því þægilegt að skilja bílinn eftir og sinna erindum í bænum á meðan bíllinn er smurður. Nýlega var tekin í notkun fullkomin veitingaaðstaða fyrir þá viðskiptavini sem vilja staldra við á meðan bíllinn er smurður. Fljót og góð þjónusta fagmanna tryggir fyrsta flokks smurningu. Lítið við á Laugavegi 172 eða pantið tíma í símum 695670 og 695500. Verið velkomin. HEKIAHF Laugavegi 170 • 172 Sími 695500 um hugmyndum sínum á framfæri og gera þær að eggjun nemenda sinna og alls almennings. Af þeim skulu aðeins nefndar: Inngangs- fræði Gamla testamentisins (1933), Saga ísraelsþjóðarínnar (1948), Trúarsaga ísraels (1949) og ritskýringar spámannanna, þ.e. Amos (1942) og Spádómsbók Jesaja (1946). En upp af hinni miklu þróun spá- mannstrúar ísraels rís svo kristin- dómurinn, trúarbrögðin, sem sam- eina á furðulegan hátt, menningu austursins í túlkun ísraels og menn- ingu vestursins í túlkun Grikkja og Rómveija. En sá voldugi samruni getur einungis átt sér stað vegna þess, að orðið hafa alger þáttaskil í sögu veraldar, fæðing Jesú Krists, hans sem í senn var Guð og mað- ur. Sú staðreynd var prófessor Ás- mundi Guðmundssyni sagnfræðileg staðreynd. Á ekkert lagði hann meiri áherzlu en það að „meiður kristninnar er ekki vaxinn upp af holri skum — ímyndun og hugar- burði". Og um hitt var hann sam- mála Nathan Söderblom, hinum lærða erkibiskupi Svía, „að í kristin- dóminum fælist hinn einstæði og algeri sannleikur ekki í reglum, lög- máli eða Dharma, heldur ekki í hugmyndum og guðfræðikenning- um. Opinberun kristninnar tók á sig mynd manns." Jesús Kristur var einmitt hinn sanni maður. Allir aðrir hafa verið minna en menn. Einmitt þess vegna er Krist- ur hin mikla fyrirmynd og jafnframt hið eilífa fyrirheit. Hann frelsaði mannkynið frá smæð sinni og minnkun, frá því að gera sig minna en því er ætlað að verða. Prófessor Ásmundur þreyttist aldrei á því að brýna það fyrir nem- endum sínum, að því betur sem þeim auðnaðist að gera sér grein fyrir Kristi, skilja hjálpræðisverk hans, því auðugri yrðu þeir sjálfir af kærleika og góðvild. Spurning Jesú sjálfs, sem hann beindi til læri- sveinanna við Sesareu Filippí varð honum sívökul og brýn: „Hvem segja menn mig vera?“ Og öll fræði Ásmundar, öll kennsla hans, öll rit hans, em voldug árétting á svari Símonar Péturs við sama tækifæri: „Þú ert Kristur.“ Þessa bera þau rit ljósast vitni, sem nú skal greina: Vísindaritið Samstofna guðspjöll- in (Árbók Háskóla íslands 1933- 1934), skýringarritin: Markúsar- guðspjall (1942) og Fjallræða Jesú og dæmisögur (1948) og loks alþýðuritið Ævi Jesú (1952). Prófessor Ásmundur Guðmunds- son var skipaður biskup íslands 30. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík kynnir: Stefnuskrárráðstefna Fundir formanns og varaformanns und- irbúningsnefndar með stjórnum sjálf- stæöisfélaganna i Reykjavík um álykt- unartillögur starfs- hópa og undirbún- ingsnefndar verða haldnir í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á eftirtöldum dögum: 11. okt. kl. 17.30 Stjórnir Árbæjar-, Selás-, Ártúnsholts-og Grafar- vogshverfis. Fundurinn haldinn í félagsheimilinu, Hraunbæ 102b. 11. okt. kl. 20.00 Stjórnir Breiðholtshverfanna. 12. okt. kl. 17.30 Stjórnir Langholts-, Laugarnes-, Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfis. 12. okt. kl. 20.00 Stjórnir Háaleitis-, Hlíða-og Holtahv., Austurbær og Norðurmýri. 13. okt. kl. 17.30 Stjórnir Vestur- og Miöbæjar-, Nes- og Mela- hverfis. 13. okt. kl. 20.00 Stjórn Heimdallar. 17. okt. kl. 12.00 Stjórn Varðar. 17. okt. kl. 17.30 Stjórn Hvatar. 17. okt. kl. 20.00 Stjórn Óðins. Austurland - aðalfundur kjördæmis- ráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins í Austurlandskjördæmi verður haldinn i Hótel Egilssbúö i Neskaupstað laugardaginn 15. október nk. og hefst hann kl. 10.00 fh. Dagskrá: 1. Setning. 2. Stjórnmálaviðhorfið og flokksstarfið. Þorsteinn Pélsson formaður Sjálfstæð- isflokksins. 3. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjóm kjördæmisráðs Sjálfstœðisflokksins i Austurlandskjördæmi. Seyðisfjörður - bæjarmál Sjálfstæöisfélagiö Skjöldur boðar til almenns félags- fundar í Frú Láru laugardaginn 8. október kl. 16.00. Dagskrá: 1. Bæjarmálefni. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæöisflokksins á Seyðisfirði, Guð- mundur Sverrisson og Arnbjörg Sveinsdóttir ræða stöðu bæjarmála. 2. Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi, sem haldinn veröur í Neskaupstaö 15. október. Baldur F.U.S. Aöalfundur Baldurs verður haldinn 16. október kl. 14.00. Er Donni með Détta i tomum? Fjölmennið og komist að því. Stjórnin. Aðalfundur Hugins Huginn fólag ungra sjálfstæðismanna i Garðabæ heldur aöalfund föstudaginn 7. október kl. 20.00 aö Lyngási 12. Dagskráin verður þannig: 1. Sveinn Andri Sveinsson formaður stúd- entaráðs ávarpar fundinn. 2. Bæjarmálaáiyktun. 3. Skýrsla stjórnar. 4. Reikningar félagsins. 5. Umræður um skýrslur og reikninga. 6. Lagabreytingar. 7. Kosning stjórnar, endurskoðenda og fulltrúa félagsins í kjördæmisráð, kjördæmasamtaka ungra sjálfstæð- ismanna og fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. 8. önnur mál. Allir núverandi og tilvonandi fólagar eru hvattir til að mæta. 1 \ Undirbúningsnefndin. Stjórn Sjálfstæðisfélagsins Skjaldar á Seyðisfirði. Stjórn Hugins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.